Morgunblaðið - 09.04.1964, Side 10

Morgunblaðið - 09.04.1964, Side 10
10 MORGUNBLABIÐ r Fimmtudagur 9. apríl 1964 Hringsins Jack Mayend á liáhjóli. Það var nú ekkert sérstakt framan af, en svo einu sinni, kom eitt'hvað af öllum þessum samansafnaða anda yfir mig og síðan hefur þetta gengið eins og í sögu ...“ (Og Gaston getur víst trútt um talað, því hann hefur verið hjá „Cirkus Schumann" í 4 ár og það er mjög sjaldgæft að sami lista- maður sé þar ráðinn svo lengi í senn). Carlo Andrews heitir sá sem fyrir hópnum er. Hann hefur verið hér oft áður og m.a. sýnt í Austurbæjarbíó fyrir sjö eða átta árum. „Ég á hér fjölda vina og kunningja og þeir eru ekki svo fáir sem ‘koma að heimsækja mig í Höfn.“ — Þið starfið ekki saman allajafna?“ spurði ég. „Nei, við komum hvert úr sinni áttinni,“ sagði Carlo, „við erum flest „free-lance“, og flest líka alin upp við þetta Pabbi var cirkus-maður og sonur minn Bddie er með mér hérna núna.“ „Bob Flynn sagði mér reyndar áðan, að þau hjónin vildu ekki að dótt- ir þeirra færi í þetta“ sagði ég, „Já, sagði Carlo, þetta segjum við öll, svona til að byrja með. En það er erfitt að halda þeim frá cirkus eða svona nokkru sem eiga eins' skammt að sækja það og við flest.“ Sd. Barnaskemmtun NÆSTKOMANDI laugardag, þ. 11. apríl, efnir Kvenfélagið Hring urinn til barnaskemmtunar í Há skólabíói til ágóða fyrir barna- spítalasjóðinn. Hringurinn hefur nú afhent alls 8 milljónir króna til barna- spítalans, og er sá árangur að sjálfsögðu mikið að þakka vel- vilja og skilningi borgarbúa á þessu þarfa málefni. Nú er það von og ósk félagskvenna, að þrátt fyrir margar barnaskemmtanir þessa dagana verði sem flestir til þess að styrkja barnaspítalsjóð- inn með því að sækja þessa skemmtun Hfingsins, ásamt börn um sínum. Félagið áformar að gera slík- ar barnaskemmtanir að föstum, árlegum lið í starfsemi sinni, þótt að þessu sinni verði haldin að- Framh. á bls. 27 „Jimrny, láttu ekki svona. Það heyrist ekki mannsins mál fyrir 'þér. Vertu nú stillt- ur“. En sjimpansinn Jimmy lætur sér ekki segjast og félagi hans í næsta búri tekur undir, fullum hálsi. Þetta er eins og að vera á æfingu hjá þeim frægu „Beatles“. Við erum stödd undir svið- inu i Háskólabíó, skömmu fyr- ir sjösýningu á Cirkus-kahar- ett þeim sem Lúðrasveit Reykjavíkur befur fengið hingað, Félagar úr Lúðrasveit inni spásséra þarna um í skrautlegum einkennisbúning um, listafólkið er að taka sig til, tína upp fatnað og farða, á miðju gólfi æfir Eddie sig með kúreka-lasso, blöðrur og skrautlegir vasaklútar liggja í hrúgum á borðum . . . jú, þetta er allt eins og það á að vera. Schnapps hinn austurríski hastar á apana og þeir hætta látunum, en líta okkur dhýru auga fyrir bragðið. „Þeir láta svona illa núna, apagreyin af því að þeir vita að nú á þetta að fara að byrja, rétt eins og krakkar að óþekktast fyrir jólaball," segir Schnapps og kembir fallega, hvíta lokkana á Mjöll litlu, þriggja ára gam- alli „miniaturepoodle" og mikilli dömu sem horfir upp á okkur fallegu, brúnu aug- unum sínum, og spyr. „Er ég ekki fín?“ — Og.hún er ósköp fín og við segjum henni það, en Jimmy er ekkert hrifinn og lætur til sín heyra á ný. „Hann langar upp“, segir Sohnapps, „þeim þykir það svo gaman, greyjununi. „Gaman?“ — „Já, þarna uppi fá þeir að leika sér eins og þá lystir, vinnan er þeirn leikur — Schnapps hlær við — og þessvegna finnst þeim miklu meira gaman að vinna en að eiga frí.“ — Hvað eru aparnir gamlir? spyr ég. „Já, þessi yngsti, hann Charlie þarna, er þriggja ára, Jimmy er elztur. Hann er átta ára. Hinir eru svona þar á milli. — Hvað eru þeir lengi hjá ykkur? — Þangað til þeir eru 10 ára gamlir. Þá full- orðnast þeir, verða of seinir á sér, of latir líka og geta jafnvel orðið hættulegir. Þá eru þeir settir í Dýragarðinn í Höfn.“ Uppi á sviðinu kynnir Bald- ur Georgs fyrsta atriðið, það eru 2 Eddies, sem leika ýmsar kúrekalistir með lasso og svipu með aðstoð hundsins Whisky. Síðan tekur hvað við af öðru. Oharleton-skopstæl- ing Flynmhjónanna, galdrar Samsons og diska-leikur Jacks Mayend og Jeanette (sem m.a. hafa komið fram í „The Ed Sullivan Show“ í bandaríska sjónvarpinu). Það fer þytur um salinn þegar diskurinn sem trónar þarna uppi í há- löftunum ofan á sjö til tíu trépinnum riðar til og undir- staðan sveigist hérumbil yfir allt sviðið. Hundarnir sjö þeirra Schnappshjónanna koma næstir og leika ýmsar listir. Þá koma línudansarar og ganga upp stiga á línunni ofl. og Eddie Andrews leikur það meira að segja að fara eftir línunni í tunnu. Léó Gaston leggur niður minnstu munnhörpu í heimi og spilar „O sole mio“ á fína, bláa blöðru. Svo býr hann til tvo hunda og einn gíraffa fyrir lukkulega krakka á fyreta befck. Síðast kemur Lára upp á sviðið til hans og hún var orðin níu ára og allt of mikil dama, sagði Gaston, til þess að leika sér með svona smábarna dót, og þessvegna fékk Lára hatf, svo fínan og stóran að hann sást hérumbil ofan af efsta bekk. — Hvað ætlarðu að gera við fína hattinn, Lára? spurði ég. — Fara með hann heim, sagði Lára og fannst þetta vist ósköp heimskuleg spurning. — Hvernig þá — í strætó? — Nej, ég verð keyrð, — Og heldurðu að hatturinn komist inn í bílinn? — Ja-á, ætli það ekki. — Ekkert lízt mér á það, sagði ég. Hvernig bíll er þetta sem þú ætlar í? — Volkswagen. — Ég held varla, að hattur inn þinn komist inn í Volks- wagen sagði ég. Hvað gerirðu þá? Það runnu tvær grímur á Lóru undir fína hattinum, en svo brosti hún og sagði: „Þá fer ég bara labbandi." í þessu komu Jack og Jeanette aftur inn á sviðið og léku nú ýmsar listir á háhjóli. — „Og nú ætlar Samson að búa til blómagarð" sagði Bald ur — og mikið rétt, Samson kom inn í síðkápu einni mik- illi og stráði um sig marglit- um vasaklútum og tíndi til blóm og borð og blóm og borð og meiri blóm og meiri borð og dálítið meira af vasaklút- um og enn meiri blóm — „Ó pabbi," sagði pínulítil hnáta við hliðina á mér, „þetta er svo fallegt." Baldur og Konni spjölluðu saman meðan verið var að undirbúa næsta og síðasta at- riðið. — „Nú koma aparnir“ sagði strákurinn fyrir aftan mig við systur sína. Og aparn- ir komu og léku listir sínar, fóru um sviðið á hjólum og hlaupum og stökkum, klifruðu upp háa stöng og stóðu á ,Og þú getur verið viss um það, að engin dama í Reykjavík á svona fínan hatt“, segir Léo Gaston við Láru. Þarna hjóla Jimmy og Charlie um sviðið þvert og endilangt og skemmta sér konunglega. Þarna stendur Bob Flynn á höfðinu á konunni sinni. halda niðri í sér andanum og svoleiðis.“ — Ég kinka kolli — „Nú og svo, þegar ég kunni að anda eftir öllum kúnstar- innar reglum og var semsagt, orðinn verulega andríkur," segir Gaston og hlær, „þá fór ég að nota þennan mikla anda til þess að blása í blöðrur. höndum, spásséruðu sig, með sólhlíf' og viðeigandi tilburð- um eftir línu og spiluðu meira að segja á hljóðfæri. „Mér finnst nú mest gaman að öpun um“ sögðu systkinin fyrir aft- an þegar ég spurði þau. „En heyrðu, hverju skrifarðu þetta allt saman niður?“ „Af því að það á að koma í Morg- unblaðið“ sagði ég. „Á morg- un?“ spurði strákur og var spenntur. „Nei, á hinn daginn“ sagði ég. Við töluðum aðeins við blöðrumeistarann Gaston eft- ir sýninguna. Hann sagði að það væri alltaf gaman að leika við krakika — og það gerði ekkert til þó hann talaði dönsku, því „þau skilja mig samt. Krakkar og kvenfólk veit alltaf hvað maður er að fara, hvort sem maður segir nokkuð eða ekki“. „Tók ekki langan tíma að æfa þetta blöðru-stúss allt saman?“ spurði ég. „Jú, mikil ósköp, tíma tók það“ sagði Gaston. „Vitið þér hvernig stóð annars á því að ég byrjaði á þessu? — Það var nefnilega þannig að fyrst spilaði ég á munn- hörpu og til þess þarf maður að læra að anda rétt og að Cirkus suður á Melum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.