Morgunblaðið - 01.04.1964, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 01.04.1964, Qupperneq 6
MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. apríl 1964 Fundur alþjóðafélags g röðu rfélagsf ræði nga Frásögn Steindórs Steindórssonar menntaskólakennara FUNDIJR alþjóðafélags gróður- félagsfræðinga var haldinn í Stolzenau í Vestur-Þýzkalandi dagana 23.—26. marz sl. Þessi samtök gangast árlega fyrir al- þjóðlegri ráðstefnu um gróður- félagsfræði. Að þessu sinni sóttu hana 60—70 vísindamenn frá öll- um löndum, allt frá Japan í austri til fslands í norðri. Af hálfu íslendinga sat fundinn Steindór Steindórsson, yfirkenn- ari menntaskólans á Akureyri. Steindór Steindórsson kom heim laugardaginn fyrir páska og hitti Mbl. hann þá stuttlega að máli og spurði hann tíðinda af fundinum. •— Á þessari ráðstefnu var að- allega rætt um gróðurfélags- fræði og vandamál hennar, segir Steindór Steindórsson. — Hvað er það sem kallað er gróðurfélagsfræði — Gróðurfélagsfræði er það, hvernig tilteknar tegundir skipa sér saman eftir lífsskilyrðum og staðháttum. Heildarkerfi er síð- an skapað um þetta. A fundinum var rætt um að halda þessu kerfi innan vissra marka, þannig að það rynni ekki alltof mikið út í smáeiningar. Þar að auki eru svo tekin fyrir tiltekin gróður- félög. Þau þrjú sem mest var rætt um eru vatnagróður, strand gróður og mýragróður. Á fund- inum voru flutt 30 erindi og miklar umræður urðu um þau. Niðurstöður urðu litlar aðrar en þær, að sett var fram kerfi um strandgróðurinn, sem síðan verð- ur tekinn til nánari athugunar. Samþykkt var að vinna að því að gefið verði út heildaryfirlit um, gróðurfélagsfræði Evrópu. Á þessum fundi komu fram ýmsir skemmtilegir hlutir, til dæmis að sömu gróðurfélög eru í strandgróðri Evrópu og austur í Japan. Á meðan ráðstefnan stóð voru fluttir fyrirlestrar á kvöldin al- menns eðlis með skuggamynda- sýningum. Eitt hið eftirtektar- verðasta, sem ég heyrði á þess- um fundi, var erindi prófessors Tyxens, sem er framkvæmda- stjóri samtakanna. Það var um samskipti mannsins og náttúr- unnar. Sýndi hann þar m.a. áhrif ofbeitar á gróður og hvernig mannvirki og verksmiðjur eitra ár og drykkjarvatn, og að hinu leytinu hvernig byggð og mann- virki verða byggð upp í fullu samræmi við náttúru og lands- lag. Samkvæmt ósk flutti ég erindi um ísland á þessum fundi al- menns eðlis. Voru sýndar skugga myndir með því. Féll það i mjög góðan jarðveg, þar sem flestir vissu lítið um landið áður. Mik- ið var spurt um ferðamöguleika hingað til lands. — Að hvaða verkum vinnur þú aðallega að um þessar mund- ir? — í fyrsta lagi að bók um gróður á íslandi, sem kemur út eftir mig hjá Almenna bókafé- laginu ,í vor. Ennfremur mun ég í sumar verða til aðstoðar við gróðurkortagerð á vegum land- búnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans. Á komandi sumri mun ég einnig vinna við rann- sóknir á skógargróðri með Skóg- rækt ríiksins, eins og undanfar- in ár, segir Steindór Steindórs- son að lokum. Úr hinum nýju vinnusolum Fiskmiðstöð'varinnar i Örfirisey. Nýhygging Fiskmiðstöðvar- innar i Orfirisey SIÐASTLJÐINN laugardag boð- I uðu fisksalar í borginni, þeir er standa að hlutafélaginu Fiskmið- stöðin, blaðamenn og fleiri gesti I á sinn fund. Var gestum fyrst sýnt hið nýja hús, sem hlutafé- lagið hefir látið reisa í Örfirisey, en síðan var boðið til veitinga í og iraiuá.væu.^ustjori hisunuostuuvarmnar: Frá vinstri: porsteútn Þorsteinsson, Þorkell Nikulásson, Sæmundur Ólafsson, forstjóri, Jón Guðmundsson, formaður og Hálfdán Viborg. Á myndina vantar Grétar Ingvarsson. fundarsalnum í Slysavarnarfé- lagshúsinu á Grandagarði. Þar var skýrt frá starfsemi félagsins og lýst byggingunni. Sæmundur Ólafsson fram- kvæmdastjóri Fiakmiðstöðvar- innar tjáði fréttamanni Mbl. að starfsemin myndi hefjast af fullum krafti í hinu nýja húsi nú um miðjan apríl. Byggingarframkvæmdir hóf- ust 1961, en húsið er 1400 ferm. að grunnfleti. Það á að vera á tveimur hæðum, en getur orðið hærra síðar. Fyrstu hæðinni er nú að mestu lokið. Þar er fisk- móttaka og flokkunarsalur og af greiðsla, salur fyrir saltfiskverk- un, síðan farsgerð og reykklefi, ennfremur eru skrifstofur, snyrti herbergi og böð, en óinnréttaðir eru frystiklefar og kæliklefar svo og ísgerð og beitugeymsia. Þegar efri hæð hússins verður byggð er áætlað að þar verði skrifstofur og þurrfiskgeymslur Framhald á bls. 30 Tibreyting að byrja að vinna ÞÁ ERUM við aftur búin að sökkva okikur niður í brauð- stritið. Annars geta frídagar orðið hversdagslegir engu síður en ihinir og eftir 5 frídaga hef- ur maður það á tilfinningunni, að það væri skemmtileg til- breyting að byrja að vinna aftur. Það eru heldur ekki allir, sem hafa í raun og veru efni á svona löngu fríi og þjóðar- búið sennilega sízt af öllu. Menn hafa oft verið að burð- ast við að reikna út hve marg- ar vinnustundir allir aukafrí- dagarnir kostuðu þjóðarheild- ina — en þar við hefur setið. Ég er síður en svo á móti því að fólk fái að draga andann léttar við og við — og sjálfur kann ég vel að meta það. Hins vegar mætti sennilega fækka frídögum að skaðlausu. Fundu skafl Margir fóru úr bænum til þess að njóta veðurblíðunnar. Þeir, sem fóru suður í höf, sól- uðu sig í sama hitastigi og Norðlendingar, þegar öllu var á botninn hvolft — og þeir, sem fóru norður til þess að renna sér á skíðum, eyddu öllum tím- anum í, að leita að snjó. Mér er sagt að fundizt hafi einn snjóskafl í nágrenni skíða- hótelsins á Akureyri og hafi skíðafólk skipzt á að renna sér eftir honum — einn og einn í einu. Byrjaði strax Á ísafirði var ástandið víst heldur skárra og þar mun engin skömmtun hafa verið tekin upp á snjó. Mikill fjöldi fólks kom á skíðavikuna og var fjör eins og nærri má geta. Fóru menn bæði flugleiðis og sjóleiðis. Nokkrir þeirra, sem fóru sjóleiðina, byrjuðu að skemmta sér strax og látið var úr höfn í Reykjavík — og frétti ég, að þegar Heklan kom til ísafjarðar hafi einn farþeginn verið bundinn niðri í lest eftir að hafa brotið 6 eða 8 stóla í borðsal af eintómri kæti. En það mun víst ekki vera eins- dæmi, að lifandi og dauðir hlutir verði fyrir barðinu á þeim, sem eru að skemmta sér nú á dögum. Ég er stundum að velta því fyrir mér hvort þeim, sem brjóta stóla og fólk við slíík tækifæri, leiðist svona að skemmta sér. Ekkert einsdæmi Ég hef fengið fyrirspurn um það hvers vegna afsláttur Flugfélags Íslands yfir páskana hafi aðeins gilt frá Reykjavík. Ég hitti bæði Norðlendinga og Vestfirðinga, sem brugu sér suður yfir páskana, héldu að þeir fengu umræddan „páska- afslátt“ og fannst það mjög undarlegt, að hann skyldi að- eins veittur frá Reykjavík. Þetta mun samt ekkert eins- dæmi, þvert á móti er slíkur munur á fargjöldum milli staða mjög algengur hjá öllum flug- félögum. Þau lækika oft far- gjöld til ákveðinna staða til að örva flutningana á ákveðnum tima. Ný útgáfa Og hér kemur loks eitt bréf frá manni, sem enn er ekki búinn að sætta sig við nafn Háskólabíós: „Menn semja bækur og velja þeim nöfn af kostgæfni, menn semja lög og kvæði ,sem fá ákveðin heiti eftir smekk höf- undanna. Og útgerðarmönnum stendur heldur ekki á sama hvaða nafn fleytan þeirra ber, hvort heldur hún er stór eða lítil. Mörgum finnst nafnið talsvert þýðingarmikið. Svo tók Háskóli íslands að byggja eitt mikið og fagurt hús, og almenningur hlakkaði til að heyra nafnið, sem því yrði valið. Það hlyti að verða kjarn- gott, rammíslenzkt nafn, af þvi byggingin var svo sérstæð: Fyrsta tónlistarhöll íslendinga, glæsileg og einstök í sinni röð. — En háskólamennirnir fundu ekkert nafn á þessa einu bygg- ingu stofnunarinnar sem tengir hana almenningi. Og hún hlut flatneskjulegt, útlent safnorð að heiti: „Bíó“. — Það urðu margir fyrir vonbrigðum, mjög margir. J. H.." ÞURRHLÖBUR ERL ENUINGARBEZi AR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.