Morgunblaðið - 06.03.1964, Síða 24

Morgunblaðið - 06.03.1964, Síða 24
LEKTROLUX UMBOÐIÐ 1AUOAVEOI 69 sími 21800 55. tbl. — Föstudagur 6. marz 1964 iaugavegi 26 simi 200 70 t Lóðum úthlutað fyrir 900 íbúðir VX •' •' við Elliðavog, í Kleppsholti og Arbæjarblettum -s3 í MAÍMÁNUÐI n.k. hefst úthlut- un lóða á þrem svæðum í borg- inni. Eru svæðin þessi: Elliða- vogur norðan Njörvasunds, Ár- bæjarblettir og Kleppsholt norð- an Austurbrúnar. * • • f Árbæ-jarhverfi verður útfhlut-. að lóðum undir einbýlis- og fjöl- býiishús, og er reiknað með, að á því svaeði muni búa 4-6 þús- un'd manns. Einbýlishúsin, sem eru 133 að tölu, verða að flatar- máli aUt að 150 ferm. og er þó bifreiðageymsla ékki með talin. Fjölbýlishúsin verða 3ja hæða, með minnst 570 íbúðum. í' Eiliðavogi verður úthlutað lóðum undir 4 fjölbýlishús, 3ja hæða og 2 fjölbýlisbús 7-8 hæða, með minnst íl€ ibúðum, 41 rað- hús á einni hæð, sem mega vera* að flafarmáli allt að 169 fenm. og að rúmmáli alit að 700 rúmm. og er þá bifreiðageymsla inn- byggð í húsin,'15 tví'býlishús á tveim hæðum með 1-2 íbúðum á hæð og mega húsin vera að flat anmáli allt að 170 ferm. og að rúmmáli allt að 1450 rúmm. og er þá bifreiðageymsla innbyggð, 12 einbýlishús, einnar hæðar og mega þau vera allt að 170 ferm. að flatarmáli^og 800 rúmm. að rúmmáli með innbyggðri bifreiða geymslu. í Kleppsholti verður úthlutað lóðum undir 10 raðhús með 20 íbúðum og verða hús þessi á tveim hæðum allt að 130 ferm. að flatarmáli hvor íbúð og að rúmmáli 000 rúmm. og er þá bifreiðageymsla innbyggð. * I>eir, sem sækja vilja um lóðir á svæðum þessum, þurfa að senda umsókn til borgarráðs fyrir 5. aprdl n.k. Þeir, sem þegar hafa sent umsóknir um lóðir á svæð- um þessum, þurfa að endurnýjö þær fyrir sama tíma. Önnur samfelld svæði kbma ekki til úthlutunar á þessu ári, en stefnt er að því, að skipulags- vinnu í Fossvogsdal verði loikið á þessu ári og kemur það svæði væntanlega til úthlutunar á næsta ári. Þá er enn fremur ver- ið að vinna að skipulagi í Breið- hoitshverfi. Þær umsóknir, sem þegar hafa verið sendar úm' lóð- ir á öðrum svæðum en þeim, sem að framan greinir, halda gildi sínu, þar til auglýst verður eftir endurnýjun." (Fréttatilkynning frá skrifstofu borgarverkfræðings). w rx' <. ** Sigið 1955. Myndina tók Sigurður Þórarinsson. Sig í Vatnajökli vestan Grímsvatna Bunaðorþingi slitið í gær BÚNAÐARÞINGI var slitið í gær eÆtir 21 dags setu. Hafði það fengið 30 mál til meðferð- ar og afgreitt 28 þeirra á meðal frumvarp til búfjárræktarlaga. Forseti þingsins Þorsteinn Sig- urðsson sleit þinginu, en aldUrs forseti, Jón Sigurðsson á Reynis- stað þakkaði fundastjórn. Brennisteinsfýlu vart á Norðurlandi — Hlaup. komið í Skaftá í GÆRMORGUN bárust þær fréttir frá Akureyri og Húsa vík að megn brennisteins- fýla fyndist þar. Og varðskip út af Mánáreyjum hennar vart. Sigurður Þúrarinsson var spurður hverju bann teldi að þetta sætti. Hann áleit að þarna mundi vera um að ræða sig í Vatnajökli, um 10—15 km. vestur eða suðvestur af Grímsvötnum, og mundi vera að byrja hlaup í Skaftá af þeim sök- um. Þetta byggði hann á því að 26. febrúar hafði mælzt jarðskjálfti með upp- tök á þessum slóðum, og að árið 1955 hafði fyrsta merki um slíkt sig í jöklinum verið jöklafýla fyrir norðan. Það kom líka á daginn við nán- ari eftirgrennslan að einmitt í gær fór Skaftá mjög að vaxa og verða gruggug. Því mun nær fullsannað að jök- ullinn hefur sigið sennilega myndast dæld um kílómeter á hvern veg á fyrrnefndum stað. En ekki var í gær flug- veður til að fara og skoða staðinn. Bræösluvatn hleypur fram og jökullinn sigur. Jöklafýlunnar af siginu 1955 varð vart á Akureyri og Húsa- vík og einnig austur á Héraði. Þá flugu þeir Pálmi heitinn Hannesson og dr. Sigurður Þór- arinsson austur yfir jökuiinn. Var þá sporöskjulaga sigdæld vestur af Grímsvötnum og áætl- uðu þeir lau§lega heildarrúm- mál sigsins 100 til 200 millj. rúmm. Orsök sigsins töldu þeir Forstjóranum falið að finna lausn á mjólkursölu- deilunni STJÓRN Mjólkursamsölunn- ar hefur falið Stefáni Björns- syni, forstjóra fyrirtækisins, aff finna lausn á deilu þeirri sem komin er upp vegna mjólkursölu í þorpum á Snæ- fellsnesi. Stefán athugar þessa dag- ana hvaða leiffir séu vænleg- astar til aff neytendur og kaup menn á Snæfellsnesi geti unað vel viff mjólkursölu þar. þá, að þar hafi safnazt fyrir bræðsluvatn undir ísnum og myndað hvelfingu, sem síðan hefði tæzt að mestu eða öllu. Væri hér annaðhvort um að ræða stöðugan jarðhita eða þá að smá eldgos hefði orðið undir jöklinum án þess að ná upp 1 gegnum hann. Sigdæld hafði einnig sézt á svipuðum slóðum áður og komið jöklafýla í Sikaftá- Töldu vísindamennirnir 1955 að þekta sig gæfi góða hugmynd um landslag undir suðvesturhluta Vatnajökuls. Líklega séu þar mó bergshryggir með Na-SV stefnu, sem haldi áfram langt inn undir jökul, en að vatnasvið Tungna- ár sé nokkrú minna en ráða megi af yfirborði jökulsins, mið- að við rennslishlutfall Tungnaár og Skaftár. Árið 1955 varð jökla- fýlunnar vart sunnudaginn 4. september, hlaupsins varð vart 3 september og óx Skaftá fram til hádegis 5. september. Framh. á bls. 23 Flugmálastjón»r yfir Surtsey í GÆR hélt áfram fimdur flug- málastjóra Norðurlanda og full- trúa þeirra, sem hér stendur nú. í gærmorgun flugu flugmála- stjórarnir til Surtseyjar í góðiu veðri. IVIinningarathöfn um Ða- víð Stefánsson á Akureyri Þyr'a lendir á Úöni EINS og kunnugt er fór varff- skipið Óðinn utan um nýjárið í vetur og vax þyrluþilfar skipsins stækkað nokkuff til þess að þar gætu lent nýjar stórar og þungar þyrlur sem nú cru notaffar af varnarliff- inu á Keflavíkurflugvelli. í gær æfffi svo ein af þessum þyrlum lendingar á hinu end- urbætta þilfari. Meðan varff- skipiff var á ferff í innanverff- um Faxaflóa. Veffur var gott og gengu allar lendingar alls 7 að tölu mjög vel. Mynd þessa tók Helgi Hallvarðsson við æfingarnar i gær. BÆJARSTJÓRN Akureyrar gengst fyrir minningarathöfn um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi í Akureyrarkirkju laugardaginn 7. marz kl. 15. Athöfnin hefct með þvi að Jakiob Tryggvason leikur forspil. Því næst syngur kirkjukór Akur eyrarikirkju „Ó þá náð að eiga Jesú“ og þá flytur séra Pétur Sigurgeirsson minningarræðu. Að henni lokinni syngur Karlakór- inn Geysir „Víst ert þú Jesús kóngur klár“. Þá flytur biskup- inn yfir íslandi herra Sigurbjörn Einarsson ræðu og kveðju frá íslenzku kirkjunni. Jóihan.n Kon ráðsson yngur síðan „Ég kveiki á kertum mínum“, með undir- leiik Báls ísólfssonar. Því næst syngur kirkjukór Akureyrar „Hvað bindur vorn hug við henmsins glaum“, og síðan lýsir biskup blessun. Að því búnu syngur karlakórinn Geysir „Ég krýp og faðma fótskör þina'ö og að lokum mun Báll ísólfeson leiika útgöngulag. Jakob Tryggvason annast und irleik með kórsöngnum Lúðra- sveit Akureyrar mun leika úti fyrir kirikjudyum meðan kistan verður hafin út Að athöfninni lokinni ve. jur kistan flutt út að Fagfaskógi, en á mánudaginn kl 14 fer þar fram húskveðja, sem séra Benjamín Kristjánsson flytur. Jarðsungið verður að Möðruvöllum í Hörg- árdal. Árshátíð Sjálf- stæðisfélagsins Stykkishólmi ÁRSHÁTÍÐ Sjálfstæðisifélags ins Skjaldar í Stykkishólmi verður haldin í sam í sam- komuhúsinu þar laugardags- kvöldið. 7. þ.m. og hefst með borðhaídi. kl. 9.30. Bjarm Benediktsson, forsætisráð- herra mun flytja ræðu og Sigurður Ágústsson, alþingis- maður, ávarp. Ýms skemmti- atriði verða, svo sem kvar- tettsöngur, upplestur, gaman- vísur og fleira.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.