Morgunblaðið - 09.04.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.04.1964, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 9. apríl 1964 MORCUNBLAÐIÐ 15 Filrauvialeikliúsið: «■> Reiknivélin Höfundur Erlingur E „TILRAUNALEIKHÚSIГ (öðru nafni ,,Gríma“) frumsýndi á mánudagskvöld sjónleikinn „Reiknivélina“ eftir Erling E. Halldórsson undir leikstjórn höf- undar. Hér er um að ræða lang- an einþáttung, sem fjallar á tákn rænan hátt um ástandið í þjóð- málum fslendinga, eins og það kemur höfundinum fyrir sjónir. Eftir því sem ég kemst næst, er leikritið ádeila á uppskafnings- hátt, hentistefnu og algert sinnu- leysi þjóðarinnar: hún tekur við öllu sem að henni er rétt hugs- unarlaust og án þess að skilja samhengi eða forsendur þess sem er að gerast. Að því leyti er verkið vissulega tímabært. En hængurinn er bara sá, að sýningin nær ekki tökum á á- horfandanum, lætur hann með öllu ósnortinn, þó hún kunni að vekja hann til umhugsunar að svo miklu leyti sem „boðskapur“ leiksins er honum skiljanlegur. Erlingur E. Halldórsson starf- ar greinilega samkvæmt þeirri forskrift Brechts að láta leikhús- verkið ekki hrifa áhorfendur til þátttöku í því sem er að gerast á sviðinu, heldur vekja þá til um- hugsunar og andsvars — reita þá til reiði, hneyksla þá eða knýja til þöguls samþykkis. Þessi for- skrift er að vísu makleg fyllstu gaumgæfni, en Brecht var svo mikið skáld og leikhúsmaður, að hann sprengdi utan af sér for- múluna, þannig að leikrit hans eru heillandi leikhúsverk jafn- framt því sem þau flytja sinn tiltekna „boðskap". Erlingur E. Halldórsson virðist hins vegar hafa hengt sig í formúlunni í þeim skilningi, að leikrit hans lifnar alls ekki á sviðinu, rís hvergi til leikrænna átaka né listrænnar skírskotunar. Það er í hæsta lagi forvitnileg og hlut- laus kyrralífsmynd, sem hefur að vísu í sér fólginn tiltekinn vitsmunalegan „boðskap“, en lætur tilfinningarnar ósnortnar, og er það ærin vöntun. „Boð- pkap“ þess hefði sennilega með betra árangri mátt setja fram í blaðagrein eða fræðilegri ritgerð. Ég sagði að leikritið væri tákn- rænt, en það nægir ekki til að gera það að skáldskap, vegna þess að táknin eru bæði of af- strakt og ósamstæð. Persónurnar eru ekki fyrst og fremst mann- eskjur, heldur tákn um tiltekin ocj leikstjóri: Halldórsson fyrirbrigði, ákveðna mannfélags- hópa. Vitanlega hafa slík verk oft átt erindi upp á leiksviðið, og eiga enn erindi þangað, en þá verður að fara þannig með tákn- in, að þau verði algild eða fái a.m.k. víðtæka mannlega skír- skotun (sbr. „Nashyrningana" eftir Ionesco, „Beðið eftir Godot“ eftir Beckett eða „Eðlisfræðing- ana“ eftir Diirrenmatt). Hjá Erlingi E. Halldórssyni verða táknin í senn einhæf og einkenni lega reikul, ónákvæm. „Reikni- vélin" er að mínum skilningi allegóría, en hún gengur ekki upp, vegna þess að táknin mynda ekki lífræna eða samstæða heild. Persónurnar eru ekki ýkjasundur leit samstæða, en svo kemur til sögunnar ljósakrónan (ólífrænt tákn) og fleygar allegóríuna, ger- ir hana sundurlausa og drepur merkingu hennar á dreif. Um sviðsetninguna er það að segja, að hún er fagmannlega unnin, og ýmis atriði tókust bærilega, t.d. sumar orðræður Natans og sérstaklega blaðalest- ur hans (þar brá fyrir leikræn- um tilþrifum í verkinu), en yfir- leitt var sýningin mikils til of hæggeng og alltof mikið um langar ládeyður. Mér er ógern- ingur að koma auga á tilgang höfundarins með því að láta hluta af leiknum fara fram „að tjaldabaki", þ.e.a.s. í barnum aftan við veitingasalinn. Hafi það einhverja dýpri táknrækna merk ingu, kom hún ekki fram á frum- sýningunni, og frá leikrænu sjón- armiði var það algerlega mis- heppnað. Hins vegar voru ýmis önnur leikbrögð ekki óhnyttileg, t.d. kjallarinn hans Þormóðs og salernið hans Natans. Meðferð leikenda á þessu van- þakkláta verkefn\ var framar öllum vonum, og í einstaka til- felli athyglisverð, og á höfundur- inn að sjálfsögðu sinn stóra þátt í því. Erlingur Gíslason skilaði hlutverki Emanúels á skynsam- legan og kankvísan hátt, látbragð allt og hreyfingar samræmt til að skapa sérkennilega og minnis- stæða manngerð. Hann var í rauninni burðarás sýningarinnar. Valdemar Lárusson lék Natan B, háværan og innantóman orða- belg, sem lætur dæluna ganga um þjóðmál og pólitík án þess að botna upp eða niður í því sem hann er að segja. Þetta er hinn fyrirferðarmikli skyndigróða- maður nútímans, og mér er ekki grunlaust um að nafn hans eigi líka að leiða hugann að tiltekn- um alþjóðlegum samtökum. Valdemar náði furðugóðum tök- um á persónunni, þó látæði hans væri með köflum helzti ýkt, og hef ég ekki í annan tíma séð hann gera hlutverki öllu skemmtilegri skil. Bjarni Steingrímsson lék Þor- móð gamla, hinn hefðbundna uppflosnaða bóndakarl á möl- inni, sem hér mun eiga að vera táknmynd þjóðarsálarinnar. Gervi Bjarna var gott og látbragð hnitmiðað — hann skilaði áhorf- endum sérkennilegri og heil- steyptri svipmynd. Þorleifur Pálsson lék Lilla, fulltrúa hinnar hugsandi æsku. Þorleifur er nýliði á leiksviði og bar þess ótvíræð merki, fram- ganga hans þvinguð og óörugg, en framsögn hans var furðuskýr og örugg, og hann virtist vera gæddur „sviðspersónuleik". Brynja Benediktsdóttir lék Dídí, vinkonu hans, fulltrúa hinn ar hugsunarlausu og skemmtana- fíknu æsku, og brá upp viðfelld- inni mynd af henni. Leiksýningin var að því leyti ánægjuleg, að höfundurinn hefur greinilega vandað til sviðsetning- arinnar, þó sýningin þyrfti að vera miklu hraðari. Leiktjöld gerði Benedikt Gunnarsson, og voru þau litrík og smekkleg, en gerð af nokkrum vanefnum, að því er virtist. Lýsingu annaðist Jón Ólafsson. Jón Ásgeirsson samdi tónlist við rímur Þormóðs, sérkennilega stemmu við skrýt- inn brag. Það hlýtur að vera leiklistar- unnendum óblandið ánægjuefni, að „Tilraunaleikhúsið" skuli enn hafa tekið til meðferðar nýstár- legt íslenzkt verk (í fyrra sýndi það þrjá einþáttunga eftir Odd Björnsson), og hefur það með þessu framtaki bæði réttlætt til- veru sína og unnið íslenzkri leik- list mjög þarft verk. Það skiptir ekki meginmáli, hvort þessi nýju íslenzku verkefni uppfylla ströngustu kröfur, heldur er hitt fyrir öllu að þau komi fram og séu sýnd. Því að eins getur is- lenzk leikritagerð þróazt í fram- tíðinni. Þess vegna ætti það að vera kærkomin skylda reyk- vískra leiklistarunnenda að sækja þessar leiksýningar og kynna sér, hvað ungir íslenzkir höfundar eru að glíma við. Sigurður A. Magnússon. Valdetnar Lárusson í Ulutverki Natans U. Erlingur Gíslason (Emanúel) og Bjarni Steingrimsson (Þormóður). Útlitið og það sem innra fyrir býr „EF SLÍKT væri hægt, myndi ég feginn vilja set.ja á stofn snyjrtistofu fyrir sálir manna“, skrifaði Jean Cocteau einu sinni. „Ekki vegna þess að mín sál sé svo fögur, eða ég haldi mig geta gert kraftaverk, heldur til þess að þeir sem þangað sæktu gætu endurnýjað og þetrumbætt sinn innri mann“. Hvað sjálfan mig snertir, finnst mér að allar fegr- unar- og snyrtistofur ættu að hafa á sínum vegum deild fyrir sálirnar eða persónuleikann, því það er mjög náið samband með útliti manna og sálarlífi þeirra. Fögur sál, háleitar hugsjónir og einlæg velvild breyta að sönnu ekki andlitsdráttum neinnar konur, en þær varpa birtu á andlit hennar og ljá augum hennar lífsfjör og töfra. Of stór munnur minnkar ekki með aldrinum, en vin- gjarnlegt bros vegur upp á móti þeim galla og setur aðlaðandi svip á varir henni. Fegurð sálarinnar getur gert að engu líkamlegan ófríðleik og ljótleiki sálarinn- ar getur aftur á móti gert dásamlega fallegt andlit óþol- andi ljótt. Kaldranalegt tillit, fláræði í svip, hæðni eða fyrirlitning setur svartan blett á andlit, sem annars hefði verið fullkomið að fegurð. En áhrifin eru gagnkvæm, því ytra útlit manna hef- ur einnig áhrif á innra eðli þeirra. Ef konu, sem til þessa hefur gengið illa til fara og er ósmekklega greidd, ann- að hvort sökum f járskorts eða smekkleysis (sem er mun algengara, því nú á tímum er hægt að gera hreinustu kraftaverk með.lítið fé handa á milli) — er kennd listin að velja sér línur og liti sem fara henni vel og smekk- lega hárgreiðslu, verður hún öll önnur. Sál hennar tekur stakkaskiptum um leið og líkam- inn. Hvers vegna? Fyrst og fremst vegna þess að hún finnur að hún er laus við minnimáttarkenndina, sem háði henni svo mjög. Þegar hún lítur í spegil, hugsar hún ekki lengur: „Hamingjan góða, hvílík fuglahræða!“ — heldur: „Hvílíkt kraftaverk! Ég þekki mig varla fyr- ir sömu manneskju. Svei mér ef ég er þá ekki bara ásjá- leg þegar allt kemur til alls“. Dálítill kinnalitur í vöng- um gefur henni hraustlegt útlit, stuðlar að góðu skapi og eykur blóðrásina og fyrr en varir er roðinn orðinn henni eðlilegur. Sinnaskipti hennar eru líka meðfram vegna þess, að öðru fólki lízt mun betur á hana en áður. Þá var feimnin nærri óyfirstíganleg hindrun hverjum þeim er vildi vingast við hana. Af því að hún var lítið augna- yndi var henni ekki oft boðið út. Nú getur hver sem er verið hreykinn af að láta sjá sig með henni. Hún eign- ast vini, ástin er skammt undan. Beizkja hennar og böl- sýni eru á bak og burt eins og snjór sem bráðnar í vor- sólinni. Hún verður aðlaðandi af því að hún er laus við alla öfund. Ytra útlit hennar hefur gjörbreytt hennar innra eðli. Tízkan er ekki til komin fyrir tóma duttlunga mannanna og hún er heldur ekki eins mikil f jársóun og af er látið. Hún er stórkostlegt tæki til þjóðfélagsjöfn- unar. Hún veitir kvenfólkinu (og karlmönnum reyndar líka) vissa öryggiskennd. Á hverju ári eru „í tízku“ sér- stakar línur og sérstakir litir. Og einmitt þessi rauði litur eða sá guli, fyrirfinnast bæði í stóru tízkuhúsunum og í verzlununum sem sélja tilbúinn fatnað. Tízkan eyðir mannamuninum sem áður var. Heimspekingurinn Alain sagði, að á sautjándu öld hefðu menn borið hár- kollur af einskærri kurteisi við þá sem þurftu þeirra með. Öll tízka er kurteisi. í þorpinu sem ég dvelst í á sumrin ber fyrir augu mér rósótta sumarkjóla mjög svipaða þeim semt spóka sig á baðströndunum fræga fólksins. Tízkan er eins og sameiginlegt tungumál. Við erum ekki lengur eins og „ofan úr sveit“. Ungu stúlkun- um líður mun betur þegar þær sjá að hárgreiðsla sjálfra þeirra er svipuð og greiðslan stjarnanna. En þetta merkir engan veginn að tízkan drepi óhjákvæmi- lega niður allt frumkvæði. Hvers og einn aðlagar tízkuna eftir eigin höfði. Tízkan er fjölbreytileg á hverjum tíma og hægt að „tolla í tízkunni" á ótal mismunandi vegu. Hin sjálfstæða kona kýs sér sportfatnað, gengur í síðbuxum og peysum, gjarnan í skærum litum. Sú sem hæglátari er og hlédrægari velur sér annarskonar fatnað. En það sem máli skiptir, er að þær tala sama tungumál, enda þótt hvor þeirra um sig gefi til kynna með því sem hún klæðist, með hárgreiðslu sinni og snyrtingu, hvað henni er eiginlegt. Það hljómar eins og öfugmæli að mannlegu eðli verði bezt lýst með hversdagslegum orðum — en það er nú svona samt. Reynið að glugga aftur í gömlu góðu rithöfundaria okkar. Allir eiga þeir sér sitt sérstæða skap og sínar persónulegu tilfinn- ingar, en þeir lýsa þeim með sömu orðum og við notum sjálf daglega. Skrúðmælgi er einkenni þeirra heimspekinga sem minnstir hugsuðir eru sjálfir, hugmyndasnauðir rithöfundar hafna ritstíl þeim er allir aðrir viðurkenna. En til þess að frá- vik eigi rétt á sér verða höfundar þeirra fyrst að hafa fylgt Framh. á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.