Morgunblaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 15. marz 1964 75 ára 7 dag: Eyjólfur Jónasson bóndi Sólheimum SÓL.HEIMAR eru innsti bær í Laxórdal. Segja má, að býlið 'hjúfri sig upp að heiðarvangá, sem ýmist getur verið svalur eða heitur. Þar er kostaríkt land og kjarngóð beit til allra átta. Sil- ungsveiði í vötnum. Sólskins- blettur í heiði. Þarna hefur Eyjólfur Jónasson búið frá 1919. Hann getur í dag horft um öxl yfir þrjó aldarfjórðunga, er hann hefur lagt að baki. Svifléttur á fæti, síungur í anda, glaður og reifur, gerir hann mörgum skömm til, sem yngri eru að árum. Eftir góða og minnisstæða kynningu nokkurra ára get ég ekki látið hjá líða að senda hon- um stutta afmæliskveðju. í Dalamannabók segir, að Eyjólfur sé kunnur hesta- og tamningamaður. Ekki mun það ofmælt. Ég ætla, - að hann hafi gert margan góðan hest úr göld- um fola, því að hann hefur lagt sig fram um að kynnast hestun- um og lært að skilja þá og veit, að hver og einn þeirra hefur sína eigin skapgerð og sérkenni. Þá ber að umgangast eins og hverja aðra lifandi einstaklinga með kostum sínum og göllum, En slík alúð og umhyggja fæst líka oft endurgoldin í ríkum mæli, því að „sá drekkur hvern gleðinnar dropa í grunn, sem dansar á fákspori yfi'r grund“. — En Eyjólfur er kunnur að fleiru en hestamennsku. Hann getur t. d. sett saman vísu, og hafa ýmsar stökur eftir hann orðið fleygar. Sá, sem lengi~hefur búið við fjölfarinn heiðaryeg, hefur oft þurft að greiða götu ferðamanna, leiðbeina þeim og fylgja langan spöl eða skamman. Það hefur húsbóndinn i Sólheimum aldrei talið eftir sér. Það er því engin furða, þótt eitt af hans aðal- áhugamálum nú, sé að fá nýjan Fjölskyldan og hjúskaparmálefni á Akureyri AKUREYRI, 12. marz. Fulltrúa- ráð verkalýðsfélaganna á Akur- eyri hefur ákveðið að gangast fyrir flutningi erindaflokks með skýringarkvikmyndum um fjöl- skyldu og hjúskaparmálefni í samráði við Félagsmálastofnun- ina í Reykjavík. Erindin eru fimm og verða flutt í Alþýðuhúsinu dagana 19- 22. marz. Kvikmyndir verða sýndar á eftir hverju erindi. Áheyrendum er heimilt að bera fram fyrirspurnir um einstöik atriði umræðuefnanna. En fyrir- lesarinn, Hannes Jónsson, félags- fræðingur mun svara. I erinda- flokki þessum mun hann styðj- ast við bók sína: Fjölskyldan og hjónabandið, sem þátttakendur í námskeiðinu geta fengið keypta með þriðjungs afslætti. Aðgangskort, sem gilda að öll- tim erindunum og kvikmynda- sýningunum kosta 150 kr. og verða seld á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Jóhanns Valdemars- sonar, Bóka og blaðasölunni, Brekkugötu 5, Skrifstofu verka- lýðsfélaganna, Strandgötu 7 og Skrifstofu Iðju, Byggðavegi 154. og góðan veg -yfir Laxárdals- heiði. Vonandi fær hann þessa ósk uppfyllta innan skamms tíma. Því myndu allir fagna. Eyjólfur í Sóliheimum er fædd- ur 15. marz 1889. Foreldrar hans voru Jónas Guðbrandsson í Sól- heimum og kona hans Ingigerður Sigtryggsdóttir. Hann er tví- kvæntur. Fyrri kona: Sigríður ólafsdóttir, d. 1925. Börn þeirra: Ólafur Ingvi, bóndi í Sólheimum, Ingigerður, húsfreyja á Kjörs- eyri, Guðnin, húsfreyja í Gufu- nesi, Una, húsfreyja að Stóru- Hvalsá. — Seinni kona: Ingi- ríður Guðmundsdóttir. Börn þeirra: Steinn og Sigríður Vil- borg. Á landinu öllu munu vera til eigi færri en 20 býli, sem bera hið gullna heiti: Sólheimar. En við, sem til þekkjum, vitum, að við eigum ekki nema einn Eyjólf í Sólheimum. Það getur enginn komið í staðinn fyrir hann. Með gleði sinni og græzkulausum hlátri getur hann jafnvel látið „gamla símastaura syngja“, eins Morðhótanisr í U.S.A. Washington, 12. marz. — j NTB — AP: — j • Talsmaður bandaríska nt ! anríkisráðuneytisins upplýsti í dag, að de Gaulle, Frakk- landsforseta hefði hvað eftir annað verið hótað lifláti, er hann dvaldist í Washington í nóvember sl. vegna útfarar Kennedys forseta Bandaríkj anna. og Tómas segir, og blómin anga kringum sig. — Á hinn bóginn hygg ég, að hann búi einnig yfir óvenju djúpri alvöru og íhygli hins greinda og reynda manns. Ég flyt Eyjólfi beztu árnaðar- óskir og vona, að hann megi sjá og eignast sem flesta „sólskins- bletti í heiði“ á komandi árum. F. Þ. Talsmaðurinn, Richard Ker ney, kom fyrir þingnefnd full trúadeildar Bandarikjaþings, sem fjallar um frumvarp, er kveður á um auknar öryggis ráðstafanir við heimsókn er- lendra þjóðhöfðingja og stjórnarleiðtoga til Banda- ríkjanna. Kerney upplýsti einnig, að Betancourt, for- seta Venezuela, og Juan Bos- ch, forseta Dominikanska lýð- veldisins hefði einnig verið hótað lífláti, er þeir heim- sóttu Bandaríkin fyrr á ár- inu. Mælti Kerney afdráttar- laust með umræddu frum- varpi. Blöðin voru vart komin út í gærmorgun, þegar fimm sjón- varpsnotendur komu hingað og afhentu formlega eftirfarandi orðsendingu: „Velvakandi góður Heldur þú að ekki hafi hlaktk að í sumum á föstudagskvöldið, er í ljós kom að 60 menningar- vitar hafa skrifað Alþingi bréf um það að þegar í stað verði bundið fyrir augu þúsunda al- þingiskjósenda sem í dag njóta hins ágæta sjónvarps frá Kefla- víkurflugvelli. Ef Atþingi tefcur bréf þetta hátíðlega, gæti það látið fram fara á því könnun hve margir þessara manna hafi sjónvarp á heimili sínu og teljið losnað hafi eittJhvað um þjóðmenning- arræturnar í sjálfum sér, vegna sjónvarpsins. Ef þessir menn eru svona hræddir við hið ameríska sjón- varp, hvað munu þeir þá leggja til þegar heimurinn allur, a.m.k hinn frjálsi sem við viljum til- heyra, getur notið sjónvarps frá gervihnöttum, — sjónvarpsend- urvarpsstöðvum úti í geimnum? Við þessa 60 menn munu þús- undir kjósenda sem njóta sjón- varps segja: Svarið við hinu bandaríska sjónvarpi er ekki að binda fyrir augu fólks, heldur að flýta islenzkri sjónvarps- stöð. Þið ættuð að beita ykkur í krafti embættisheita og menn- ingastarfs fyrir því. Við sem sjónvarps njótum í dag óttumst ekki um þjóðerni vort eða tungu, — eða barna okkar. 5 Sjónvarpsnotendur." MÉR hefur borizt bréf frá út- gefanda „Frúarinnar". Hann ér ekki allt of ánægður með það hvernig ég skildi við málið í fyrri viku: í tilefni af ummælum, sem birtust í „Velvakanda" höfð eftir Elku nokkurri Jónsdóttur, og eins og ummælum „Velvak anda“ sjálfs, vilja útgefendur taka fram eftirfarandi: Undan- farin ár hefur það þótt brenna við í íslenzkri tímarita- og blaða útgáfu, að efnisval hefur þótt vera miðað við heldur lélegan bókmenntasmekk, enda hefur verið margt ritað og rætt um þessi mál. Þegar ákveðið var að hefja útgáfu á íslenzku kvennablaði, . var á það treyst að íslenzkar konur myndu kunna vel stefnu breytingu í þessum málum. — Sumir spáðu illa fyrir þessu og töldu lagt væri út í vonlaust verk. Reynslan sýndi að rétt var að farið. ísienzkar konur tóku þessari tilraun mjög vel og gerðust nálægt fimm þúsund konur áskrifendur á mjög stutt um tíma. Erlendis eru kvenna- blöð mjög útbreidd, enda til þeirra vandað. Mikill fjöldi kaupenda „Frú- arinnar“ hafa látið í ljós ánægju sína með blaðið. Stofn- kostnaður og útbreiðsla blaðsins varð hins vegar mikill og verð blaðsins var upphaflega ákveð- ið of lágt. Afleiðing þessa varð að sjálfsögðu fjárþröng hjá út- gefendum og meira rekstrarfé ekki fáanlegt. Pappírsskortur og flutningar á prentsmiðju gevðu einnig sitt til að útgáfan stöðvaðist. Útgef endur ákváðu að halda útgáf- Unni samt sem áður áfram þar, sem útbreiðsla blaðsins var orð in það mikil, að rekstrargrund- völlur var fyrir hendi. Var nú ákveðið að gefa út stórt og mynd arlegt jólablað. Var öllum und irbúningi lokið er verkfallið skall á í des. s.l. Til þess að létta fjárhagsörðugleika blaðs- ins, var leitað til nokkurra kvenna um fyrirframgreiðslu á áskriftargjöldum, sem voru á þann veg, að greiða skyldi tveggja ára gjald fyrir þriggja ára áskrift. Bæði var það, að fáum var skrifað og tíminn ó- hentugur, að aðeins um tíu kon ur gerðust áskrifendur á þenn- an hátt. Tekið var greinilega fram í bréfi þvi, sem þessum konum var skrifað, að þær gætu fengið endurgreiðslu ef þær óskuðu, hvenær sem væri. Rógsherferð sú, sem fyrrnefnd frú virðist hafa komið af stað og „Velvakandi“ hefur tekið þátt í, sennilega í mesta granda leysi, virðist hafa þann tilgang einan að gera útgáfustarfsemi „Frúarinnar", sem tortryggileg- asta, sennilega í þeim tilgangi, að koma í veg fyrir áframhald- andi útgáfu blaðsins. Allar lík- ur eru fyrir þvi að óskhyggja þessi nái ekki fram að ganga. Vill útgef. biðja „Velvakanda“ að koma þeim skilaboðum til kaupenda og áskrifenda blaðs- ins að hafa biðlund enn um stund í fullvissu þess að „Frú- in“ mun koma út áfram og áskrifendur munu ekki verða látnir verða fyrir neinu tjóni. Nokkrar af þeim konum, sem gerðust áskrifendur á fyrr- greindan hátt hafa nú hringt, eftir að óhróðurskrifin birt- ust og tjáð sig um að eina áhugamál sitt í sambandi við „Frúna" væri það, að blaðið héldi áfram að koma út. Velvak andi segir, að útgefendur hafi fallið frá málshöfðun, og má lesa milli línanna að til þess muni þeir ekki hafa treyst sér. Það er rétt, að orð voru látin falla um það, ef Mbl. gerði af- sökun sína á viðunandi hátt. En með hana varð ég ekki með öllu ánægður. Upphafsm. þess- ara skrifa á hins vegar að sæta ábyrgð. Er hér aðeins eitt dæmi um hve óvandvirknisleg íslehzk blaðamennska er oft og tíðum, er blaðamenn hlaupa með æru- meiðandi ummæli í blöð sín, án þess að kynna sér áður hvort nokkur fótur er fyrir þeim. Útgefendur blaðsins vilja að lokum, um leið og þeir biðja „Velvakanda" að vera jafnan velvakandi um það er sannara reynist, að skila beztu kveðjum til áskrifenda og velunnara „Frúarinnar" í von um að blaðið eigi f framtíðinni eftir að veita þeim margar ánægju- og fróðleiksstundir. Páll Finnbogason. — ★ — Eftir að hafa kynnt mér efni „Frúarinnar" verður ekki ann- að sagt en það sé sómasamlegt kvennablað — og víst er um það, að ekki hefur verið gefið út állt of mikið af slíku efni hér á undanförnum árum. Eft- ir upphringingarnar, sem Vel- vakandi fékk frá áskrifendum, varð honum líka ljóst, að þær söknuðu ritsins. Ástæðan til þess að Velvak- andi birti ekki strax ummæli útgefanda voru einfaldlega sú, að símanúmer blaðsins svaraði ekki — og fannst mér það styrkja ummæli þeirra, sem hringt höfðu til blaðsins — að ekki væri 'hægt að ná sambandi við útgáfuna. Nú hefur útgefandinn birzt hér og sent okkur síðan línu, Er okkur ljúft og skylt að hafa það, sem sannara reynist — og vonum, að sannleikur málsins sé nú ljós. Jafnframt vonum við, að fyrrgreind skrif hafi ekki skaðað útgáfuna, en verði e.t.v. til þess að vekja athygli á kvennablaðinu og fýlla útgef- endur þess nýjum kraftL ÞURRIIlðDIIR ERli ENDINGARBEZIAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.