Morgunblaðið - 21.02.1964, Síða 15
I
Fðstudagur 21. febr. 1964
1
MORCUNBLAÐIÐ
15
Ölafur Þorldksson, bóndi, Hraunn
Veiöimál Árnesinga
HINN 19. janúair birtist 1 Morgun
blaðinu grein eftir undirriftaðan
um veiðimál Ámesinga, sem svar
við hinum rætnu og ómaklegu
árásum sem forystumenn stang-
veiðimála hafa að undanförnu
Ihaft í frarnmi við okkur neta-
bændur.
Þessum tilefnLslau.su árásum
Ihöfum við að mestu látið ósvar-
að hingað til. En svo lengi má
brýna deigt jáirn að það bíti að
lokum. Ég hef orðið þess var, að
grein þessi hefir vakið nokkra
athygli, því Morgunblaðið hafði
fljótlega aftur tal af hinum 5
forystumönnum. Komu svör
þeirra í sama blaði hinn 21. jan-
úar. Þessi svör hefði ég látið
afskiptalaus, ef einn þessarra
manna hefði ekki verið svo
grunnhygginn, að falla fyrir
þeirri freistingu að fara út í
persónulegt nagg og útúrsnún-
inga í svari sínu, sem ég þó
ekki nennj að svara nema að
litlu leyti. Slíkur málflutningur
ber æfinlega vott um málefna-
skort hins rökþrota manns. Því
eegi ég: Svei þeim mönnum, sem
tetla að verja málefni á þeim
grundvelli. Og sveim þeim sam-
tökum sem kjósa slíka irenn að
forystumönnum.
Guðmundur Kristjánsson og
fleiri stangveiðimenn tala jafnan
um jöfnun veiðihlunninda á milli
árbænda. Á þetta sjónarmið
þeirra gæti ég fallizt, en þó með
einu Skilyrði, þ. e. ef hinir auð-
ugu meðlimir stangveiðifélag-
anna jafna tekjum sínum meðal
hinna efnaminnj í sama félags-
skap (eða annarra efnalítilla
þjóðf élagsþegna).
En vilji G. K. og aðrir þeir,
sem hefir orðið þessi veiðijöfn-
un svo töm í munni, ekki fallast
é þetta sjónarmið mitt, þá dæm-
ist þetta af sjálfu sér sem ómenkt
6lagorð, sagt í þeim tilgangi
einum að sundra veiðibændum,
svo þeir sjálfir (þ. e. stang-
veiðimenn) eigi hægara með að
ná tökum- á þessum hlunnindum
okkar fyrir lítið fé.
Guðmundur minnist á, að ekki
liggi fyrir neinar kærur á stanga
veiði-menn við ósa Ölfusár. Ónei,
Guðmundur minni, ég veit nú
ekki til þess heldur. En þó vil
ég upplýsa lesendur Morgun-
blaðsins um að oft gæti verið
éstæða til slíkra hluta.
Það væri kannske ástæða til
að kæra, þegar veiðibátur er
Ihvað eftir annað skorinn laus
£rá stjóra, þegar net eru sundur-
rist með hníf, brotizt inn í veiði-
hús, ætt um landið skjótandi
í skjóli stangaveiðileyfis, ég
eleppi nú smámálum eins og
rekaþjófnaði, eggjatöku o. s. frv.
Þar sem margir fara um, er
erfitt að sanna neitt á neinn
eérstakan og saklausir gætu
hæglega orðið fyrir óþægindum.
Við erum yfirleitt friðsamir og
nennum ekki að standa í mála-
rekstrj að ástæðulitlu.___________
En það er fólk eins og lýst er
hér að framan, sem við viljum
vera lausir við og er það m. a.
ein ástæðan fyrir því að við
óskum að ráða sjálfir yfir land-
areign okikar.
Þá tæpir Guðmundur á því,
hvort við netabændur við ár-
ósinn höfum ekki fengið á okk-
ur kærur fyrir ólöglegar neta-
veiðar. Til þess að svala forvitni
Guðmundur get ég vel upplýst
bæði hann óg lesendur Morgun-
blaðsins um að sumarið 1962
varð mér það á, ásamt nofckrum
veiðibændum hér við ána, að
hrasa á hinum þrönga og hála
vegi veiðilaganna. Enda voru
brot þessi miklu betur auglýst
í dagblöðunum en þótt stang-
veiðimanni verði eitthvað hnot-
gjarnt á sama vegi. Þegar ég
lærði minn barnalærdóm, man
ég eftir því að syndir manna
voru flokkaðar eftir eðli þeirra.
Ég minnist t. d. ásetningssyndar,
sem talin var versta tegund
syndar. Svo var t. d. vanrækslu-
synd, sem var stórum minni. Og
sterkan grun hef ég um það, að
heimsins réttlátasti dómari (þ. e.
almenningsálitið) hafi talið þessi
brot okkar veiðibænda falla
undir hina. síðar töldu.
En á sama sumri vissi ég ekki
betur en einn af forystumönnum
stangaveiðimanna væri kærður
fyrir ólöglegan veiðiskap á stöng
upp með ánni. Ekki veit ég
hivernig því máli reiddi af, og
kemur það enda ekkert við. En
eiigi veit ég annað en hann haldi
öllum ‘sínum réttindum í sam-
tökum stangaveiðimanna. Og oft
hafa stangaveiðimenn verið rekn
ir frá Ölfusá fyrir að vera að
vera að veiðurn fram yfir lö'g-
legan veiðitíma og af fleiri
ástæðum, en ekki þótt ástæða
til að fylgja því eftir með kæru.
Vilji svo G. K. spyrja um
fleira, skal ekki standa á mér að
veita honum upplýsingar um
ýmisskonar undariegt hátterni
9umra stangaveiðimanna, bæði
'hér og annarsstaðar og skulu
þeir þá veita honunr. þakkir sín-
ar fyrir.
Um veiðilei'gutilboðið sé ég
ekki ástæðu til að ræða frekar.
Um það vona ég að allur þorri
veiðibænda hafi þegar myndað
sér sjálfstæðar skoðanir. Eðli-
legast væri, að sú atkvæða-
greiðsla sem fram fer urn þetta
mál verði opinber, svo það verði
storáð á spjöld sögunnar, eftirkom
endum okkar til fróðleiks, hverjir
það kynnu að hafa verið, sem
selja vildu á leigu eina dýrustu
perluna, sem skrýðir okkar
ágæta hérað, fyrir 30 silfurpen-
inga. Og vonandi er að við sem
á móti þessu tilboði munum
greiða atkvæði, getum sagt að
aflokinni atkvæðagreiðslu um
þetta raál: „Og það voru hljóðir
og hógværir, menn sem héldu
til Reykjavíkur“.
Ólafur Þorláksson bóndi, Hrauni.
Undargata
BLAÐBURÐAFOLK
\ ÓSKAST
í þessi blaðahverfi vantar Morgunbiaðið nú
þegar unglinga, röska krakka eða eldra fólk,
til þess að bera blaðið til kaupenda þcss.
Gjörið svo vel að tala við afgreiðsíu blaðslns
eða skrifstofu.
2ttor£imI>Taí>ií>
SÍMI 2 2 4 8 0
Það má skríða um móana, án þess að vö«;na, og tína ber — frá í fyrra.
SÍÐAN um áramót hefur ver-
ið einmuna tíð hér í Austur-
Húnavátnssýslu, skrifar frétta
rit. blaðsins á Blönduósi. Um
miðjan janúar fór allur ís af
ám og lækjum ög Svínavatn
og Hópið urðu auð. Vötnin
lag'ði aftur, en sá ís er nú að
mestu farinn. Eru þess ekki
dæmi síðan 1942 að is hafi
leyst af Svínavatni og Hópinu
á þesum tíma árs.
Laust fyrir miðjan janúar
blómstraði prímúla í garði á
Blönduósi og er í blóma enn,
þrátt fyrir talsvert frost um
tíma. Og í fleiri görðum má
nú sjá útsprungin blóm. Gróð
urnál er víða komin í garða
og á tún.
Á háfjöllum er talsverður
snjór, enda hefur septemiber-
snjóinn aldrei leyst þar, en
fjallshlíðar eru að mestu auð-
ar upp í brúnir.
Krakkarnir kunna auðvitað
vel að meta þetta góðviðri.
Bjöm Bergmann kennari skil-
ur það sýnilega vel, því hann
fór með yngstu börnin í barna
skólanum, sem eru 7 ára í
gönguferð einn daginn í stað
þess að halda áfram að koma
stafrófinu í litlu kollana og
kenna þeim að draga til stafs.
. Börnin voru hin kátustu,
rétt eins og kálfar sem sleppt
er út á vorin. Þau gengu upp í
móana, sem eru svo þurrir að
þau gátu s'kriðið um þá, án
þess að bleyta sig. Og því fóru
þau í berjamó nú á þorra. Nóg
• er af berjum — frá í fyrra.
Og hvað gerir það til. Þau
bragðast vel, þó þau- hafi
frosið svolítið.
Á veginum varð líka malar-
gryfja, sem strákunum þótti
merkilegt rannsóknarefni. Þar
hafði verið fleygt ræfli af vél
Bekkjarsysturnar Lára Ás-
geirsdóttir, Anna Hjálmars-
dóttir og Lára Sveinbjöras-
duttir sýna berin sín.
Og bílræksni var þar í polli.
Það er semsagt nóg af ævin-
týrum úti um holt og móa,
þegar vorveður kemur í
febrúar.
Strákamir finna ævintýri í gamalli malargryíju. — Ljósm. B. öexgu.an.
Hestarnir eru ekki siður káti r eu krakkarnir í góða veðrinu.