Morgunblaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 10
10
MORGU*"*' AÐIÐ
Sutinudagur 15. marz 1964
an tíma, 53,67 sekúndur, viss-
um við að hann hafði komizt
í úrslit. Til samanburðar má
geta þess, að Killy (rásnúmer
8), einn bezti skíðamaður
heimsins, var fyrstur í þess-
ari braut á 53,79 sek. svo að
tími Árna var satt að segja
ótrúlega góður miðað við þær
slæmu aðstæður, sem hann
átti við að etja.
Ég hef lýst þessari for-
keppni svo rækilega hér, til
þess að menn geti áttað sig á
því, hvað frammistaða skíða-
mannanna var góð í raun og
veru. Mig grunar, að fólk hér
heima hafi alls ekki gert sér
ljóst, hve mikla athygli þessi
keppni vakti. Þetta var fyrst
og fremst keppni milli þjóða.
Það var ekki spurt um það,
hvaða keppandi hafi orðið
fyrstur, heldur, hvaða þjóðir
hefðu komizt í úrslit.
Við vorum því sannarlega
stoltir yfir þessum árangri
Árna, og þótt honum tækist
ekki eins vel daginn eftir
í sjálfri úrslitakeppninni,
skyggði það ekkert á þessa
ágætu frammistöðu hans. í úr-
slitum varð hann 39. af 50
keppendum. Hér heima var
látið í það skína, að hann
hefði orðið síðastur. Það
finnst mér undarlega á málum
haldið, að láta sem þeir 11, er
komust ekki í mark eða voru
dæmdir úr leik, hafi alls ekki
verið með! f þessu sambandi
langar mig til þess að minnast
á annað atriði, sem vakti
undrun mína, þegar heim kom.
Það var þessi furðulega kulda
frétt, sem virtist hafa sett
menn úr jafnvægi. Satt að
segja vissi ég ekki, hvaðan á
mig stóð veðrið, þegar menn
fóru að tala um það við mig,
að það væri verst, hvað ís-
lenzku skíðamennirnir hefðu
þolað kuldann illa. Fréttarit-
ari Alþýðublaðsins hafði getið
þessa í frásögn af 30 km göng-
unni, að kuldinn hafi háð
skíðamönnum okkar. Þetta
hneykslaði náttúrulega alla
sanna íslendinga, sem sóma
síns vegna og hetjulegs upp-
runa viðurkenna alls ekki að
íslendingum geti orðið kalt!
Enda stóð ekki á því, að
menn sendu þessum „kulda-
kreistum“ heldur betur tón-
inn. Það var þá til einhvers að
senda slíka garpa út! Eins og
oft áður var þarna um algjör-
lega ástæðulausa gremju að
ræða. Sannleikurinn var sá,
að kuldinn í áðurnefndri
göngukeppni háði flestum
göngumannanna, jafnt íslend-
ingum sem öðrum og þótti það
ekki tíðindum sæta, þar sem
hann komst upp í 22 stig. En
þetta var í eina skiptið, sem
ég heyrði minnst á kulda,
enda var veður afbragðs gott
flesta daga meðan Olympíu-
leikarnir stóðu yfir. Þegar allt
kemur til alls, eru það því ill-
kvittnisleg blaðaskrif hér
heima og ómaklegar aðfinnsl-
ur í garð skíðamanna okkar,
sem til vansæmdar er í þessu
máli. Smáborgarabragurinn
hverfur víst seint af íslend-
ingum.
Menn hafa látið í það skína,
að frammistaða skíðamanna
Framhald á bls. 15.
inn Benediktsson vantar a
myndina.
Valdámar Örnolfsson:
Þátttaka Islendínga í
vetrarolympíuleikunum
gat gert að gamni sínu svona
rétt áður en hann átti að fara
af stað í erfiða keppni. Nxðn
við mark voru menn þegar
búnir að birta nöfn á 25 fyrstu,
því enginn gerði ráð fyrir því,
að keppandi með rásnúmer
fyrir aftan 80, kæmist í þann
hóp. Þá var tilkynnt, að kepp-
andi no. 82, Sigurdsson, ís-
land, væri lagður af stað og
færi mjög hratt og vel. Ég
hafði fært mig niður á móts
við miðja braut, til þess að
geta fylgzt með því, hvernig
Árna gengi. Ég hafði sjaldan
MORGUNBLAÐIÐ hef-
ur mælzt til þess, að ég skrif-
aði um þátttöku íslenzku skíða
mannanna á Olympíuleikunum
í Innsbruck. Mér er ljúft að
verða við þeim tilmælum, ef
það gæti orðið til þess, að
menn fengju nánari hugmynd
um frammistöðu þeirra en
hingað til. Þær raddir hér
heima, sem hafa viljað gera
lítið úr árangri og þátttöku
skíðamannanna, hafa ekki við
rök að styðjast, því frammi-
staða þeirra var íslendingum
til sóma í alla staði. Þeir sóttu
að vísu hvorki gull né silfur,
en sýndu ágæta skíðakunn-
áttu og náðu betri árangri en
fjöldi keppenda annarra þjóða.
Urslit í einstökum greinum
eru mönnum þegar kunn. Ég
mun því ekki fara ítarlega út
Frá setniagu Olympíu lcikanna í Innsbruck
í þá sálma, en spjalla um þátt-
töku skíðamannanna vítt og
breitt, geta þess, sem mestu
máli skiptir að mínuim dómi.
Sá árangur okkar manna,
sem mesta athygli vakti, var
það, að íslendingum skyldi tak
ast að koma manni í úrslit í
sviginu, þar sem 10 öðrum
margfalt stærri þjóðum tókst
það ekki. Það var Árni Sig-
urðsson frá ísafirði, sem vann
það afrek. Svigkeppninni var
þannig háttað, að efnt var til
forkeppni, þar sem farnar
voru tvær umferðir og 25
beztu menn úr hvorri þeirra
teknir í úrslitakeppnina. Kepp
endur voru 109 frá 28 þjóðum.
Keppendum var skipað niður
í ráshópa eftir getu, þannig,
að farið var eftir frammistöðu
þeirra á öllum helztu stórmót-
um síðasta árs og þessa árs,
fram að Olympíuleikum. Þar
sem okkar menn höfðu ekki
fengið tækifæri til þess að
keppa nema í einu þessara
móta (í Spittal), urðu þeir að
láta sér lynda að lenda mjög
aftarlega í rásröð. Það var
hins vegar mjög bagalegt, þar
sem brautirnar versna mjög
mikið, er á keppni líður, svo
að þeir, sem fá há rásnúmer,
standa mun ver að vígi en
þeir, sem fyrstir fara af stað.
í fyrri umferð forkeppninn-
ar lagði Jóhann Vilbergsson
fyrstur af stað okkar manna.
Hann var með rásnúmer 56 og
var brautin þá strax orðin
slæm. Hann fór samt mjög vel
og varð 41. Kristinn Benedikts
son og Árni fóru of geyst og
misstu úr hlið og voru dæmd-
ir úr leik. Hvernig sem á því
stóð, var tími Kristins birtur
aðfinnslulaust, og kom þá í
ljós, að hann var með 6. bezta
tíma, meira að segja á undan
öllum Austurríkismönnunum.
Þetta vakti feykna athygli
einkum vegna þess, að hann
lagði af stað no 64. Það var
talið frábært afrek að komast
í fremstu röð með svo slæmt
rásnúmer. Blaðamennirnir
gleyptu við þessu og biðu ekki
boðanna með að senda frétt-
ina í heimspressuna. Hér á
borðinu fyrir framan mig hef
ég úrklippu úr „Salzburger
Nachrichten", en þar stendur
orðrétt: „Die beste Leistung
bot der Islander Kristinn
Benediktsson, der mit Start-
nummer 64 in 53.30 Sekunden
noch den 6. Platz erreichte
und álle Österreicher hinter
sich liess“. Lauslega þýtt:
„Beztum árangri náði ís-
lendingurinn Benediktsson,
sem með rásnúmer 64 fékk
tímann 53.30 og komst þar með
í 6. sæti, fram fyrir alla Aust-
urríkismennina". Þeir, sem
horfðu á úrslitin daginn eftir,
fengu að vísu leiðréttingu á
þessu, en samt sem áður virt-
ust ótrúlega margir standa I
þeirri trú, að íslendingurinn,
er þar var skráður til keppni,
væri sá hinn sami og hefði
fengið 6. bezta tíma daginn
áður, því að „blöðin ljúga
aldrei“! Það var ekki laust við,
að við hefðum dálítið gaman
af þessari óvæntu auglýsingu,
og hlaut „Benediktsson"
mikla virðingu - manna. Satt
var það, að Kristinn hafði
keyrt ágætlega, enda sézt það
bezt á því, að engum manni
datt í hug að efast um, að
tími hans væri réttur.
Leikar stóðu þannig eftir
fyrri ferðina, að aðeins 11
þjóðir höfðu fengið menn í
úrslit. 17 þjóðir mundu því
heyja harða baráttu um úr-
slitasæti í seinni ferðinni.
Samkvæmt árangrinum í fyrri
ferð gátum við verið bjart-
sýnir, því bæði Jóhann og
Kristinn virtust líklegir til
þess að komast í úrslit. Jó-
hann lagði af stað fyrstur okk
ar manna sem fyrr. Hann. ætl-
aði greinilega ekki að gefa sitt
eftir, fór hratt og vei. Miðað
við þá, sem á updan honum
höfðu farið átti hann að geta
orðið meðal þeirra 10—15
fyrstu. En óheppnin elti Jó-
hann eins og svo oft fyrr.
Rétt, þegar hann var að koma
í mark fór hann of nálægt
einu hliðanna og lenti á stöng
með þeim afleiðingum, að
hann tafðist um nokkrar dýr-
mætar sekúndur. Hann missti
þar með af úrslitunum, og
þótti okkur það súrt í broti,
því hann var sannarlega verð-
ugur þess að komast í þau. Við
biðum nú spenntir eftir
Kristni og vonuðum að honum
tækist að ná jafngóðum hraða
og í fyrri ferðinni og að hann
kæmist klakklaust í mark.
Hann fór all vel af stað, en
það var greinilegt, að hann
fór ekki eins hratt og áður,
hefur líklega ekki ætlað að
láta það endurtaka sig, sem
kom fyrir hann í ferðinni á
undan. Hann kom í mark á
ágætum tíma, en það nægði
samt ekki, því í ljós kom, að
hann var tveim sætum frá
því að komast í úrslit. Hann
varð 27. Lánið virtist ekki
ætla að leika við okkur þann
daginn. Það var hart að þurfa
að horfa upp á þetta ekki sízt
vegna þess, hvað Kristinn var
nálægt takmarkinu. Árni var
nú einn eftir og við þorðum
satt að segja ekki að vona, að
honum tækist að komast í úr-
slit vegna þess, að brautin
versnaði með hverjum manni,
er í hana fór. En Árni var
hinn rólegasti og æfði sig í
þýzkunni á meðan hann beið
og spjallaði við ræsina. Þeim
féll greinilega mjög vel við
þennan unga íslending, sem
séð hann jafn öruggan og á-
kveðinn. Hann skeytti engu,
þótt brautin væri orðin slæm
og grafin, og spyrnti sér af
krafti milli hliðanna. Á einum
stað virtist hann tæpt kominn,
en leikfimiskunnáttan bjarg-
aði honum, og hann skauzt
áfram án þess að tefjast og
komst klakklaust í mark við
fagnaðarlæti áhorfenda. Allir
biðu spenntir extir tímanum,
og þegar þulurinn tilkynnti,
að Árni hefði fengið mjög góð
Þátttakendur íslands í leiik
unum í Innsbruck, f.v.: Valdi
mar Örnólfsson, þjálfari,
Árni Sigurðsson, Jóhann Vil
bergsson, Birgir Guðlaugsson,
Þórhallur Sveinsson, Krist-