Morgunblaðið - 09.04.1964, Page 3
> Fimmtudagur 9. aprtl 1964
MOKGÖNBLADID
Fyrir mér er Is-
land heilög jörð
Brezka stórskáldið W. H. Auden
kominn aítur á gamlar slóðir
1 G Æ R kom til landsins
brezka ljóðskáldið W. H.
Auden, sem íslendingum
er að góðu kunnur frá því
hann kom hingað fyrir
tæpum þremur áratugum
og skrifaði ásamt félaga
sínum, skáldinu Louis Mc-
Neice, ferðabók frá ís-
landi, sem þótti í senn
skemmtileg og nýstárleg
með köflum. Auden er í
hópi þekktustu ljóðskálda
á enska tungu, er borinn
og barnfæddur Englend-
ingur, starfaði lengi í
Bandaríkjunum, en er nú
aftur fluttur til föðurlands
síns og er heiðursprófessor
við háskólann í Oxford.
Félagi hans á ferðalaginu
um landið, McNeice, lézt nú í
vetur, og skrifaði Auden þá
fagra minningargrein um
skáldibróður- sinn, sem birtist
í menningartímaritinu Enco-
unter. í grein þessari minn-
ist Auden vinar síns hlýjum
orðum og rifjar upp ferðalag
þeirra til íslands á sínum
tíma.
W.H. Auden er eins og fyrr
getur einn af frumherjum
enskrar ljóðlistar Oig hefur
hlotið heimsnafn vegna þess,
sem hann hefur lagt af mörk-
um til nýstefnu í ljóðlist.
Ekki verður í þessum fáu orð
um gerð grein fyrir þessu
merka, brezka ljóðskáldi,
enda birtist grein um hann í
Lesbók Morgunblaðsins ekki
alls fyrir löngu. Þess má þó
geta að menntamálaráðherra,
Gylfi Þ. Gíslason og frú hans,
héldu boð í Ráðherrabústaðn-
um í gær til heiðurs skáldinu,
og þakkaði ráðherrann hon-
um í stuttri ræðu þá alúð,
sem hann hefði lagt við ís-
lenzka menningu, þá ræktar-
semi og þá vináttu, sem hann
hefði sýnt landinu.
W.H. Auden þakkaði vin-
samleg or'ó ráðherrans og
sagði m.a. í stuttu ávarpi:
Fyrir mér er ísland heilög
jörð. Ég he.fi oft verið að
hugsa um, frá því ég kom
hingað fyrir 28 árum, hvort
ég ætti að koma hingað aftur.
Þegar maður á ævintýri í
brjósti sínu er maður hrædd-
ur við að eyðileggja það með
raunhæfrí kynningu. Fyrir
mér var ísland heilög jörð
-þegar ég Kom hingað ungur;
ég hafði ávallt litið þannig á
það, frá því ég kynntist því
af ritum barnúngur, — og
sömu augum lít ég það enn.
Þeim; sem viðstaddir voru,
þótti orð þessi þeim mun
W. H. Auden.
þyngri á metunum, sem Aud-
en er þekktur fyrir að segja
hug sinn allan og umbúða-
laust, hvort sem mönnum lik-
ar betur eða ver.
Frá vinstri og svo réttsælis umhverfis borðið: Kristján Karls-
son, Tómas Guðmundsson, Þórbergur Þórðarson, W. H. Auden,
Vilhjálmur Þ. Gíslason, Gunnar Gunnarsson, Sigurður Nordal,
Boothby sendiherra, Einar Ól. Sveinsson og Kristman: liuð-
mundsson.
W. H. Auden hitti marga
gamla kunningja í boði
menntamálaráðherra. Hann
áttaði sig ekki á þeim öllum
í fyrstu, og varð þeim mun
glaðari, þegar honum var
sagt frá því að þarna væru
gamlir aðstoðar- og sam-
kompanísmenn frá þeim tíma,
er hann ferðaðist um landið,
ungt skáld í leit að ævintýr-
inu bak við raunveruleikann.
Þó hann væri ekki ánægður
með allt, sem hann sá á ís-
landi á þeim árum, var eft-
irtekjan nægileg í skemmti-
lega bók, sem flestum
kom á óvart. Og enn hef-
ur Auden ekki glatað frum-
leik sínum og sérkennilegu
fasi. Það er gaman að hitta
hann aftur, sögðu ýmsir. Tím-
inn hefur að vísu ekki farið
framhjá honum frekar en
öðrum þessi 28 ár, en alltaf
kemur hann á óvart.
W. H. Auden dvelst hér
nokkra daga og ber saman
bækur sínar við þá fortíð í
samtíðinni, sem var partur af
ljóði hans og æsku.
F ulbrighí-stof nun-
iu veitir ferða-
styrki
MENNTASTOFNUN Bandarikj-
anna á íslandi (Fulbrigtht-stofn-
unin) tilkynnir, að hún muni
veita ferðastyrki íslendingum,
sem fengið hafa inngöngu í há-
skóla eða aðrar menntastofnan-
ir í Bandaríkjunum á námsárinu
1964—65. Styrkir þessir munu
nægija fyrir ferðakostnaði frá
Reykjavík til þeirrar borgar, sem
mest er viðkomandi háskóla, og
heim aftur.
Með umsóknum skulu fylgja af
rit af skilríkjum fyrir því, að um-
sækjanda - hafi verið veitt inn-
ganga í háskóla eða æðri mennta
stofnun í Bandaríkjun j,m. Einn-
ig þarf umsækjandi að geta sýnt,
að hann geti staðið straum af
kostnaði við nóm sitt og dvöl
ytra. Þarf umsækjandi að gang-
ast undir sérstakt enskupróí. á
skrifstofu stofnunarinnar og einn
ig að sýna heilbrigðisvottorð. Um
sækjendur skulu vera íslenzkir
rikisborgarar., r
STAKSTEINAR
Brot er alltaf brot
Blöðin á Akureyri, íslendingur
og Dagur, hafa töluvert rætt
dóminn í olíumálinu svokallaða
og birtir íslendingur forystu-
grein nm málið föstudaginn 3.
apríl s.l. Er þar m.a. komizt að
orði á þessa leið: * —
„Brot er alltaf brot, hvort sem
lögin segja.sökina fymda, þegar
málið er hafið, eða því lokið
fyrir dómstólum. Almenningsá-
litið hefur aldrei talið menn
hreina engla fyrir það eitt, að
svo langt sé síðan þeir brutu af
sér, enginn sem í eitt skipti hef-
ur gert eitthvað sem stríðir gegn
landslögum, getur orðið hvít-
þveginn fyrir sjónum. almenn-
ings þótt lögin nái ekki til. Allt
gaspur Dags um pólitiskar of-
sóknir í olíumálinu, eru út í
hött og er öllum vitanlegt að
þar var farið eftir viðteknum rétt
arfarsreglum.-Sem betur fer hafa
pólitískar ofsóknir á vettvangi
dómsmála ekki átt sér stað síð-
an málið var á sínum tíma höfð-
að gegn Magnúsi heitnum Guð-
mundssyni ráðherra. Þótt hann
vissi sig saklausan sagði hann af
sér embætti meðan rannsókn fór
fram. Af því góða fordæmi hafa
skjólstæðingar Framsóknar-
flokksins ekkort lært enn og var-
lega skyldi Dagur hreyfa slíkum
málum í næstu framtíð.“
Borg við Mývatn
Alþýðublaðið ritar í gær for-
ystugrein um hina fyrirhuguðu
kísilgúsverksrr.'ðju við Mývatn.
Er þar m.a. komizt að orði á
þessa leið:
„Rikisstjórnin hefur lagt fram
á Alþingi frumvarp um kísilgúr-
verksmiðju við Mývatn. Hollend
ingar verða þátttakendur og
leggja fram þýðingarmikla iækni
hjálp, en verksmiðjan verður að
miklum moirihluta íslenzk eign.
Sennilega mun bygging þessar
ar verksmiðju á fáum árum leiða
til þess, að við Mývatn rísi upp
kauptún og síðan kaupstaður.
Iðnaður og þjónusta við land-
búnað og samgöngur verða
kjarni atvinnulífsins, en kaup-
staðurinn verður einnig mikil
ferðamannamiðstöð. Þetta verð-
ur það sem nú er kallað byggða-
kjarni og ætti að reynast lyfti-
stöng fyrir norðausturland.
Vonandi verður kísilgúrverk-
smiðjan aðeins hin fyrsta af
fleiri slíkum iðngreinum, sem
byggðar verða upp á næstu ár-
um.“
Vinnufriður
á Norðurlöndum
Frændur okkar á Norðurlönd-
um eru í senn hyggnari og hóf-
samari en við fslendingar erum v
þegar um er að ræða kaupgjalds*
má.l og vinnufrið. Þessar þjóðir
sem.ja jafnan um kaup og kjör
til langs tíma, verkföll verða þar
stöðugt fátíðari og launahækkan
ir yfirleitt miðaðar við greiðslu-
getu bjargræðisveganna. Jafn-
framt er Iögð áherzla á það bæði
af vinnuveitendum og umboðs-
mönnum launþega að efna ekki
til kapphlaups milli kaupgjalds
og verðlags, sem haft geti í för
með sér skaðvænlegar afleiðing-
ar fyrir efnahagslífið og verð-
bólgu og dýrtíð. Svíar hafa nú
nýlega samið um vinnufrið til
tveggja ára og um 7-9% kaup-
hækkun á ári, þegar öll ný frið-
indi, sem samið hefur verið um *•
launþegum til handa eru talin
með.
Á þessum vinnubrögðum og
okkar hér heima er mikill gæfu-
nvinur. Á s.l. á.ri varð hér hvorkl
meira né minna en nær 30% al-
menn kauphækkun. Þetta halda
menn að hið veika íslenzka efna
hagskerfi þoli, á sama tíma sem
ríkar frændþjóðir okkar á Norð-
urlöndum telja 7-9% kauphækk-
un það allra ítrasta sem efna-
hagskerfi þeirra þolir. —