Morgunblaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 2
2 MORCU N BLAÐIÐ i Sunnudagur 15. marz 1964 BlaSinu hefur borizt þessi mynd.við skipshlið, en skipið fékk 30 sem tekin er um borð í vélskip-tonn í veiðiförinni. Geysimikill inu Ögra frá Hafnarfirði þar sem afli var hjá þorskanótarbátum skipstjóri er Þórður Hermanns-í gær og fyrrinótt. son. Þarna eru 11 tonn í nótinni Runnar allaufgaðir Lífeyrissjóður verkstjóra 1 / stofnaður MBL .hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning: Frá því Verkstjúrasamband ís- lands var stofnað hinn 10 apríl 1'938, hefur það verið viðurkennd ur samningsaðili Verkstjóra við flest atvinnurekendasamtök landsins, og hefur fyrir störf þess tekizt að ná fram ýmsum áhugamálum stéttarinnar svo sem í sambandi við kjaramál og fræðslumál. Er þess skemmst að minnast að veturinn 1962-1963 tók til starfa Verkstj óraskóli sam- kvæmt lögum frá Alþingi, en skóla fyrir verkstjóra höfðu sam tökin rekið í mörg ár áður en log þessi öðluðust gildi. Fleiri áhugamál stéttarinnar (hafa náð fram að ganga. Og nú um síðustu áramót tók «1 starfa „LÍFEYRISSJÓÐUR VERKSTJÓRA“, en baráttan fyr- ip lífeyrissjóði fyrir verkstjóra (hefur staðið í fjöldamörg ár og telja samtökin að með samning- um um sjóðinn, hafi verið stigið stórt spor fram á við í kjarabar- áttunni. Stjórn sjóðsins er þannig síkip- uð: Jón G. Halldórsson við- skiptafræðingur, sem jafnframt er formaður sjóðsstjóar, Hjálmar Finnsson framkv.stj., Adolf Pet- ersen verkstj., Vilhjálmur Ing- varsson framkv^tj. og Gunnar Sigurjónsson verkstj. Fyrst um sinn mun Gunnar Zoega löggiltur endursikoðandi annast innheiimtu fyrir sjóðinn og önnur dagleg störf. Trygginga fræðingur sjóðsins er Guðjón Akureyri 14. marz. VEÐURBLÍÐUNNAR i vetur verða mönnum hér um slóðir sí- fellt meira undrunarefni. Varla hefir fest snjóföl síðan um ára- mót og akvegir í nágrenninu eru eins og á sumardegi. Snjó er aðeins að S'já í háfjöllum, skíða- mönnum til angurs og litbreyting ar eru greinilegar á mörgum tún um fyrir löngu. Brum eru tekin að þrútna á trjám og sumir runnar svo sem geitatoppur (loncera) er víða nær allaufgaðir. Snemmblómgað ar laukjurtir standa í blóma og víKa í görðum hafa fjölærar jurtir verið að þjóta upp úr mold inni. Margir lóðablettir eru al- grænir. í gær komst hitinn upp í 13 stig og sjaldgæft nú síðustu vik- urnar að næturfrost hafi komið Ýmist er logn og heiðríikja, eða sunnan gola og skýjað. Aldrað- ir menn eru samdóma um að þeir muni ekki slikar blíður jafnlang an tíma um þetta leyti árs. Þykka gráa reykjarmekki frá sinueldum bænda við Eyjafjörð ber daglega við himin og í myrkr inu á kvöldin glórir í rauða log- ana. Fagna því margir að unnt skuli vera að brenna sinuna af engjum og bithögum áður en mófuglar taka að verpa. Sv.P. Afmælisfagnaður HVATAR Hansen. Ennisvegur hefir reynzf vel ÓLAFSVÍK, 14. marz. — Ennis- vegur hefir nú verið opinn tii umferðar í tæpa tvo mánuði. í tilefni þess sneri fréttamaður blaðsins sér til Hjörleifs Sig- urðssonar verkstjóra og innti hann eftir hvað hann vildi segja um reynzlu á þessu tímabili, sér staklega í sambandi við hrun úr Enninu ofan á veginn. Hjörleifur sagði að hrun úr Enninu hefði verið mmna en menn hefðu búizt við, sérstak- lega hefði mátt búast við hruni í leysingum, en svo hefir ekki orðið raunin á og þrátt fyrir mikla umferð í vetur, eftir að vegurinn var opnaður hefir ekki »vo vitað sé neitt tjón orðið á mönnum eða ökutækjum. Athugasemd vegnu sjón- vorpsyfir- lýsingur AÐ gefnu tilefni skal það skýrt tekið fram, að með undirskrift minni undir yfirlýsingu um sjón- varpsmálið, sem 60 alþingiskjós- endur sendu forseta Sameinaðs þings þ. 13. marz sl., lýsti ég persónulegri skoðun minni í þessu máli, en ekki sjónarmiðum Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík. f yfirlýsingunni er þess sér- staklega getið, að ég sé formað- ur Heimdallar. Þetta var gert án minnar vitundar og að mér for- spurðum, enda hefði ég ekki veitt samþykki til þess, þar sem það gæti valdið misskilningi um af- stöðu Heimdallar FUS í málinu. Styrmir Gunnarsson. Þess má geta að þeir steinar sem á veginn koma eru fljótt fjarlægðir, og sér vegagerðin um það að sjálfsögðu. Þá má að lokum geta þess að í síðustu viku lönduðu bátar úr Rifi hér í Ólafsvík afla sinum og keyrðu hann út á Hellissand til vinnslu. Var þetta vegna þess að Sand- dæluskipið Sandey var að dæla sandi úr höfninni í Rifi og tafði það umferð um höfnina. Útgerð armenn tóku það ráð að láta báta sína landa aflanum hér. Þetta hefði ekki verið hægt ef hinn nýi vegur hefði ekki verið kominn. Það er ekki neitt vafamál að þrátt fyrir stórstígar framfarir í samgöngumálum okkar hér á nesinu hin síðari ár þá er hinn nýi vegur sú mesta bót í þessum málum. — H.K. AFMÆLISFAGNAÐUR Sjálf- stæðiskvennafélagsins HVATAR verður í Sjálfstæðishúsinu mánu daginn 16. marz og hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 7.15. Minnst verður Daviðs Stefáns- sonar með því að frú Guðrún Aradóttir les upp ljóð eftir hann. Ómar Ragnarsson skeromtir o.fl. skemmtiatriði verða. Allar upplýsingar fást hjá Gróu Pétursdóttur, Öldugötu 24 (simi 14374), Maríu Maack, Þing- holtsstræti 25, og Kristínu Magn- úsdóttur, Hellusundi 7 (15768). Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu niðri á laugar- dag og sunnudag kil. 3-6 e.h. Arshátiðir Hvatar hafa alltaf verið ánægjulegur og vel sóttar og vonast stjórnin til að konur fjölmenni einnig að þessu sinni og tak með sér gesti. [7* N/MS hniif j / SV 50 h/niiar > 01; 7 SUrir Z Þrumur ///// KuUnM H Hmt /v/’tre'., H.itthif L Lmqt Mikið háþrýstisvæði yfir Norðurlöndum og fremur kalt í veðri, 8 st .frost í Osló eða 15 st. kaldara en í Rvík. Allmikil lægð vestur af ír- landi þokast norðvestur eftir og veldur SA-hvassviðri á haf inu sunnan Islands. Hér á landi var víðast 5-7 st. hiti í gærmorgun, hlýjast 9 st. á Galtárvit. Um að hitta á réttu stundina ÞAÐ ER ekki auðvelt að hitta alltaf á réttu stundina til þess að auðsýna öðrum blíðu sína eða gefa tilfinn- ingunum lausan tauminn. Atlot, sem okkur voru kær- komin, ef þau spegluðu þrá okkar sjálfra, eru okkur til ama og angurs, ef þau eiga sér stað á illa völdum tíma. Ástfangin kona horfir ekki í augu mannsins, sem kyssir hana, hún er í sæluvímu og hefur meira að segja kannske lokað augunum. En kona, sem kann að hafa hemil á tilfinningum sínum, gefur öllu nánar gætur. Hún tekur eftir því, ef tillit mannsins er flóttalegt, ef hann roðnar við, ef hann ber fyrir sig flýti og ferst það klaufalega. Svipað má segja um manninn. Blíðuhót kon- unnar, sem hann elskar þykja honum töfrandi, en ef hann elskar ekki konuna lengur eða hefur aldrei gert það, koma þau honum illilega á óvart. Tvær falskar fiðlur geta aldrei framleitt annað en skerandi mishljóm, ef leikið er á þær í einu. Hvað er þá til ráða? Ákjósanlegast væri auðvitað að hjón ættu sér svo fágaðar og næmar tilfinningar, þekktu svo gjörla hvort annað, að þeim væri leikur einn að ráða í hug hins, hvenær sem væri. Þá myndu þau alltaf vita af eðlishvöt, ef svo má segja, að oft þarf meira til en virðist í fljótu bragði og að þegjandi sam- komulag er hvergi nærri nóg til þess að firra hitt von- brigðum. Ef hjón eru ástfangin hvort af öðru, er þessi hugsunarsemi alltaf fyrir hendi. Lífið verður þeim eins og ljúfur tvísöngur, þar sem raddirnar tvær bera hvor aðra uppi og skilja ekki nema stutta stund í einu til raddbrigða og sameinast á ný fyrr en varir. Þeir sem elskast sannri ást fara aldrei út af laginu. Geti elskend- ur haldið þessu dásmlega samræmi allt sitt líf er hjóna- bandshamingja þeirra þar með tryggð. En til þess að svo megi verða þarf mikla kunnáttu- semi. Enda þótt til hjónabands hafi verið stofnað af mikilli og gagnkvæmri ást, getur margt breytzt milli hjóna á löngum tíma. Annað heldur kannske æsku sinni lengur en hitt. Áður fyrr var það alla jafna konan, sem fyrr lét á sjá. Nú á dögum gefa konur meiri gaum að ytra útliti sínu, vaxtarlagi, hörundi og hári, og það má sjá marga ömmuna, sem vel er þess umkomin að vekja mönnum ástarþrá. Enda þótt mennirnir séu oftast nær unglegir enn og haldi sér vel líkamlega, eru þeir oft þreyttir á ys og erli sem er samfara lífinu nú á dögum. Eiginmaðurinn kemur oft dauðþreyttur heim af skrif- stofunni og væntir sér hvíldar innan veggja heimilisins. Honum bregður í brún, ef þar bíður hans ástrík eigin- kona og ástríðufull. Auðvitað ætti hann að fagna slíkri heimkomu, en þreytan ræður honum kalt og hann seg- ir önuglega við konu sína: „Æ, láttu mig í friði“. Þetta er að sjálfsögðu megnasta ókurteisi og klaufa- skapur á hæsta stigi, en vesalings maðurinn á bágt og þarfnast skilnings. Vaninn gerir hvorttveggja í senn, að skapa hjónabandinu sérstaka töfra og stofna því í hættu. Töfrarnir eru í því fólgnir, að samband hjóna og samlíf verður æ nánara eftir því sem á líður og hræsni og fordild kemst þar ekki í milli, og vaninn sættir líka hvort um sig við persónuleika hins. Hættan liggur aftur á móti í því, að það er einmitt ein fullnæging ástarinnar, að vinna ástir maka síns. Hið ókunna og dularfulla heldur sálinni fanginni, en van- inn setur ástaratlotum undarlega fastar skorður, sem ég kann ekki gjörla að skilgreina. Allt er þá komið undir eðli þeirra sem í hlut eiga. Hinir uppburðarlitlu og ó- framfærnu finna í vananum þá höfn, sem verndar þá fyrir illviðrunum er þeir óttast, en hinir ævintýragjörnu og djarfhuga sakna öðrum þræði stormanna og stór- viðrisins frá því fyrr. Hamingjusöm eru þau hjón, sem lærzt hefur þegar á fyrstu hjónabandsárum sínum að elska hvort annað af lífi og sál. Sundurþykki kemur þeim ekki úr jafn- vægi, því þau hafa lært að gera ráð fyrir slíku. Það er hluti af lífi þeirra. Þau kunna að taka tillit hvort til annars, kunna að meðhöndla sjálfsálit og stolt. Vinátta og virðing renna stoðum undir ást þeirra. Séu hjón i greind og samrýmd gerir ekkert til þó annað þeirra fari út af laginu einhvern tímann, hitt fylgir þá brosandi á | eftir og þau ná saman von bráðar. Þau hafa náð tökum á vananum og þau eiga indæla daga. Aðalíundur Blaðamanna- félaj^s íslands BLAÐAMANNAFÉLAG íslands heldur aðalfund sunnudaginn 22. marz í Klúbbmun. Venj'Uleg aðal i lundarstörf. Hafnarfjörður SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉ- LAGIÐ Vorboðinn heldur fund í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld kl. 8,30. Ræðumaður er Matthias Á. Mathiesen, alþingismaður, og siðan eru frjálsar umræður. Einnig verður stutt erindt um garðyrkju. — Kafti verður fram- reitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.