Morgunblaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 17
* Sunnudagur 15. marz 1964 MOW'IM? * 4ÐIÐ 17 Lárus Jóhannes- son lætur af embætti AF SEX íslenzkum hæstaréttar- dómurum, er látið hafa af em- (bætti í lifandi lífi, hefur einungis einn, Jón Ástbjörnsson, verið til fullnaðs sjötugs aldurs. Tveimur, Lárusi H. Bjarnasyni og Einari Arnórssyni, var veitt lausn rétt eftir, að þeir voru orðnir sextíu og fimm ára, og öðrum tveimur, Eggert Briem og Páli Einars- syni, þegar þeir áttu tvö, þrjú ár eftir til að ná sjötugsaldrL Af þessum fjórum mun Lárus 1H. Bjarnason vera hinn eini, sem étti sjálfur frumkvæði að lausn- arveitingunni. Nú hefur Lárusi Jóhannessyni verið veitt lausn frá embætti að eigin ósk, þó að !hann sé einungis sextíu og fimm ára gamall. Lárus gat sér ágætt orð sem dómari. Góðvild, Skörp lögfræði- gáfa og margháttuð lífsreynsla einkenndu störf hans í Hæsta- rétti. Hann hverfur því ekki þaðan vegna þess að út á em- toættisstörf 'hans hafi verið sett, eða réttdæmi hans hafi verið Þannig var umhorfs á miðunum við ísland áður en samkomulagið náðist við Breta. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.' REYKJAVÍKURBRÉF dregið í efa. Engu að síður taldi Lárus sjálfur, að það kynni að skapa ófrið um Hæstarétt, ef Ihann héldi áfram embættisstörf- tirrt. Ástæðan er sú, að hann hefur orðið fyrir hatrömmum árásum fyrir fyrri störf sín, dómarastörfunum með öllu óvið- Ikomandi. Lárus rak áratugum saman umfangsmikla málfærslu- skrifstofu og annaðist m. a. verðbréfa- og fasteignasölu. Hann var lengi oddviti stéttar sinnar, formaður Lögmanna- félagsins, og var gerður heiðurs- félagi þess eftir að hann tók við hæstaréttardómaraemibætt- inu. Ásakanir þær, sem bornar hafa verið fram gegn Lárusi, varða ffestar löngu liðin við- Skipti, og eru ekki hafðar upp af viðsemjendum hans sjálfs, held- ur virðast af annarlegum rótum runnar. Hann vill hinsvegar ektki una þessum áburði og hefur hafið málaferli, er hann telur fyrirsjáanlegt að verði bæði langvinn og margþætt. Það er vitni drengskapar Lárusar Jó- hannessonar, að hann vill ekki leggja í slíkar erjur fyrr en en öryggt er, að engan skugga af þeim geti lagt á æðsta dómstól íslendinga. Fa^naðarda«;ur fyrir flesta Ætla hefði mátt að hinn 11. arvarz 1964 yrði fagnaðardagur fyrir alla íslendingá. Þaðan í frá höfum við einir óakoruð not 12 mílna fiskveiðilandheigj um- hverfis ísland. Þann dag og aiðrtn hafa þó verið auðáæ fýlu- merki, bæði á Tímanum og Þjóð- viljanum. Því miður Verður ekki um það villzt, að báðum blöð- unum þytkir minna um það vert, atð hrakspár þeirra og aðstand- enda þeirra skyldu ekki rætast, heldur en hitt, að þessi dagur reyndist sannur sigurdagur ís- lenzku þjóðarinnar. í1 ræðu, aem forseti Aíþýðu- •ombanda íslands, Hannibal Valdimarsson hélt hihn 1. maí 1963, talaði hann um „undan- •láttarsamninginn** og sagði: „Þeir jem hann gerðu, væru visir til að framlengjá hann, of þeir hefðu valdaaðsböðu til'*. Og viku síðar, hinn t. maí, komst Þjóðviljinn svo að orðií „Yfirlýsingar stjórnarflofkk- •nna um, að Bretar mun[ ekki Laugard. 14. marz fá nýjar undanþágur í íslenzkri landhelgi eru auðvitað martk- lausar". Þetta ítrekaði Þjóðviljinn enn hinn 15. maí: „Núverandi stjórnarflokkum er ekki treystandi til þess að standa vörð um framtíðarthagsmuni ís- lendinga í landhelgismálinu. Fái þeir ráðið að kosningum loknum, verður gerður nýr undansláttar- samningur á ráðstefnunni í Lon- don“. Auðvitað tók Eysteinn Jóns- son, formaður Framsóknarflokks ins, undir þennan boðskap. og sagði í viðtali við Tímann hinn 5. júní: „Stjórnarflökkunum er ekki treystandi fyrir landlhelgismál- inu“. Skilja ekki mælt mál Endalaust mætti halda áfram að telja slíkar tilvitnanir í orð stjórnarandstæðinga allt frá því, að samningurinn frá 11. marz 1961 kom fyrst til umræðu. Þá var einnig þrástagazt á því, að samningurinn væri nauðungar- samningur, sem að engu væri hafandi. Yfirlýsingar þessa efnis voru m.a.s. hátíðlega gefnar á sjálfu Alþingi íslendinga, þegar samtþyfckis þess á samningnum var leitað. Öll þessi brigzl og orðaskak voru hinsvegar að engu höfð af kjósenduim við atþingis- kœningarnar á s. 1. vori. Eftir þær var haft eftir einum for- ystumanna Framsóknar, að bún hefði ekki unnið eitt einasta átkvæði á landlhelgismálinu. Þaðan í frá verður því ekki haldið fram, að samningurinn hafi verið gerður áð íslending- um nauðugum, vegna þess að vaxandi fylgi stjórnarflokk- anna var ektki sízt að þakka sam- þykki yfirgnæfandi meirihluta landsmanna á samningsgerðinni. Traust kjósenda á stjónarflok'k- unuhi reýndit á ríkum rökum reist. Framlenging á veiðirétt- indum Breta var ekki veitt eins ag andstæðingarnir höfðu full- yrt ae ofan í ae. í vonbrigðum sínurh yfir velfarnaði íslands og markleysi eigin hjals fjargviði'- ast Tíminn og Þjóðviljinn nú' út af imynduðu réttindaafsali, sem felist í ákvaeðinu um, að hugsan- legán ágreiníng út ’ af frekari friðun landsgrunnsins skuili berá undir alþjóðadómstólinn í Haag. Hökfærsla Tímans fyrir þeirri fjarstæðu sýnir, að hann skilur ekki mælt mál. „Þyrftu að læra betur.tó í Tímanum hinn 12. marz segir: „Forsætisráðherra landsins lætur dagblaðið Vísi hafa eftir sér þessi furðulegu ummæli: „Við getum að sjálfsögðu ekki tekið okkar lögsögu yfir öllu landgrunninu, nema allþjóðalög heimili“. Sá íslenzkur forsætis- ráðherra, sem lætur sér slíkt um munn fara, með reynslu íslend- inga í landhelgisbaráttunni að baki er furðulega skilningsstljór. Hann ætti að minnsta kosti að vita, að Islendingar hafa náð 12 mílna landhelgi og fengið viður- kenningu á henni í verki án þess að alþjóðalög heimiluðu það með skýrum ákvæðum, af því að þau bönnuðu það ekki, og það er mergurinn málsins. —----Þéssi maður ætti að vita það Ifka, að það er æði margt, sem þjóðir •heimsins gera í alþjóðaskiptum, án þess að 'hafa fyrir því bókstaf í alþjóðalögum, og það er gert með þeim rétti, að allþjóðalög banna það ekki, enda vantar ákvæði um margt í aiþjóðalög- um. Lagaprófessor eins og for- sætisráðherrann ætti að vita, að borgarar jafnt sem þjóðir geta gert margt með rétti, án bók- stafsheimiildar í lögdm; af því að lögin banna það ekki, ef það samrýmist réttarsiðgœði að öðru leyti". Leturbreytirvgum Tímans í tilvitnunni er slep>pt. Um þessa speki má segja, að vissu fleiri en þögðu þó. Það þarf hvorki „forsætisráðherra" né „lagaprófessor" til að vita, að þegar talað er um, „að lög heim ili“ eitthvað, þá er emgan veginn þar með sagt, „að bókstafsheim- ild“ þurfi til þéss „í lögum“, eins og Tíminn virðist ætla. Hvert einasta mannsbarn, sem kann íslenzkt mál, þekkir tals- háttinn: „Þögn er sama og sam- þykki". Ógjörningur er að telja upp allt það, sem mönnum er heimilt, þó að það sé hvergi ber- um orðum leyft ‘i lögum. Ein- mitt vegna þess. að það er ekki bannað, er sa-gt, að „lög heimili" það. Ekki viðræðu- hæíir Vonlaust er að eiga í rökræð um við þá, sem setja saman þvílikan þvæ-tting og þennan, sem hér var ‘hafður eftir Tim anum. Raunar er ámóta óskyn samlegt að halda því fram, að íslendingar hafi svift sjálfa sig „einhliða rétti“ með því að lýsa yfir að þeir séu reiðubúnir til að leggja hugsanlegar ákvarð- anir sínar um friðun landgrunns ins undir allþjóða dómstól. Tím- inn heldur þó áfram að hamra á því, að í þessu felist óafsakan- legt réttindaafsal. Þeim endur- teknu fullyrðingum hnekkti Ólafur Jóhannesson, prófessor, fremsti lögfræðingur Fram- sóknarflokksins, hinn 14. nóv- emiber 1960, nokkrum mánuðum áður en samningurinn frá 11. marz 1961 var gerður. Ólafur sagði þá í ræðu á Alþingi: „Og þess vegna ei-gum við ekki að skorast undan því að eiga orðastað við aðrar þjóðir um tþetta mál og við eigum ekki að skorast undan því að ta-ka þótt í viðræðum við aðrar þjóðir um það. Og ég verð að segja, og vil láta það koma fram í sam- bandi við þetta, að ég tei raun- ar eina veikleikamerkið í okkar málstað hér vera það, ef rétt er hermt, að við höfum neitað að að leggja þetta má til úrlausnar hjá allþjóðadómstólnum.---------- Og vissulega er það svo, að smá- þjóð verður að varast það að ganga svo lang.t að hún geti ekki ailtaf verið við þvi búin að leggja mál sín undir úrlausn alþjóðadómstóls, því að sann- leilkurinn er sá, að smáþjóð á ekki annars staðar skjóls að vænta heldur en hjá aliþjóða- samtökum og atþjóðastofnunum, af því hún hefur ekki valdið til að fylgja eftir sinum áfcvörð- unum, eins og stórveldin. Otg þess vegna hefði að mínu viti hvert eitt spor í þessu máli átt að vera þannig undirbúið, að við' hefðum verið við því búnir að leggja það undir úrlausn al!þjóðadómsstóls“. Flokksviðjar Þegar menn lesa þessi skyn- samlegu og skeleggu orð pró- fessors, Óláfs Jóhannessonar, spyrja menn að vonum, af hverju hann hafi ekki síðar mótmælt fjarstæðum flokkslbæðra sinna um þessi efni ,og jafnvel látið á sér skilja. að hann væri þeim samþykkur. Skýringin á því eru hinar marg'hratfcyrtu flofcksviðj- ar. Algér hræsni væri, ef stjórn- mádamenn í öllum flokkum við- urkenndu ekki, að þeir láta öðru hvoru ýmislegt sér andstæ.tt kyrrt liggja eða jafnvel gjalda því jáyrði sitt, vegna þess að þeir meta samiheldni flokksins meira en sína eigin sérskoðun. Hver og einn á um það við sam- vizku sína, hvort hann metur meira hverju sinni. Auðveldast væri að fara ætíð að eigin vild, en þá væri allt samstarf úr sög- unni. Því verður með engu móti haldið fram, að maður geri sið- ferðislega rangt, þótt hann laði skoðanir sínar eftir skoðunum samstarfsmanna sinna og flokks- bræðra. Skoðanamunur getur verið svo róttækur og þess eðlis, að það sé með öllu óverjandi fyr- ir sjálfum manni og öðrum að láta af sinni eigin skoðun. En oft er beinn voði á ferðum, ef hver og einn heldur endalaust í sína sérkreddu. Víti til að varast í síðasta Reykjavíikurbréfi var á það drepið, að á átta ára tíma- bili, frá 1909-1917, hefðu sex sinnu-m orðið stjórnarskipti hér á landi. Á þessum árum var meiri glundroði í íslenzkum stjórnmálum en nokkru sinni ella í sextíu ára þingræðissögu okkar. Engu að síður verður ékki um það deilt, að þá áttu margir afbragðsmenn sæti á Al- þingi. Menn voru þá enn óvanir að bera sjálfir ábyrgð á stjórn landsins. Þessari fullyrðin-gu verður ekki hnekkt með því, að vitna til stjórnarára Hannesar Hafstein 1904-1909. Kristján Albertsson hefur í ævisögu Hannesar Hafsteins, sem þrátt fyrir nokkra galla 'hefur hlotið alltof harða dóma hjá sumum, leitt í Ijós, að Hannes var ekki valinn til ráðherra af eigin ílokks mönnum, heldur skutu þeir val- inu til dönsku stjórnarinnar. Það var því ekki þeim að þakka, heldur dönsku stjórninni, og þó allra helzt Georg Brandes, að valið varð fslendingum svo happadrjúgt sem raun ber vitnL Sami kunnáttuskorturinn í því, að vinna saman í flokki, sem lýsti sér við val fyrsta ráðherr- ans, náði -hámarki á árunuim 1909-19. Á þeim árum splundr- aðist Heimastjórnarflokfcurinn einu sinni, með meiri heift en ella eru til dæmi um í þingsög- unni, og Sjálfstæðisflokkurinn gamli þrisvar sinnu-m, síðast með þei-m afleiðingum, að meira en áratu-g þurfti til þess að um heilt greri milli þeirra, er harð- ast íhöfðu deilt. Öll átti þessi sundrung drjú-gan þátt í því, að alveg ný flokkaskipun myndað- is* í landinu og varð þó jafn- framt til þess að tefja fyrir, að ‘hún kæmist í eðlilegt horf, ef menn þá telja að sú flokkasklpun sé eðlileg, þar sem fyrirbæri eins og Framsóknarflakfcurinn á sér stað. Þetta er rifjað upp til að Skýra, að ef forðast á glundroða og stjórnleysi, þá verða flokkar að vera til í lýðræðisþjóðfélagi. Án þeirra fæst ekki það samstarf, sem er óhjáikvæmilegt til þess að sæmilega öruggt stjórnarfar skapist Afskipti stjórn- málamanna Þessu óafcylt er það, hvefsu afskipti stjórnmálamanna atf þjóðlífinu skuli vera mitkil. Eitt af ágreiningsefnum flotkka hér og raunar víðast hvar er einmitt þetta. Sjálfstæðismenn vilja að öðru jöfnu, að borgararnir fái að ráða sem mestum hluta mál- efna sinna sjálfir. Aðrir flokkar hér vilja meiri, og mismunandi miíkla, íhlutun rfkisvaldsins um margvísleg málefni borgaranna. Reynslan ■ sýnir, að allir flokkar eru nokkuð sveigúanlegir í þessum efnum. Jafnvel Krúsjeff vill mt láta rússneska bændur njóta meira frjálsræðis um eigin Framh. á bls. 1*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.