Morgunblaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 32
63. tbl. — Sunnudagur 15. marz 1964
^ " fjolskylduna^
Jarðskjalftar og drunur
norðan Ísafjarðardiiíps
Hugsanlegt hlaup i Drangajökli
SÍÐAN á miðvikuda&skvöld hef
ur fólk á bæjum norðan ísa-
fjarðardjúps orðið vart kynlegra
fyrirbrigða, þyts í lofti, þungra
druna og síðan á föstudagskvöld
snarpra jarðskjálftakippa, svo að
börn vöknuðu af svefni og skepn
ur hentust til. Virðist þetta koma
úr átt frá Drangajökli, og er
talið hugsaniegt að jökullinn
hafi hlaupið fram. I»að hefur
ekki gerzt í tíð núlifandi fólks,
en sagnir eru um að bæir hafi
eyðst þarna í jökuihlaupi.
Kipipurinn á föstudagskvöld
kom dauft fram á jarðskjálfta-
mælum í Reykjavík, sem gæti
bent til þess að jarðskjálfti kæmi
lengra að. En Vestfirðir eru á
blágrýtissvæðinu og eru taldir
utan jarðskjálftasvæðanna á
landinu, a.m.k. mun ákaflega
sjaldgæft að jarðskjálftar eigi
upptök þar.
Mbl. bar þetta undir Jón Ey-
þíirsson, veðurfræðing, sem sagði
að á þessu stigi málsins væri
ekkert hægt að segja um þetta
Vertíð virðist
ætlo oð verða
sæmileg
ÓLAFSVÍK, 14. marz. — Afli
báta héðan úr Ólafsvík hefir ver
ið allsæmilegur í vikunni, þó
misjafn, þetta frá 4 lestum og
upp í 26 lestir á bát. Allt útlit
er fyrir að vertíð ætli að verða
allsæmileg í vetur, þótt línu-
vertíð hafi verið rýr. Er það ekki
sízt að þakka hinni einstæðu
veðurblíðu, sem verið hefir hér
sem annars staðar á landinu.
Síðan netavertíð hófst hér
almennt um miðjan febrúar hef-
ir ein landlega orðið og gátu
bátar þá ekki vitjað um net sín
í þrjár nætur. — H.K.
Góður afli flkra-
nesbóta
AKRANESI, 14. marz: — 124
tonn bárust hingað á land í gær.
Bátarnir voru 10, sem lönduðu.
Aflahæst var Anna með 43,5
tonn. í>á var Sigrún með 20 tonn
©g Sigurfari með 18,5 tonn.
Megnið af aflanum er flakað
og hraðfryst. Eitthvað er hert
í skreið.
Hér liggur M.s. Mánafoss við
sementsverksmiðjuna og lestar
250 tonn af sementi, er hann flyt
wr á Austfjarðahafnir.
— Oddur.
annað en jarðskjálfti virtist eiga
upptök þarna, en þeir geta sem
kunnugt er, stafað af ýmsurn or-
sökum. Ekki hefur gosið í
Drangajökli svo vitað sé, en
Hljóðabunga í jöklinum er
greinilegur gígur og Jökulbunga,
sem er undir snjó, gæti verið það
líka. Jarðhitasvæði eru þarna í
nánd og sprungur og því hugsan
legt að misgengi verði. Um drun
ur og þyt í lofti, sagði Jón, að
venjulega fylgdu drunur jarð-
skjálftatitringi, ekki sízt undir
'háum bröttum fjölluim, eins og
þarna er.
Munir hentust úr hillum
Mbl. átti í gær símtal við Sig-
urð Hannesson bónda í Ártúni.
Undirbúningur
hafinn að björg-
un Wislok
f GÆR hafði blaðið spurnir af
því að stór jarðýta hefði haldið
niður á Landeyjarsandsfjöru og
væri ætlunin að nota hana til að
grafa frá pólska togaranum Wis-
lok.
í»á voru í gær starfsmenn frá
bílaverkstæðinu á Hvolsvelli í
togaranum að þétta kýraugu og
annað er þurfa þykir áður en
hægt er að hefjast handa um
björgun skipsins.
Bergur Lárusson er til ráðu-
neytis um framkvæmdir verks-
ins.
Mikið brim var við sandinn
í gær og því ekki búist við að
hægt væri að 'hefja framkvæmd-
ir fyrr en lægði.
Hann sagði að síðan kl. 7 á mið
vikudagskvöld hefði staðið yfir
þessi einkennilegu fyrirbrigði,
þytur í lofti, þungar drunur og
svo öðru hverju snarpir jarð-
skjálftar síðan á föstudagskvöld.
Og segir hann það mestu jarð-
skjálfta, sem þar hafa komið.
— Klukkan 8,25 á föstudags-
kvöld kom fyrsti kippurinn, seg-
ir Sigurður. Dót datt niður af
hillum, kýrnar í fjósinu hentust
til og skepnur urðu hræddar.
Kl. 11 um kvöldið hófust svo
drunurnar aftur, sem við höfð-
um heyrt áður og stóðu þær sam
fleytt til kl. 3. Þær voru það
Framhald á bls. 31.
Féll af bíl er snar-
hemlaði og slasaðist
ÞAÐ slys varð í fyrrakvöld á
Húsavík að maður féll ofan
af bíl og slasaðist mikið. Var
hann fluttur með sjúkraflug-
vél til Akureyrar og liggur
þar í Fjórðungssjúkrahúsinu.
Líðan mannsins var sæmileg
í gærmorgun.
Síðari hluta dags 1 fyrradag
ók kranabifreið, sem annast
sorphreinsun fram hjá langferða
bíl á Húsavík en í sama mund
hlupu krakkar fram hjá lang-
ferðabílunum út á götuna og
fyrir kranabílinn. Bifreiðarstjór
inn snarhemlaði með þeim af-
leiðingum að Jón Sveinbjörns-
son, rúmlega 50 ára starfsmaður
Húsavíkurbæjar, kastaðist fram
yfir hús bifreiðarinnar og vél-
hús og féll í götuna.
Jón mun hafa viðbeinsbrotnað
og grunur leikur á að hann sé
höfuðkúpubrotinn og eitthvað
meira slasaður en í gær voru
meiðsl hans ekki að fullu rann-
sökuð. Hann var fyrst fluttur
í sjúkrahúsið á Húsavík, en
síðan var Tryggvi Helgason
sjúkraflugmaður fenginn frá
Akureyri til að sækja Jón og
flutti hann til Akureyrar og
kom þangað um kl. 18 í fyrra-
kvöld.
Krakkarnir sem hlupu fyrir
bílinn sluppu ómeiddir.
Líðan Jóns var talin sæmileg
í gærmorgun og hann sloppinn
úr lífshættu.
Félag sjónvarpsnotenda
verður stofnað
biegna áskorunar „60 kjós-
enda44 til Alþingis o. fl.
MBL. fregnaði í gær að í upp
siglingu væri stofnun félags
þeirra, sem sjónvarpstæki
eiga eða nota og jafnframt að
áskorun þeirra 60 manna til
Alþingis, sem skýrt var frá í
blaðinu í gær, sé m. a. orsök-
in. Telja sjónvarpseigendur,
sem margir eru orðnir, að á-
byrgðarhluti sé fyrir Alþingi
eða ráðherra að svipta þá að-
stöðu til að horfa á sjónvarp
með tilliti til þess, að þeir
hafi þegar varið 20—25 þús-
Tvœr af 4 velum Tryggva
Helgasonar koma í maí
Akíureyri 14. marz.
BJÖRN SVEINSSON flugvirki
tviá Tryggva Helgasyni mun í
næstu viku fara vestur um haf
til að undirbúa heimflug tveggja
mt íjórum flugvélum, sem
Tryggvi festi kaup á í Bandarikj
unum fyrr I vetur.
Ef allt gengur að óekum miunu
flugvélarnar koma hingað í maí
mániuði. Hér á Akureyri verða
þær svo búnar til farþegaflugs,
sett nýtt áklæði á sæti o.s.frv.
Ætlun Tryggva er sú að taika
a.m.k. aðra þeirra í notkun í vor
til sjúkraflugs og leiguflugs með
íarþega og varning. Óvfet er enm
(hivað gert verður við hinar tvær
flugvélarnar
SvP.
undum króna í tæki sín. —
Ovíst sé, hvenær íslenzkt
sjónvarp muni verða að veru-
leika. Að því er Mbl. var tjáð
í gær mun stofnfundarboðun
birtast í hlöðum innan tíðar,
og segjast sjónvarpseigendur
hafa fullan hug á því að gæta
réttar síns.
Svo sem kunnugt er, hafa tveir
ríkisaðilar miiligöngu á sölu sjón
varpstækja hérlendis, og rennur
nokkur hluti andvirðis í sérstak-
an sjóð, sem renna skal til is-
lenzks sjónvarps. Hér er fyrst og
fremist um að ræða Viðtækja-
verzlun ríkisins, sem lögum sam-
kvæmt hefur einkarétt á því að
flytja sjónvarpstæki til landsins.
Þá hefur og sölunefnd varnarliðs
eigna selt eitthvað af notuðum
sjónvarpstækjum Mbl. átti í gær
tal við einn af forvígismönnum
sjónvarpseigenda, sem kvaðst full
viss um, að hann talaði fyrir
munn þeirra. sem sjónvarpstæki
ættu eða notuðu, enda varð Mbl.
þegar í gær áþreifanlega vart
við þunga mótmælaöldu sjón-
varpseiigenda gegn ávarpi „60-
menninganna“. Sjónvarpseigand-
inn kvað það furðulega mein-
fýsni sam.borgara, að vilja
varna öðrum að hafa áneegju
Framhald á b:s. 31.
Ljósmyndari blaðsins ÓI.K.M.
tók þessa mynd nú í vikunni
er verið var að skipa gærum
út í Drottninguna. Þá var
einnig verið að skipa út dilka
kjöti, sem fara á á erlendan
markað. Talsvert magn af ís-
lenzkum landbúnaðarvörum
er nú flutt út.
£jeskoíf
JHor(puI)laS<ÍMi
fylgir blaðinu í dag er •tni bennar
sem hér segir:
Bis.:
I. Marlow — fyrirrennari Shake
spares var aðeins tyeimur mán
uðum eldri en hann.
Z. Richard Burton (Svipmynd).
J. Hjá Indíanum, smásaga eftir
Ernest Hemingway.
— Davíð er dáinn, ijóð eftir
Margréti Jónsdóttur.
4. Hallgrímur Péturssoa eg Saur'
bær á Hvalfjarðarstrónd, eftir
séra Oisla Brynjólfsson.
5. Bókmenntir: Ég hitti Heming
way.
— Rabb, eflkr SAM.
7 Lesbók Æskunnar: Sterk sál
í stirðum itkama.
S. Hrakningar brezkra hec-
manna á Kskif jarðarheiði, eftir
Bergþóru Pálsdóttur *rá Yet-
urftiúsum.
9. Oásli 1. Ástþórsson: Eins eg
mér sýnút
1«. Fjaðrafofc.
11. — —
14. Kndurbættar aWerðir við
fiskleit og ttskveiðar.
14. Krossgáta.
— Bridge.