Morgunblaðið - 25.04.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.1964, Blaðsíða 2
2 MORC U N B LAÐIÐ Fimmtudagur 23. apríl 1964 Refsing Scaggs Frá fundi landbúnaðarráðherra Norðurlanda í Helsingfors 21. apríl. Frá vinstri: Karl Skytte Danmörku), Ingólfur Jónsson, Samuli Suomela (Finnlandi), Leif Granli (Noregi) og Eric Holmqvist (Sviþjóð. Fundur landbúnaðarráðherra Norðurianda í Helsingfors Næsli fundur í Reykjavík í sumar FDNDUR landbúnaðarráð- herra á Norðurlöndum var haidinn í Helsingfors sl. jiriðjudag, 21. apríl. Norræna samvinnunefndin um landbúnaðarmál hélt undir búningsfund í Kaupmanna- höfn 14. april sl. og samþykkti dagskrá ráðstefnunnar. Helztu umræðuefni ráð- herrafundarins voru fram- leiðsla landbúnaðarafurða og sala þeirra meðal Norðurlanda innbyrðis og á heimsmrkaðin- um. >á var rætt um rannsókn- ir í landbúnaði, stofnun norr- ænnar rannsóknarstofunar, sem fjallaði um samvinnu Norður- landa í landbúnaði, fríverzlunar svæðið, tollamál o. fl. Ingólfur Jónsson, landbúnað arráðherra, sagði íslendinga ánægða með þátttöku í norr- ænu samstarfi. íslendingar gerðu sér Ijósa grein þess, hve mikilvægt gildi norrænnar samvinnu væri, enda gerðu þeir sér allmiklar vonir um raunhæfa þýðingu hennar. T.d. hefðu þeir aldrei haft veruleg- ar áhyggjur af deilu SAS og Loftleiða, þar eð þeir væru vissir um, að gagnkvæmur skilningur hlyti að lokum að leiða málið farsællega til lykta. >á lýsti Ingólfur Jónsson ís- lenzkum landbúnaði og ís- lenzkri landbúnaðarlöggjöf í stuttu máli. Framleiðsla bú- vara ykist stöðugt, þótt því — Sambands- lýðveldi............ Framh. af bls. 1 farið að stjórnarskrá Tangany- ika. f ræðu, sem Karume, forseti Zanzibar hélt á fjöldafundi í höfuðborginni í dag, sagð hann m.a., að hið nýja Sambandslýð- veldi myndi fylgja hlutleysis- stefnu og stofnun þess myndi ekki skerða frelsi þegna Zanzi- bar. Landið þyrfti ekki að endur skoða afstöðu sína til erlendra ríkja og ákvörðunin um stofnun lýðveldisins hefði aðeins verið tekin með það fyrir augum, að bæta afkomu þegnanna og auka framfarirnar. Forsetanum var á I kaft fagnað. Skömmu eftir að byltngarráð ! ið tók við völdum í Zanzibar, kom i það á stjórnmálasambandi við mörg kommúnistaríki, þar á með al Kínverska Alþýðulýðveldið, en Bretar og Bandaríkjamenn við urkenndu byltingarráðið og Zanzibar sagði sig ekki úr berzka samveldinu. Kenya hefur lýst stuðningi sín um við Sambandslýðveldi Tanga nyika og Zanzibar, og kveðst stjórn landsins þess fullviss, að ákvörðunin um stofnun þess j væri heillavænlegt spor til ein : ingar A-Afríku. fólki fækkaði jafnt og þétt, sem að Iandbúnaði ynni. Væri sömu sögu að segja á íslandi að þessu leyti og á öðrum Norður- löndum. Ráðherra minntist á hina nýju löggjöf um aukinn styrk til jarðræiktar og fleiri framkvæmda í sveitum, sem mundi ýta undir framfarir í landbúnaði. >á drap Ingólfur Jónsson á útflutning landbúnaðarafurða frá íslandi, því að framleiðsla þeirra væri meiri en not væri fyrir í landinu sjálfu. Minntist hann aðallega á mjókurafurð- ir og kjötvöru í því sarrvbandi. Útflutningur dilkakjöts hefði á síðustu árum numið um 3.000 lestum árlega, og hefði meiri- hluti þess útflutnings farið til Bretlands, nokkuð til Noregs og Svíþjóðar og örlítið til Dan- merkur. Verð dilkakjötsins væri of lágt á erlendum mark- aði, miðað við gæði islenzka kjötsins. Taldi ráðherrann eðli legt, að Norðurlönd keyptu meira af dilkakjötinu íslenzka. I>á hefðu Norðmenn á undan förnum árum keypt nokkuð af islenzku saltkjöti. Væri það eftirsótt vara í Noregi, sem selzt hefði jafnóðum, og mætti auka þessa sölu miklu meira. Viðskiptajöfnuður íslands og Norðurlanda hefði verið þannig árið 1963, að íslendingar keyptu vörur frá Norðurlönd- um fyrir 1.290 milljónir króna, en seldu þangað vörur fyrir 653 millj. króna. Þetta hlut- fall þyrfti að breytast, og það hlyti að takast með raunhæf- um viðræðum og frekari upp- lýsingaskiptum. Norðurlönd gætu keypt héðan kjötafurðir, skinnavöru, saltsíld o. fl. í lok ráðherrafundarins hauð Ingólfur Jónsson, að næsti fundur yrði haldinn í Reykja- vik. Var því boði tekið með þökkum og ákveðið, að næsti fundur skyldi haldinn hér um mánaðamótin júlí og ágúst. Frá Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku mættu 5 menn með ráð herranum, en frá íslandi mætti með Ingólfi Jónssyni ráðherra, Árni Eylands, landbúnaðarfull- trúi við sendiráðið í Ósló. Ásirfing við n n ÁSIGLING varð í fyrradag um 3 sjómilur norð-vestur af Þrídröngum milli mb. Vinar, VE-17, og Halldórs Jónssonar, SH-217. Lenti Halldór Jónsson aftan til stjórnborðsmegin á Vini og brotnaði skjólborð og byrðingur niður að sjólínu. Enn- fremur urðu skemmdir á stýris- húsinu. Iæki kom að Vini, sem er 14 tonn að stærð, byggður úr eik í Vestmannaeyjum árið 1920, eign Benedikts F rimannssonar og Ólafs Ingibergssonar, sem er formaður á bátnum. Halldór Jónsson kallaði á Lóðsinn í Eyjum, sem kom á staðinn og dró Vin til hafnar. Engin meiðsli urðu á mönnum, en áhöfn Vinar er aðeins tveir menn. Týrcdi guilarm- bandskeð|u í GÆRKVÖLDI kom kona að máli við Morgunblaðið og kvaðst hafa týnt á leig heim úr vinnu gullarmbandskeðju með áhang- andi fána og keðju. Telur hún sig hafa týnt keðjunni á leiðinni Garðastræti vestur á Fi’amnes- veg. Konan leggur mikið upp úr því að fá keðjunna aftur og bið- ur finnanda vinsamlegast að hafa samband við sig í síma 20761 eftir hádegi í dag. Norsk ungmenni ingarstaura fyrir ísl. hcgg NORSKlR ungmennafélagar hafa nú fundið upp nýtt tóm- stundagaman: Að höggva og ganga frá girðingarsturum, sem senda skal til liðs skóg- ræktninni á íslandi. Meðlimir ungmeranafélags- ins „Fjellrosa 4 H“ í Sauda, sem er innst í firði skammt norðan Stafangurs, hafa tekið sig saman um þetta, og er takmar-kið að hver meðlimur gangi frá 5 girðingastaurum, og ungmennafélagið hefur hvatt öll „4 H“ félögin í Roga- landsfylki að gera slíkt hið sama. í Rogalandi eru alls 600—700 meðlimir, og ef allir ta,ka þátt í þessu, yrði það mikið safn staura, sem sent yrði til ís- lands í lok næsta mánaðar. Myndirnar hér að ofan sýna norsk ungmenni vinna við girðingarstaurana í skógi, sem er í eigu Lars II. Rafdal, skóg- va gir skógrækt fræðings. Rafdal hefur mikinn áhuga á skókrækt á íslandi og einnig á Vesturlandi í Noregi. Á myndirani til hægri er Thorunn Fosstveit, með fimm staura, sem hún hefur gengið frá, og á myndirani til vinstri sést formaður ungmeranafé- lagsins, Eriik Fosstveit, og Ole Halvor Rafdal. (Ljósm. Fredrik Koch). Konráð Guðmundsson. IForstjóra- c skipti við Hótel Sögu Þorvaldur hættir - Konráð tekur við f*ORVALDUR Guðmundsson, sem frá ársbyrjun 1960 hefur verið ráðunautur byggingar- nefndar Bændahallarinnar um stofnun, skipulagningu og bún að Hótel Sögu og veitt hefur hótelinu forstöðu á vegum byggingarnefndarinnar, síðan það tók til starfa í júlímánuði 1962, lætur af því starfi 1. júní nk. Hússtjórn Bændahallarinnar hefur ráðið Konráð Guðmunds son sem forstjóra Hótels Sögu frá sama tíma. Morgunblaðið átti í gær- kvöldi stutt samtal við Kon- ráð og spurðist fyrir um ,hvort nokkrar breytingar aðrar væru fyrirhugaðar á starfs- mannahaldi hótelsins. Konráð sagði, að það fólk, sem nú starfaði við Hótel Sögu, yrðií þar áfram og þar á meðal' Iheodór Ólafsson, sem yrði fulltrúi sinn, og Gunnar Ósk-| irsson, sem gegna muni áfram ítarfi sínu sem móttökustjóri. — Bandarikin..... Framh. af bls. 1 um væri að ræða, væru ekki leng ur nauðsynlegar. • Ráðherrann sagði, að i Banda- ríkjunum sjálfum yrðu 55 hern- aðarmannvirki tekin úr notkun, fyrst og fremst vopnaverksmiðj- ur og vopnabúr, en einnig nokkr- ar herstöðvar. Meðal þessara mannvirkja væru vopnabúr í Ne- braska og S-Dakota, ein herstöð flughersins í Louisiana. virki í Seattle, fjórar sjóflugvélastöðvar í Flórida og Virginíu, vopnaverk- smiðja sjóhersins I Illinois og oliuhreinsunarstöð I Oklahoma, sem yrði seld. Johnson, Bandarikjaforseti, skýrði frá því á fundi með frétta- mönnum í gaer, að dregið myndi úr útgjöldum til varnarmála og yrði það sem sparaðist notað i baráttunni gegn fátækt 1 Banda- ríkjunum. endanlega ákveðin Tulsa, Oklahoma 24. apríl (AP). RAYMOND W. Graham, dómari í Tulsa Oklahoma, skýrði frá því í dag, að dómur í máli J.D. Scaggs, sem skaut á íslenzku pilt ana Halldór Gestsson og Ketil Oddsson, yrði formlega kveðinn upp 7. mai nk. Scaggs var 9. april sl. fundiran sekur um að hafa skotið á Hall- dór Gestsson í þeim tilgangi að verða honum að bana og ákvað kviðdómur að refsings hans skyldi verða eins árs fangelsi og lagði til að það vrði skilorðs- bundið. Dómarinn, Raymond W- Graham, ræður úrslitum um hvort farið verður að tillögu kviðdómsins og kveður hann upp úrskurð sinn 7. maí nk., sem fyrr segir. Mál Ketils Oddssonar verður tekið fyrir síðar í Tulsa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.