Morgunblaðið - 09.04.1964, Blaðsíða 8
8
MORGU N BLADIÐ
i
Fimmtudagur 9. apríl 1964
Fjármálaráðherra svarar fyrirspurnum um áfallna r ríkisábyrgðir.
FUNDUR var i gær í sameinuðu
Alþingi. Á dagskrá voru tvær
fyrirspurnir um ríkisábyrgðir og
greiðslur riklssjóðs þeirra vegna.
Fjámálaráðherra, Ounnar Thor-
oddsen svaraði þessum fyrir-
spurnum.
Þá voru fluttar framsögur fyrir
þremur þingsályktunartillögum.
Páll Þorsteinsson ir^elti fyrir til-
lögu um rannsókn á þörf atvinnu
veganna fyrir tæknimenntað
fótk. Þórarinn Þórarinsson mælti
fyrir tillögu sinni um samvinnu
við aðila vestan hafs um rann-
FYRIR SKÖMMU var lögð fram
á Alþingi tillaga til þingsálykt-
unar um endurskoðun laga um
félagsheimili og um eflingu fé-
lagsheimilasjóðs. Flutningsmenn
hennar eru þeir Sigurður Bjarna
son, Benedikt Gröndal, Sverrir
Hermannsson, Gunnar Gíslason
og Gísli Guðmundsson.
Tillagan er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að láta fara fram
endurskoðun á gildandi lög-
um um félagsheimili með það
fyrir augum að félagsheimila-
sjóður verði efldur og að eðli-
leg skilyrði heilbrigðs félags- og
menningarlífs verði sköpuð í
sem flestum byggðarlögum lands
ins. Jafnframt verði ráðið fram
úr þeim vandræðum, sem fjár-
skortur félagsheimilasjóðs hefur
valdið einstökum héruðum. Skal
þessari endurskoðun lokið fyrir
samkomudag næsta reglulegs A1
þingis“.
í greinargerð er skýrt frá því
a9 í árslok 1962 hafi 77 félags-
heimili verið á úthlutunarskrá
hjá félagsheimilasjóði. Var 22
þeirra fulllokið en 55 voru í
byggingu. Til þess að sjóðurinn
gæti staðið í sklum með 40%
byggingarkostnaðar við þessi 77
félagsheimili skorti hann þá 24
sóknir á landafundum íslendinga
í Vesturheimi. Þá mælti Karl
Kristjánsson fyrir tillögu allra
þingmanna Norðurlandskjördæm
is eystra um rannsókn á starfs-
grundvelli og kostnaði við fóður
iðnaðarverksmiðju á Norðaustur
landi.
Fyrirspurnir um rikisábyrgðir
Fyrirspurnirnar vou fá Hall-
dóri E. Sigurðssyni og Helga
Bergs, og hin frá Gils Guðmunds
syni. Hin fyrrnefntía var um, hve
mikið ríkisábyrgðasjóður hefði
millj. kr. Einstök félagsheimili,
sem orðin voru fokheld eða bygg
ing þeirra jafnvel lengra á veg
komin, hafa svo til engan stuðn-
ing hlotið hjá félagsheimiliasjóði.
Veldur þetta mörgum byggðar-
lögum miklum erfiðleikum og
stendur félagslífi þeirra fyrir
þrifum, segja flutningsmenn í
greinargerð sinni.
Öðru hverju hafi heyrzt radd
ir um það, að félagsheimili séu
gróðrarstía spillingar og upp-
lausnar. Vitanlega sé framkoma
fólks á samkomum þar misjöfn
eins og gengur og gerist í skemmt
analífi þjóðarinnar almennt. En
óhætt er að fullyrða að einmitt
hin nýju og fallegu félagsheimili
sem byggð hafa verið víðsvegar
um land, hafi átt ríkan þátt í að
bæta samkomubrag og setja
meiri menningarsvip á hinar
ýmsu greinar félagslífsins. Að-
staðan til löggæzlu og eftirlits er
þar og stórum betri en í hinum
gömlu og fegurðarsnauðu kumb
öldum, sem fólkið varð áður að
sætta sig við. En vitanlega ber
brýna nauðsyn til þess að draga
úr óreglu og drykkjuskap á sam
komum, ekki aðeins í félagsheim
ilum, heldur og í öðrum sam-
komuhúsum og veitingastöðum,
segir í greinargerðinni.
greitt vegna ríkisábyrgða á árinu
1963, fyrir hverja og hve mikið
fyrir hvern aðila. Fyrirspurn Gils
var efnislega
^sambljóða, en
g * A n“ði einnig til
ársins 1962.
Helgi Bergs
fylgdi fyrir-
spurninni úr
hlaði með nokkr
um orðum. Sagði
hann þetta þýð-
ingarmikið mál
varðandi fjátíhag ríkisins og því
eolilegt að spurt væri.
Gunnar Thoroddsen, fjármála
ráðherra svaraði fyrirspurninni.
Hann kvaðst hafa skýrt frá því
við afgreiðslu ríkisreikningsins
1962, að með ríkisreikningnum
1963 myndi fylgja skýrsla yfir
greiddar ríkisábyrgðir fyrir ár-
in 1962 og 1963. Ríkisreikningur-
inn 1963 væri
hins vegar enn
ekki tilbúinn, —
(verður væntan
lega tilbúinn í
haust, innskot
Mbl.) og hefði
hann því látið
gera úrdrátt úr
ríkisreikningn-
um varðandi
greiddar ríkisábyrgðir. Þetta
væri mjög langt mál og flóknar
tölur og hefði hann því látið af-
henda fjárveitinganefnd og fyrir
spyrjendum svörin skriflega,
enda mundi taka mjög langan
tíma að lesa þau upp. Vonaði ráð
herrann að þetta yrði talið full-
nægjandi.
Fyrirspyrjandi, Helgi Bergs,
kvað sér ekki hafa unnist tími til
þess að kynna sér efni skýrsl-
unnar, sem virtist vera fullnægj
andi. Hann þakkaði ráðherran-
um fyrir svörin.
Þessu næst tók Gils Gnðmunds
son til máls, enda þótt ráðherra
hefði þegar svaráð fyrirspurn
hans. Gils taldi nauðsynlegt, að
þingi og þjóð gæfist kostruur á
því að fylgjast með þessum mál-
um. Þá gagnrýndi þingmaðurinn,
að somu aðilar sem ekki stæðu
í skilum við rikisábyrgðarsjóð,
virtust geta komizt yfir fjármuni
til frekari fjárfestingar og eigna-
aukningar.
Gunnar Thoroddsen fjármála-
ráðherra, sagði -fyrirspurnirnar
efnislega samhljóða, nema hin síð
ari tæki einnig til ársins 1962.
Hann hefði því talið eðlilegt að
svara þeim báðum í einu. Væri
því ekki ástæða til þess að fara
lengra út í það efni.
Vegna ummæla Gils Guð-
mundssonar, sagði ráðherrann,
að ríkisábyrgðirnar hefðu verið
komnar út í nokkurt öngþveiti
fyrir nokkrúm árum. Árið 1961
hefðu hins vegar verið sett lög
um ríkisábyrgðir og 1962 um rík
isábyrgðarsjóð til meira aðhalds
og eftirlits. Væri góður árangur
af þeirri löggjöf þegar kominn
í ljós.
Það hefði mátt búast við því,
að ábyrgðir frá því fyrir 1960
héldu áfram að falla á ríkið, en
ástæða væri til þess að vonast
til, að lögin myndu í framtíð-
inni valda gjörbreytingu í þess-
um málum. Reynslan frá síðast-
liðnu ári renndu stoðum undir
þetta, því að áfallnar ábyrgðir
1963 hefðu verið mun lægri en
árið á undan.
Gísli Guðmundsson gerði at-
hugasemd við það, að hinu skrif
lega svari ráðherrans skyldi ekki
dreift til allra þingmanna.
Bergur Sigurbjörnsson, vara-
þingmaður kommúnista, sagði
hér um að ræða nýstárlega að-
ferð við að svara fyispunum og
kvaðst vona að með því færi
ekki fordæmi. Hann sagði svar
ráðherrans þannig ekki koma í
Aiþingistíðindum.
Gunar Thoroddsen sagði það
rétt, að svarið væri með nýstár-
legum hætti, enda væru fyrir-
spurnirnar nýstárlegar, að því
leyti að hér væri _purt um mál-
efni, sem væri mjög sundurliðað
og flókið og yrði munnlegt svar
því alltof ýtarlegt og tímafrekt
og myndi það taka margar
klukkustundir að lesa upp tæm-
andi skýrslu um þetta mál.
Það væri sjálfsagt að veita
þær upplýsingar, sem um væri
spurt. Það hefði verið gert með
skýrslum þeim, sam afhentar
hefðu verið fjárveitinganefnd og
fyrirspyrj endum. Sérhver þing-
maður gæti fengið þessa skýrslu,
en þessar upplýsingar myndu þó
allar koma fram í ríkisreikningn
um, sem væri opinbert plagg.
Rétt hafi þótt að afhenda fjár
veitinganefnd og. fyrirspyrjend-
um skýrsluna strax, en sjálfsagt
væri að senda þingmönnum
skýrsluna, þegar hún hefur ver-
ið prentuð eða fjölrituð.
Nokkrar frekari umræður urðu
um þetta mál, en fátt nýtt kom
fram.
í UMRÆÐUNUM um stofn-
lánadeildarfrumvarpið s. L
þriðjudag minntist Páll Þor
steinsson á málshöfðun nokk
urra búnaðarsamibanda gegn
Búnaðarþankanum og land-
búnaðarráðherra vegna 1 %
gjaldsins til
stofnlánadeildar
landbúnaðarins.
Sagði hann mál
þetta hafið í um
boði bændasam-
takanna og hefði
ekki áður komið
:il slíkrar ináls-
höfðunar vegna
máls, sem stjórn
arflokkar legðu á'herzlu á.
Ingólfur Jónsson, landbún-
aðaráðherra, svaraði þessum
fullyrðingum þingmannsins og
leiðrétti, að þessi málshöfð-
un væri í um-
boði bændasam-
takanna. Að
henni stæðu að
eins nokkur bún
aðarsambönd og
hin smærri. Það
væri greinilegt
að meirihluti
bænda stæði ut-
an við þessa
undarlegu málshöfðun.
Ráðherrann kvað málsihöfð-
unina algjört einsdæmi og
mundi vitnað til hennar síðar,
þegar stofnlánadeildin hefði
eflst, að nokkur hópur bænda
hefði hafið málaferli, þegar
verið var að byggja upp
trausta lánastofnun landbún-
aðinum til hagsbóta. Ráðherr-
ann endurtók, að augljóst
væri að mikill meirilhluti
bændastéttarinnar hefði neit
að að taka þátt í þessu frum
hlaupi.
Efling félagsheimilasjóðs
Tillaga fimm alþingismanna
KVIKMYNDIR
NÝJA BÍÓ:
Liljukórinn ■ Kristskirkju
Ljóshærðar konur á Capri.
ÞETTA er þýzk litkvikmynd með
dönskum texta. Rómantísk ást,
náttúruunaður, umhverfi líka
fagurt. Mikill hluti myndarinnar
gerist á hinni fögru eyju Capri,
rétt hjá Napoli á Suður-Ítalíu.
Þýzk blómarós reisir þangað, ó-
sátt við kærasta sinn og leitar
sér huggunar í hinu fagra um-
hverfi og mikla ferðamanna-
straumi, sem jafnan leggur leið
sína til Capri. „Caprisveinar“
láta óspart í ljós áhuga sinn fyr
ir líkamlegri velferð hennar, en
UM síðustu helgi voru stofnaðar
3 félagsdeildir á Austurlandi
í Norræna félaginu: á Egilsstöð-
um, fyrir Egilsstaði og Fljótsdals
hérað, á Seyðisfirði og á Eski-
firði.
Magnús Gíslason, framkvæmda
stjóri N. F. flutti erindi á stofn-
fundunum um Norrænu félögin
skipulag þeirra og markmið og
sýndi litkvikmynd frá Dan-
mörku. Stofnendur hverrar fé-
lagsdeildar voru rösklega 30.
í stjórn Norræna félagsins á
Eeilsstöðum eru: Þórður Bene-
lengi vel kann hún ekki að meta
áhuga þeirra.
Loks skýtur hún sig í einum og
hann í henni, og hið fagra um-
hverfi gerir sitt til að gæða til-
hugalíf þeirra töfrandi róman-
tík. En þá verður meyjunni það
á, sem stundum hefur leikið
blessaða rómantíkina grátt: hún
fer að hugsa. Það kostar hana
næstum lífið, en allt fer vel að
lokum, og mærin hoppar inn í
það heilaga og er ekki lengur
mær.
Þetta er létt mynd, gerir ekki
miklar kröfur og lætur lítið yfir
sér. En hún er fremur hugþekk,
og ég held hún spilli engum.
diktsson, skólastjóri á Egilsstöð-
um formaður og meðstjórnendur
Ármann Halldórsson, kennari
Eiðum, Gissur Erlingsson, stöðv-
arstjóri Eiðum, Þórarinn Þórar-
insson skólastjóri, Eiðum og Þor
steinn Sigurðsson, héraðslæknir,
Egilsstöðum.
Á Seyðisfirði var Steinn Stef-
ánsson, skólastjóri, kjörinn for-
maður deildarinnar en með-
stjórnendur eru: Ástvaldur
Kristofersson, framkvæmda-
stjóri, Guðlaugur Jónsson, ræðis
maður, Guðmundur Þórðarson,
kennari, Hörður Hjartarson,
símavarðstjóri.
Arnþór Jensen, kaupmaður
var kjörinn formaður Norræna
félagsins á Eskifirði, en með-
stjórnendur eru: Guðmundur
Auðbjörnsson, málarameistari,
Kristján Ingólfsson, skólastjóri,
Kristján Sigurðsson, kaupfélags-
stjóri og Óli Guðbrandsson fyrr-
um skólastjóri.
Félagsdeildir Norræna félags-
ins eru nú alls 26, þar af 4 á Aust
urlandi. Auk þeirra þriggja, sem
áður eru nefndar, er félagsdeild
starfandi í Neskaupstað, en þar
var deild stofnuð vorið 1958, og
er Gunnar Ólafsson, skólastjóri
formaður hennar. Vinabæir Nes-
kaupstaðar eru Esbjerg í Dan-
mörku, Stavanger í Noregi,
Jyváskyláa í Finnlandi og Eskils
tuna í Svíþjóð.
Framkvæmdastjóri Norræna
félagsins heimsótti einnig Nes-
kaupstað og sat stjórnarfund fé-
lagsdeildarinnar, þar sem m. a.
var rætt um væntanlega vina-
bæjarferð til Norðurlanda í sum
Góð aflabrögð
Stykkishólmsbáta
Stykkishólmi, 1. apríl
SEINASTA vikan í marz var af-
burðagóð hvað aflabrögð snerti
í Stykkishólmi. Þá fengust á 5
báta alls 802 tonn og eru bátar
nú búnir að afla jafn mi'kið ef
ekki meira en á allri vertíðinni
í fyrra. Með hæstan afla í þess-
LILJUKÓRINN, sem starfað hef-
ur um hríð undir stjórn Jóns Ás-
geirssonar tónskálds og nokkrum
sinnum látið til sín heyra í út-
varpinu, hélt tónleika í Krists-
kirkju í Landakoti í fyrrakvöld,
og munu það vera fyrstu opin-
beru tónleikar kórsins.
Söngskráin var löng og fjöl-
breytt — raunar miklu lengri en
góðu hófi gegnir, eða svo mun
nokkuð mörgum hafa þótt í hin-
um fjölmenna hópi áheyrenda, er
dæmdir voru til að sitja hreyf-
ingarlausir á miður þægilegum
kirkjubekkjum hátt á aðra
klukkustund. Er þetta til varn-
aðar í framtíðinni.
Meðal verkefna kórsins voru
átta íslenzk kirkjulög, flest
gömul, öll útsett eða samin af ís-
lenzkum mönnum, þar af þrjú, er
söngstjórinn hafði fært í búning.
Þarna var smælki innan um, en
þó margt fallegt og vel gert, og
var þessi flokkur ánægjulegur
ari viku er Straumnesið, sem
fék'k alls 190 tonn, skipstjóri Ólaf
r Sighvatsson.
Veður um páskana var hér
eins og víða annarsstaðar mjög
leiðinlegt, rigning eða súld og
kalsi allan tímann. Margt fóHk
kom á Snæfellsnes og hugðist
eyða páskahelginni hér, en mun
hafa haft lítið upp úr. í dag er
hinsvegar einmuna blíða og logn
og sól hefir verið í alla.. dag
vottur um þann nýja áhuga á
gömlum kirkjusöng, sem nú er
að breiðast út hér á landi. Þá
voru og svipmikil fimm gömul
lútersk sálmalög í útsetningum
Bachs og ekki síður fjórir þættir
úr messu eftir Palestrina.
Kórinn er vel æfður, söngur-
inn yfirleitt hreinn og blæfagur
og allblæbrigðaríkur. En nokkuð
skortir á jafnvægi raddanna til
þess að „pólífón“ músík njóti sín
til fulls: efsta röddin er áberandi
sterkust og virðist hafa mestu
mannvali á að skipa.
Einn þáttur efnisskrárinnar
voru sex einsöngslög, sem fjórir
söngmenn kórsins skiptu milli
sín. Mun þetta hafa verið ætlað
til tilbreytni en náði ekki til-
gangi sínum og lengdi tónleikana
úr hófi. Fóru þó þessir söng-
menn, sem allir munu vera lítt
reyndir nema Einar Sturluson,
vel md$ margt, og sumar radd-
irnar virðast búa yfir miklum
möguleikum. En vilja menn ekki
hætta að syngja og láta syngja
Faðir vor undir þessu ómerkilega
lagi og þar á ofan með afbökuð-
um texta? Eða getur hver og
einn farið með þessa helgustu
bæn kristinna manna eins og
honum sýnist?
Haukur Guðlaugsson aðstoð-
aði einsöngvarana og lék auk
þess einleik á orgel Ciacona í
f-moll eftir Pachelbel. Fór hon
um hvorttveggja forkunnarvei
úx hendi.
Jón Þórarinsson.
Félagsdeildir Norræna
félagsins á Austfjörðum
ar.