Morgunblaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 16
16
MiðviTcudagur 1. apríl 19«4
MORCUNBLAÐIÐ
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Útbreiðslust j óri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
VINNUFRIÐUR
OG JAFNVÆGI
Oinar miklu kaupkröfur á
sl. ári voru að miklu
leyti á því byggðar, að kjara-
dómur hefði ákveðið opinber-
um starfsmönnum svo há
laun, að réttmætt væri að
aðrar stéttir fengju hækkan-
ir til að rétta sinn hlut. Allir
höfðu þó verið sammála um
það, áður en kjaradómur
kvað upp úrskurð sinn, að
opinberir starfsmenn yrðu að
fá verulegar kjarabætur mið-
að við aðra, þar sem þeir
hefðu dregizt aftur úr.
Nú hefur kjaradómur á ný
kveðið upp úrskurð sinn
vegna kröfu kjararáðs banda-
lags starfsmanna ríkis og
bæja um 15% kauphækkun
og hrundið henni. Verða laun
opinberra starfsamnna því ó-
breytt og rökstyður kjara-
dómur þá niðurstöðu m. a.
með því að af áframhaldandi
verðbólguþróun mundi skap-
ast stórfellt vandamál að því
er varðar afkomu þjóðarbús-
ins í heild og þar af leiðandi
kjör launþega, enda hafi fast-
launafólk sérstaka ástæðu til
að óttast áhrif áframhaldandi
kaupphlaups á afkomu sína
og aðstöðu.
Launakröfur nú verða ekki
byggðar á því að opinberir
starfsmenn hafi fengið hækk-
anir og aðrir þurfi að bæta
kjör sín til jafns við þá. Þess
er einnig að gæta að laun-
þegasamtökin höfnuðu í des-
emberverkföllunum tilraun-
pm ríkisstjórnarinnar til að
stuðla að því að hinir lægst
launuðu fengju nokkru meiri
kjarabætur en aðrir, enda
lýstu samtökin því yfir, að
þau teldu ekki að raska bæri
, launahlutfalli stétta þeirra,
sem eru innan Alþýðusam-
bands íslands.
Þegar þetta er haft í huga,
liggur það ljóst fyrir, að ekki
væri unnt að hefja kjarabar-
áttu með. þeim rökstuðningi,
að einstaka stéttir hefðu dreg
izt aftur úr. Launþegasam-
tökin sjálf hafa lýst því yfir,
að launahlutfallið sé á þann
veg, sem þau telji réttmætast.
Og aðrir launamenn en opin-
berir starfsmenn hafa rétt
hlut sinn gagnvart þeim.
Þannig hefur nú skapazt sá
grundvöllur, að vinnufriður
ætti að verða tryggður um
alllanga framtíð. Þeir menn
eru að vísu til, sem vilja koma
á verkföllum verkfallanna
vegna, en ef þeir reyna að
hefja niðurrifsiðju, er sjálf-
sagt að hindra hana, enda
leikur enginn vafi á því, að
launþegar almennt vilja
vinnufrið, atvinnuöryggi og
raunhæfar kjarabætur, sem
yfirleitt fást aldrei með verk-
föllum.
Síðustu verðhækkanirnar,
sem leiddi af kauphækkun-
unum í desember, eru nú að
koma fram og í kjölfar vinnu
friðarins, sem framundan er,
næst það jafnvægi í efnahags
málum, sem tryggir mestar
framfarir og stöðugt batnandi
lífskjör. Þess vegna fagna
menn þeim grundvelli, sem
fenginn er til að treysta við-
reisnina að nýju.
Sjálfsagt munu einhverjir
opinberir starfsmenn hafa
orðið fyrir vonbrigðum og
búizt við að þeir fengju kaup
hækkanir umfram aðra.
Reynslan er þó sú, að þegar
laun einnar stéttar hækka,
fylgja hinar í kjölfarið. Þess
vegna er hætt við, að launa-
hækkanir til opinberra starfs
manna nú hefðu að litlu eða
engu orðið.
Og hvað sem öðru líður, þá
ber að víta það framferði
Kjararáðs bandalags starfs-
manna ríkis og bæja, að
drótta því að óháðum dóm-
urum, að þeir hafi „gengið
í berhögg við lögverndaðan
rétt opinberra starfsmanna“,
eins og komizt* er að orði í
tilkynningu frá bandalaginu.
BIFREiÐAEIGNIN
CJkýrsla vegamálaskrifstof-
^ unnar um bifreiðaeign
landsmanna 1. janúar 1964 er
um marga hluti athyglisverð.
íslendingar eiga nú 29,540 bif-
reiðir. Af þeim eru tæplega
23 þúsund fólksbifreiðir, sem
skiptast í hvorki meira né
minna en 113 tegunÖir. Af
vörubifreiðunum eru 107 teg-
undir. Mjög hæpið er að þessi
mikli fjöldi bifreiðategunda
borgi sig. Endurnýjun og við-
gerðir á þessum mikilvægu
samgöngutækjum Væru vafa-
laust auðveldari ef tegund-
ir þeirra væru færri. Það er
mála sannast, að bifreiðavið-
gerðir hér á landi eru engan
veginn eins vel ræktar og
æskilegt væri. Hér eru aðeins
til örfá viðgerðarverkstæði,
sem fullkomin geti talizt og
sambærileg við slík verk-
stæði í nálægari löndum. Hér
þarf mikið umbótaverk að
vinna. Það er ekki nóg að
tryggja þjóðinni mikinn bif-
reiðakost. Það verður að
halda honum við með skap-
legum hætti. Bifreiðir eru dýr
tæki, sem kosta árlega mikinn
erlendan gjaldeyri í endur-
nýjun og viðhaldi. Þess vegna
er nauðsynlegt að í landinu
UgYÆm
Brigitte Bardot og Bob Zaguri í fiskiþorpinu Buzios í Brasilíu.
Kvikmynd með Brigitte
frumsýnd í París
meðan hún matreiðir rækjur í Brasilíu
FYRIR SKÖMMU var frum
sýnd í París ný kvikmynd og
að sögn fréttaritara New
York Ximes hefur hún það
eitt sér til ágætis að í aðal-
hlutverkum eru leikarar, sem
fjöldi manna fer að sjá án
þess að hugsa nokkuð um efni
myndanna. Þessir leikarar eru
ir.:ðal þeirra allra vinsælustu
í kvikmyndaheiminum um
þessar mundir, Brigitte Bar-
dot og Anthony Peidcins. Kvik
myndin nýja nefnist „Une
Ravissante Idiote“ eða í laus-
legri þýðingu „Hrífandi kjá.n-
inn.“ Myndin er frönsk, en
fréttaritari New York Times
kveður hana slæma eftirlík-
ingu af breaku „Carry-on“
myndunum svonefndu, en
margar þeirra hafa verið sýnd
ar hér á landi.
„Une Ravissante Idiote“
fjallar um njósnir. Brigitte
leikur iðjusama saumakonu,
en Anthony ástsjúkan rúss-
neskan njósnara. Þau hittast
auðvitað í fyrri hluta myndar
innar og þrátt fyrir furðulegt
og grunsamlegt háttarlag.
Antlhony uppgötvar Brigitte
ekki að hann er njósnari og
verður óafvitandi meðsek.
Hafizt var handa um töku
myndarinnar í sumar í Lond-
on, en eftir fáa daga gáfust
framleiðendurnir upp. Atrið-
in, sem taka átti utanhúss,
Anthony Perkins og Brigitte
var að töku „Une Kavissante
fóru öll útum þúfur vegna
þess hve margir forvitnir
Lundúnabúar söfnuðust sam-
an til þess að sjá hina frægu
kviikmyndaleikara. Var hlé
gert á kvikmyndatökunni um
tíma, en í vetur tókst að Ijúka
hennL
•
Undanfarna mánuði hefur
Frh. á bls. 25
Bardot í London meðan unnið
Idiote.“
séu vel rekin og fullkomin við
gerðarverkstæði.
Athyglisvert er að jeppa-
eign landsmanna nemur nú
nær 4000 bifreiðum. Það var
nýsköpunarstjórnin, sem á
sínum tíma beitti sér fyrir
innflutningi þessara tækja í
stríðslokin. Hafa þau orðið
þjóðinni og ekki hvað sízt
bændum að ómetanlegu gagni.
Á sl. ári voru fluttar inn
rúmlega 3000 bifreiðar. Er
það mesta aukning bifreiða-
kostsins, sem orðið hefur á
einu ári. Æskilegt væri að
bifreiðainnflutningurinn væri
sem jafnastur frá ári til árs.
Bifreiðin er eina samgöngu-
tæki þjóðarinnar á landi. Hún
er því ekki lúxustæki, enda
þótt hægt sé að misnota hana
eins og aðra góða og gagnlega
hluti
APRILMORGUN
TJinn fyrsti aprílmorgun er
11 stundum tákn hins fyrsta
vorboða. Köldustu mánuðir
vetrarins liggja þá að baki og
sól er tekin að hækka á lofti,
daginn að lengja. En í okkar
norðlæga landi eru veður öll
válynd. Margt vorið hafa
snjóar Iegið fram í apríl- og
maí-lok. Jafnvel sjálf Jóns-
messan hefur tjaldað hvítu
um fjöll og heiðar.
Sá vetur, sem nú er að líða
hefur verið með eindæmum
mildur. Á miðjum þorra sá-
ust græn grös og á Góu
skutu garðblóm undrandi
upp koJUruro hér í Reykja-
vík.
Á sl. vori dundi páskahret
með frosti og fannkyngi yfir
þetta norðlæga land. Stór-
tjón varð á trjágróðri, svo að
einstakir garðar hér á suð-
vesturlandi guldu mikið af-
hroð. Sérstaklega varð öspin
og einstakar grenitegundir
hart úti. Að þessu sinni verð-
ur varla sagt að um teljandi
páskahret hafi verið að ræða,
þótt nokkuð kólnaði í veðri.
Og nú eru tún tekin að
grænka og tré að laufgast.
Engu verður spáð um fram-
hald þessarar veðurblíðu eða
komandi vor. Þjóðin býr sig
af gamalli reynslu undir að
kólna kunni. Engu að siður
skapar veðurblíða vetrárins
vorhug í sálina.