Morgunblaðið - 21.02.1964, Page 17

Morgunblaðið - 21.02.1964, Page 17
MORCU NBLAÐIÐ / f Föstudagur 21. febr. 1964 17 / STOFNUN ÚSKJUGERÐAR Greinargerð frá SH FRYSTIHÚSAEIGENDUR inn- an Sölumiðstöðvar hraðfrystn- húsanna telja það eina af aðal- skyldum sínum að leitast jafn- an við að framleiða sjávarafurð- ir á sem ódýrastan og hagkvæm astan hátt, jafnframt því, sem þeir selja afurðirnar við hæsta iáanlega verði á hverjum tíma. Þótt viðleitni þeirra beinist •etíð að því marki að framleiða ódýrar og selja síðan á hæsta verði og auka þar með arðbæri frystihúsanna í eigin þágu og þjóðarheildarinnar, eru til þeir aðilar í íslenzku þjóðfélagi, sem vilja hefta slíka framþróun. — Neyta þeir ýmissa bragða og fá ótrúlegustu bandamenn í lið með sér. Fáir hafa orðið fyrir jafnmiklu aðkasti fyrir forystu sína í uppbyggingu nútíma ís- lenzkra atvinnuhátta eins og út- gerðarmenn og fiskframleiðend- ur, sem hafa þrátt fyrir það fylgt ótrauðir þeirri uppbygging arstefnu, sem er óneitanlega for- senda þeirrar velmegunar, sem þjóðin býr við í dag. í krafti sannfæringar og þekk ingar hafa fiskframleiðendur hrundið í framkvæmd málum, sem uppblásið „almennin^sálit" var í byrjun á móti, þótt þjóðin sjálf, borgararnir, sem lifðu og hrærðust í atvinnuframkvæmd- inni, gerðu sér fulla grein fyrir, að stefnt væri í rétta átt, og tækju því ekki þáfct í atlögunni gegn heilbrigðum framkvæmd- um. Nægir í þessu sambandi að minna á afstöðu sumra þeirra, sem nú láta mesf að sér kveða í ófraagingarskrifum um Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, til dótturfyrirtækis S. H. í ÍBanda- ríkjunum, Coldwater Seafood Corporation. Þegar verið var að byggja þetta fyrirtæki upp, var af ýmsum aðilum reynt að telja þjóðinni trú um, að þær fram- kvæmdir væru glæpsamlegt at- hæfi og þyrftu rannsóknar við. Nú er þefcta fyrirtæki hornsteinn viðskipta vorra á hinum frjálsu mörkuðum, og tryggir starfsemi þess, að íslendingum berast jafnar og öruggar harðagjaldeýr isfcekjur fyrir sölu mikils magns írystra sjávaraifurða, enda er Coldwafcer stærsti innflytjandi frystra sjávarafurða til Band- ríkjanna. Nú hyggjast frystihúsaeigend- ur enn einu sinni gera ráðstaf- anir, sem eru frystiiðnaðinum hagkvæmar. Bregður þá svo við, að áður en þeir hafa birt nokkr- um utanaðkomandi aðila ráða- gerðir sínar, birtist fjöldinn all- ur af gireinum og athugasemd- um í dagblöðunum. í þeim eru ráðagerðirnar fordæmdar af mönnum, sem eiga hafa kynnt eér málið, nema að því er virð- ist frá annarri hliðinni, þ.e. þess aðila, sem nú hefur einkasölu- aðstöðu á umbúðum á hinum íslenzka markaði, Kassagerð Reykjavíkur. Fyrsta, órökstudda athuga- eemdin birtist í Þjóðviljanum, þriðjudaginn 11. febrúar sl. — Næstu daga, eða á aðeins fjorum dögum, birtust níu athugasemd- ir og greinar um málið, en hin síðasta, og sérstæðasta, var í Mánudagsblaðinu, er út kom laugardaginn 15. febrúar. Ýmissa grasa kennir í skrif- um þessum, en of langt mál yrði að gera öllu skil í stuttri grein- argerð. Mikla furðu vakti það, þegar bankastjóri Framkvæmda banka íslands, Dr. Benjamín Eiríksson, boðar nauðsyn þess, •ð hér verði sefct á „anti-trust“ lög, jafnframt því, að hann telur það tilræði við íslenzkt þjóðfé- lag að komið skuli upp iðnfyrir- tæki, sem á að keppa við ann- að, sem fyrir er, og hefur nú algjöra einkasöluaðstöðu. Skal nú vikið að því máli, •em er tilefni þess, að svo marg- ir utankomandi aðilar kveða sér hljóðs og fordæima fyrirhugaða stofnun öskjugerðar frystihúsa- eigenda. 1. Umbúðir eru stór kostn- aðarliður í framleiðslu frystra sjávarafurða, eða allt að 10% af f.o.b. andvirði vörunnar. Frysti- húsaeigendur hafa frá upphafi keppt að því að fá góðar, en ódýrar umbúðir. Erfitt hefur verið að vega og meta, hvort það hafi jafnan tekizt svo sem skyldi, m.a. vegna þess, að hér innanlands hefur aðeins verið starfrækt ein kassagerð og inn- flutningsaðstaðan þannig, að samanburður á erlendum verð- um annars vegar og verðlagi Kassagerðar Reykjavíkur hins vegar oft óraunhæfur mæli- kvarði á það, hvort verð Kassa- gerðar Reykjavíkur væru of há eða eðlileg, miðað við hin miklu og tryggu innkaup Sölumiðstöðv ar hraðfrystihúsanna hjá Kassa- gerðinni. Raunhæfur samanburð ur á verði erlendra umbúða og umbúða frá Kassagerð Reykja- vikur fengist ekki fyrr en til þess kæmi, að gengið væri til samninga við erlenda aðila um heildarviðskipti á sama hátt og viðskiptum við Kassagerð Rvík- ur hefur verið hagað. S.H. hefur þó ekki farið inn á þessa braut, þar sem talið hefur verið eðli- legt að kaupa umbúðir, sem framleiddar væru innanlands. Þar sem frystihúsaeigendur innan S.H., sem rnunu vera kaupendur að 50% af allri fram- leiðslu Kassagerðar Reykjavík- ur, hafa ekki verið í neinni að- stöðu til að ganga úr skugga um raunhæfi verðs Kassagerðarinn- ar, hefur á undanförnum árum oft komið til orða að láta gera athugun á arðbæri slíks fyrir- tækis og stofna til þess, ef hag- kvæmt þætti. 2. Á aðalfundi S.H. í júní 1963 var ennþá einu sinni sam- þykkt tillaga um, að athugun skyldi fara fram á því, hvort tímabært væri fyrir frystihúsa- eigendur að stofna eigin öskju- gerð. Var tillagan frá fulltrúa eins minni frystihúsanna innan S.H. Á grundvelli tillögunnar fól stjórn S.H. verkfræðingi að framkvaama umrædda athugun. Skilaði hann áliti sínu í janúar . s.l. Samkvæmt því er reksturs- lega hagkvæmt fyrir hraðfrysti- húsin innan S.H. að stofna til ösikjugierðar, sem myndi fram- leiða allt að 75% af umbúðaþörf inni, miðað við verðmæti. Slíkt fyrirtæki myndi kosta fullgert um 10 millj. króna, en ekki 50 millj. króna, eins og forstjóri Kassagerðar Reykja- víkur hefur fullyrt í blaðaviðtali. Öskjugerðin yrði til húsa í hluta af vöruskemmum S.H. við Héð- insgötu í Reykjavík. Hús þetta hefur verið notað að mestu leyti sem geymsla á umbúðum, sem koma beint úr framleiðslu hjá Kassagerð Reykjavíkur, sem hefur ekki eigin birgðaskemm- ur fyrir þessar fullunnu vörur. Þurfa frystihúsaeigiendur því ekki að byggja sérstök hús fyrir öskjugerðina. Samkvæmt niður- stöðum verkfræðingsins gæti öskjugerð af þeirri stærð, sem hér um ræðir, framleitt umbúð- ir, sem yrðu allt að 20% ódýr- ari en þær, sem S.H. kaupir nú hjá Kassagerð Reykjavíkur. 3. Rætt er um, að frystihús- in, en þau eru ekki aðeins inn- an S.H., sem telur 58 hús, held- ur einnig innan Sambandsins (20—30 hús), Atlantor h.f. og fleiri, hafi nýlega þegið 43 millj. króna „styrk“, og því sé óhæfa, að „þessir“ menn skuli láta sér til hugar koma, að stofna öskju- gerð. Hér er óskyldum málum blandað saman. Fiskframleiðend ur vilja framleiða ódýrari um- búðir og lækka hjá sér fram- leiðslukostnaðinn til frambúðar. 43 milljónirnar eru greiddar til frystihúsanna vegna 15% kaup- hækkananna, sem urðu í desem- ber sl. Geta íslenzkir skattborgarar fordæmt viðleitni manna til að lækka hjá sér framleiðslukostn- að, í þessu tilfelli umbúðir, eða vilja þeir, að hluti leiðrétting- anna vegna fisbframleiðslunn- ar fari í síhækkandi umbúða- verðum til Kassagerðar Reykja- víkur og afkoma frystihúsanna rýrni, sem því nemur. Haustið 1962 varð veruleg hækkun á umbúðum frá Kassa- gerð Reykjavíkur. Frá síðustu áramótum hafa umbúðir utan- um frystan fisk hækkað a.m.k. um 6%. Umbúða kaup S.H. hjá Kassagerð Reykjavíkur námu á s.l. ári rúmum 40 millj. króna. Miðað við þessi viðskipti yrði um 2.5 millj. króna tekjuaukn- ingu að ræða hjá Kassagerð Reykjavíkur. Sé gert ráð fyrir að tilsvarandi hækkun hafi orð- ið á öðrum umbúðum Kassa- gerðarinnar, þar sem þess er naumast að vænta að verð á umbúðum til útflutningsfram- leiðslunnar einnar hafi hækkað, en verð á umbúðum fyrir inn- lendan markað staðið í stað, — þýddi þessi síðasta hækkun (6%) 5 millj. króna styrk frá viðskipta vinum Kassagerðarinnar. Orðið „styrkur" er hér notað sam- kvæmt þeirri málvenju, sem nú virðist tíðkast, þegar rætt er um málefni sjávarútvegsins. Þetta þýðir, að þrátt fyrir ný- týzku vélar og ,fyrirmyndar- rekstur" hefur fyrirtækið ekki getað tekið á sig kauphækkanir þær, sem undanfarið hafa orðið, en velt þeim yfir á viðskiptavini sína. 90 frystihús hafa fengið til skiptanna 43 millj. króna vegna 15% kauphækkana í desember s.l. Er það innan við 500.000.00 krónur á hvert frystihús, og er þá þess, að gæta, að frystihúsin hafa engar leiðréttingar fengið vegna kauphækkana á árunum 1962 og 1963. Það er svo aftur annað mál, að á sama tima,' sem hr. Kristján Jóhann Kristjánsson, forstjóri Kassagerðar Reykjavíkur, lýsir því yfir opinberlega, að umbúð- ir hjá sér muni lækka i verði á hausti komanda, tilkynnir hann S.H., að verð umbúða skuli hækka um 6%. Vildi ekki hr. Kristján Jóhann Kristjáns- son skýra opinberlega frá því, hvernig beri að skilja þetta ósamræmi, og hversu mikillar lækkunar á umbúðaverði megd vænta. 4. Þvi hefur verið haldið á lofti, að ákveðnir einstaklingar innan S.H. hyggðust sölsa undir sig umrædda öskjugerð. Aðdrótt anir þessar eru með öllu tilhæfu lausar. Sérhverju frystihúsi inn- an S.H. er gefinn kostur á að verða hluthafi í umræddri Öskju gerð. Innan S.H. eru fyrirtæki í einkasamvinnu- og bæjar- rekstri, og njóta þau öll sama réttar um aðildarmöguleika. — Nú þegar hefur mikill meirihluti félagsmanna S.H. lýst áhuga sínum á stofnun öskjugerðar. 5. Flestir hljóta að vera Framihald á bls. 23. ÖKKAR A MILLI SAGT TVEIR af nánustu s-amstarfsmönn- um Johns F. Kennedys, hins ný- látna forseta Bandaríkjanna, Theo- dore C. Sorensen og Arthur Schles inger, hafa beðizt lausnar frá störfum í Hvita húsinu. Báðir ætla þeir að skrifa bækur um Kennedy forseta. Sorensen og Schlesinger aðstoðuðu Kennedy við að semja ræður og voru hon- um til ráðuneytis um ýmis mál. Sorensen hættir störfum í Hvíta húsinu í febrúarlok og Schlesing- er samtímis. x-x-x SAGT hefur verið, að utan fjöl- skyldu Kenncdys, hafi _ enginn maður staðið honum nær en The odore Sorensen. Samstarf þeirra hófst 1952, þegar Kennedy var öldungardeildarþingmaður, en þá réði hann Sorensen til þess að safna fyrir sig efni í ræður og blaðagreinar og aðstoða við samn ingu þeirra. Þessir tveir menn áttu sameiginlegan brennandi á- Sorensen. huga á stjórnmálum og Sorensen varð brátt einn helzti ráðgjafi Kennedys, öldungadeildarþing- manns, og aðstoðaði hann m.a. við söfnun efnis i bókina „Profiles in Courage“. Sorensen tók virkan þátt í kosningabaráttu Kennedys við forsetakosningarnar 1960, og eftir að Kennedy tók við embætti varð hanu sérlegur ráðgjafi hans í Hvíta húsinu. T.d. lagði hann stór- an skerf til undirbúnings stefnu forsetans í innanríkismálum og meðan Kennedy var forseti, var hann viðstaddur alla mikilvæga fundi í Hvíta húsinu. Eftir lát Kennedys skýrði Sorensen John- son forseta frá því, að hann ósk- aði lausnar frá störfum. Johnson bað hann um að gegna embætti nokkra mánuði til viðbótar og féllst Sorensen á það. Aðstoðaði hann Johnson m.a. við samningu fyrstu ræðunnar, sem hann flutti eftir að hann tók við embætti og áramótaávarpsins til þingsins. Sorensen er 35 ára, lögfræðingur að menntun. Hann hefur ekki skýrt frá því hvað hann hyggist taka sér fyrir hendur í framtíð- inni, en næstu mánuðina ætlar liann að jkrifa bók um Kennedy. Hann segir, að ef hann byrji ekki að skrifa bókina þegar 1 stað, veröi hún sennilega aldrei skrifuð. Bók- in eigi að lýsa Kennedy sem manni og forseta. x-x-x Arthur Schlesinger var meðal þeirra manna, sem Kennedy út- nefndi sérlega ráðgjafa sína, er hann tók við forsetaembætti. Sc- hlesinger er sagnfræðingur og starfaði við Harvardháskóla áður en hann varð ráðgjafi Kennedys og nú hyggst hann taka upp sitt gamla starf á ný. Schlesinger, eins og Sorensen aðstoðaði Kennedy við að semja ræður, en hann var einnig ráðgjafi um málefni Suður- Ameríku og sá um tengsl Hvita hússins við samtöK háskólamanna í Bandaríkjunum. Áður en Schies. inger hefur störf við Harvard á ný ætlar hann að slcrifa bók um samslarf sitt við Kennedy. í lausn ar beiðni sinni til Johnsons for- seta segir Schlesinger, að hann hafi verið ákveðinn í að snúa aftur til háskólans áður en Kenn- edy lézt. Einnig kveðst Schles- inger vilja styðja Johnson eins og hann mögulega geti í kosninga- baráttunni á hausti komanda. Schlesinger hefur skrifað nokkr- ar bækur, þar á meðal er ein um stjórnartíð Franklins D. Roose. velts. okkar á milli sagt ... Átlræður í dag: Sigurður Pál mason kaupmaður. Hvammstanga SIGURÐUR Pálmason kaupmað- ur á Hvammstanga er áttræður í dag. Húnvetningur er hann að ætt og uppruna, fæddur 21 febr. 1884 að Gautsdal í Laxárdal fremri, og voru foreldrar hans Pálmi bóndi í Gautsdal og síðar á Æsustöðum i Langadal Sig- son og kona hans Sigríður Gísla- dóttir frá Eyvindarstöðum í I Sigurður Pálmason er mikill mannkosta- og sómamaður sem nýtur trausts og álits í sínum heimabyggðum. Á ferðum mín- um um Vestur-Húnavatnssýslu hefi ég engan þann mann fyrir , hitt, sem ber honum ekki góða sögu og má vera að sli'kt sé frem- i ur fágætt um mann, sem áratug- um saman hefur rekið umfangs- mikil og margvísleg viðskipti. En þeir sem þekkja Sigurð Pálma- son undrast ekki vinsældir hans. Rótgróinn heiðarleikur hans og sanngirni hljóta að ávinna hon- um traust, vináttu og virðingu allra sem hann hefur átt samleið með, og með óralöngu starfi sínu í Vestur-Húnavatnssýslu hefur hann orðið mörgum að liði og margra vanda leyst. Þess er minnzt í dag og það þakkað að verðleikum. Kvæntur er Sigurður Stein- vöru Benónýsdóttur bónda á Kambhóli í Víðidal Jónsdóttur hinni mestu myndar- og mann- dómskonu. Eignuðust þau hjón fjórar fallegar dætur og eru þrjár þeirra á lífi. Blöndudal. Sigurður nam við Hólaskóla og varð búfræðingur þaðan 1905. Siðan var hann um tveggja ára Skeið við garðyrkju- j og búfræðinám í Noregi og réð- j ist eftir heimkomuna sem bú- fræðiráðunautur í Húnavatns- sýslum og vann að þeim störfum í 6 ár. Árið 1914 stofnaði hann til verzlunar á Hvammstanga og hefur rekið verzlun sína síðan við mikinn orðstír og vinsældir. Nú á síðustu árum hefur hann breytt verzlun sinni í nýtízku- legra horf og auk þess ráðizt í miklar framkvæmdir í byggingu j slátur- og frystihúss. Sýnir það Ihug og áræðni þessa aldurhnigna en þó unga manns. I hreppsnefnd hefur Sigurður átt sæti um langt árabil og gegnt fleiri trúnaðarstörfum. Heimili þeirra hjóna á Hvammstanga er góðfrægt fyrir gestrisni, og er það ætlan mín að á fáum heimilum í landinu, sem nú eru til hafi fleiri notið greiða og gistingar en þar. Ég undirritaður er einn í þeim hópi. Fyrir móttökur þeirra og alla góða viðkynmngu þakka ég þeim hjónum nú á merkum tímamót- um í lífi Sigurðar ,um leið og ég óska þess að síðustu ár og dægur ævi hans megi verða honum rík- ir af gleði og hamingju svo sem verið hefur ævi hans öll. Sigurður Pálmason er staddur í borginni í dag og dvelst hjá dóttur sinni og tengdasyni að Laugarásvegi 66. p.t. Reykjaví'k, 21. febr. 1964, i r.unnar Gklasnn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.