Morgunblaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 1
32 siður og Lesbok 51. árgangur 63. tbl. — Sunnudagur 15. marz 1964 Prentsmiðja Morgunblaðsins Dóms vænzt yfir RUBY — kviðdómur hafði enn ekki komizt að samkomulagi, er síðast fréttist — Ruby á að fá 2 ára skilorðsbundinn dóm Dallas, Texas, 14. marz — AP KVIÐDÓMUR sá, sem gefa skal úrskurð í máli Jack Ruby, næturklúbbaeiganda, situr nú afsíðis á rökstólum. Er síðast fréttist, hafði dóm- urinn ekki komizt að sam- komulagi. Ruby, sem ásakað- ur er fyrir morðið á Lee Harvey Oswald, þeim, er talið er, að hafi myrt Kennedy, Bandaríkjaforseta, kann að verða dæmdur til dauða. — Hann kann einnig að fá væga refsingu, 2 ára skilorðsbund- ið fangelsi, sem þýðir, að hann verður látinn laus. — (Sjá grein um réttarhöldin á bls. 12). • Saksóknari hefur krafizt dauðarefsingar, segir Ruby hald- inn löngun til að drepa sér til skemmtunar. Hefur saksóknari lýst því yfir, að hann telji það hlægilegt, sem verjendur halda fram, að Ruby sé 'haldinn geð- veilu. Hafi hann því ekki haft fulla sjálfstjórn, er hann drap Oswald, og því ek!ki sekur. Nokkur töf varð í gær föstu- Myndirnar hér að ofan eru frá útför PáJs, Grikkjakon- ungs, sl. fimmtudag. Efri m.yndin sýnir Konstantín, nú konung, og Frederiku, drottn ingu. Á neðri myndinni eru, frá vinstri talið: Friðrik, Dana konungur, Gústav, Svíakon- ungur, Ólafur, Noregskonung- ur og Philip, hertogi. dag, er leið að lokum réttar- haldanna. Er henni lauk, rakti dómari (sem kveður ekki upp dóm; það er kviðdóms að á'kveða sakleysd «ða sekt, Og þá að ákveða um leið refsingu) aðalat- riði málsins, fyrir kviðdóminum. v I honum sitja átta menn og fjór- ar konur. Tók ræða dómarans, Joe E. Brown, 17 mínútur. Benti hann kviðdóminum m.a. á, að við dómsúrskurð mætti ekki taka tillit til þess, að Ruby hafi ekki borið vitni, meðan á réttarhöldum stóð. Alls eru það sjö lögfræðingar, sem komið hafa við sögu réttar- haldanna. Vill breyting- nr a her S-Vietnam Washington, 14. marz — AP FULLYRT er í Washington, að Robert McNamara, varnar málaráðherra Bandaríkjanna, 'hafi lagt fram ákveðnar til- lögur um endurskipulagningu ’’ hersins í S-Vietnam. Er náð- herrann sagður hafa orðað þær við ráðamenn í Saigon, er hann dvaldist þar fyrir skemmstu. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að McNamara hafi nú lagt tillögurnar fyrir Johnson, Bandaríkjaforseta, en forsetinn hafi enn enga ákvörðun tekið um það, hvort hann leggi stefnu McNamara lið. Lungnakrabbi : 40% dauðsf alla í USA eftir 20 ár %egir fyrrv. formaður Krabbameins félags Bandaríkjanna Chicago, 14. marz — AP. FYRRVERANDI formaður Krabbameinsféiags Bandaríkj anna hefur lýst því yfir, að iungnakrabbi muni valda 40% óauðfalla í Bandaríkjunum, eftir 20 ár, „veðri ekki eitt- hvað að gert.“ Dr. Alton Ochsner, frá New Orleans, Louisiana, sem fram hefur komið með þessa full- yrðingu, segir enn fremur, að reykingar séu orsök allra teg- unda krabba, nema einnar. Hine vegar hafi ekkert kom ið fram við rannsóknir, sesm renni stoðu.m undir þá kenn- ingu, að óhreíhkun andrúms- lofts í stórborgum valdi krabba. Skoðanir sínar setti Ochsner fram á fundi lögfræðinga, sem haldinn var í Iliinois. „Lungakrabbi, sem var svo sjaldgæfur fyrir 40 árum, að hann þekktisf varla, er nú ein alvarleigasta og útbi-eiddasta tegund krabba, enda ex hann nú aigengari en krabbamein í brjósti, og fieiri te,gundir“, aa gði hann. Framhaild á bls. 31 Gæzlulið til Kýpur — frið samlegar horfir — tyrkneska stjómin segist aldmei hafa ætlað sér að gera innrás — gefur fé til gæzlu London, Aþena, Ottawa, 14. marz. — (AP-NTB) — T A LIÐ er fullvíst, að hættan á því, að Tyrkir geri innrás á Kýpur, sé nú liðin hjá. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sat á aukafundi fimm klukkustundir í nótt, og var þar samþykkt að beina þeim tilmælum til aðildar- ríkja samtakanna, að þau hefðust ekki neitt það að, er ' gert gæti Kýpurvandamálið erfiðara viðureignar. Fulltrúi tyrknesku stjórn- arinnar hefur lýst því yfir, að það hafi aldrei verið ætl- un Tyrklands að ráðast inn á Kýpur. Stjórn Tyrklands tilkynnti jafnframt, að hún hefði ákveðið að gefa 100 þús. dali, til styrktar alþjóðlegu gæzluliði á eyjunni. i • I dag héldu frá Kanada fyrstu henmennirnir, sem annast munu gæzlu á Kýpur, á vegum S.'Þ. Talsmaóur Kýpurstjórnar hefur lýst ánægju sinni yfir því, að fyrsti vísir liðsins skuli nú væntanlegur. Sagði hann við þaí tækifæri, að tala þeirra her- manna, sem nú kæmu til Kýpur, skipti ekiki meginmáli. Þeir 'kæmu á vegum S.Þ., og myndu 'þeir njóta virðingar stríðandi að- iila á Kýpur. • Utanríkisráðherra Grikk- lands, Stavros Kostopoulos, lýsti í dag yfir ánægju grísku stjórnar innar, yfir á'kvörðun Öryggisráðs ins í nótt. Þá var frá því skýrt í Aþenu, árla í morgun, að Kon- stantín, konungur, hafi haft til athugunar að ræða símleiðis við Johnson, Bandaríkj aforseta. Áð- ur en af því hafi orðið, hafi bor- izt tilkynning um samþykkt Ör- yggisráðsins. Hafi konungur því ekki talið ástæðu til sérstakra ráðstafana nú. Utanrí'kisráðherra Kýpur, Spy- ros Kyprianou ,sem verið hefur í Ajþenu, mun hafa í hyggju að Framhald á bls. 31 s.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.