Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID Laugardagur 18. jan. 1964 - SÍMINN Framh. af bls. 11 Þáttur Valtýs Guðmundssonar Eins og uuö og aJpjoo veu var okkar goöa land sett pannig í haf- ið, að pað snýr hinum nsmikla og faliega bakhiuta austur til menningarinnar, en fanginu til Grænlands. Það var dr. Valtýr Guðmundsson, búsettur í Kbh., sem stakk upp á því við stjórn Stóra norræna að leggja sæ- strenginn til austurhluta lands- ins en verja pví sem við þetta sparaðist í landssímalínu frá Aust fjörðum til rieykjavikur. Hið upprunalega tilboð var um rit- símasamband frá útlöndum til Reykjavíkur. Þá hefði sæstreng- ur að líkindum verið lagður í land við Þorlákshöfn og loftlína þaðan til Reykjavíkur. Við að leggja sæsímann upp á Austfjörð um myndi sparast um 250 km af sæstreng. Auk þess myndi það græðast að bilanahætta á strengn um yrði minni, bæði vegna þess, að strengurinn styttist og eins vegna þess að þá slyppu menn við að leggja sæsímann yfir veiði svæði brezku togaranna. (Bretar voru ekki byrjaðir að veiða út af Austfjörðum þá). Loks mátti bú- ast við auknum viðskiptum um strenginn ef mikill hluti lands- ins kæmi strax í símasamband. Stóra norræna bauðst til að leggja út 300 þús. króna upphæð til landssímalínunnar ef þessi að- ferð væri viðhöfð og var það stór- fé á þeim tímum. Þetta 300 þús. kr. framlag til landssímalínunn- ar hélzt enn, er samningar við Stóra norræna voru undirritað- ir af Hannesi Hafstein mörgum árum síðar. Hitt er annað mál að ekki veit ég, hvenær þetta kom fyrst til mála, en þó þykjist ég kenna hér séníið Tietgen og hef- ur það þá verið 1895 eða 1896, því á árinu 1896 missti Tietgen heilsuna og dró sig út úr öllu sínu fjármálabraski. Hann lifði þó til ársins 1901. Á þessari hugmynd að leggja sæstrenginn upp til Austfjarða í stað Þorlákshafnar græddu báð- ir aðiiar, Stóra norræna og Lands síminn og þetta hjálpaði Lands- simanum ómetanlega fyrstu bernskuárin. Það hefur því marg ur gert símamálum landsins minni greiða en Valtýr Guð- mundsson, þótt ekki hangi mynd hans þar á heiðursvegg. Árið 1898 lét Stóra Norræna amerískan verkfræðing, Hanson að nafni, er áður hafði ferðazt hér um, rannsaka leiðina milli Austfjarða og Reykjavíkur og sama ár veitti ríkisþingið danska 54.000 kr. árlega í 20 ár til sæ- símans. En nú var annar maður seztur í stól Tietgens hjá Stóra norræna og nú var hættan, sem Mitchel & Cooper hafði stofnað til með tilboði sínu 1895, hjá lið- in. Því er það að Stóra norræna skrifar bréf, sjálfsagt undirritað af Edouard Suenson hinum nýja forstjóra, að sem stæði væri ekki útlit fyrir að neitt yrði úr fram- kvæmdum fyrst um sinn (bréf- ið dags. 28. marz 1901). Nú hefst skáldatími Skáldin voru tvö, bæði ágæt. Báðir voru mennirnir myndar- legir, höfðinglegir, og vöktu at- hygli hvar sem þeir fóru, báðir lögfræðingar að mennt. Ekki áttu þeir þó samleið í símamálunum. Hannes fór land og lög, en Ein- ar í loftinu. Þeir voru svo að segja jafnaldrar og menn á bezta aJdri þegar hér er komið sögu. Hannesi Hafstein þökkum við að sæsíminn var lagður hingað 1906, en Einari Benediktssyni er það að þakka að Marconi-félagið reisti möstur mikil við Héðins- höfða (rétt innan við Reykja- vík þá) og hóf móttöku loft- skeyta 1905. Hannes Hafstein sat á þingi sumarið 1901 og þótt lítil líkindi væru til, að símamálinu miðaði nokkuð næstu tvö árin, var þó mikið um það rætt, og lá H. H. þar ekki á liði sínu. Hann bar Frá saesímalagningu yfir Ermar- sund 1850. Strenglögnin mtstókst þó, en heppnaðist ári siðar. fram tillögu þess efnis, að áskilið yrði, að sæsíminn yrði lagður í land í Reykjavík eða svo nærri Reykjavík, sem föng væru á. „Aðalástæðan, sem hann og hans fylgismenn í máli þessu báru fyrir, var sú, að ritsími milli landa kæmi því aðeins að not- um að hann væri lagður á land í Reykjavík eða grennd við hana; hann mundi þá hafa í för með sér gagngerða breytingu á verzlun landsins, þá mundu rísa hér upp stórkaupmenn og vöru- birgðasöfn svo stór, að kaup- menn, sem nú færu til útlanda og keyptu vörur sínar þar, hefðu nægar birgðir að velja úr hér. En sambandið við útlönd mundi aldrei verða trygigt ef það væri komið undir landþræði á staurum, og það mundi valda ó- kljúfandi kostnaði, að viðhalda stöðugu sambandi gegnum land- þráð milli Reykjavíkur og Aust- urlands veturinn yfir; það yrði stopult og næsta óáreiðanlegt.“ (2, Kl. Jónsson). Urðu um málið miklar umræð- ur, en svo lauk, að tillaga Hann- esar var felld. Á þessa tillögu H. Hafsteins verður líklega örlítið drepið síðar, í lokaþætti þessa máls. Nú er að víkja að hinu skáld- inu, Einari Benediktssýni og hans þætti. (5) Það þótti að von- um mikil frétt, þegar spurðist að Marconi hafði tekizt að senda þráðlaust morsemerki þvert yfir Atlantshaf, og skeði það í desem- ber 1901. Einar Benediktsson var hér í Reykjavík þennan vet- ur, en snemma* sumars 1902 fór hann sér til hressingar, eftir veik- indi, til Lundúna. Þegar þangað kom, var enn ekki liðið nema misseri frá því Marconi hafði tekizt sín kóngadraumsjón að senda skeyti yfir Atlantshaf og um það var enn rnikið rætt. Ein- ar Benediktsson þóttist hér eygja möguleikann á að rjúfa einangr- un íslands á skjótan og hagkvæm an hátt. Einar brá skjótt við, hann fór strax á fund aðalfor- stjóra Marconifélagsins í Lund- únum, en hann hét Cuthbert- Hall. Það fór brátt vel á með ís- lenzka skáldinu og forstjóran- um og síðan rak Eínar erindi Marconi-félagsins bæði hér á Jandi og víðar, í mörg ár. Eftir þetta gjörði hann stuttan stanz í Bretlandi og sátu þingmenn enn á rökstólum hér, er Einar kom til Reykjavíkur. Tók Einar strax að róa að sínum málum og fyrir áhrif hans var þá loftskeytamál- inu í fyrsta sinn hreyft á Alþingi. Sagði Einar að Marconifélagið væri fúst til að koma íslandi í loftskeytasamband við umheim- inn (Bretland) ef samningar tækj ust við þingið. Kosin var á Al- þingi 5 manna nefnd til að gera tiJlögur um málið (Alþt. 1902 B 639—643 C 60). Nefnd þessi skil- aði raunar aldrei áliti, því að í sama mund og hún var kosin, skýrði landshöfðingi (M. Steph- ensen, alltaf á verði fyrir sinn Loftskeytastöðin í Flatey á Breiðafirði. húsbónda, gamli maðurinn) frá því, að stjórn Danmerkur og ís- lands væri nýbyrjuð á samning- um við belgiskt félag um loft- skeytastöðvar á íslandi, bæði til skeytaþjónustu við útlönd og innanlands og fór landshöfðingi fram á fjárveitingaheimild til þessa. Var samþykkt, að þingið veitti þessa heimild að því til- skildu, að öðrum félögum, m.a. Marconifélaginu, gæfist kostur á að keppa um málið. Beið Einar nú ekki boðanna að fara og hitta stjórnendur Marconifélagsins og skýra fyrir þeim, hvernig málin stæðu. Fór hann utan strax eftir þinglausnir og var þrjá mánuði í Lundúnum. Ef til vill hefur það verið í þessari utanför Ein- ars, sem hann fór sem trúnaðar- maður Marconifélagsins til Nor- egs og Svíþjóðar og lagði þar grundvöllinn undir loftskeytasam bönd þau, er þessi lönd settu á stofn hjá sér skömmu síðar. Ein- ar kom heim skömmu fyrir árs- lok 1902. Á Alþingi 1903, sem var reglu- legt þing, kom það í ljós að stjórn in hafði lítið aðhafzt í skeyta- málinu. Þingið veitti henni enn fjárheimild til að koma fjar- skiptamálinu í framkvæmd og tekur sérstaklega fram að verja megi svo miklu af fénu (35 þús.), sem nauðsyn krefjist til að koma á þráðlausu hraðskeytasambandi milli fslands og útlanda. Á þessu þingi bar það einnig til tíðinda, að fjárveitinganefnd barst tilboð frá ensku félagi „The General International Wireless Þakka öllum þeim mörgu sem glöddu mig á sextugs afmæli mínu 7. janúar síðastliðinn, með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Benóný Friðriksson. Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, KRISTINS Á. SIGURÐSSONAR Hringbraut 74, Reykjavík. Sérstakar þakkir flyt ég forstöðumönnum og starfs- fólki Múlalundar og Teppi h.f. Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna og annarra vandamanna. Júlíana Kristiánsdóttir. Telegraph & Telephone Co. Ltd. of London“ um að setja upp þráð- laujt „fjarritunarsystem" milli íslands og Bretlands gegn 2000 £ árlegu gjaldi úr landssjóði í 20 ár (2000 £ = 36 þús. kr.) Fyrsta tilJagið átti þó ekki að greiðast fyrr en „fjarritunar- systemið“ hafði verið notað í 12 mónuði með viðunanlegum ár- angri. Nefndin vísaði þessari málaleitun til stjórnarinnar (í Kbh.) Seinna, 1904, barst tilboð, fyrir tilstilli E. Ben., frá Marconi félaginu og hljóðaði það upp á rúmlega . 376 þús. kr. stofn- greiðslu auk 36 þús. kr. árs- greiðslu. (Dýrseldur var Davíð). Kr. Albertsson minnist á seinna tilboðið en ekki það fyrra (1). Lítið „Intermesso“ Forstjóri Stóra Norræna, E. Suenson, skrifaði stjórninni 31. marz 1903, að það sæi sér ekki fært að ráðast í símalagningu til íslands og mælir með því að ís- lendingar beini athygli sinni að þráðlausu sambandi (Marconi) (1). Tveir góðir ráðherrar og sögulok Árið 1903 kvaddi líkt og 1894, heldur dapurlega. Árið 1895 hafði Tietgen, þáverandi forstjóri Stóra norræna rumskað við til- boð Mitchels & Coopers. Nú virt- ist Suenson ekki vilja láta neitt raska ró sinni þótt fyrirsjáandi væri að „þráðleysið" væri á næstu grösum. Svefnró hans varð ekki löng. Og verður nú til sög- unnar dreginn danski ráðherrann Christoffer Friedenreich Hage. Hage var af frægri kaupmanna- og stjórnmálamannaætt danskri, fæddur 1848, statsvidenskabelig kandidat 1871. Til Kaupmanna- hafnar kom hann 1879 og setti þar á stofn heildverzlun og vann sér mikið álit. Hann var svo ár- um skipti í hafnarstjórn Kaup- mannahafnar, í stjórn Fríhafnar- félagsins, í bankastjóm Land- mandsbankans, einnig í stjórn Stóra norræna og í stjórn „for det kontinentale Syndikat for Poulsen’s Radio-Telegrafi“ o. fl. Sem stjórnmálamaður var C. F. Hage fyrst hægri maður og sem hægri maður var hann fyrst kos- inn á þing, en síðar varð hann alllangt eða langt til vinstri. — „Óvenju víðsýnn maður“, segir Kl. Jónsson um hann (2). Hage var tvisvar ráðherra, fyrst 1901 —1905 og síðar 1916—1920. Á fyrra tímabilinu kom símamálið Móttökustöð Marconis á Signal Hill í Nýfundnalandi, þar se*n tekið var við fyrstu loftskeyta- merkjum yfir Atlantsbaf 12. des. 1901. mikið til hans kasta, á seinna timabiliinu var hann einn þeirra nefndarmanna, sem af hálfu Dana sömdu „Sambandslögin" 1918. (Segir hr. Salomonsen). í ársbyrjun 1904 var það, að danska ríkisstjórnin (Hage og samráðherrar hans) sá mikil und- ur vera að gerast í vestri. Það er hvorki meira né minna en stór hætta á, að Stóra-Bretland sé að tengjast fjarskiptaböndum við „okkar kæru hjálendur Færeyjar og ísland". Og þar sem brezka ljónið tyllir klónni, þar er loppan ekki fjarii. Nú voru góð ráð dýr, og nú þurfti að bregða fljótt við. Hage leysti vandann. Fyrsti ráðherra íslands, Hannes Hafstein, tók við embætti 1. febr. 1904, og fór litlu síðar utan og „leitaði þegar á fund Hages, og var svo afráðið í þessari utanför Hannesar, að Hage skyldi Jeita fullnaðarsamninga við Stóra nor- ræna félagið um að takast á hend- ur lagningu sasímans til íslands.** (2). „Ég kom, ég sá, ég sigraði“, sagði annar frægur maður. Mál- efninu miðaði með „amerískum hraða“. Hafstein ráðherra fór til danska símastjórans og sem ráðu nautur var ráðinn C. E. Krarup, ungur verkfræðingur, ágætum gáfum og dyggðum búinn, síðar talsvert frægur fyrir uppgötvan- ir sínar. Hannesi var vísað til Noregs til að leita að manni til að byggja landssímalínuna á ís- landi. Olav Forberg, ungur, dug- mikill en fátækur símatækni- fræðingur og þaulvanur línuverk- stjórn í Norður-Noregi, kom til Kaupmannahafnar til að hitta Hafstein um haustið. Það fór vel á með þeim strax, og það samd- ist svo um að Forberg kæmi strax næsta sumar til íslands til að lita á aðstæður. Forberg Jagði svo með norsku liði, landssíma- línuna frá Seyðisfirði til Reykja- víkur, á einu sumri, 1906. For- berg var síðar landssímastjóri i meira en tuttugu ár. Forberg dáði Hafstein frá fyrstu stund fyrir að opna sér þetta stóra og góða verksvið. Honum þótti vænt um Hannes, næst Landssímanum, sem hann, Forberg, skapaði sjáli ur. En það er önnur saga. Um hinn góða vin okkar Hage veit ég lítið meir en sagt er, en hefði löngun til að vita hvoru megin við stjórnarár hans í Poul- sen’s Radio-Syndikati það hafi verið, sem hann hafði enga trú á þróun loftskeytatækninnar „á næstu árum.“ (Poulsen var ein- mitt að fá einkaleyfi á stór- merkri endurbót í loftskeytatækn inni, endurbót, sem opnaði veg fyrir útvarp og þráðlaust tal). Um það, hvort það komi þessu máli nokkuð við, ef Hage hefur verið stjórnarmeðlimur Stóra norræna á árum þessum, læt ég ódæmt. Hitt tel ég alveg fullvíst, að hann hafi notað sitt síðasta ráðherraár til að gera sinni eig- in þjóð, Dönum, sem mest gagn, og það fannst honum hann gera bezt með því að treysta, áður en of seint yrði, sambandið við hjá- lendurnar í Atlantshafi, sérstak- lega Færeyjar og ísland. Og til þess var sæstrengur heppilegri en loftskeytasamband. Samningar við Stóra norræna voru undirritaðir haustið 1904 og í janúar 1905 fór Hage úr dönsku stjórninni. Árið 1906 fengum við sæstreng, sem lagður var til lands í Seyðisfirði. Við minnumst Valtýs og Tietgens. Sama sumar fengum við land- línu frá Seyðisfirði til Reykja- víkur. Við minnumst Skúla Thor- oddsen og tillögu hans 1891. Við minnumst margra ára, mikillar baráttu, margra mætra manna. Gamli tíminn er að kveðja, öld framfaranna að byrja. Það eru flögg við hún, niður við símstöð, hinn 29. september 1906. Hinn stórglæsilegi ráðherra okkar og aldamótaskáldið er að halda ræðu sína af svölum hússins. Við heyr- um hann lesa upp heillaskeytið frá Friðriki VIII konungi: „Með þökk fyrir þá gleðifregn, að nú sé lokið lagningu ritsíma og tal- síma um þvert ísland, sendi ég á ný hjartfólgnustu kveðju mína og árna oss öllum heilla með þessi nýju tengsl, er hnýta Dan- mörku og Island nánara saman. Með glaðri endurminning um þýðingarmikla samfundi, endur- tek ég: Sjáumst heilir aftur á Frederik R.“ (2) fslandi. Lesendur vita hvað fyrir mér vakir. Það unnu margir að síma- málinu í marga áratugi. En verk- ið var of stórt og dýrt fyrir okk- ur og því svo að segja óleysan- legt. Enginn einstaklingur getur eignað sér sigurinn sem vannst, Framhald á bls. 17,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.