Morgunblaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 30
30 MORG UNBLAÐIÐ Strtnudagur 15. mafz 1964 .......- ...................*vwi :mm*L*&t**m* Ferdinand de Lessepes - faðir skipaskurðanna miklu ÞEGAR de Eesseps fór a3 velta vöngum yfir Panamaskurðinum reyndi Charles, sonur hans, að fá föður sinn ofan af þessu glæfra- fyrirtæki og sagði: „Þú getur ekki ætlast til þess að forsjón- inni, að þú fáir að gera tvö krafta verk um æfina.“ Síðastliðið ár fóru 11 þúsund skip um skurðinn, sem hefði get- að orðið annað kraftaverk de Lesseps ef Frakkar hefðu ekki gloprað því út úr höndunum á sér fyrir skort á framsýni og hugdirfsku. ÞEGAR Panamaskurðurinn var lagður kostaði hann 16.000 manns lífið, olli reginhneyksli og var loks seldur Bandaríkjun- um. En sá sem átti frumkvæðið að grefti þessa skurðar, Ferdinand de Lesseps, gnæfði yfir þetta allt saman. Hann var djarfhuga framkvæmdamaður, fjölskyldumaður svo af bar, dáð- ur og virtur vísindamaður í heimalandi sinu og um víða ver- öld talinn hið dæmigerða franska mikilmenni. En almenningsálitið agaði hann engu síður en élskaði og de Lesseps fékk á ýmsu að kenna um ævina. Nú eru liðin áttatíu og fjögur ár síðan fyrsta skóflustungan var tekin fyrir skurðinum í Panama. Frakkar höfðu þegar lagt stórfé (658 milljón franka) í fyrirtækið, því þar stóð hinn mikilsmetni de Lesseps fyrir framkvæmdum og betri trygging var ekki til, slíkur ljómi stóð af nafni hans. De Lesseps fæddist árið 1805 og starfaði í utanríkisþjónustu Frakka um langt skeið. Fimm- tugur dró hann sig í hlé frá milli- ríkjavafstrinu og settist að á bú- gerði sínum La Chesnaye í Berry, sem hann hafði gert að fyrirmynd annarra búgarða. En þá kom að máli við de Lesseps kóngurinn yfir Egyptalandi og stakk upp á því að láta grafa skipaskurð um 168 km. veg yfir Súez-eiðið til þess að tengja Miðjarðarhafið Rauðahafinu og sagði að de Lesseps væri einmitt rétti maðurinn til þess að ráðast í slíkt stórvirki. Ferdinand de Lesseps hafði „opn að lýðum löndin“. Hann var sæmdur heiðursmerki á heiðurs- merki ofan og sýndur margur sómi, tekinn í frönsku Akademí- una o. fl. En Súez-eiðið var ekki eina eiðið í heiminum. Þegar lokið var lagningu Súezskurðarins renndi de Lesseps æ oftar aug- unum til annars eiðis sem lengi hafði freistað hans, Panama-eið- isins í Mið-Ameríku. Panama- eiðið var ekki nema 80 km. breitt og væri skurður lagður um það þvert mátti stytta skipum leið- ina suður fyrir meginland Suð- ur-Ameríku um allt að 5000 km. Menn höfðu látið sið dreyma um að komast út í Kyrrahafið um Panamaeiðið allt frá dög- um Karls 5., en það var ekki fyrr en de Lesseps kom til sög- unnar, sem þá hætti að dreyma og þeir hófust handa. „Menn sögðu að ég hlyti að vera vitlaus, þegar ég lagði til atlögu við Súez, og nú langar mig til að prófa hvort pkki leyn- ist vitglóra í Panama-vitleysunni minni líka,“ sagði sá gamli, þeg- ar hann hélt vestur árið 1880. Tuftugu og eitt þúsund Frakk- ar fóru vestur til að grafa Pan- ama-skurðinn og 16.000 þeirra komu aldrei aftur^heim. Lofts- lagið þar um slöðir var eins slæmt og framast mátti verða og gulan lagðist þungt á menn. Árið 1885 neyddist de Lesseps til þess að biðja þingið um meira fé og færði sér til málsbóta þau rök annars vegar að mjög erfitt væri að leggja skurðinn og hins vegar, að þegar er skipaskurð- urinn væri opnaður myndi um- 43 þúsund manns. Þar af 10 þús. manna herlið, tveir stórir her- flugvellir og 134 loftvarnarstöðv- ar. Landsstjóri er þar og hefur sá aðsetur í Balboa. í Panama eru 900 þúsund íbúar og í land* inu er enginn her, aðeins 3 þús. manna lögreglulið.* í höfuðborg- inni, Panama City, búa 100 þús, manns. Borgin stendur á landa- mærunum. Tekjur af skipaskurðinum eru miklar en ekki fær Panamaríki í sinn hlut nema einn tuttugusta þess fjár sem inn kemur. Við skurðinn vinna um 14 þúsund manns og þar af fá 4.000 miklu hærra kaup en hinir. Það eru þegnar Bandaríkjanna sem þess- arra fríðinda njóta. Veldur þetta landsmönnum mikilli gremju pg sauð upp úr fyrir skemmstu eins og menn muna, þó tilefnið ætti að heita annað. Það er einnig farið að valda Panamabúum og þeim er við skurðinn starfa þungum áhyggj- um, að skurðurinn er farinn að ganga úr sér og úreldast, m.a. geta nú ekki lengur öll skip um hann farið. Komið hefur til tals að gera annan skurð sunnar í Panama eða þá í Columbíu og hafa hann bæði dýpri og breið- ari. Sennilégt er talið, að við hann verði beitt kjarnorku- sprengingum neðanjarðar. Súezskurðurinn var vígður ár- ið 1869 við mikla viðhöfn og reyndist eins vel og bjartsýn- ustu menn höfðu þorað að vona. Ferdinand de I.essep átti fimm börn með fyrri konu sinni og kvæntist aftur sextíu og fjögurra ára gamall Héléne Aubard de Bragard, sem ól honumellefu börn til viðbótar. Þessa skemmtilegu mynd tók hinn frægi franski ljósmyndari Nadar árið 1878 og þá eru börnin enn ekki nema niu. Síðasta og elleíta barn þeirra hjóna, en sextánda barn gamla ínannsins fæddist þegar hann stóð á áttræðu. PijfttAftWMI oceam PACtmue ferðin um hann nema 700 milljón um tonna og það myndi duga til þess að greiða upp allar skuldir er á honum hvíldu á einum 10 árum. Þetta þótti fáránleg tala og „út í bláinn“ — en í dag má margfalda tölu þessa með tíu. Þá voru gefin út skuldabréf fyrir 600 milljónum franka til viðbótar. En það hrökk hvergi nærri til og eftir mikið þref varð fyrirtækið loks gjaldþrota og yfir höfði de Lesseps gamla vofði fangelsisdómur fyrir fjár- glæfra. Vörnina í máli hans ann- aðist að miklu leyti sonurinn Charles og þótti vel takast. Ekki varð forðað hneyksli, en þrátt fyrir eitt sjálfsmorð og eitt ein- DE Lesseps hafði ekki haft skipastiga í Súez og vildi ekki hafa í Panama. En þar er óiíku saman að jafna, því í Panama var land mjög mishæðótt og loks varð gamli maðurinn að gefa sig. og láta gera skipastiga beggja vegna í skurðinum. Til þess verks var valinn Gustave Eiffel og var þetta sanva árið og hann gerði turninn fræga í París sem viít h'»n n o»* 1/onn/lnr vígi (það var Clemenceau gamli sem í því átti) stóð de Lesseps sem næst jafnvígur eftir og þeg- ar hann lézt, árið 1894, veitti franska ríkið honum virðulega útför. Bandaríkjaþing keypti skurð- inn af Frökkum árið 1902 og lét ljúka honum. 10. október 1913 var sprengd síðasta hindrunin, en þá var Lesseps látinn og Frakk- landi að því lítið gagn. Landssvæði það sem skurður- inn stendur á varð eign Banda- ríkjamanna fyrir tilstilli Theo- dore Roosevelts forseta og atvik- aðist það þannig, að forsetinn studdi uppreisnarmenn í Colum- bíu við að setja þar á stofn sjálfstætt ríki, hið síðasta í Suð- ur-Ameríku. Land það sem nú heitir Panama taldist þá til Col- umbíu og svo mikils mat hið .nýstofnaða riki aðstoð Roose- velts forseta og svo lítils lands- skildu þessa (sem ekki er nema 1/72 hluti ríkisins) að það gaf Bandaríkjunum hana til eignar og afnota um aldur og ævi. Panama-skurðurinn liggur á 10 km. breiðu belti sem tekur yfir 1.432 ferkílómetra af lýð- volHinn Pannmn A hví húa lim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.