Morgunblaðið - 09.04.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.04.1964, Blaðsíða 19
A'' Fimmiudagur 9. apríl 1964 MORGUNBLAÐIÐ 19 Arni Ketilbjarnar: „Hingað og ekki lengra“ Á ÖRL.AGASTUNDU, þegar heið ur og sómi ættjarðarinnar kallar, ber öllum Islendingum að standa saman sem einn maður til varnar Jieiðri ættjarðarinnar, auðvitað vita allir að þegar talað er um íslendinga, eru kommúnistar und anskildir, sökum þess að þeir eru fjarstýrðir og föðurland þeirra, heimkynni heimskommúnismans. Víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags hafa nú verið í fullum gangi allt síðastliðið ár, og vald- ið miklum truflunum á öllu efna Ihagskerfi þjóðarinnar. Hafa lifs- kjör almennings síður en svo Ibatnað við þessa öfugþróun í efnahagslífi okkar, end.a ekki til þess ætlast af forsprökkum þeim sem fyrir þessum skemmdarverk tun hafa staðið. Eins og allir vita, sem komnir eru til vits og ára, vilja ' and- stöðuflokkar ríkisstjórnarinnar þessa þróim mála, burt séð frá Ibúðir óskast Höfum verið beðnir að útvega m. a.: 4ra til 5 herb. íbúðarhæð, með sér inng., helzt á hitaveitu svæði. Útb. allt að 600 þús. 5 herb. íbúð á 1. hæð. Æski- legt að bílskúr fylgi. Útb. allt að 700 þús. 3ja herb. íbúð í Vesturbænum. Útb. 400 þús. Tvíbýlishús með 5 herb. íbúð á hvorri hæð. Þarf að vera vandað hús en ekki endi- lega alveg nýtt. Erum oft beðnir um 5—6 her- bergja íibúðir með fjórum svefnherbergjum. HÖFUM EINNIG KAUPEND- UR að 3ja—3ja herb. íbúð- um og tökum að okkur að selja húseignir af öllum stærðum. Reynið viðskiptin. Hringið í síma 32790. Mátflutningsskrlfstofa: ÞorvarSur K. Þorsteinsson Miklubraut 74. Fasteignaviðsklpti: GuSmundur Tryggvason Slmi 22790. því hvað fólkinu er fyrir beztu, og ef haldið verður áfram á sömu braut á komandi ári, þýðir það óðaverðbólgu í landinu, gengis- fellingu og versnandi lífskjör ís- lendinga, sem svo leiðir til al- mennrar fátæktar, atvinnuleysis, vöruskorts og þar af leiðandi skömmtun allrar nauðsynjavara. Stjórnarflokkarnir verða nú að spyrna við fótum ef ekki eiga að skapast vandræðatímar á landi hér, ríkisstjórnin, sem mikill meiriihluti íslendinga kaus í síð- ustu kosníngum, verður augvitað að hafa forgöngu um þessi björg unarmál, og duga þá engin vetl- ingatök. Taka verður fyrir allar kauplhækkanir, nema til þess að samræma kaupgjald meðal stétta. Þá verða verðlagsyfirvöldin að hafa góða stjórn á öllum verð- lagsmálum og sjá um’ að vörur hækki ekki í verði, auka verður verðlagseftirlitið og afnema með öllu frjálsa álagningu. Allir geta séð, sem augun hafa opin, að þjóðin er nú komin útí ógöngur, og kann auðsjáanlega ekki fótum sínum forráð, verður þvi að grípa til óvenjulegra að- gerða, enda þótt þær verði ekki vinsælar í bili. Stöðvunarleiðin verður örugglega bezta leiðin út úr þessum ógöngum, og mun minnst skerða afkomumöguleika og lífskjör almennings. Ef haldið verður áfram á sömu braut ófarnaðar sem við höfum nú gengið síðustu árin, stöðugar víxlhækkanir kaupgjalds og verð lags, og haldið verður áfram að úthluta okkur. kauphækkunum sem einskis virði eru og allar hverfa í hít verðbólgunnar, sgá allir heilvita menn að íslending- ar eru ekki færir um að stjórna málum sínum, þjóðin er því sann arlega í mikilli hættu stödd um þessar mimdir, og því þörf skjótra aðgerða. Væri nú ekki rétt, vegna hinn- ar miklu hættu, sem að okkur steðjar, að taka Framsóknar- menn inná stjórnarheimilið, og reyna að kenna þeim, hvernig ábyrgur stjórnmálaflokkur á að reynast í samvinnu og samstarfi við aðra sér betri samstarfs- flokka. Sannleikurinn er sá, að fjöldi Framsóknarmanna eru hin ir beztu þjóðfélagsjr>orgarar, og ef þeir mættu ráða gang mála er Iífstíðar úrið. Ekkert úr er betra en LONGINES. Fjölbreytt úrval hjá Guðna A. Jónssynl Öldugötu 11 R.v.k. innan flokksins, væri málum bet ur komið, en því er ekki að heilsa, bæjarradikalar ráða þar lögum og lofum, og eru vinnu- brögð þeirra náskyld hreinum kommúnisma, á þessu þyrfti að verða breyting hið bráðasta og skemmdarvörgunum ýtt til hlið ar. Þetta er verk sem hinir gætn ari og betri framsóknarmenn verða að koma í framkvæmd hið allra fyrsta. í sannleika sagt, þá held ég að forystumönnum stjórnarflokk anna þurfi ekki að bera kvíðboga fyrir óvinsældum vegna fyrirthug aðra björgunaraðgerða, að minnsta kosti yrðu slíkar óvin- sældir ekki nema til bráðabirgða, því allir menn með heilbrigða hugsun sjá og skilja þörf slíkra aðgerða. Eins og ég hefi áður minnzt á í þessari grein minni, telja marg ir að stöðvunarleiðin skerði minnst hagsmuni a'mennings. Ef svo reynist og sýnist að dómi hinna beztu manna er sjálfsagt að fara þá leið, en fleiri hliðar- aðgerða þarf ef vel á að takast um þessi björgunarmál, svo sem endurskoðun á vinnulöggjöf okk- ar, sem lörtgu er orðin úrelt og úr sér gengin, þá þarf að breyta ýmsu fleiru, svo sem sveit- arstjórnarlögum í sambandi við útsvarsgreiðslur almennings og fleiru. Áríðandi er, að Alþingi og rík isstjóm taki þessi mál föstum tökum, og hraði afgreiðslu þeirra. — Stuðningsmenn stjórnar- flokkanna krefjast skjótra og raunhæfra aðgerða. Tímamót eru nú fyrir dyrum í sögu lands og þjóðar, og ræður hamingja lands vors hversu fer um þau mál sem nú eru hæst á baugi, en farnist okkur vel í sam bandi við efnahagsmál okkar, og fyrir margháttaða umbótalöggjöf síðustu ára, eru miklir möguleik ar fyrir hendi á fyrirmyndar vel ferðarriki. Þess vegna er krafan í dag: „Hingað og ekki lengra“. Árni Ketilbjarnar. Ung sópransöngkona syngur með Sinfóníuhljómsveitinni í KVÖLD hefur Sinfóníuhljóm- sveit íslands þrettándu tónleika starfsársins í Háskólabíói, undir stjóm Igors Buketoffs. Einsöng- vari með hljómsveitinni er að þessu sinni ung dönsk sópran- söngkona Lone Koppel, sem hér dvelzt um þessar mundir ásamt föður sínum, Hermanni Koppel, prófessor í píanóleik við kon- unglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Jafnframt er prófessor Koppel með þekktari núlifandi tónskáldum Dana og mun hann leika fyrir Ríkisút- varpið píanókonsert sinn nr. 4. ásamt Sinfóníuhljómsveitinni. Á efnisskrá hljómleikanna í kvöld eru eftirfarandi verk; for- leikur að óperunni „Oberon“ eft- ir Carl Maria von Weber, aríux úr óperum eftir Verdi og Pucc- ini, Fantasia um stef eftir Thom- as Tallis fyrir strokkvartett og tvískipta strokhljómsveit eftir Ralph Vaughan Williams og loks Symfónía nr. 1 op. 4 eftir Ykhon Khrennikov. Hafa verk eftir hins síðasttalda ekki verið flutt hér fyrr. Blaðamenn hittu í gær söng- konuna ungu og föður hennar, ásamt stjórnandanum Buketoff, Gunnari Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra og Árni Krist- jánssyni, forstöðumanni tónlist- ardeildar Ríkisútvarpsins. Skýrðu þeir svo frá, að Lone Koppel væri hin ágætasta söngkona, þótt ung væri að árum — aðeins 25 ára — og töldu óhætt að spá því, að nafn hennar yrði heimsþekkt innan fárra ára. Lone Koppel er fædd og upp- alin í Kaupmannahöfn og stund- aði tónlistarnám við konunglega tónlistarháskólann í Höfn á ár- unum 1956 — 1960. Var kennari hennar þar frú Dóra Sigurðs- son, sem vart þarf að kynna ís- lendingum. Fyrstu sjálfstæðu tónleikana hélt Lone Koppel í Kaupmannahöfn árið 1961 með aðsto'ð föður síns, en árið eftir söng hún í fyrsta sinn í óperu. Hún hefur verið fastráðin við konunglegu óperuna í Kaup- mannahöfn síðustu tvö árin en jafnframt komið fram víða er- lendis, m.a. á Þýzkalandi og Bretlandi auk Norðurlandanna. Koppel-fjölskyldan er mikil músik-fjölskylda. Eiga prófessof Koppel Oig kona hans fjögur börn sem öll fást við tónlist. Elzta dóttirin Teresa er píanó- leikari, og dvelzt um þessar Lone Koppel mundir í Bandaríkjunum. Sonur þeirra Thomas, 19 ára að aldri, stundar nám í píanóleik og tón- smíðum við tónlistarháskólann og hefur nýlega fengið óperu tekna til flutnings hjá konung- legu óperunni. Er ópera hans byggð á ævintýrinu „Historien om min mor“ eftir H.C. And- ersen. Loks leikur yngsta bam þeirra, Andreas á klarinett. Bróðir prófessorsins Julius, Koppel, er einmg hljóðfæraleik- ari, leikur með hljómsveit kon- unglega leikhússins, — og fleiri úr fjölskyldunni eru við tónlist-- ina riðnir, meira eða minna. Þetta er í -fyrsta sinn sem prófessor Koppel og dóttir hans koma til íslands og lýstu þau mikilli ánægju sinni yfir kom- unni. Þau kváðust eiga vini og kunningja meðal fslendinga í Kaupmannahöfn og mjög hafa hlakkað til að sjá land þeirra. Hefðu þau sízt orðið fyrir von- brig'ðum, á leiðinni hefðu þau m.a. flogið yfir Surtsey — „og fyrir okkur Dani er það hreint ævintýri að sjá eldgos", sagði prófessorinn. Sem fyrr segir mun hann leika fyrir útvarpið með sinfóníuhljómsveitinni, píanókonsert sinn númer 4, sem frumfluttur var fyrir u.þ.b. ári í Odense. Eitt kunnasta verk hans er píanókoncert númer þrjú, sem hefur víða verið leikinn og kom m.a. fram á fundinum, að Buketoff hljómsveitarstjóri átti af honum segulbandsupptöku, Koppel, prófessor til augljósrar og mjög óvæntrar ánægju. Þess má að lokum geta, að Buketoff hljómsveitarstjóri er nú ‘senn á förum, en hann kemur aftur, innan skamms og stjórn- ar væntanlega tveim síðustu hljómleikum hljómsveitarinnar. Þá verða líklega haldnir bafna- tónleikar aftur í maí, þar sem hljómleikgrnir í sfðustu viku tók ust með afbrigðum vel. Fóstruskóiinn í fræðslukerfið Á FUNDI Kvenréttindafélags fslands í marz flutti Valborg Sigurðardöttir skólastjóri erindi um Fóstruskólann. Ræddi hún nokkuð tildrög og stofnun s'kólans og starfshætti. Kom glöggt í ljós, áð betur þarf að búa að skólanum og mikil þörf er á fóstrum með fjölgun barnaheimila víðsvegar um land- ið. Urðu allmiklar umræður' að loknu erindi skólastjórans. Að lokum var svöhljóðandi til- laga samþykkt: Fundur haldinn í K.R.F.f. 17. marz, 1964 beinir þeim eindregnu tilmælum til- menntamálaráðherra að hann beiti sér fyrir að Fóstruskólinn verði tekinn inn í fræðslu'kerfi ríkisins, aukinn og endurbættur svo hann fullnægi þörfum þjóð- félagsins. Róm, 7. apríl (NTB) t Páll páfi VI skýrði frá því í dag, að sett yrði á fót nefnd, sem semja ætti reglur um afstöðu kaþólsku kirkjunn ar til blaða, útvarps, sjónvarps og kvikmynda. fTHRIGE RAHmíUR Höfum fyrirliggjandi: 200 — 300 — 500 og 1000 kg rafmagnstalíur. Útvegum með stuttum fyrirvara allt að 10 tonna TALÍUR. " m 1 LUDVIG STORR 1 f Tæknideild Sími 1-16-20 THRIGE er heimsþekkt dönsk framleiðsla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.