Morgunblaðið - 09.04.1964, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 9. apríl 1964
[V/EUZABETti ^
— O, seisei, já. Það mundi
bara leika einhverja rómantiska
tónlist undir því. En annars tel
ég ekki heppilegustu aðferðina,
og þú mátt hafa það sjálf fyrir
mér, ef þú vilt, en annars er
dálitið, sem mig langar að sýna
þér.
Ruth rétti honum blaðið, hik-
andi. Henni fannst sjálfri það
vera heimskulegt að hætta á
það, en hitt var vissulega satt,
að hann hefði hæglega getað
náð í blaðið, ef hann hefði vilj-
að.
Stephen braut saman blaðið í
mjóa lengju, eins og það hafði
verið, þegar hún náði í það.
-— Gerðu svo vel, sagði hann.
— Taktu það og vertu ekki
svona kvíðinn á svipinn. Skil-
urðu nú, hvernig þetta gekk til?
— Nei, svaraði hún.
— Ég var eldspýtnalaus. Hann
sagði þetta eins og hann væn
að útskýra það fyrir óvita. —
Ég tók þetta blað og kveikti í
vindiingi með því. Og svo stakk
ég því ósjálfrátt í vasa minn.
Það var nú allt og sumt.
— En hvenær? spurði Ruth
með ákafa. Og hvar? Ég skildi
þetta blað eftir inni í setustof-
unni hjá Marguerite. Hvenær
hefur þú verið þar?
Stephen roðnaði. Hann sat
órólegur á stólnum, en svo saup
hann á öiglasinu, og Ruth tók
snögglega að óska, að hún hefði
aldrei komið með þessa spurn-
ingu og þyrfti aldrei að heyra
svarið. Það hefði verið æði
miklu betra að stinga blaðinu
í veskið sitt, þegar hún fann
það og þegja svo um allt sam-
an.
— Segðu mér eitt, sagði Step
hen, eins og í varnarskyni. —
Hversvegna hefurðu alltaf —
næstum allt síðan við hittumst
fyrst, verið að reyna að ota mér
að henni Marguerite? Var það
bara vegna þess, að þú skyldir
ekki horfa á mig, eða lá eitt-
livað annað að baki?
Ruth vissi ekki, hverju svara
skyldi. Hún svaraði aðeins með
því að hleypa brú,num og Step-
hen svaraði henni aftur í sama.
— Það var það, sem ég þurfti
að komast að, öskraði hann næst
um til hennar.
— Ég botna alls ekkert í
þessu, sagði hún.
— í guðs bænum . . . sjáðu
þetta. Hann tók að rissa ein-
hverja teikningu á borðdúkinn,
en það var samt auðséð, að hann
ætlaðist ekki til, að Ruth liti
á hana. — Víst fór ég heim til
Ranzi í gær. Já, gott og vel,
víst gerði ég það. Mér finnst ég
nú vera eins og bjáni og játa
það, en ég gerði það nú samt.
Eyrst fór ég heim til mín og
ætlaði að fara að vinna eitt-
hvað, en svo datt mér allt í einu
í hug, að ég yrði að fá að vita
nánar um þetta allt, og helzta
ráðið væri að fara heim til
Ranzi og leita þar frétt. Ef þið
Marguerite yrðu þar báðar, var
allt í lagi, en ef þið væruð þar
ekki . . ja, þá vissi ég hvar ég
stæði. Skilurðu það ekki?
Ruth hristi höfuðið. Hún tók
eftir því, að tónl'istarmennirnir
þrír voru byrjaðir á nýju lagi,
sem hún þóttist kannast við, en
var þó einhvernveginn fram-
andi, og hún áttaði sig brátt á
því, að það var bara ítalski
textinn, sem gerði það fram-
andi. Lagið var Whispering.
— Nei, ég skil það alls ekki,
sagði hún. — Hvað heldurðu, að
hafi verið að gerast? Þú átt víst
ekki við, að þú hafir þá þegar
haft grun um . . . allt, sem hefur
gerzt síðan?
— Nei, svaraði hann, — en ég
vildi komast að niðurstöðu um,
hversvegna þú. hefur alltaf forð-
azt mig. Fyrstu vikuna eða hálfa
mánuðinn eftir að við hittumst
fyrst, hélt ég, að þú kynnir sæmi
lega við mig, en svo_ allt í einu
. . . hvenær sem ég" reyndi að
tala við þig, þá otaðirðu mér
alltaf að Marguerite. Ég tók nú
ekki eftir þessu allra fyrst, en
svo fór það að gera mig æ verri
í skapi. Ef þú þyldir mig ekki
nærri þér, hversvegna gaztu þá
ekki bara sagt mér það berum
orðum. En í stað þess sat ég
hvað eftir annað uppi með
þennan kvenmann. . . . Jæja, í
gær var ég orðinn dálítið vondur
út úr þessu. Ég bað þig að koma
með mér til Ravento og þú beizt
mig af með því að segja, að þú
værir boðin í te til Marguerite,
þegar ég vissi mætavel, að
Marguerite hafði farið í sjó, af
því að hún hafði hringt mig
upp ojg beðið mig að koma með
sér. Ég varð auðvitað vondur
út af þessu, en sagði samt ekki
neitt, heldur fór heim til mín.
En þá datt mér allt í einu í hug,
að ég vildi ekki þola þetta
lengur og yrði að komast til
botns í málinu. Ef þú vildir
ekkert hafa með mig að gera,
skyldirðu fá að segja það ber-
um orðum. En ef svo vildi til,
að þú værir að forðast mig af
einhverjum öðrum ástæðum —
ég á við ef það stæði í ein-
hverju sambandi við Ballard . .
eða Nicky — eða . . ég man nú
ekki, hvað mér datt fleira í hug,
en ég hélt samt að það væri eitt-
hvað . . . og eitthvað annað en
óbeit. Þú munt segja, að þetta
hafi verið hégómaskapur hjá
mér. _En það var það bara ekki
. . . Ég á við . . . ja, ég veit nú
eiginlega ekki, hvað ég á við,
en að minnsta kosti fór ég heim
txl Ranzi, tii þess að vera alveg
viss um, að þú hefðir ekki farið
þangað, og eins og ég líka bjóst
við, varstu þar alls ekki. Ég fór
því niður í víkina, ef svo ólík-
lega hefði viljað tli, að þú hefðir
farið þangað að hitta Margue-
rite, en það hafðirðu ekki, og
— Læknirinn sagði að vísu að þú þarfnaðist hvíldar, en það
var 1934.
izt við þér. Ég fór því heim
til Ballards og ætlaði að segja
þér frá öllu og ljúka þessu af . . .
En þá var nú ekki þannig ástatt,
að það væri hægt.
— Nei, sagði Ruth. Það hefði
getað orðið erfitt, eins og á stóð.
Nú varð löng þögn, en þá
sagði Ruth: — Þetta blað sannar,
að . . .
— Æ, fjandinn hafi þetta allt
saman! sagði Stephen, bálvond-
. — Ég stal því ekki og var
Marguerite sagðist ekki hafa Tdú- heldur ekki í neinu samsæri við
Marguerite að fela það fyrir þér
eða nota það til einhverskonar
og láta hengja þig fyrir morð,
kúgunar við þig, eða í neinum
öðrum illgjörnum tilgangi, sem
þú kannt að hafa mig grunaðan
um! Ég hlýt að hafa gripið það
í setustofunni hjá Ranzi, af því
að ég hefði enga eldspýtu . . .
ja, það var einmitt það, sem
ég gerði- Ég kveikti snöggvast
á rafmagnsofninum og bar blað-
ið að honum. En svo hef ég
sjálfsagt stungið því í vasann
og gleymt því aftur.
48
BYLTINGIN í RUSSLANDI 1917
ALAN MOOREHEAD
Fulltrúarnir söfuðust fyrst sam- Þarna virðist hafa verið stöðugt
an í Kaupmannahöfn, en þar
urðu þeir fljótlega brottreknir
af lögreglunni, og loks brutust
þeir til London. Þar fengu þeir
nokkra hjálp frá brezka sósíal-
istaforingjanum, Ramsay McDon
ald; honum tókst að fá handa
þeim til fundarstaðar, Bræðra-
lagskirkjuna í Whitechapel í
East End. Hún var eign strang-
trúarflokks eins, sem kallaði sig
Kristna Sósíalista, og samning-
urinn hljóðaði upp á það, að
Rússarnir fengju að haldi fundi
sína á þessum eirikennilega stað,
í þrjá daga. Að þrem vikum
liðnum voru kristnu sósíalist-
arnir enn að grátbæna gesti sína
að rýma bygginguna, rétt svo
að þeir sjálfir gætu haldið þar
sunnudags-bænasamkomu sína.
En Gorky hélt uppi hinum fá-
tækari fulltrúanna, með því að
safna fé hjá enskum vinum —
einn efnaður sápuverksmiðju-
eigandi gaf 3000 sterlingspund
í einu lagi, í þessu skyni.
Endurminningar Gorkys af
þessum fundi eru fróðlegar.
uppþot, og Lenin þar í miðri
hringiðunni. Gorky segir: „Þeg-
ar við vorum kynntir, tók Lenin
innilega í hönd mér, mældi mig
allan með hvössum augunum,
talaði við mig eins og gamlan
kunningja og sagði brosleitur:
„Gleður mig, að þú skyldir geta
komið — þú hefur víst ekkert
á móti smávegis átökum. Hér
verður áreiðanlega tækifæri til
þeirra, þrátt fyrir allt“. Eg hafði
ekki búizt við Lenin svona. Mér
fannst eitthvað vanta í hann.
Hann var gormæltur á errunum,
og var eitthvað svo spjátrungs-
legur þaf sem hann stóð og
stakk höndunum einhvernveg-
inn upp í handarkrikana. Hann
var eitthvað alltof alvanalegur
og líktist á engan hátt neinum
foringja .... En nú stekkur
Vladimir Ilyich (Lenin) upp í
ræðustólinn og æpir gormælt:
„Félagar!“. Mér fannst hann tala
illa, en eftir ein mínútu hafði
ég og aliir hinir látið hrífast af
ræðu hans. Þetta var í fyrsta
sinn, sem ég hafði heyrt ram- Lenin, enda þótt rökrétt hugsun
flókin pólitisk atriði sett fram
á svona einfaldan hátt. . . . Þarna
var enginn eltingaleikur við
nein mælskubrögð . . . . en hvert
orð greinilega fram borið, og
merking orðanna undursam-
lega auðskilin. . . . Það var tek-
ið fram í fyrir honum með illsku
legum hrópum. Einn stór og
alskeggjaður maður var sífellt
að stökkva upp úr sæti sínu og
æpa stamandi: „Samsæri og svik
. .'. eintóm svik .... En svona
framítökur virtust engin áhrif
hafa á hann.
Pokrovsky, sagnfræðingurinn
rússneski, gefur einnig áhrifa-
mikla mynd af rökræðusnilli
Lenins: „Það var fyrst og fremst
þessi undraverði hæfileiki hans
til að sjá til botns í hverju máli,
hæfileiki, sem að lokum olli
einskonar hjátrú hjá mér. Ég
fékk oft tilefni til að vera á
öðru máli en hann um praktisk
atriði, en fór alltaf illa út úr
því. Þegar svo hafði farið eitt-
hvað sjö sinnum, hætti ég að
malda í móinn og vægði fyrir
KALLI KÚREKI
Teiknari; FRED HARMAN
W/ I .1
— Skilurðu hvað ég er að fara,
Stubbur góður? Ég sendi þér skot
í steininn fyrir aftan þig unz eitt-
hvert þeirra hittir í mark —. —
— Hættu að skjóta! — ég skæ1
koma!
m-
________________*
— Riffilinn fyrst, þá skammbyss-
una og loks sjálfan þig, með hend-
urnar uppi —
— Þarna færðu riffilinn! N
segði mér, að öðru vísi skyldi að
farið. Upp frá því var ég sann-
færður um, að hann skildi hlut-
ina betur en ég og væri gæddur
þeim hæfileika, sem mig skorti,
að geta séð ein tíu fet niður í
jörðina.“
öll fyrsta vikan fór í það að
kjósa forseta, og loksins laut
Plekhanov í lægra haldi fyrir
Lenin, með örlitlum atkvæða-
mun. Að öðru leyti varð þingið
reikul og niðurstöðulaus sam-
koma, sem skildi fulltrúana eftir
ennþá sundurþykkari en áður
— hafi það annars verið hægt.
Mensjevíkana hefði langað til að
skamma Lenin fyrir hermdar-
verkastarfsemi hans, en höfðu
engar rökstuddar ákærur, sem
þeir gætu komið fram með.
Nú var að koma í ljós ennþá
djúpstæðari klofningur, en
hversu grautarlegur og ógreini-
legur sem hann kann að hafa
verið, gerði hann að minnsta
kosti það gagn að skipa öllum
undir merki annarra hvorra,
mensjevíka eða bolsjevíka.
Mensjevíkarnir vildu yfirleitt
koma upp á yfirborð jarðar og
heyja sínar orustur í björtu.
Þeir vildu komast í Dúrnuna
og ganga þar í lið með Cadetun-
um og öðrum frjálslyndum, til
að heyja orustuna við keisara-
stjórnina. Þeir vildu hafa stóran
og löglegan flokk, sem yfirleitt
væri skipulagður lýðræðislega,
og laus við hermdarverk og of-
beldi.
Lenin ag sumir bo'lsjevíkarnir
(en ekki allir, því að ýmsir
fylgismenn hans tóku að yfir
gefa hann um þessar mundir),
skiptu um skoðanir öðru hverju,
en í meginatriðum voru þeir
andvígir þessari stefnu. Þeir
vildu eindregið halda áfram
neðanjarðarbaráttunni, ag það
var barátta, sem þeir töldu að
stjóma ætti af litlum hópi sjálf
skipaðra atvinnu-byltingar- ,