Morgunblaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 28
2Ö MORGU NSLAÐIÐ _»•••*«•! , — ' ' . i: •- ■, Sunnudagur 15. marz 1964 y//EUZABETrf ÍRP H ÆLUM 1 — Jú, sérðu hvað gerðist. Það er í rauninni ósköp einfalt. Hún og Ballard ætluðu að strjúka saman. Þau ákváðu því að látast hverfa. ' Þau fengu sér fölsuð vegahréf og farseðla til Suður- Ameríku. En þau vildu skilja eðlilega við allt saman, með því að láta dauðan Ballard verða eftir, svo að ekki yrði frekar að gert að leita þeirra. Þá þurftu þau á líki að halda. Kannski hef ur það verið þessi maður, sem þú sást við húsið í gser. Ballard hafði sett honum mót við húsið, og þá haft vit á að velja daginn, þegar Gargiulohjónin fóru til Napólí. En svo varð að koma þér burt líka, svo að Marguerite bauð þér heim til sín, og hringdi meira að segja aftur um morg- uninn, sem morðið var framið, til þess að tryggja sér komu þína. En svo tók hún sjálf bil- inn, skildi hann eftir efst við götuna niður að víkinni og fór svo sjálf og var alian daginn við klettana þar niðurfrá, þar sem margir gátu séð hana. Hún vildi hafa alveg vafalausa fjar- verusönnun þann tíma, sem morðið var framið. En auk þess held ég, að önnur ástæða hafi verið til þess, að hún gat bein- línis ekki verið heima hjá sér. Ég held, að það hafi verið henn ar bíll, sem Ballard átti að nota til að sleppa burt. Hann varð að vera nálægt húsinu hans, til taks I þegar hann væri búinn að myrða manninn, færa hann í föt- in sín, og aka honum upp í gilið þar sem hann kom honum fyrir. Ballard gat ekki verið í sínum eigin bíl, af því að hann varð að skilja hann eftir í skúrnum, eins og venjulega. Þú skilur, að þetta átti að líta þannig út sem hann hefði bara komið heim og svo farið í þessa uppáhalds- skemmtigöngu sína á fjallveg- inum og svo hefði aðvífandi bíll ekið yfir hann. Þessvegna var áríðandi, að hans eigin bíll væri kyrr í skúrnum. \ En vitanlega gat Marguerite látið stela frá sér bílnum sínum, án þess að það væri sett í nokkurt samband við hann. Ég er hér um bil viss um, að þetta var ástæðan til þesS, að hún var ekki heima, þegar þú komst til hennar — og líka til þess, að hún vildi fyrir hvern mun fá mig út að synda með sér. Ég átti að koma með henni. upp úr víkinni og vera vitni að því, að bílnum hafði verið stol- ið. En eins og kom á daginn, varð ég einmitt vitni að því, að hann var kyrr á sínum stað — og mér fannst líka einmitt þá, að viðbrögð hennar væru eitt- hvað ednkennileg. Venjulega hefur fólk ekkert á móti því að finna bílinn sinn þar sem hann var skilinn eftir! En það sém hún vissi ekki, var það, að ein- mitt þegar Ballard var í þann veginn að fara úr húsinu, greip einhver annar inn í rás viðburð anna og myrti hann! Og hún veit það ekki enn. Hún heldur að hann sé strokinn og hafi yfir- gefið hana. — Veslings Marguerite, sagði Ruth, og það í fullri alvöru og án alis háðs, því að henni fannst, að væri þetta allt satt, hlyti hún að vera undir ósegjanlegu fargi eymdarinnar nú. — Ég býst við, að hann hafi ætlað að senda henni boð, einhversstaðar frá, ■og segja henni, hvar hún gæti hitt hann, en það hafi hann ekki gert og meira viti hún ekki. Ruth sat stundarkorn orðlaus og horfði fram hjá Stephen, út um gluggann, upp í vínekrurn- ar. — Nei, sagði hún loksins- — Það er bæði eitt og annað þessu til fyrirstöðu. — Hvað ætti það að vera? — Jú, það er enginn glæpur þó að tvær manneskjur vilji strjúka saman jafnvel þótt öinn- ur þeirra sé öðrum gift. Engiii getur bannað þeim það, ef þau vilja það á annað borð. Þær hafa enga ástæðu til að látast hverfa og látast vera dauðar og jafn- vel fremja morð til þess að styðja sögu sína. Þau þurfa ekki annað en taka saman föggur sínar og fara. En svo er annað atriði, sem sé kostnaðurinn. Að því er ég' frekast veit, átti hvorki Marguerite né Lester neina pen inga geymda annarsstaðar en hér í landinu og nú á dögum er ekki hægt að komast með mikið fé út úr Ítalíu. Á hverju ætluðu þau þá að lifa, þegar til Suður- Ameríku kæmi? Ég trúi því varla, að þau hafi verið fær um að lifa á ástinni ög munnvatni sínu. — Við vitum ekki nóg um það enn, sagði, Stephen. — En seinna finnum við skýringar á öllu þessu, sem er okkur óljóst nú. — En hvernig getum við rann sakað þetta frekar? Við fórum svo vitleysislega að í gær, að við getum beinlínis ekki neitt farið með þetta sem við höfum kom- izt að. — Ég er ekki viss um, að það hafi verið svo mikil vitleysa. En þó er bara eitt, sem þú verður að segja mér, Ruth. — Og þú verður líka að segja mér nokkuð. — Hvað er það? — Varst þú í húsinu seinni partinn í gær, rétt áður en þú, komst inn í stofuna og fannst Lester dauðan og mig inni hjá honum? — Nei. Hefur einhver sagt, að ég hafi verið það? — Ha, ha. Var ég ekki sniðugur að hrópa: „Allir skipti um lest?“ — Nei. — Hvað fær þig þá til að halda, að ég hafi verið þar? Hann horfði fast á hana og Ruth geðjaðist ekki allskostar að augnaráðinu. — Ég veit, að það lætur kjánalega í eyrum, sagði hún, — en það var út af þessum eldspýtnastokki. Ég fann hann á borðinu úti í garðinuim, þegar ég kom heim frá Ranzi. Og þú rarst alltaf að gleyma eldspýt- unum þínum. — Var það allt og sumt? Hún jánkaði því. Hann hló, en það var samt ekki eins og honum væri skemmt. — Manstu ekki, að ég sat góða stund úti í garðinum í gærmorgun, meðan þú varst að hafa fataskipti? — Jú, ég man það vel. En svo varstu með eldspýtur þegar við vorum við hádegisverðinn. Það varst þú, sem kveiktir í hjá okk ur. — Það er sjálfsagt rétt, ef þú segir það. Þú virðist muna betur smámuni en ég geri. BYLTINGIN í RIÍSSLANDI 1917 ALAN MOOBEHEAD Treystu ekki ráðherrunum. Þeir eru að blekkja þig viðvíkj ■ andi hinu raunverulega ástandi. Þjóðip treystir þér. Hún hefur ákveðið að safnast saman við Vetrarhöllina á morgun kl. 2 e.h. og tjá þér þarfir sínar . . . . Óttaztu ekkert. Komdu fram fyrir þjóðina og veittu okkar aukmjúku bænum móttöku. Ég, fulltrúi verkamannanna, og fé- lagar mínir, ábyrgjumst þér fullt öryggi fyrir persónu þína. Gapon. Þetta var ekki nein ein bæn af mörgum frá mújikunum. Gapon hafði geysilegt fylgi í Purliov-verksmiðjunum í Petro- grad, og raunverulegt vald til að stýra fjölda-kröfugöngu á strætum úti. Hvort hann gæti haft hemil á henni var annað mál, og Innanríkisráðuneytið var í vanda statt. Maðurinn, sem það hafði ýtt undir, var vaxinn því yfir höfuð, var kominn allt of langt til vinstri, og að kvöldi 21. janúar leit helzt svo út, að von gæti verið á alvarlegu upp- þoti í borginni. Þegar fyrir skömmu höfðu alvarlegir við- burðir gerzt í sambandi við -þrettánda-hátíðahöldin; hinum wenjulegu fallbyssuskotum hafði verið skotið frá Péturs- og Páls- kastalanum, en að minnsta kosti eitt skotið var með kúlu í, sem hafði lent skammt frá Vetrarhöll inni. Þetta getur vel hafa verið vanræksla af hálfu skyttnanna, en það gat þó enginn vitað fyrir víst, og nú var ákveðið að bægja þessari kröfugöngu frá, með því að fangelsa Gapon. En hann fannst hvergi og þá var ekki annað að gera en safna eins mörgum lögreglumönnum og hægt var til borgarinnar, og bíða svo átekta og sjá, hvað morgundagurinn bæri í skauti sér. Meðan á þessu stóð var Niku- lás farinn frá Petrograd. Hafi hann fengið bréf Gapons, svar- aði hann því að minnsta kosti ekki, og hvað sem öllu öðru leið, datt honum aldrei í hug að fara að taka á móti múgnum í kröfugöngu til hallarinnar. Hann fór, ásamt fjölskyldu sinni, til Tsarskoe Selo, fimmtán míl- um fyrir utan borgina. Og hann kom aldrei eftir þetta til dvalar í Petrograd. Á tilteknum tíma, 22. janúar söfuðust saman um 200.000 manns, karlar, konur og börn, á snjóugum strætunum, berandi helgimyndir og myndir af keis- aranum, undir forustu séra Gapons, og þokuðust í áttina til Vetrarhallarinnar. Hópurinn söng „Guð verndi keisarann“ á göngunni. Gapon bar í hendi sér bænarskrá fólksins um átta stunda vinnudag, lágmarkslaun eina rúblu á dag, enga yfir- vinnu og um löggjafarþing og þessa bænarskrá vonaði hann að geta afhent í eigin hönd keisar- ans, meðan múgurinn biði í snjónum úti fyrir höllinni. Þegar Pétur mikli reisti Petro- grad, tók hann fullt tillit til varna staðarins. Miklar breið- götur liggja líkast rimlum í hjóli út frá flotamálaráðuneyt- inu og Vetrarhöllinni á bökkum Nevu, og af því leiðir, að báðar þessar byggingar hafa beina skotlínu eftir aðal-umferðagöt- um borgarinnar. Svona stræta- skipun er líka hentug til þess, KALLI KUREKI iK- Teiknari; FRED HARMAN / Litli-Bjór er í herbergi sínu, að | þvo sér fyrir kvöldverðinn og hann heyrir Stubb heimta gullið af í Frænku. | — Hver er þessi maður eigin- I lega? Og hvemig veit hann, að við ^ höfum fundið gull á búgarðinum? — Svona, frú, þér fáið tíu sek- úndur til þess að ná 1 þetta gull og afhenda mér það. Mér er að verða órótt — og sá gamli gæti farið að sýna sig. — Gamli, ójá, svo hann hefu- þá ekki getað þagað yfir þessu. Litli-Bjór læðist að dyragættinni og hugsar ráð sitt. — Ég skýt hann með örinni minni og þá er hann veggfastur! — En ef ég missi marks, skýtur hann Frænku — það er víst bezt að ég læðist út um gluggann og sæki hjálp. að hersýningar og skrúðgöngur geti notið sín sem bezt, og þessi hópur, syngjandi og berandi myndir, hlýtur að hafa verið áberandi, er hann kom úr fimm áttum og lenti á torginu mikla fyrir framan Vetrarh-öllina. Einnig getur hópurinn hafa virzt ógnandi. Að minnsta kosti virðist gin- hver hræðsla hafa gripið herfor- ingjana og lögregluna, sem \eis arinn hafði boðið út til að taka móti hópnum, og þeir kölluðu til múgsins að nema staðar og dreifa sér. En það var enginn hægðarleikur að dreifa svona stórum hópi; verkamennirnir voru í upplyftingu og héldu, að þeir þyrftu ekki annað en hitta keisarann, þá mundi málstaður þeirra mæta skiiningi. Þegár þeir svo hélu áfram, hófu dát- arnir í hallarverðinum skothríð. Þeir skutu á aðeins tíu til tuttugu skrefa færi inn í mann- grúann sem tróðst áfram, æp- andi, og þarna varð hræðilegt blóðbað; meira en 500 féllu og nokkur þúsund særðust. Síðar mundu þeir, sem eftir lifðu, bezt blóðið í snjónum og upp frá þess um degi hefði það verið heimska af Nikulási að ganga með þá til- finningagrillu, að hann væri raunverulega elskaður af vesæl ustu þegnum sínum — til þess mundu þeir of vel Blóðuga Sunnudaginn og líkin, sem lágu á strætum Petrograd. Auðvitað varð Nikulás mjög sleginn af þessum atburðum, og tilraunir voru gerðar til að bæta fyrir þá — hann lagði í sjóð, sem stofnaður var til að hjálpa fjöl- skyldum hinna föllnu, og síðar tók hann á móti sendinefnd ú,t- valdra verkamanna — en ekkért af þessu hafði neinu veruleg áhrif. Eftir Blóðsunnudaginn fóru verkföll, upþot, ókyrrð og bein hermdarverk sívaxandi. Hinn 17. febrúar var Serge Alexandrovich, stórhertogi og borgarstjóri Moskvu, myrtur úti fyrir Kreml, og áður en árið var á enda, höfðu meira en 1500 stjórnarembættismenn verið myrtir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.