Morgunblaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 28. jan. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 31 Betra að gera út bát á sjó en uppi í Eyrarbakkafjöru S Ó L I N skein lágt á himni gegnum toppana á hvítfextum öldunum og gyllti þá. Tveir vélbátar gengu upp og niður á öldunum skammt frá hafnar garðinum, sem sjórinn gekk yfir og spýttist eins og hver upp um'gat á honurrr. Nú stefn ir annar út um Sundið og virð ist standa á endum, ýmist stafni eða stout, en þetta er leið allra Eyrarbakkabáta heim og að heiman. Okkur fréttamönnum Mbl. finnst mik ið til koma og' höldum að þetta sé haugabrim. En, nei, nei, þetta kallast bara svolítill ruglingur, segja þeir okkur skipverjar á Kristjáni Guð- mundssyni AR 15, þeir Ási Markús Þórðarson, vélstjóri, og Þórir Kristjánsson, stýri- ' maður, sem eiga bátinn ásamt Þorbirni Finnbogasyni, skip- stjóra, en bótur þeirra heitir eftir föður Þóris, Kristjáni Guðmundsesyni frá Búðarhús- um, pft kenndur við Merki- stein. Kristján var merkur for maður fyrir austan. Bátur þeirra félaga er reynd ar ekki á sjó. Honum hefur verið komið upp á vagna aftan í fjórum kraftmiklum bílum þarna á Eyrarbakkafjörunni og þessi 60 lesta bátur gnæfir Sigfús Markússon göltrar um fjörurnar klæddur sjóbuxum til að geta vaðið á eftir skip- unum sínum. yfir okkur, þar sem við stönd- um og möstrin ber við himin. Þetta er reyndar ekki venju- legur staður fyrir Eyrarbakka- bát, sem vanastur er að höggva öldurnar, enda mun það vera í fýrsta skipti sem svo stór bátur, er þeir sjómenn irnir gizka á að vegi um 100 tonn, er fluttur á bílum. Ástæða þess að vélbáturinn Kristján Guðmundsson AR 15 er nú kominn á þurrt land og upp á bíl, er sú, að fyrir rúmri viku slitnaði hann upp af legu- færunum og rak upp í fjöru, farið var að ræða um slíkan garð, hugmyndin kom fram 1934. Búið sé að kanna stað- inn og teikna garðinn, en f jár- skortur komi í veg fyrir fram- kvæmdir. — Það er slæmt, því plássið lifir á útgerðinni, grípur Ási Markús fram í. Ég trúi á fram- tíð Eyrarbakka, ekki sízt sem útgerðarstöðvar. Því til sönn- unar get ég sagt ykkur, að ég fluttist hingað frá stærstu ver- stöð á landinu, Vestmannaeyj- um. Hér er óplægður akur. _Ég tel það ekkert guðlqst af Ási Markús Þórðarson, stýrimaður og Þórir Kristjánsson, stýrimaður, tveir af eigendum bátsins Kristjáns Guðmundss. 50 lesta báti komið fyrir á bílpöllum. Lengst til vinstri sést Gunnar Guðmundsson, eigandi* flutningatækjanna og mað- urinn þriðji til vinstri (með hatt) er Kristinn Guðbrands- son, forstjóri Björgunar h.f. þar sem hann fannst morgun- inn eftir óskemmdur. — Það er algert kraftaverk að báturinn skyldi komast ó- skemmdur upp á sandinn, því þarna eru klappir. En veður- ofsinn hefur verið svo mikill að hann hefur farið upp á einni báru og líklegt að gamli maðurinn hafi stýrt honum upp á sandinn, segir Ási Markús. Um morguninn urð um við þess varir að bátur- inn lá ekki lengur í fjör- unni, en það sást ekki út ú.r augum fyrir veðri og sand- roki. Við fundum hann svo í sandinum og sáum þegar hann Valt yfir að hann var ó- skemmdur. — Og það hefur glatt ykkar hjörtu? — Finnst þér það hokkur furða. Báturinn er 4 millj. kr. virði. En það þyrfti ekki nema 10 millj. kr. til að fá örugga höfn fyrir 8—10 50 lesta báta. Það er slæmt að svona skuli koma fyrir, en við getum ekki legið við bryggju fyrr en garður er kominn á klapp- irnar. Hér liggja 16 millj. kr. virði í bátum á legunni. Þórir Kristjánsson, sem einn ig er hreppsnefndarmaður, segir okkur að langt sé síðan minni hendi að fullyrða að það sé eins auðvelt að gera báta- höfn hér og á Þorlákshöfn. Vonandi ber þetta óhapp með Kristján Guðmundsson þann árangur að við fáum höfn hér á Bakkanum. — Og nú fer báturinn ykkar brátt á sjó aftur. — Já, ég vil miklu heldur gera hann út á sjó en þar sem hann er núna. Sandurinn eins og sykur En þó þessi stóri bátur kæmist fyrir „kraftaverk" ó- Sikemmdur upp í fjöruna, var ekki allur vandinn leystur, því hver mundi koma honúm ósikemmdum út á rúmsjó aft- ur. Samábyrgð íslandts á fiski skipum fékk Björgun htf. í lið með sér í þessu vandamáli, en þetta er 43. báturinm, sem Björgun nær upp, að því er Kristinn Guðbrandtsson, for- stjóri fyrirtækisins tjáði okik- ur. Árið 1958 var minrú bát, Jóhanni Þorkelssyni, bjargað þarna skammt frá. Og Krist- inn segir okkur hivemig farið er að því að koma Kristjáni Guðmundssyni aftur á flot. Þarna hefur 12—14 manna flokkur unnið í viku, næstum dag og nótt við að lyfta bátn- um úr sandinum. Notaðir voru • márgir lyftarar með samtals 150 tonna lyftikrafti. Sumir mannanna hafa sofið þarna í bíl í fjörunni, og skipverjar hafa hjálpað dyggilega til. Þetta er ekki mjög erfið björg un, segir Kristinn, en sandur- inn er eins og sykur. Og úr því að alda lyfti bátnum þetta hátt upp á sandinn, gat auð- vitað allaf verið hætta á að aftur gerði slíkt aftaka brim, svo önnur stór næði honum. Samábyrgðin fékk fjögur stór flutningatseki á leigu hjá Gunnari Guðmundssyni í Reykjavík. Þetta eru 4 sterk- ir bílar með 4 vagna, sem sam • tals eiga að geta borið yfir hundráð tonn. Bílunum er raðað við hliðina á bátnum og honum komið fyrir uppi á vögnunum. Síðan er ekið af stað, allir samtaka. Stór ýta og dráttarbíll toga í yztu bíl- Framhald á bls. 23. Verðandi sjómenn á Eyrarbakka fylgdust með björgun bátsins af athygli. Talið frá vinstri: Stefán Halldórsson, Jón Karl Ragnarsson, Þórður Markússon og Þórður og Rúnar Eiríkssynir. Athugið að mælitæki bátsins, sem skaga niður úr honum, skemmdust ekki einu siuni, eins og sést Iengst til hægri. - Utan úr heímí Framh. af bls. 12 Kínverzkir þegja — í frébtuim frá Peking segir, að kínversk blöð hafi ekki látið í ljósi álit sitt á því, ®em gerzt hefur að undan- förnu í Austur Afríku, en ánægja hefur þó verið ríkj- andi meðal ráðamanna í Pe- king, Hinsvegar hafðj það komið Pekingstjórninni í nokkuð vandræðalega aðstöðu að stjórnarleiðtogar viðkom- andi ríkja, þar á meðai Yomo Kenyatta sjálfur, skyldu biðja um aðstoð Breta — „nýlendu- feúgaranna“, sjálfra. Er ijóst talið, að meðan Ghou En-lai, forsætisráðherra Kínverska Alþýðulýðveldisins er á ferða- lagi í Afríkú, muni Peking- stjórnin efeki taka opinber- lega afstöðu til atburðanna í AusturAfríku. Hún geti ekki lýst stuðningi við uppreisnar- tilraunir nema mteð því að taka um leið afstöðu gegn stjórnum viðkomandi ríkja. Fyrirhugað var að Chou En-lai kæmi tiil Tanganyika í lok þessa mánaðar, en heim- sókninni hefur verið frestað um óákveðinn tíma, að því er tilkynnt var í Dar Es Salaam í dag. Er ekki tilgreint bvex ástæðan er, en sú tilgáta hef- ur komið fram, að Chou En-lai sé ekki um það gefið að þurfa að þiggja vernd brezkra hermanna, er hann heimsæki Afríkuríkin. í Tanganyilka mun annars allt með kyrrum kjörum, á yfirborðinu a. m. k. Brezka flugvélamóðurskipið „Cent- aur“ kotm þangað á laugardag og lá úti fyrir höfuðborginni um helgina. Brezkir vopnaðir I hermenn fara í brynvörðum bifreiðum um götur borgar- innar og brezkir liðsforingj- ar hafa þegar tekið til við endurskipulagningu hersins, að ósk Nyereres, forseta. Hef- ur hann hVatt félagsmenn TONU — flokksins (Tangany- ika African National Union) til þess að gefa sig fram tiil herþjónustu og mynda kjarna nýskipulagðs hers landsins. Hefir fjöldi manna orðið við tilmælum forsetans. Flestir uppreisnarmenn í Tanganyika hafa gefið sig fram við lögreglu landsins eða brezka liðsforingja og af- hent vopn sín. Enn er þó leit- að um það bil hundrað vopn- aðra manna. Nokkrir hafa ver ið hanöteknir, grunaðir uim að hafa staðið fyrir upp- reisnartilrauninni, og mun herréttur fjaila um mái þeirra. Samfara átökum þessum I Kenya, Uganda og Tangany- ika hefur komið til feynþótta- átaka, einkum aðgerða Afríku manna gegn innflytjendum frá Asíu, sem að mestu eru Arabar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.