Morgunblaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 13
rl ;
•' Suníiua.n.c'ur 15. •maTÍ 1964
mkóbwmm
13
J>ar um eða komu út til að
evara spurningum írétta-
{ manna.
] Meðal vitna fyrsta daginn
, voru menn, er starfa við aug-
I lýsingadeild „The Dallas
, Morning Post“. Þeir H6ra, að
■ Ruby hefði verið þar stadd-
1 ur með auglýsingar fyrir næt-
( unklúbb sinn, er fregnin um
1 r/iorð forsetans barzt þangað.
1 Hefði hann setið sem steini
lostinn, er hann heyrði tíð-
' indin og starað stjarfur út í
| loftið.
1 Annar fréttamaður blaðs-
I tns, Wesley Wise bar, að Ruby
{ hefði fengið tár í augu, er hon
, um var á ritstjómarskrifstofu
j biaðsins sagt frá gjöfunum,
' eem ætlaðar voru forsetahjón
( unum, en þar á meðal voru
{ leikföng handa börnum
, þeirra. Bar Wise, að sér hefði
' elltaf þótt Ruby heldur ör-
1 £«ðja maður.
I Lögreglumaðurinn, R. M.
i Sjms bar, að Ruby hefði
reynt að komast inn i lög-
regiustöðina með brauð og
kaffi eftir að Oswald var
handtekinn, en honum hefði
verið meinaður aðgangur.
f1 Meðal þeirra, sem vitni
báru á fimmtudaginn, 5. marz,
voru leynilögreglumennirnir
tveir, L. C. Graves og J. R.
Leavelle, sem hlekkjaðir
voru við handleggi Oswalds,
er Ruby skaut hann. Graves
fcvaðst ekki hafa séð Ruby
fyrr en hann stóð rétt hjá
þeirn með skammbyssuna
mundaða, því að Ijós sjón-
varpsvélanna hefðu blindað
hann. Leavelle kvaðst hins-
vegar hafa orðið þess var, er
inaður vatt sér út úr hópi
fréttamanna og ljósmyndara,
J. er með fylgdust. „Ég sá að
i hann hafði skammbyssu í
hægri hendi," sagði Lea-
velle, „og sá að hann
1 lyfti hendinni til að skjóta.
Ég reyndi að grípa í vinstri
cxl mannsins“, bætti hann
. við erj sagði, að hann hefði
. ekki verið nógu skjótur til —
Ruby hefði náð að hleypa af.
Karen Lynn BanneU
efúr aðsvifið.
Hann kvaðst hafa fylgzt vel
; með hönd Rubys og skamm-
< byssunni meðan Graves sneri
; hana af honum. Hefði hann
, eéð, að hönd Rubys var
i epennt og hann viðbúinn að
; hleypa af aftur. Þá hefði Ruby
j aagt: „Ég vona, að tíkarsonur-
f inn drepist".
| Annar leynilögreglUmaður,
f Den R. Archer, kvaðst einn-
Ig hafa heyrt, að Ruby sagði
þetta, er Oswald lá á gólfinu
og engdist af kvölum. Arclrer
i fcvaðst hafa sagt við Ruby, «r
f hann hafði verið XjandaaaaaS-
ttr: „ég held þú hafir drepið
Fanginn Clarence Gregory heldur sápuskammbyssunni að skelfdri konunnL
hann“ — og Ruby svarað:
„ég ætlaði að skjóta þrisvar".
Archer sagði aðspurður, að
«ér hefði virzt Ruby róiegur,
alXt að óeðlilega rólegur, þeg
ar þess var gætt, að hann
hafði þá orðið manni að bana.
Thomas Mcmillon lögreglu
maður bar, að hann hefði
heyrt Ruby segja „tíkarson-
urinn, þú drapst forsetann",
um Xeið og hann stökk fram
úr þrönginni og hleypti af.
Síðar hefði hann sagt: „Ég
vona að tíkarsonurinn drep-
ist, ég vona að hann drepist,
— þið vitið hver ég er, ekld
svo — ég er Jack Ruby“.
Mcmillon sagði, að síðar, er
Ruby var færður á brott, hafi
einn lögreglumannanna sagt:
„Þetta tekur út yfir alXt, —
af hverju gerðirðu þetta?" og
Ruby svarað „einhver varð
að gera það og þið lögreglu-
mennirnir gátuð ekki gert
það. Ég ætlaði að skjóta þrisv
ar, en þið voruð of fljótir til,
ég náði ekki að hleypa af
nema einu sinni“.
Framburður fyrrnefnds
Graves var samhXjóða fram-
Xmrði Leavelles, sem áður var
getíð. Hann kvaðst hafá fund
ið að fingur Rubys var kreppt
ur um gikkinn og hann eins
og viðbúinn að hleypa aftur
af, — en þeir náðu af hohum
byssunni áður en það yrðL
Telur saksóknarí þetta vís-
tændingu um, að Ruby hafi
ætlað sér að drepa Oswald og
viljað skjóta aftur til þess að
vera viss um að hafa árang
ur sem erfiði.
Síðasta vitnið er saksóknari
kallaði fyrir, var Patrick T.
Dean, lögreglumaður, sem
hafði talað við Ruby rétt eft
ir að hann skaut Oswald.
Hann kvað Ruby hafa sagt,
að hann hefði ákveðið að
drepa Oswald tveim dögum
fyrr. Hann hefði reyndar ver
ið viss »m, að Oswald hlyti
dauðarefsingu, að loknum
réttarhöldum, því að hann
hefðí ekki aðeins drepið for-
setann, heldur einnig Tippitt
lögregluþjón. En hann hefði
efeki séð neitt vit í því, að
fram færu réttarhöld, er taka
myndu langan tíma, neyða
frú Kennedy til að koma aft
ur til Dallas og ýfa upp sár
hennar. Hann kvaðst hafa ver
ið í óskaplegu uppnámi eftir
morð forsetans, — og einnig
systir hans, er hefði verið ný-
komin af sjúkrahúsi ©g væri
einnig mjög tilfinninganæm.
Er hér var komið fram-
burði Deans rauk verjandinn
Belii, á fætur og krafðist þeut
að ummæli hans væru ómerk-t,
en honum var skipað að
halda áfram. Þá hafði Dean
eftir Ruby, að hann hefði
fyrst hugsað um að drepa Os-
wald, er hann sá glottið á and
liti hans eftir handtöku hans
að kvöldi þess 22. nóv. Hefði
hann líka viljað láta heiminn
vita, að Gyðingar hefðu hug-
rekki. Út af þessum síðustu
orðum varð nokkur þys í rétt-
arsafnum.
Næstu daga reyndi verjand
inn með vitnaleiðslum, að
leiða að því sönnur, að Ruby
hefði ekki verið með sjálf-
um sér, er hann skaut Oswald.
Nefndu vitnin hvert af öðru
dæmi um vanetillingu Jack
Rubys undir ýmsum kringum
stæðum.
Meðal vitnanna voru nokkr
ar dansmeyjar, er starfað
höfðu við næturklúbb Rubys.
Ein þeirra var Patricia Ann
Kohns, er um hríð hefur dval
jzt á hressingarhæli, þar sem
reynt er að venja hana af eit
urlyfjum. Hún kvaðst hafa
talið Ruby sálsjúkan löngu
áður en hann skaut Oswald.
Eitt sinn hefði hún t.d. orðið
vitni að því, að Ruby lamdi
leigubilstjóra einn í höfuðið,
en hætti því skyndilega,
starði á manninn og hrópaði:
„Gerði ég þetta, gerði ég
þetta!"
Annað vitni, er verjandinn
kallaði, var boxari að nafni
Barney Ross. Hann og Ruby
höfðu verið góðkunningjar á
æskuárunum. Ross sagði
skapsmuni Rubys alltaf hafa
veríð stjórnlausa. í deilum
um íþróttir hefði hann jafn-
an öskrað á þá, sem voru á
öðru máli en hann og hann
hefði sleppt sér af minnsta
tilefni.
Veigamestu vitni verjand-
ans voru sálfræðingar, m.a.
einn frá Yale-háskóla, er
rannsakað hafði Ruby í des-
ember sl. Hann bar, að Ruby
hefði galla í heiia, er vahfið
gæti tímabundnum ofsaköst-
um. Sl. þriðjudag kom fyrir
réttinn taugasérfræðingur frá
háskólanum í Texas, Martin
L. Towler, og lýsti svoköHuð
um elektro-eneephalografisk-
um mælingum, er gerðar
hefðu verið á Ruby og sýndu,
að hann væri haldinn sér-
staferi tegund flogoveiki.
mjög sjaldgæfri. Bar hann fyr
ir sig víðkunnan heilasérfræð
ing Dr. Frederick Gibbs og
var allmikið deilt um þetta
atriði í réttinum. Dr. Gibbs
hafði ekki í fyrstu viljað bera
vitni í málinu, en sl. föstu-
dag varð úr, að hann kom fyr
ir réttinn. Verjandinn kynnti
hann sem upphafsmann hinn
ar elektro encephalografisku
tækni í Bandaríkjunum og
sagði, að hann hefði ásamt
öðrum sérfræðingum gert
fyrstu tilraunir með heilalínu-
rit í Bandarikjunum við Har-
vardháskólann, árið 1932.
Tækni þessi byggist á því að
mæla rafbylgjur heilans og
geta mælingarnar gefið mikils
verðar upplýsingar um heila-
etarfsemi viðkomandi manns.
Dr. Gibbs staðfesti það, sem
Towler hafði sagt, að mæling
ar á Ruby sýndu, að hann
væri haldinn vissri, mjög
sjeldgæfri tegund flogaveiki.
Væru sjúkdómseinkenni ekki
eins og venjulegra flogaveiki
sjúklinga og aðeins um hálft
prósent allra slikra sjúklinga
sýndu sömu einkenni og
Ruby. Dr. Gibbs kvaðst ekk-
ert geta um það dæmt, að
hve miklu leyti Ruby hefði
verið fær um að greina rétt
frá röngu, þá stund, er hann
skaut Oswald.
Þess má að lokum geta, að
móðir Oswalds, frú Margue-
rite Oswald, ætlaði að fara
til dómshússins og fylgjast
með réttarhöldunum eftir að
hún kom frá New York. Þar
var hún, sem kunnugt er, yf-
irheyrð af Warren-nefndinni.
Dómarinn Joe Brown fór þess
á leit við frúna, að hún héldi
sig frá réttarsalnum, en er
hún neitaði var það ráð tek
ið að kalla hana sem vitni.
Sór hún eiðinn sl. þriðjudag.
Hún var hinsvegar aldrei köll
uð í vitnastúkuna og ráðstöf-
un þessi gerð eingöngu vegna
þess, að vitni fá ekki aðgang
að réttarsalnum fyrr en þau
eru kölluð í vitnastúkuna ©g
auk þess er þeim fyrirlagt að
ræða ekki um réttarhöldin
■aeðan á þeim stendur.
Ingi Ingimundarson
Klapparstíg IV hæð
Sími 24753
hæstaréttarlogrr.aður .
Trúlofunarhringcu
afgreiddir samdægurs
HALLDÓR
Skólavörðustíg 2.
BILA
LÖKK
Grunnur
Fyllir
Sparsl
Þynnir
Bón
EINKAUMBOÐ
Asgeir ólafsson, heildv.
Vonarstræti 12. - Sími 11073
Þaiuúg befur þú
nldrei h*Ht á ntig.
(auglýsing).