Morgunblaðið - 09.04.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.1964, Blaðsíða 1
28 síður — sagði Krúsjeff við geysilegan fögnuð ungverskra verkamanna Búdapest, 8. apríl — AP-NTB KRÚSJEFF, forsætisráðherra Sovétríkjanna, skýrði frá því í dag á fundi með verkamönn- tm í Búdapest, að það væri sovézkum samferðamanni sín tm að kenna, að verksmiðja nokkur í Ukraínu hefði ekki staðið við skuldbindingar sín- ar við Ungverja. í ræðu sinni sagði Krúsjeff, að einn af starfsmönnum MOM-verksmiðjunnar í Ung- verjalandi (hún framleiðir úr, klukkur og önnur ná- kvæmnistæki) hefði lýst því yfir við sig, að verksmiðja ein Wallace vann — Milwaukee, 8. apríl — NTB. George Wallace, ríkisstjóri í Alabama, vann mikinn sigur í undankosningum þeim, sem íram fóru í gær. Hann fékk um þriðjung greiddra atkv. miklu fleiri atkvæði, en gert hafði verið ráð fyrir, að hann mundi fá. Sjálfur hafði hann lýst því yfir, að hann teldi sig mundu hafa unnið stórsigur, ef hann fengi 25.000 atkvæði, en reyndin varð sú, að hann fékk um 250.000 atkvæði — þ.e., þegar talningu var lokið í 3.349 af 3.552 kjördæmum. Wallace hefur lengst verið þekktur fyrir það, að hann hefur beitt sér gegn mann- réttindafrumvarpi því, sem svo mjög hefur átt erfitt upp dráttar í Bandaríkjunum. Spádómur andstæðings Wall ace, Reynolds, sem fylgt hef— ur mannréttindamálum blökkumanna, var sá, að Wall ace myndi fá 100.000 atkvæði. >á spádómur stóðst ekki. Krefjast 14.6 millj. króna skaöabóta, vegna árásarinnar — ættmenni Scaggs segja, að Islending- arnir hafi ætlað að ráðast á hann með hníf Einkaskeyti til Mbl., 8. apríl — AP J. D. SCAGGS, sem sakað- ur er um að hafa ætlað að skjóta Ketil Oddsson og Halldór Gestsson til bana í nóvember sl., bar fyrir rétti í gær, að hann hafi gripið til byssu, eftir að annar íslendinganna ætl- aði að ráðast að honum með hníf. Þeir hafa aftur lagt fram kröfu um 340 þúsund dala skaðabætur (14.6 millj. ísl. kr.), vegna skotárásarinn- ar. — • Gert er ráð fyrir, að kviðdómur fái málið til með- ferðar í dag, miðvikudag, eftir frekari vitnaleiðslur. • Þrjú vitni, sem verjandi hefur leitt fram, allt skyld- menni Scaggs, hafa lýst því yfir, að Halldór Gestsson hafi grýtt Scaggs, áður en skotunum var hleypt af. Þá hafa þessi vitni einnig haldið þvi fram, að Ketill Oddsson hafi ætlað að ráðast að Scaggs með hníf, en hann hafi þá varið sig með byss- unni. Ketill hafði áður borið, að hann og Halldór hafi verið í heimsókn hjá ungfrú Jacque- line Owings, þegar Scaggs bar að. Hafi hann þá skipað þeim félögum að fara, og ógnað Katli með glerplötu, sem hann hafði meðferðis, til viðgerðar. Síðan hafi Scaggs komið með byssu, sem hann hafi beitt gegn þeim. í Ukraínu hefði ekki staðið við umsaminn afgreiðslufrest. Sagði Krúsjeff þetta vera „mjög neikvætt“. Síðan sneri hann sér við, benti á fyrsta aðalritara kommúnistaflokks- ins í Ukraínu, sem er með honum í förinni, og sagði: „(Pjotr Skelest) — hann er mesti afbrotamaðurinn í okkar hópi — (mikill hlátur brauzt út í hópi verkamannanna). — Hér er Skelest, uppfullur af ung- versku gúllasi, og hann getur ekki einu sinni sent frá sér um- samdar vörur á rcttum tíma“. Krusjeff sagði, að menn mætti telja það víst, að um væri að kenna verksmiðju einni í Krakov sem ekki gæti staðið við gefnar skuldbindingar — við fyrirtæki — MOM — sem síðan sendi 40% af framleiðslu sinni til Sovétríkj anna. Krusjeff virtist ákafur í gagn- rýni sinni á fyrirkomulagið í Sovétríkjunum, sagðist mundu beina þeim tilmælum til stjórnar Krakov-verksmiðjunnar, að hún rannsakaði þegar í stað, Framhald á 2. síðu. Tulsa, Oklahoma, 8. apríl. — Ketill Olddsson, til vinstri, og Halldór Oddsson, í mióju, ræða vi# aðstoðarsaksóknara Tulsa, James Griffin. Myndin var tekin á öðrum degi réttarhaldanna yfir ; J. D. Scaggs, sem sakaður er um að hafa reynt að skjóta íslendingana tvo til bana, 16. nóvember si. — Símamynd: AP. „Eins og hann hafi gleypt broddgöh" A 228 í háska í New York, er 3 flugvélum hlekkist á Tvær Boeing 707 og ein Electra renna út af flugbrautum í lendingu Sovétríkin fella niður tolla — á vörum frá vanþróuðum löndum New York, 8. apríl — AP T V Æ R Boeing-707 farþega- þotur, með samtals 150 manns innanborðs, hafa senzt út af brautum J. F. Kennedy (áður Idlewild) flugvallar í New York, á tæpum tólf stundum. Þá henti samskonar óhapp þriðju flugvélina, Electra- skrúfuþotu, frá American Airlines, er hún lenti á La- Guardia-flugvelli í New York. 78 manns voru með henni. Þeir 228, sem með vélunum voru, héldu allir lífi. 40 slös- uðust þó, en flestir þeirra voru í þotunni, sem fyrst hlekktist á. • Hún var frá Pan-American flugfélaginu, og lenti á mið- nætti s.l. Flugvélin var á leið frá Puerto Rico, og með henni voru 136 farþegar, og níu manna áhöfn. Vélin náði ekki að stöðv- ast í lendingu, rann út af braut- inni og lenti í mýri. Þar brotn- aði hún. Mikil skelfing greip fólkið, sem var um borð. Af þeim 40, sem þá slösu'ðust, voru 15, sem illa voru haldnir, fluttir í sjúkrahús. Einn fax-þegi, karl- maður, fékk hjartaáfall. Ekki er enn ljóst, með hverjum hætti slysið bar að. Létt þoka lá yfir, er það varð. • Um 12 tímum síða-r, þ.e. um hádegisbil í dag, miðvikudag, varð sams konar þota, frá ísra- Framhald á 2. síðu. Genf, 8. apríl — NTB SOVÉTRÍKIN hafa ákveðið að fella niður alla innflutn- ingstolla á vörum frá vanþró- uðum löndum, frá og með næstu áramótum. Einn sovézku fulltrúanna á alþjóðatollamálaráðstefn- unni, sem nú er haldin í Genf, Victor Spandarjan, skýrði frá þessu í dag. Spandarjan á sæti í nefnd þeirri, sem fjallar um leiðir til áð auka viðskipti þjóða á milli. — Stefna Sovétríkjanna er að auka innflutning á hráefnum, hálf- og fullunum vörum frá þessum löndum. Þá skýrði Spandarjan frá því, að reynt yrði af fremsta megni að auka viðskipti milli sjálfra vanþróuðu landanna. Hann tók skýrt fram, að þeirri stefnu yrði fylgt, jafnvel þótt það yrði á kostnað sovézkra viðskipta við þau lönd. Ráðherra sá, sem fer með ut- anríkisverzlun í Sovétríkjunum, Nikolaj Patolisjev, lýsti því yfir fyrir tveimur vikum, að viðskipti Sovétríkjanna við vanþróuð lönd muni áttfaldast á næsta hálfum öðrum áratug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.