Morgunblaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 16
tð
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 15. tnarz 1964
Útgefandi:
Framkvæmdast j óri:
Hitstjórar:
Auglýsingar:
Ú tbreiðslus t j óri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 80.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
4.00 eintakið.
ENNÞA GERAST
ÆVINTÝRIN
'CVnn gerast ævintýri með
þjóð vorri. Fyrir réttum
tuttugu árum komu þrír ung-
ir íslenzkir flugmenn heim
frá flugnámi í Kanada. í svip-
aðan mund eignuðust þeir
litla, eins hreyfils, fjögurra
sæta Stinson-flugvél og
beittu sér jafnhliða fyrir
i stofnun flugfélags. Síðan var
hafizt handa um flugferðir
innanlands. Loftleiðir h.f. var
þar með stofnað og hafði byrj
að starfsemi.
í dag er þetta fyrirtæki eitt
stærsta og glæsilegasta fyrir-
tæki landsins. í stað hinnar
litlu fjögurra sæta sjóflugvél
ar eiga Loftleiðir nú flota
glæsilegra millilandaflug-
véla, sem flutt geta í einu
4—500 farþega.
Örfáar tölur sýna hina stór
kostlegu þróun í starfsemi
Loftleiða. Árið 1944 fluttu
Loftleiðir 484 farþega, en á
síðastliðnu ári var farþegatal-
an orðin nær 81 þúsund.
Á tuttugu ára afmælinu
hafa Loftleiðir ýmsar nýjung-
ar í undirbúningi. Fyrirtæk-
ið hefur nýlega fest kaup á
tveimur nýjum Canadair-
skrúfuþotum, sem hvor um
sig kostar um 200 milljónir
króna. Hér í Reykjavík er
fyrirtækið að byggja stórhýsi
yfir starfsemi sína. Það hef-
ur glæsilegar skrifstofur í
fjölda landa víðs vegar um
heim, sem eiga sinn þátt í að
vekja athygli á starfsemi
þess, en eru jafnframt mynd-
arleg landkynning fyrir ís-
lenzku þjóðina.
Það er athyglisvert, að
hlutafé Loftleiða er nú una
f jórar milljónir króna, en
hluthafar fyrirtækisins eru
8—700 talsins. Eru þeir allir
íslenzkir og eiga flestir frem-
ur lágar fjárhæðir.
Þannig hefur framtak
hinna þriggja ungu. íslenzku
flugmanna, sem stofnuðu
Loftleiðir, byggt upp glæsi-
legt fyrirtæki, sem átt hefur
ríkan þátt í að rjúfa einangr-
un íslands og kynna land og
þjóð víða um heim. Loftleiða-
menn eiga miklar þakkir
skildár fyrir frgmtak sitt. ís-
lenzka þj.óðin óskar þeim til
hamingju með tveggja ára-
tuga starf um leið óg hún
lætur þá von í Ijós að þeim
megi vel farnast í framtíð-
inni.
ÞATTUR HANS
G. ANDERSEN
Cíðastliðinn miðvikudag var
^ á það minnzt í forystu-
grein hér í blaðinu, að Ólaf-
ur Thors hefði, árið 1946, ráð-
ið Hans G. Andersen, þjóð-
réttarfræðing, til þess að und
irbúa sókn íslendinga í land-
helgismálinu. Til þess er
vissulega ástæða, að minnast
nokkru nánar á þátt Hans G.
Andersen í þessu mikla hags-
munamáli íslenzku þjóðar-
innar.
Hans G. Andersen lauk em-
bættisprófi í lögfræði við Há-
skóla íslands í ársbyrjun árið
1941 og skömmu síðar hóf
hann framhaldsnám í Banda-
ríkjunum í þjóðarétti. Aflaði
hann sér traustrar og góðrar
menntunar á því sviði og
kynnti sér jafnframt allt sem
laut að landhelgis- og fisk-
veiðitakmörkum. Hann var
því vel undir það búinn, að
gegna því hlutverki sem rík-
isstjórn íslands fól honum ár-
ið 1946. Það kom í hans hlut
að undirbúa setningu löggjaf-
arinnar um vísindalega vernd
un fiskimiða landgrunnsins,
sem sett voru undir forystu
Jóhanns heitins Jósefssonar,
þáverandi sjávarútvegsmála-
ráðherra, árið 1948. En á
grundvelli þeirrar löggjafar
var síðan sett reglugerðin um
lokun flóa og fjarða fyrir
Norðurlandi sumarið 1950 og
reglugerðin 1952 um beinar
grunnlínur, lokun flóa og
fjarða og fjögurra mílna fisk-
veiðitakmörk.
Allar þessar mikilvægu ráð
stafánir átti Hans G. Ander-
sen ríkan þátt í að undirbúa
með þeim stjórnmáiamönn-
um, sem forystuna höfðu í
baráttu íslendinga fyrir
vernd fiskimiðanna. Síðar
kom það. í hans hlut að vera
fulltrúi íslands á fjölmörgum
alþjóðaráðstefnum, þar sem
málstaður íslands var skýrð-
ur og reynt að afla honum
f.ylgis,
Hans G. Andersen vann í
þessum málum svo stórbrot-
ið starf, að það verður seint
fullmetið.
Þessí ungi menntamaður
hefur síðustu árin verið sendi
herra íslands hjá Atlantshafs
bandalagittu í París; í Stokk-
hólmi og hu síðast í Osló.
Nú síðast var hann einn af
fulltrúum íslands á fiskveiði-
ráðstefnunni í London.
Það er ekki of djúpt tekið í
ueM&m
lUata-Hari
— austurlenzk dansmær
og ævintýrakona
NOKKRUM árum áður en
heimsstyrjöldin fyrri brauzt
út, kom til Parísar ung og
undurfögur kona er ihlaut
brátt mikla frægð sem austur
lenzk dansmær þar í heims-
borginni. Hún kvaðst heita
Mata-Hari og sagðist dansa
hina eldfornu dansa heima-
lands síns, Indlands, en þar
hafði hún verið í miusteris-
skóla frá þvi hún var fimm
ára gömul, við strangan aga
og iðkun helgisiða.
Síðan kom í ljós, að iþessi
„indiverska“ dansmær áfcti það
eitt tilkall til Austurlanda, að
hafa búið þar skamma hríð
með manni sínum skozkum,
sem hún skildi við áður en
hún kom til Parísar. Sjálf
reyndist Mata-Hari vera hol-
lenzk að aett og aldrei hafa til
Indlanls komið, Parísarbúar
fyrirgáfu henni þó fúslega
þessa ósannsögli, enda um-
burðarlyndir við fagrar kon-
ur og Mata-Hari átti góða
daga með glöðum Parisarbú-
um árin fyrir stríðið.
Þessa mynd tók markgreifinn af Givency, sem var mikill áhuga-
maður um ljósmyndun, af dansmeynni fögru einn sumardag
í glaða sólskini, er hún dansaði fyrir hann slæðudans á gras-
flötinni í garðinum hans. — Myndin hefur tii skamms tíma
verið í einkaeign.
Mata-Hari árið 1912.
En frægðin fór sína leið fyrr
en varði og Mata-Hari gaf sig
að öðrum hugðarefnum. Fal-
leg var hún enn og margt til
lista lagt annað en sveifla uim
sig slæðum í þykjast-indversk
um dönsum til dýrðar sól og
tungli. Herforingjar og her-
ráðsmenn létu heillast af
hinni fögru Mata-Hari og
sögðu henni sitthvað sem
leynt átti að fara. Og því var
það, að í bítið morgun einn,
undir stríðslok, var ákærð
Mata-Hari leidd út undir vegg
og tekin af lífi fyrir landráð.
Æfi þessarar fögru og heill
andi konu hefur orðið mörg-
um efhi í mikið mál og um
hana hefur verið ritað bæði
vel og illa. Síðustu fregnir
herma, að nú eigi að gera
kvikmynd um æfi Mata-Hari
og hafi frönsku leikkonunni
Jeanne Moreau verið falið
hlutverk þessa frægasta njósn
ara h eimsstyrjaldarinnar
fyrrL
árinni, þótt sagt sé, að Hans
G. Andersen sé meðal þeirra
manna, sem með víðtækri
þekkingu sinni og dugnaði
hafi átt ríkastan þátt í að
stuðla að þeim sigrum, sem
unnir hafa verið af hálfu ís-
lendinga í baráttunni fyrir
verndun fiskimiðanna.
MINNING HALL-
GRÍMS PÉTURS-
SONAR
T dag minnist kirkja íslands
þess, að á þessu ári eru
liðin 350 ár frá fæðingu séra
Hallgríms Péturssonar. Á því
fer vissulega vel, að íslenzka
þjóðin minnist þessa andlega
stórmennis, sem varpað hef-
ur Ijóma á land sitt og þjóð og
gefið henni'dýrðleg ljóð, sem
hljóma munu í kirkju hennar
um aldir.
Passíusálmar séra Hall-
gríms Péturssonar eru ekki
aðeins þjóð hans mikilsvirði.
Þeir eru andlegt afrek, Sem
allur hinn . kristni heimur
nýtur og sækir til lifandi trú
og styrk.
íslendinga getur greint á
á um byggingarstíl fyrirhug-
aðrar minningarkirkju Hall-
gríms Péturssonar í höfuð-
borginni. Um hitt getur eng-
inn ágreiningur ríkt, að eng-
inn íslenzkur kirkjuhöfðingi
verðskuldar það fremur en
höfundur Passíusálmánna að
honum sé réíst veglegt minn-
ismerki, tákn trúar og fegurð-
ar, tákn þakklætis til þess
skálds „er svo vel söng, að
sólin skein í gegnum dauðans
Útsprungnir fíflar
í Reykjavík
í GÆR fundu nokkrir strákar úr
Réttarholtsskóla, sem voru á leið
í lei'kfimi 1 Valsheimilið út-
sprungna fífla- Voru fíflarnir i
þyrpingu viö hitaveitustokíkinn
rétt ofan við iþróttavöllinn við
Valsheimilið, Hefði það einhvern
tíma þótt tíðindum sæta að fíflar
spryngi út í febrúar.
Katmandu, Nepal,
12. marz
• Konungurinn í Nepai hef-
ur farið þess á leit við
stjórnir Bretlands og Banda-
rikjanna, að þær veiti Nepal
hernaðarlega aðstoð.
★ . . .
, — (NTB) -TT .. .
• Ludjvig Erhard, kanalari
V-Þýakalands, hefur þeg-.
tS þoð; Nehrus, forsætisráð-
herra Indlands, um að koma i
opinbera. heimsóka (ál laé-
landa.... ...