Morgunblaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐIÐ i Simnudagur 15. marz 1964 ♦ Réttarhöldunum í máli Jack Rubys, morðingja Lee Harvey Oswalds, sem talinn var banamaður Kennedys, forsetá Banda- ríkjanna, er nú lokið. Þeg- ar grein þessi fór í blaðið I gær var beðið eftir' úr- skurði kviðdómsins í mál- inu, — sækjandi ' og ver j- andi höfðu lokið lokaræð- um sínum og kviðdómend- ur dregið sig í hlé til að koma sér saman um hvort maðurinn væri sekur eða ekki sekur. + Réttarhöldin hófust mið- vikudaginn 4. marz sl. Hafði þá loks tekizt að fuilskipa kviðdóminn eftir fjórtán daga þrotlausa leit að hæfum mönn nm. Sl. föstudag, 13. marz, lauk vitnaleiðslum. Las þá dómarinn, Joe B. Brown ákæruna á hendur Ruby fyrir kviðdóminum. Lokaræðum sækjanda og verjanda var út- varpað og sjónvarpa átti frá réttarsalnum, er kviðdómur kæmi fram að nýju og felldi úrskCrð sinn. Hefur það ekki fyrr verið gert í Texas. Pá daga, sem yfirheyrzlur hafa staðið yfir, hefur ýmis- legt borið til tíðkida, m.a. gerðist það einn daginn, að sjö fangar, sem verið höfðu í fangaklefa á efri hæð dóms- hússins í Dallas, brutust það- an út. Börðu þeir niður fanga vörð og ruddu sér braut gegn um þvögu blaðamanna, ljós- Móðir Oswalds, eftir að hún hafði verið kölluð inn sem vitni, til þess að koma í veg fyrir að hún fylgdist með réttarhöld- unum í réttarsalnum. myndara og annarra, er safn- azt höfðu saman í göngum dómshússins og biðu frétta af réttarhöldunum. Einn fang- anna, Clarence Gregory, hafði í hendi sér litla, svarta, skammbyssu, sem reyndist hættuminni en menn héldu, því að hún var gerð úr Palmolive-sápu og lituð með skósvertu. Vopn þetta rak hann í bakið á konu nokkurn starfsstúlku dómshússins, og hótaði öllu illu, ef menn ekki vikju úr vegi fyrir honum. Konan varð ofsahrædd og bað fólk þess lengstra orða að víkja frá. í þessum átökum mátti litlu muna, að 19 ára barnshafandi stúlka væri troðin undir. Var það Karen Lynn Bannett, sem áður hafði starfað sem dansmær í nætur klúbb Jack Rubys og var stefnt' sem vitni í máli hans. Mál fanganna fór svo að tveir voru handteknir á staðnum, þrír nokkru síðar í námunda við dómshúsið en tveir sluppu. Allir höfðu mennirn- ir verið handteknir fyrir rán. Fréttamenn og ljósmyndarar blaða, útvarps og sjónvarps fylgdust með öllu, sem fram fór. Sáu sjónvarpseigendur í Bandaríkjunum því enn eitt dæmið um vanhæfni lögregl- unnar í Dallas, og þótti ekki bætandi á vantrú í hennar garð, eftir að Oswald var myrtur í höndum hennar, fyr ir augsýn alþjóðar. Hér á eftir verður rakið það helzta, sem fram hefur komið í réttarhöldunum í máli Rubys. • Sem fyrr segir h’ófust yfir- heyrslur 4. marz. Að morgm þess dágs gerði verjandi Rub- ys, Melvin Belli, síðustu til- raun sína til þess að fá rétt- arhöldunum aflýst á þeirri forsendu, að Ruby væri ekki heill á geðsmunum og því ekki heimilt að höfða mál gegn honum. Sú. tilraun hans bar engan árangur fremur en fyrri slíkar. í upphafi réttarins tók dóm arinn, Joe E. Brown, eið af kviðdómi og las síðan ákær- una yfir Jack Ruby, sem virt ist þá mjög taugaóstyrkur. Brown . spurði, hvort hann teldi sig sekan eða ekki sek- an og svaraði Ruby því lágn röddu „ekki sekur“ um leið og hann hneigði sig fyrir dóm aranum. Belli krafðist þess, að honum yrði leyft að endur taka svar sitt og breyta því svo, að það hljóðaði: „ekki sekur — vegna geðveilu“. Því neitaði dómarinn og sagði, að rétturinn hefði einungis á- huga á því, hvort sakborning ur teldi sig sekan eða ekki. Leidd voru 27 vitni í mál- inu og lauk sækjandinn, Henry Wade, saksóknari í Dallas, við yfirheyrslu þeirra á þrem dögum, en þá tók verj andinn við. Fáar upplýsingar komu fram um athafnir Rub- ys daginn, sem forsetinn var myrtur, en nokfcuð veiga- meiri upplýsingar fengust um ferðir hans næstu tvo daga. Saksóknari leitaðist við að fá fram vísbendingar um, að Ruby hefði myrt Oswald af ásettu ráði, en Melvin Belli byggir vörnina á því, áð morð ið hafi verið framið í floga- veikiskasti. Pað, sem kom einna mest á óvart, var vitnisburður lög- reglumanns, er kvaðst hafa séð Ruby fyrir utan fangels- ið, þar sem Oswald var, á tímabilinu 3,30—4 síðdegia (að staðartíma) þann. 22. nóv. Hefði hann verið þar ásamt öðrum, er biðu þess að sjá Oswald fluttan úr fangelsinu. En brottflutningi hans var frestað þar til daginn eftir og þá var það, sem Ruby stökk fram og skaut hann. Systir Rubys, frú Eva Grant, bar það hinsvegar, að hann hefði verið staddur hjá sér á þessum tíma, 3,30—4. Annar lögreglumaður, T. B. Leonard bar, að Ruby hefði verið meðal blaðamanna, er fengu að sjá Oswald þann 22. nóvember og hefði hann skrif að hjá sér eitt og annað og sagst, aðspurður, vera að að- stoða fréttamennina. Undir þennan framburð tók frétta- maðurinn John Rutledge frá „The Dallas Morning Post“. Hann lýsti Ruby, sem út- hverfri manngerð. Hann væri hávær og mikill í munninum og hefði ánægju af því að vera með nefið niðri í hverju máli. Hann hefði jafnan verið fljótur á vettvang, þar sem eitthvað var að gerast og kunnað vel við sig í námunda iögreglustöðvarinnar - í Dall- • as, enda margir lög'reglu- menn góðkunningjar hans. Rutledge kvaðst hafa séð Ruby við lögreglustöðina þrisvar sinnum, þann 22. nóv, eftir að Oswald var handtek- inn. Hefði hann m.a. gefið ýmsum fréttamönnum upp nöfn lögreglumanna, er gengu Kviðdómendurnir tóli sem dæma Jach Buby Myndin hér að ofan er af kviðdómi þeim, er fella skal úrskurð um það, hvort Ruby sé sekur eða ekki sekur. Fólk þetta var valið úr hópi 162 manna og tók tvær vikur að fullskipa dóminn. Talið frá vinstri eru: • Luther E. Dickerson, 27 ára. Kvæntur og tveggja barna faðir. Starfar sem vara forseti fyrirtækis er nefnist: „Fritz Chemical Co.“ • Mildred McColIum, 40 ára, gift vélstjóra og sex barna móðir. Vinnur við skrifstofu- störf. • Max E. Causey, 35 ára. Var fyrsti maðurinn, sem valinn var í kviðdóminn. Hann er fyrrverandi flugmaður úr flug her Bandaríkjanna, hefur meistaragráðu í kennslu og starfar nú sem sérfræðingur í rafeindafræði hjá fyrirtæk- inu „Ling-Temco-Vought, Inc“, er vinnur fyrir herinn. • Aileen B. Shields, 58 ára, fráskilin. Hefur unnið í 37 ár hjá fyrirtækinu „Southwest- ern Bell Telephone Co.“ • Robert J. Flechtner Jr., 29 ára, sölumaður. _ • Gwen L. Engiish, 45 ára, gift rafmagnsfræðingi. Starf- ar sem bókhaldari hjá olíu- félagi. • J. G. Holton, Jr., 31 árs, póstmaður. • Douglas J. Sowell, 34 ára, tæknifræðingur hjá „Braniff International Airways“. • James E. Cunningham, 34 ára, verkfræðingur, — vinn- ur við rafeindarannsóknir hjá „Texas Instruments, Inc“. • J. Waymon Rose, 41 árs,- sölumaður. • Louise Mallioe, 58 ára, ekkja, starfar sem gjaldkeri hjá olíufyrirtæki. • Allan W. McCoy, 40 ára, verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.