Morgunblaðið - 09.04.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.04.1964, Blaðsíða 20
20 MOWVJiBLAÐlÐ Fimmtudagur 9. apríl 1964 Laus staða Framkvæmdastjórastaða hjá Styrktarfélagi van- gefinna er laus til umsóknar. Umsóknir um stöðu þessa ásamt launakröfu óskast sendar til formanns félagsins Hjáimars Vilhjálmssonarj ráðuneytis- stjóra, Arnarhvoli fyrir 25. apríl. Stjórn Styrktarfélags vangefinna. Árshátíð Lögmaniiafélags íslands verður haldin í Leikhúskjallaranum föstudaginn 17. apríl n.k. kl. 19. STJÓRNIN. Frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur Frá 1. maí hættir BJÖRN ÞÓRÐARSON, læknir að gegna störfum fyrir samlagið sem háls- nef- og eyrnalæknir og heimilislæknir. Frá sama tíma hættir GRÍMUR MAGNCSSON, læknir, að gegna heimilislæknisstörfum, vegna anna við sérfræðistörf, en þeim gegnir hann áfram á vegum samlagsins. Samlagsmenn þessaralækna þurfa að snúa sér til afgreiðslu samlagsins til að velja nýja lækna í þeirra stað. Framvísa skal samlagsskírteinum þegar læknaval fer fram. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR. Dugleg afgreiðslustúlka óskast I skartgripaverzlun í mibbænum. Tilboð með uppl. um fyrri störf og aldur (og helzt mynd) sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. mánudag merkt: „Dugleg sölukona — 9233“. Útboð Tilboð óskast í smíði á innréttingu í póstafgreiðslu að Laugarvegi 176. Útboðsgagna má vitja í skrif- stofu mína Pósthússtræti 5, gegn 500 kr. skilatrygg- ingu. — Tilboðin verða opnuð á sama stað laugar- daginn 18. apríl n.k., kl. 11. Póstmeistarinn í Reykjavík. Seltjarnarnes Barnaleikvöllurinn við Vallarbraut verður opnaður fimmtudaginn 9. apríl. Leikvöllurinn verður framvegin opinn frá kl. 9—12 f.h. og frá kl. 2—5 e.h. Sveitarstjóri Seltjarnarneshrepps. Útboð Kópavogskaupstaður óskar eftir tilboðum í að byggja 1350 rúmmetra vatnsgeymi við Digranesveg ásamt 25 cm víðri vatnsleiðslu c.a. 780 m langri og tilheyrandi tengingum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings á 3. hæð Félags- heimilisins frá og með 10. apríl 1964 gegn 2.500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað mánud. 20. apríl kl. 14. Bæjarverkfræðingurinn í Kópavogi. Bridge EINS og áður hefur verið skýrt frá, hefur Bridgeamband ísiands ákveðið a'ð senda 3 sveitir til keppni á Norðurlandamótið, sem fram fer í Osló á tímabil- inu 16-20 júní n. k. Er hér um að ræða 2 karlasveitir og eina kvennasveit. Skipað hefur verið í kvenna- sveitna og eru það þessir spil- arar: • Ásgerður Einarsdóttir; Laufey Arnaids, Laufey Þorgeirs dóttir, Ása Jóhannesdóttir, Elín Jónsdóttir og Rósa Þorsteins- dóttir. Þegar hafa verið ákveðnir 8 spilarar, en reiknað er me'ð að velja 4 til viðbótar innan skamms. Spilararnir eru þessir: Eggert Benónýsson, Þórir Sig- urðsson, Hjalti Eliasson, Ámundi Pálsson, Gunnar Guðmundsson, Kristinn Bergþórsson, Lárus Karlsson og Jóhann Jónsson. Eins og sést á skipan þessara sveita eru þær mjög sterkar og má vænta að þær nái góðum árangri. Sá háttur er hafður á Norður landamótum að lagur er saman árangur allra sveitanna og er því mikilvægt að allar sveitirnar séu sterkar. Verkstjórn Ingi Ingimundarson Kiapparstig Zö XV hæð Sími 24753 hæstarettarlögrr.aður Nýstofnað fyrirtæki óskar eftir að ráða mann, sem getur tekið að sér vei'kstjórn við jarðvinnslú og sprengingár. Meðeign getur komið til greina. Tilboð merkt: „Verkstjórn — 9232“ sendist afgr. Mbl. Til sölu 2ja herbergja íbúð i Ljósheimum er til sölu, laus til íbúðar nú þegar. íbúðin er sérstaklega glæsileg, tvöfalt verksmiðjugler, mikil harðviðarinnrétting, mosaik í baði og eldhúsi, teppi horn í horn. Semja ber við OLAF ÞORGRIMSSON, IIRL. Austurstræti 14. Viljum ráða tvo menn til vinnu í stöðinni. Fiskmiðstöðin hf. Sími 13560 og 17857. . + »IANA Diana skyrtur eru framleiddar úr Enkalonefni, sem er mjög þregilegl íveru — Enkalon hindrar ekki edlilega öndun húðarinnar — Diana skyrtan hefur ósamsettan Truon flihha, sem heldur cetíð sínu upphaflega i i formi — Diana skyrtuna á ekki að straua. inlealoH.______ fyrsta íslenzka nælonskyrtan SOLUUNBOe SIMI221 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.