Morgunblaðið - 25.04.1964, Síða 5

Morgunblaðið - 25.04.1964, Síða 5
Laugardagur 25. apríl 1964 MORGUNBLAÐIÐ 5 RÖNTGENMYND Þú heföir nú getað sagt þaö slrax, að þú hefðir verið á Urangajókli! FRÉTTIR K.F.U.K. Afmælisfundurinn verður þriðjudaginn 28. apríl kl. 8:30. Minnst verður 65 ára af- inælis félagsins. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup talar Inn- taka nýrra meðlima. í'jölbreytt dagskrá. Vegna veitinga eru fé- lagskonur beðnar að vitja miða 1 húsi félaganna fyrir sunnu- dagskvöld 26. þm. Stjórnin. Kvennfélag Kjósarhrepps, heldur basar og selur kaffi, í Félagsgarði, •unnudaginn 26. p.m. Gjörið svo vel •ð mæta kl. 3. A boðstólum verður, ýmiskonar klæðnaður. Mest á börn og unglinga. Góð og smekkleg vara. Verðið lágt. Kvennadeild Skagfirðingafélagsins hetdur basar og kaffisölu í Breiðfirð- ingabúð, sunnudaginn 3. maí. Munum á basarinn só- jkilað sem allra fyrst til frú Stefönu Guðmundsdóttur. Ás- vailagötu 20, símí 13836, frú Margrétar Margeirsdóttur, Grettisgötu 90, sími 18864 og frú Ingibjargar Gunnarsdótt- vr, Goðheimum 23, sími 33877. Kvenfélag Langholtssóknar heldur •inn árlega bazar í Safnaðarheimiiinu við Sólheima, þriðjudaginn 5. maí. Allir velunnarar eru vinsamlega beðnir að gefa muni á bazarinn. Mun- um er veitt mótttaka á eftirtöldum stöðum: Skipasund’ 67, sími 34064, Sóiheimum 17, 33580, Lapgholtsvegi 194 sími 32565. Munirnir eru einnig sóttir heim, ef óskað er. Kvennadeild Slysavarnarfélagsins f Reykjavík. Afmælisfagnaður verður haldinn þriðjudaginn 28. apríl og hefst með borðhaldi kl. 7.30 í Slysavarnar- húsinu á Grandagarði. Til skemmtun ar: Einsöngur: Guðmundur Jónsson óperusöngvari. Undirleik annast Þor- kell Sigurbjörnsson. Gamanvísur: Jón Gunnlaugsson. Miðar seldir i verzl. Helmu, áður Gunnþórunnar. Félags- konur sýni skírtemi. Rangæingafélagið heldur sumarfagn að í Skátaheimilinu laugardaginn 25. apríl. Sýndar vrða myndir úr ferð- um félagsins s.l. sumar. Hefst kl. 8.30. Kvæðamannafélagið Iðunn heidur fund i Edduhúsinu kl. 8 í kvöld. Kvennadeild Slysavarnaffélags Akraness heldur fund í félags- heimilinu Hlöðum á Hvalfjarð- arströnd laagardaginn 25. apríl n.k. Gunnarsríma Motto: „Furðar mig á fréttum þeim“ Hér skal sett í sagnabréf söngur frí af lasti, því mun rammlegt rímnastef rekið saman í hasti. Gagnmerk saga gengur frá Gunnari Bjarnasyni, þarfur maður þykir sá þingeyskur að kyni. Undurmikla menntun hlaut maður frægðarstóri, sækir fram á sigurbraut •vína- og pútnastjóri. Maðurinn fínar menntir hlaut, margt er að segja hér um, fyrr á sinni sigurbraut sinnti glöðum merum. Kenningarnar kcmpan hlaut kaus að boða réttar, siðan upphóf sina raust eómi bændastéttar. Sveitamenning, svelt og brennd, •ízt er kostum búin, •kepnubændum skal því kennd, sky n væðingar trú in Sauðfjárbúið sýnist valt, sízt er gróði hollur, leitt er að verða út um allt að elta hlauparollur. Steig þá fram og strengdi heit stoltarhetjan freka: Bráðum skal eg burt úr sveit bændur alla reka. Skepnuvitið skapar nú skynvæðingu nýja: Okkar líf er andatrú eða svínastía. Sýnist betra en sauðmenning svínarækt að hlúa, sem með betri siðvæðing sjálfsagt er að trúa. Kúrir, cins og kauplaus þræll, karl með heimsku sína, ef hann játar ekki sæll andatrúna mína. Andamenning auðgar þjóð öllu fram úr meti, svo má einnig svínastóð sældir veita í keti. Löngum átti letin hlut a» lífsins glímu, syndugir menn í sálarvímu P.Á. og Sv. B. Sýning á SÆLAKAFFS ísleifur Konráðsson heldur sýningu á 6 myndum eftir sig í Sælakaffi við Nóatún. Aðgangur er öllum heimill. Þetta er sölu- sýning. Mun hún standa í hálfan mánuð. Hann segist alltaf vera að mála, og eftir því, sem mynd- irnar seljast, muni hann bæta í skörðin. ísleifur Konráðsson undir einu málverkinu í sælu skapi á Sæla- kaffi. Á sumardaginn fyrsta opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Sigurdís Laxdal Eggertsdóttir, Vesmannabraut 8 í Vestmanna- eyjum og Ólafur Tynes Jónsson, blaðamaður, Miklubraut 48. I dag verða gefin saman í hjóna band í Hallgrímskirkju af séra Sigurjóni Þ. Árnasyni, ungfrú Brynhildur Valgeirsdóttir og Agúst Ágústson. Heimili ungu hjónanna verður að Efstasundi 38. Á sumardaginn fyrsta opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Ellen Pétursdóttir Vogum, Vatnsleysu strönd og Pétur M. Jónsson, Mið- túni 60 í Reykjavik. Á sumardaginn fyrsta opinber- uðu trúlofun sína Halldóra Hilm arsdóttir frá Fremsta-Gili í Langadal og Ólafur Jónsson, frá Gunnhildargerði á Fljótdalshér- aði. Á sumardaginn fyrsta opinber uðu trúlofun sína ungfrú Ingi- björg Bjarnadóttir, Sólheimum, 47, og Þórir Jóhannsson, Frakka- stig 5. Laugardagsskrítlan Hafið þið matkrók heima? Nei, við borðum með hníf og gaffli. ís'enzk orðtök Hvað merkir þar mætast stálin stinn? Orðtakið merkir ,,þar eigast tveir harðiir við“. Stál merkir hér „vopn úr stáli'*. Orðasambandið merkir þannig í rauninni „þar slær saman tveimur hörðum stálvopnum". (Úr íslenzk orðtök eftir dr. Halldór Halldórsson). Dragnótaspil til sölu. Upplýsingar í sima 35209. Heimabakaðar kökur til sölu. Sími 21834. Vinna Vanur meiraprófsbílstjóri óskar eftir vinnu. Uppl. í síma 15868. Eldri kona óskar eftir herbergi í kjall ara eða á 1. hæð. Tilboð merkt: „Hæ — 9625“, send ist Mbl. fyrir kl. 6 mánu- dag. íbúð til leigu Til leigu er rúmgóð 3ja her bergja íbúð frá 1. maí. — Fyrirframgreiðsla. Tilboð- um sé skilað á afgreiðslu Mbl. fyrir þriðjudagskvöld, merkt: „J.S.G. — 9630“. Einlileyp eldri kona óskar eftir 1—2ja herþ. íbúð í Vesturbænum. Upp lýsingar í síma 23339, eftir kl. 4 í dag. Kjólar, kápur o.fl. til sölu ódýrt. Uppl. í síma 15793 og 34867. Aðstoðarmaður óskast á vinnustofu vora. Axel Eyjólfsson Skipholti 7 Sími 10117 og 18742. Nafnagylling Tek að mér að gylla nöfn brúðhjóna og fermingar- barna á serviettur. Uppl. í síma 14428. A T H U G 1 Ð að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Mnrgunblaðinu en öðrum blöðum. Aðalfundur Húseigendafélags Reykjavíkur verður haldinn mið- vikudaginn 29. apríl 1964 kl. 17 í Skátaheimilinu við Snorrabraut. D a g s k r á : Venjuleg aðalfundarstörf. — Lagabreytingar. STJÓRNIN. Heimasaumur Vanar saumakonur geta fengið vettlinga í heima- saum. Nafn og heimilisfang leggist inn á afgfeiðslu Mbl. fyrir 28. þ.m. merkt: „Heimasaumur — 9622“. Átthagafélag Strandamanna heldur vorfagnað í Skátaheimilinu (gamla salnum) í kvöld, laugardaginn 25. apríl kl. 8,30 e.h. BINGÓ _ TVÍSÖNGUR — DANS. Fjölmennið. SKEMMTINEFNDIN. íbúð óskast 3—4 herb. íbúð óskast fyrir 14. maí. Fyrirfram- greiðsla. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 30. þ.m. merkt: „Reglusemi — 9642“. Garðeigendur Vinn með garðtætara sem er hentugur inná lóðir á milli runna, í reiti og matjurtagarða. Pantið strax í síma 37174. ER KAUPANDI AÐ fjögurra herb. íhúð 120—150 ferm., helzt aðeins tilbúinni undir tréverk, bílskúr eða bílskúrsréttindi. Há útborgun. Tilboð merkt: B.D.K., send- ist fyrir laugardag n.k.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.