Morgunblaðið - 01.04.1964, Síða 2

Morgunblaðið - 01.04.1964, Síða 2
 2 MORCUNBLAÐIÐ Mikið tjón m.a. brunnu pen- ingar og verðmæt skjöl Egilsstöðum, 31. marz. tJM kl. 6.30 á páskadagsmorgun varð þess vart að eldur var laus í flugskýlinu við Egilsstaðaflug- völl. Var slökkvilið Egilsstaða- kauptúns þegar kvatt til og kom það að skálanum rétt fyrir kl. 7. Var skálinn þá gerfallinn, en log aði í rústunum. Nýja flugstöðvarbyggingin er suðaustan við skálann aðeins 10—12 m. frá horni hans. Voru nokkrar rúður sprungnar í norð- urhlið þeirrar byggingar. Lítið timburskýli er við norðurdyr flugstöðvarinnar og var það snarpheitt er að var komið. Bogaskemma er norðvestur af skálanum þar sem geymdur er allskyn flutningur. Slapp skemman alveg, enda mátti heita að logn væri, en þó lítils- háttar suðvestan goia og gat ekki vindstaða verið hagstæðari eftir aðstæðum. Fljótt var slökkt í rústunum, enda allt brunnið, sem brunmð gat. Fólksvagn stóð vestan við skýlið og hefir sloppið naum- lega, en á tröppum, sem notaðar eru við að ferma og afferma flugvélar, brann eitt dekk, sömu leiðis dekk undir vagni, sem stóð vestan við skýlið og ná- lægt. Var eldurinn að læsa sig bæði í vagninn og tröppurnar er að var komið. Húsið var yfirgefið síðast kl. 6 laugardagskvöld. Rafmagnshit- un var í húsinu, en engin eld- unartæki. Garðar Stefánson var á vakt í flugturninum til kl. 11 á laugardagskvöld. Tjón varð tilfinnanlegt. Þarna brann allt bókhald F. í. skrif- stofuáhöld, vigt og ýmiskonar tæki, ennfremur talsvert af öli, sælgæti og tóbaki. Guðmundur Benediktsson afgreiðslumaður varð fyrir allmiklu tjóni, missti m. a. myndavél og ritvél. Lítill eldtraustur skjalaskápur var í byggingunni, en ekki var búið að opna hann og því óvíst hvort innihald hans er heilt. Þarna brann talsvert af pen- ingum, sem voru í venjulegum peningakassa. Öll afgreiðsla farþega fór fram í þessu skýli, en nú verður hluti af neðri hæð flugstöðvar- byggingarinnar tekinn fyrir far- þegaafgreiðslu, en þar var íbúð fram að s.l. jólum. Fyrirhugað var að bæta því húsnæði við af- greiðsluna, en telja má að óhjá- kvæmilegt verði að bæta við af- greiðsluhúnæðið með nýbygg- ingu. — J. P. Stykkisihólmi, 31. marz RÉTT fyrir hádegi á Skírdag rákust tvær bifreiðar á í Kerl- ingarskarði. Var önnur að koma sunnan úr Reykjavík en hin frá Stykkisihólmi. 1 samfloti með Reykjavíkurbifreiðinni var önn- ur bifreið og voru í hvorri 6 menn, sem ætluðu sér að eyða páskahelginni á Snæfellsnesi, taka myndir og skoða sig um. ■ : Kuslir flugafgreidslunnar á Egilsstöð umu Siffurður Ágústsson skerst á hölði í bílslysi í bifreiðinni sem kom frá Stykikis hólmi ók Sigurður Ágústsson, al þingismaður, en hann var á leið inni út í Breiðuvíkurhrepp, þar sem þingmenn kjördaemisins ætl uðu að ræða við íbúa hreppsins. Á brú, sem er skammt fyrir ofan Seljafell á Kerlingarskarði mættust bílarnir með þeim af- leiðingum að þeir skemmdust mikið. Annan þeirra var farið strax með til Reykjavíkur á vöru bíl. Á fjallinu var þoka og skyggni þannig að bifreiðastjór- arnir sáu ekki hver annars bíl fyrr en rétt áður en árekstur- inn varð. Við áreksturinn skarst alþingismaðurinn mjög á höfði þannig að það varð að sauma í enni hans um 20 spor, og eins varð að sauma höku og smá- hruflur annars staðar. Hann hlaut engin beinbrot. Bifreið Sigurðar var Landrov er-bifreið, en hin bifreiðin var Willys-bifreið. Bifreiðastjórann í þeirri bifreið sakaði ekki, fékk aðeins smáhruflur, en einn far- þeginn, Rafn Hafnfjörð, féikk heilahristing og skrámur og rank aði hánn ekki við sér fyrr ea í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. — Bifreiðin sem á eftir var flutti Sigurð og hann beint í sjúkra- 'húsið. Rafn var flu-.ur til Reykja vikur á páskadag með flugvél Björns Pálssonar og Sigurður Ágústsson kom úr sjúikraHúsinu í dag heim til sín, og er líðaa hans góð. — Fréttáritari. Miðvikudagur 1. apríl 'Í964 Yfirmaöur Atlants- hafsflota NATO htr SMITH aðmíráll, yfirmaður flota Atlantshafsbandalagsins á Norð- ur-Atlantshafi, kom til Keflavík urflugvallar í gærmorgun. Þar tóku á móti honurn Buie, yfir^ maður Varnarliðsins, James K. Penfield, sendiherra Bandaríkj- anna og Hörður Helgason, for- maður Varnarmálanefndar. I gær heimsóti Smith aðmíráll m.a. forseta íslands, forsætisráð- herra og utanríkisráðherra. Þá hafði Penfield sendiherra síðdeg isboð inni i sendiherrabústaðnum en í gærkvöld sat aðmírállinn síðan kvöldverðarboð utanríkis- ráðherra í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 1 dag mun aðmírállinn flytja erindi að Hótel Sögu í hádegis- verði, sem Varðiberg býður tiL Síðar um daginn mun aðmíráll- inn ræða við fréttamenn, en um kvöldið efnir hann til veizlu að Hótel Borg. Nýjar reglur um af- greibsluiíma í dag Hverfaskipting til framkvæmda á mánudag — Kvöldsala nú um söluop Í DAG, 1. apríl, koma til framkvæmda hinar nýju reglur um aílgreiðslutíma verzlana í Reykjavík, en þær gera ráð fyrir að borginni verði skipt í hverfi og verði ein verzlun í hverju hverfi opin til kl. 9 á kvöldin frá mánudegi til fimmtudags. Olium verzlununum er og heim- i ilt að hafa opið til kl 10 e.h. á föstudagskvöldum án sérstaks leyfis. Kvöldsalan, sem verið hefur til þessa, færist nú í það form, að þær verzlanir, sem leyfi hafa til slíks, geta selt tak- markaðan vörutegundafjölda um söluop til kl. 23.30 á kvöld- in. Slík lúguverzlun getur farið fram allan daginn og fram til 23.30, en „sjoppur", af þeirri tegund sem til þessa hafa tíðkazt | leslgjast niður frá og með deg- inum í dag. Tillögur Kaupmannasamtak- anna um skiptingu bæjarins í hverfi komu fyrir borgarráð í gær, og verða þær væintanlega afgreiddar fyrir vikulokin. Ráð- gert er að skiptingin komi til framkvæmda frá og með næst- komandi mánudegi. Leggja Kaup mannasamtökin til að bænum verði skipt í 9 hverfi. Þá er það nýmæli upp tekið, að verzlanir, sem selja innpakk- aðan mat, svo sem smurbrauðs- stofur, geta fengið leyfi til þess Framhald á bls. 31. á Egilsstóoum. Hin nýja flugstöð Flugafgreiðslan á Egils- stöðum brann til ösku Smith aðmíráll og kona hans í Reykjavík í gær (Ljósm.: Sv.ÞJ Ketill og Halldór til Tulsa / vikunni — réttarhöld yfir Scaggs hefjast 6. april ÞEIR félagar, Ketill Oddsson og Halldór Gestsson, sem urðu á sínum tíma fyrir skotárás, er þeir voru við flugvirkja- nám í Tulsa, Oklahoma, í Bandaríkjunum, eru nú senn á förum vestur aftur. Mbl. fregnaði í gær, að 6. apríl myndu hefjast málaferli yfir J. D. Scaggs, manninum, sem skaut á þá félaga. Blaðið ræddi í gær stuttlega við annan þeirra félaga, Hall- dór, og skýrði hann svo frá, að þeir myndu halda vestur um haf nú um miðja vikuna. Það mun venja, þegar vitni (utanhéraðs) eru kvödd fyrir rétt vestra, að yfirvöld standi einhvern straum af ferðaokstn aði þeirra. Er Mbl. spurði Halldór að því, hvort yfirvöld í Tulsa hefðu á einhvern hátt greitt för þeirra, sagði hann, að svo hefði ekki verið, enn sem kom ið er, a.m.k. Hefðu hann og Ketill sjálfir orðið að standa straum af þeim kostnaði, sem leggja yrði í, í sambandi við förina . Þeir félagar gera ráð fyrir að verða um 10 daga vestra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.