Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 9
Laugardagur 18. ian. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 9 „y , V. ■ 4 • *•_■ -■'■• - --------W L.andhelgisgæzlumennirnir, sem voru á námskeiðinu í Kaupmannahófn. Talið fra vmstri: Þor- valdur Axelsson, Andrés Bertelsen, Ólafur V. Sigurðsson, Bjarni Guðbjörnsson, Helgi Hallvarðs- son, Kristinn Árnason, Sigurður Árnason og Sigurður Sigurðsson. Myndina tók Bjarni Magnús- son. Þyrluþilfar Oðins stækkað í Álaborg 9 starfsmenn Landhelgisgæzlunnar á eld- varna- og sjólekanámskeiði í Kaupmanna- höfn staka þjálfunarstöð fyrir her- og verzlunarflotann. Að sögn Helga Hallvarðssonar stóð námskeiðið i eina viku og var þjappað saman á þann tíima æfingum og námsefni, sem venju lega tekur þrjár vikur að kenna. Voru varðskipsmenn að æfing- um frá kl. 8 að morgni til kl. 5 að kvöldi með aðeins 40 minútna matarhléi. Meðal þess sem varðskipsmönn um var kennt var að slökkva eld í olíu um borð í skipum, auk ýmissa annarra tilfella varðandi eld á hafi úti, og loks hvernig verjast skal er leki kemur að skipum. Ennfremur voru þeim kenndar varnir gegn atóm- árás á sjó. VARÐSKIPIÐ óðinn kom í fyrra kvöld til Reykjavikur frá Ála- borg, en þar hefu. skipið verið í tæpan hálfan mánuð vegna breytinga á þyrluþilfari. Morgunblaðið hefur átt tal við Helga Hallvarðsson, 1. stýrimann á óðni, og sagði hann að • varð- skipið hefði farið til Álaborgar skömmu fyrir áramót og hefði ætlunin verið að 1-orna þangað 3. .janiúar. Strax þann dag hefðu starfsmenn Álaborg Værft hafið vinnu við stækkun þyrluþilfari varðskipsins. Sagði Helgi, að endurbætur þessar hefðu tekið 13 daga og nú gætu þyrlur af öllum stærð- um lent á Óðni og væri það ómet anlegt vegna þess hlutveirks sem skipinu væri ætlað að vinna. „Þann 5. janúar héldum við 9 starfsmenn Landhelgisgæzlunn- ar, þar af 3, sem höfðu komið með Óðni til Álaborgar, til Kaup mannahafnar, en þar áttum við að fara á námskeið í eldvörnum og sjólekavömum“, sagði Helgi, „og voru í hópnum auk mín Óð- insmennirniir Ólafur V. Sigurðs- eon, 2. stýrimaður, Kristinn Árna son, 3. stýrimaður, Bjami Guð- björnsson, 2. vélstjóri, Sigurð- ur Sigurðsson, bátsmaður, og Andrés Bertelsen, háseti, og einn ig þeir Sigurður Arnason, skip- taerra, Bjarni Guðbjömsson, yfir vélstjóri, og Þorvaldur Axelsson, stýrimaður.“ Helgi sagði, að námskeiðið hafi verið haldið á vegum danska sjóhersins að tilhlutan íslenzku landhelgisgæzlunnar. Fóm æfing ar fram á Margareteholmen, þar sem danski sjóherinn hefur sér- Helgi Hallvarðsson sagði, að námskeiðið hefði sannað þátt takendum, hversu mikil nauðsyn væri á að íslenzkar skipshafnir fengju tilsögn í bruna- og sjó- lekavörnum. Þyrfti Sjómanna skólinn að halda uppi kennslu í eldvörnum og Landhelgisgæzlan að þjálfa íslenzkar skipshafnir í að verjast bruna og leka. Frumdrög aðteikningu Norræna hússins F U N D U R menntamálaráðherra Norðurlanda var haldinn í Hels- inki 13. og 14. þ. m. Af íslands hálfu sóttu fundinn Gylfi Þ. Gísla son, menntamálaráðherra, og Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri. Á fundinum var m.a. rætt um Norræna húsið í Reykjavík. Voru lögð fram á fundinum fmmdrög prófersors Alvar Aalto að teikn- ingu hússins. í samræmi við til- lögor þær, sem undirbúnings- nefnd, sem Bert A. Koch ritstjóri, var formaður í og samþykktar voru á sinum tíma í Norðurlanda- ráði, er gert ráð fyrir, að í hús- inu verði fyrirlestrasalur, bóka- safn og lestrarsalur, vinnuher- bergi í sambandi við bókasafnið, lítið fundaherbergi, f jögur vinnu- herbergi fyrir norrænu sendi- kennarana við Háskóla íslands, skrifstofuherbergi fyrir Norræna félagið, kaffistofa, tvö gestaher- bergi og ibúð fyrir forstöðumann. Væntanlega kemur prófessor Alvar Aalto og fulltrúar frá und- irbúningsnefndinni, sem hefur húsmálið með höndum, tíl Reykja víkur á næstunni til viðræðna, áður en endanlegar teikningar eru gerðar, og til þess að ganga frá kostnaðaráætlun um fram- kvæmdina. Keðjusöntfvar HJÁ Ríkisútgáfu námsbóka er komið út nýtt kennsluihefti í söng, Keðjusöngvar, 1. hefti, eftir Jón Ásgeirsaoa., söngkenn- ara. SöngSiefti þetta eir það fyrsta af þrem heftum af Keðjusöngv- um, seim í ráði er að gefa út. Mikil vöntun hefur ■verið á lögum hentugum til kennslu í tnargrödduðum söng, og er með útgáfu á Keðjusöngheftum þess um reynt að bæta að nokikru úr þessum skorti. í þessu fyrsta hefti Keðju- eöngva eru tólf tveggja til þriggja tóna lög á tveim nótna- atrengjum og tuttugu 4—5 tóna lög á þrem nótnastrengjum. Lög þessi eru samin af Jóni Asgeirs- eyni, söngkennara, utan tveggja laga, Kluikkur á bls. 21 og Upp, upp með söng á bls. 24. Við niðurröðun laganna hefur verið farið efir svonefndu „Tonica-do“ söngkennslukerfi, sem er mjög gamalt kerfi og hefur á síðari árum rutt sér til rúms við söngkennslu í skólum með góðum árangn. Þá má geta þess, að hefti þessi ættu að geta orðið að gagni öll- um þeim, sem hug hafa á að læra nótnalestur eða þau undirstöðu- atriði, sem kynnt verða í heftum þessum, þótt þau séu einkum mið uð við námsefni barna á aldrin- um 7—14 ára. Nótnateikning og kápumynd fyrsta heftis eru gerðar af Guðjóni B. Guðjónssyni. Prentun Keðjusöngvanna ann- aðist Litbrá h.f., kápuprentun Alþýðuprentsmiðjan h.f. Rætt var um það á ráðherra- fundinum, að komið yrði á fót sendikennaraembætti í finnsku við Háskóla íslands, og lýstu Finnar áhuga sínum á því máli. Menntamálaráðherrarnir sam- þykktu fyrir sitt leyti, að efnt skyldi til norrænna tónlistarverð launa, að fjárhæð 50.000,— dansk ar krónur, er veita skuli fyi’st um sinn 3. hvert ár. Þá var rætt um tungumálanám skeið. Stefnt er að því, að á sumri komanda verði námskeið á ís- landi fyrir norska menntaskóla- kennara, sem hafa á hendi ís- lenzkukennslu í skólum sínum. Ennfremur var rætt um nauð- syn aukinna fjárframlaga til nor- rænnar samvinnu á sviði menn- ingarmála. Fjallað var um nokkur önnu mál og haldinn fundur me* Menningarmálanefnd Norður- landaráðs. Viötækar prófanir á Akureyri, 17. janúar. FRÉTTAMAÐUR Morgunblaðs ins átti í dag tal við Jóhann Þor- kelsson, héraðslækni, og innti hann nánar eftir berklafaraldri þeim, sem um getur i nýbirtri skýrslu hans og upp kom á Akur eyri i haust. Hann kvaðst litlu hafa við greinargerð sína að bæta. Ailt hefur verið gert scm unnt er til að komast fyrir faraldurinn og hefta úfcbreiðslu hans og segja má með fullri vissu, að það hafi tekizt. Engin smithætta stafar frá því fólki, sem smitazt hefur í haust enda etr fylgzt mjög nákvæmlega með heilsu þess. Aðalsmitberinn mun ekki hafa haft smitberkla lengur en mánaðartíma, þegar hann fannst og fyrstu smittilfell- in komu í ljós hálfum mánuði eftir að hann kom i Kristneshæli. Þegar í stað var tekið til skoð- unar allt það fólk, sem vitað var að hann hefði haft san.skipti við. Ferillinn var nákvæmlega rakinn og fólkið berklaprófað með hálfs mánaðar millibili og sumt sýndi fyx-st jákvæða svörun við þriðju skoðun. Til tilfellanna náðist því strax og siúkdómseinkenni komu fram, og hinir sýktu hlutu við- eigandi meðferð, aðallega lyfin- meðferð, sem nú er orðin mj! ' árangursrík í upphafi sjúkdóms svo að segja má, að þeir séu þegar á batavegi. Þótt svo skjótt og rækilega hafi verið gripið í taumana er ekki full vissa fyrir þvi, að náðst hafi til allra, sem smitazt hafa. Þess vegna heftxr verið ákveðið, að grípa til allsherjar berkla- prófunar á öllu fólki í þeim hvérf um í bænum, þar sem smitún átti sér stað, bæði á ungum og gömlum. Allir þeir, sem jákvæð- i,r reynast, verða síðan teknir til skoðunar. Einnig er ákveðin berklaprófun í öllum skóhim bæjarins og þeir nemendur sér- staklega athugaðir. sem kunna að hafa orðið jákvæðir sícan berkla próf fór þar fram í haust. Þessi berklaprófun er þegar hafin og verður komin í fullan gang í byrjun næstu vifcu. Héraðslæknir tók sérstaklega fram, að einsikis væri látið ófreistað að komast fyi’ir þennan faraldur og engin ástæða að Þór dró togarann frá ísafirði VARÐSKIPIÐ Þór kom skömimi fyrir hádegi í gær til Reykjavík- urhafnar með Grimsbytogarann Port Wale í eftirdragi. Dró Þór togarann frá ísafirði og tók ferð in 46 táma. en skipin lentu í slæmu veðri síðarihluta leiðar- innar. Stýrið á Port Wale laskaðist fyrir nokkru er togarann tók niðri í ísafjarðarhöfn í vondu veðri. Hér fer hann í slipp í dag þar sem skemmdir verða kann- aðar. Reynast þær ekki miklar fer viðgerð fram i Reykjavík, annars verður stýrið tekið af og togarinn dreginn til Englands. berkla- Akureyri óttast frekari smitunarhættu af hans völdum. Hins vegar óskaði hann eftir góðri samvinnu við þá, sem hér eiga hlut að máli og skilningi almennings á því, að hér væri verið að vinna að al- mannaheill. — Sv. P. — ísland og Noregur Framhald af 1. sí'ðn. Fundinn sátu fullti’úar nefndar Efnaihagsbandalags Evrópu, auk fulltnia frá þessum löndum: Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, íslandi, írlandi, ítalíu, Luxembourg, Hol landi, Noregi, Portúgal, Spáni, Svíþjóð, Sviss og V-Þýzkalandi. Talið er víst, að fuUtrúar 13 þjóða, þ.e. allra aðildar þjóða, utan Íslendinga, Norðmanna og Dana, muni leggja til við stjórn- ir sínar, að gengið verði að þeim tillögum, sem að ofan greinir. Samkvæmt þeim yrði fiskveiði- lögsögunni skipt í tvo hluta, ytri c>g innri sex mílur. • Á innra svæðinu yrði um að ræða sérstaka samninga, eða réttindi, til handa þeim löndum, sem vilja koma sér upp nýjum grunnlínum, sem lokað myndu fjörðum og öðrum veiðisvæðum. Þar sem ekki er ixm að ræða nýjar grunnlínur, gætu viðkom- andi þjóðir byrjað að halda er- lendum fiskimönnum utan 6 mílna í upphafi árs 1966. Þar sem nauðsyn ber til að setja nýjar grunníinur, þar gætu er- lendir fiskimenn hins vegrr hald ið áfraim veiðum ári lengur, þ.e. til ársbyrjunar 1967. U Á ytra sex mílna svæðinu, þá myndi þjóðum, sem fram til þessa hafa veitt á því svæði, leyft að halda þeim veiðum á- fram, svo framarlega, sem far- ið yrði að lögum um vernd fiskistofna. Vildi einhver þjóð koma algerlega í veg fyrir veiði erlendra áðila innafi 12 mílna þá væri hæ’gt að kO'ma því á, með því að halda því fram, að' þjóð- in byggði afkomu sína algerlega á fiskveiðum. Samkvæmt niðurlagsorðum yf irlýsingar þeirrar, sem gefin var út í lok ráðstefnunnar, þá yrðu þó allir samningsaðilar að sam- þykkja slíkt fyrirkomulag. • Afstaða Noregs var sú, að landið gæti ekki átt aðild að slíku samkomulagi, þar sem það bryti í bága við yfirlýsta stefnu í þessum málum. • Af hálfu íslands var því hins vegar lýst yfir, að aðild kæmi ekki til greina, þar eð vel gæti svo farið að fiskveiðilög- sagan yrði stækkuð enn, og því væri ekki hægt að miða við 12 mílur, eða telja slíka lögsögu lokatakmark. • Af hálfu brezkra aðila var lýst yfir ánægju með niðurstöðu ráðstefnunnar, því að nú hefði sennilega tekizt að tryggja bann við veiðum næst brezkum strönd um. Hins vegar hefði ekki tek- izt að tryggja veiðar brezkra sjómanna við Noreg og ísland, en þeirrar skoðunar gætti meðal brezkra fiskimanna, að þeir ættu þar rétt til veiða. t, I Elsku litli drengurinn okkar og bróðir JÓN HEIÐAR SVEINSSON andaðist í Landakotsspítalanum hinn 16. janúar. Marín Guðveigsdóttir, Sveinn Mattliíasson, Guðlaugur Birkir Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.