Morgunblaðið - 25.04.1964, Side 6

Morgunblaðið - 25.04.1964, Side 6
6 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 25. apríl 1964 A MANUDAGSKVOLD 13. apríl talaði Bjartmar Guðmundsson alþingismaður um daginn og veg inn. Kom Bjartmar víða við, og var erindi hans í senn skemmti- legt og fróðlegt rsem vænta mátti. Vék hann meðal annars að breyttum tímum og minntist áratugsins 1930-1940, þegar dilk- urinn lagði sig á 6-9 krónur, sem var nálaegt jafnvirði 8 stunda vinnudags .Þá voru yfirleitt góð- æri en atvinnuleysi. Bjartmar taldi bændur einhverja lægst launuðu stétt landsins. Hann var andvígur tíðum verkföllum, og kom það víst fáum á óvart. Hitt hefur líklega komið fleirum á óvart, að hann taldi blaðamenn upp til hópa hina gáfuðustu menn, þótt þeir væru á stund- um hart hrjáðir af prentvillu- púkanum. Gæti þetta bent til þess, að blaðamenn ættu vaxandi aimennu áliti að fagna, því al- þingismenn eru manna næmast- ir á sveiflur í almenningsálitinu. Eitt atriði sérstaklega, sem Bjartmar minntist á, fannst mér eins og talað út úr mínu hjarta. I>að var þegar hann talaði um óorðheldni þá, sem færi ört vaxandi meðal landsmanna. Bjartmar G. Þetta voru orð í tíma töluð. Óorðheldni er nefni- lega komin í tízku, og gæti ég trúað, að af henni stafaði menn- ingu okkar öllu meiri hætta en frá óhollum kvikmyndum, brennivíni, sjónvarpi og jafnvel „negralögum“. Óorðheldni getur verkað eins og keðjusprenging. Ef A bregist B getur það stund- um leitt til þess að B sjái sig tilneyddan til að bregðast C og svo koll af kolli. Ég hugsa, að margir kynnu Bjartmari þakkir fyrir, ef hann fengi samþykkt á Alþingi, að mönnum yrði misk- unnarlaust útmæld refsing fyrir að ganga á bak orða sinna. Seinna um kvöldið átti Stefán Jónsson, fréttamaður, viðtal með titbrigðum við Jónas Sveinsson, lækni og Jóhann Jónsson, póst. Fóru viðtölin fram sitt í favoru lagi, en voru síð an fléttuð sam- an á hinn listi- j legasta hátt, enda var þetta lýsing á sarna at burði eða at- Sjjf’' . burðum, sem urðu í mann- skaðaveðri á Holtarvörðu- heiði 1927. Var Stefán J. þetta minnis- stæð frásögn og merkileg. Meðal annars var fjallað um spurning- una: Er hægt að bjarga manni, sem er feigur? Ekki reyndist slíkt unnt í sögu þeirra Jónasar og Jóhanns, og er það auðvitað engin tilviljun, því feigum manni verður aldrei bjargað af þeirri einföldu ástæðu, að í því falli væri hann ekki feigur. Stefán Jónsson er einihver allra bezti útvarpsmaður, sem við eigum nú. Fer þar saman góð rödd, góður framburður og góð- ur humör. Hann flytur með sér einhvem fjaðrandi léttleika í Út- varpið, sem hefur tilhneygingu til að koma mönnum í gott skap. Og ekki spillti hinn góðlátlegi, mildi og leitandi frásagnaimáti Jónasar Sveinssonar. Þetta kvöld hóf Hjörtur Páls- son, blaðamaður, lestur útvarps- sögunnar: „Málsvari myrkrahöfð ingjans“ eftir Morris West. Mun þetta vera allstórbrotin saga og hyggilegt fyrir menn að fylgjast með frá byrjun. Á þriðjudagsikvöld var haldið áfram tilraunum til að gera fyrir myndarglæpamann úr Oiiver Twist. Ég saknaði þess að missa þetta kvöld af erindi séra Óskars J. Þorlákssonar, sem hann nefndi: „Þjóðfélagsvandamál. Þjóðfélagsböl.“ Á miðvikudagskvöld flutti Sig urður Ágústseon lögregluvarð- stjóri, varnaðarorð um hættuna á þjóðvegunum. Hann sagði rétti lega, að mikil ábyrgð fylgdi því, að stýra vélknúnu ökutæki. Ekki kann ég við að tala um „akandi umferð", eins og Sigurður gerði. Mér fannst hann hefði einfald- lega getað notað orðið ökutæki. Það fylgir því nefnilega líka miik il ábyrgð að stýra langþróuðu, fögru máli, og varnaðarorð eru að öðru jöfnu áhrifameiri, séu þau sögð á sæmilegu máli. Á kvöldvökunni þetta sama kvöld voru fluttir tveir ljómandi frásöguþættir, eftir Hallgrim Jónasson, kennara og Þormóð Sveinsson á Akureyri. (Óskar Ingimarsson flutti þann síðari). Hall'grímur greindi frá göngu- görpum, ljóðaunnendum og skáld um í Skagafirði og fór með nokkr ar vísur. Hér er ein handa unn- endum góðs matar: Svefn og leti og lífsandstreymi læknað getnm vér. Ef vér étum hér í heimi hangikét og smér. Er vísan eftir Jón skáld á Gils bakka í Skagafirði (d. 1906). Frásögn Þormóðs Sveinssonar var ekki síður fróðleg. Hún greindi frá atburðum veturinn 1913-1914, en hann var mjög harð ur. Var Þormóður þá vetrarmað- ur í Möðrudal á Fjöllum og reyndi þar sitt af hverju. Eigi að síður voru margar minningar hlýjar frá þessum tíma. “Ofar vetrarsortanum er alltaf heið- ríkja á sumum stöðum," sagði Þormóður. Á fimmtudagsikvöld las Jónas Kristjánsson upp mjög fróðlegan kafla úr bókinni „Rómaveldi" eftir Will Durant. Fjallaði hann m.a. um morð Cæsars, en ýmsir nýtízku sagnfræðingar íslenzkir hafa talið þann verknað ganga einna næst þeim glæp að fella uppkastið 1908. Þá var greint frá ástum þeirra Antoníusar og Kleo pötru og endalokum þeirra og valdatöku Octavíanus^r. sem sn. ar tók upp nafnið Ágústus og varð fyrsti keisari Rómaveldis. Meira af slíku efni í Útvarpið! Þá stjórnaði Einar Bragi þætt- inum „Raddir skálda". Var hann helgaður skáldiunuim Jófaanni Jónssyni og Jóni Thoroddsen yngri. Þeir dóu báðir ungir að árum, sem kunnugt er, en voru hin efnilegustu skáld. Um sum kvæði Jóhan.ns hefur Halldór Laxness sagt, að þau hefðu ekki getað komizt nær þögninni og verið þó kvæði. í „Skáldatíma" Jóhann J. segir Laxness ennfremur um Jóhann Jónsson: „Hann þurfti ekki að segja meira en þrjú orð í samhengi og stund- um ekki nema tvö, til þess að það væri skáldskapur með haf- djúp dulinnar tónlistar að baki.“ Jóni Tfaoroddsen, yngri, hefur Tómas Guðmundsson reist ein- hvern fegursta ljóðabautastein, sem risið hefur af íslenzkri grund. * Þar segir svo í lokin: Og skín ei ljúfast ævi þeirra yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. Á föstudagskvöld flutti Sig- urður Sigurmundsson, bóndi í Hvítárkoti erindi, sem hann nefndi: „Leysing í nýju ljósi.“ Fjallaði það u.m skáldsöguna „Leysing" eftir Jón Trausta. Var það ágætt erindi um þetta minn- isstæða skáldverk, sem hefur að ýmsu leyti sérstöðu meðal is- lenzkra skáldverka. Er það víst Bjartir dagar í fyrradag stakk ég upp á því, að þeir fullorðnu hættu að taka sér frí á sumardaginn fyrsta. Ég verð hins vegar að viðurkenna, að ástæða var til að taka sér frí og njóta góða veð- ursins að þessu sinni á sumar- daginn fyrsta. Slík var veður- bliðan. En sjaldnast njótum við íslendingar góðviðris fyrsta sumardag — svo að þetta ?r hrein undantekning. En veðrið gat ekki verið betra. í bænum var mikill fjöldi fólks, foreldrar með börn sín og mörg hafa sjálfsagt haft gam an af útiskemmtuninni, eink- um að sjá Mjallhvít og dverg- ana sjö. Athygli barnanna var líka óskipt. Þarna fór ekki öll orkan í pylsur og sælgæti, eins og 17. júní. Pylsur og íspinnar Ég er síður en svo að amast við starfsemi íþróttafélaga og annarra slíkra, sem mér skilst að eigi stærsta hlutann af sölu- tjöldunum í miðbænum 17. júní, þótt ég segi, að mér finnist öll þessi sölumennska á þjóðhátíð- ardaginn — og óþrifnaðurinn, sem henni fylgir, stórskemma hátíðahöldin. Það er erfitt að halda útihátíð á íslandi. Aldrei er hægt að treysta veðrinu. En ef veðrið verður loksins gott og fólk fjölmennir til þátttöku, þá hefur maður það á tilfinn- inguni, að pylsur og íspinnar séu það sem gildir. Og börnin halda a.m.k. að hátíðahöldin felist í því að verzla í sem flestum sölutjöld- um og borða eins mikið af ís- pinnum og hver getur látið í sig. Óþrifnaðurinn af öllu þessu sælgætisáti er svo mál út af fyrir sig. Margs konar fjáröflun í slíkum tilfellum er maður víst oftast að styrkja einhverja ágæta starfsemi með því að kaupa í sölutjöldunum. Nú á dögum er rekið svo mikið af alls kyns „fyrirmyndar starf- semi“, sem þó þarf styrk, að þeir, sem vilja láta eitthvað af hendi rakna til allra, þyrftu að kaupa tugi happdrættismiða á ári, fjöldann allanaf merkjum og pésum — og loks borðar fólk pylsur og drekkur öl á götum og gatnamótum til þess að styrkja fótbolta eða skátastarf í stað þess að borða heima hjá sér og senda bara viðkomandi félögum 10 eða 20 krónur í pósti. í öllum þessum félagasæg ber yfirleitt minnst á þeim, sem all- ir ættu að sameinast um að styrkja. Og mér minnst að af allri fjáröflunarstarfsemi ætti að greiða einhverja vissa prósentu til þeirra samtaka, sem koma öllum landslýð að noium — þá fyrst og fremst samtökum um krabbameinsvarnir. Stóru happdrtætin, SÍBS, DAS o.sfrv. hafa unnið gott starf. En er þörf þessara stofn- ana fyrir fé eins mikil og áður var? Mér þætti ekki ósann- gjarnt þótt Krabbameinsfélagið nyti einhvers hluta hagnaðar- Hvernig á a# sanna það? Nú ætlar útvarpið að inn- heimta afnotagjöldin með nef- skatti. Áður þurfti útvarpið að færa sönnur á að menn ættu tæki svo að hægt væri að inn- heimta afnotagjaldið. Á sínum tíma var fólk varað við — og þeim, sem ekki greiddu fúslega hótað með heimsókn njósnara útvarpsins. Ég hélt að allir hefðu rokið til og borgað sitt til þess að losna við heimsókn útvarpsmanna, en svo var víst fyrsta íslenzka skáldsagan, þar sem persónum er greinilega att' fram sem fuil- trúum ákveð- inna stétta og stefnumiða Og ef til vill, er hún sú fyrsta af síðari tíma gkáldsögum okkar, þar sem margþætt sálar- líf er skýrt í Ijós broti sannfer*'igrar atburðarás- ar. Bókin var allmikið gagnrýnd á sínum tima, enda er hún fjarri því að vera nokkurt fullkomið verk. En auk þess hafa margir samtímamenn sjálfsagt misskilið hana og aðrir kannske tekið upp þykkju fyrir stefnu, sem þeim hefur fundizt hallað á. En sagan verður minnisstæð þeim, sem lesa hana. Ævi og afrek Jóns Trausta eru ævintýri líkust. Hann naut víst sáralítillar sikólamenntunnar ut- an prentnáms og mun hafa stund að prentarastörf lengist af jafn- hliða ritstörfunum. Um það hafa myndast þjóðsögur, að hann hafi stundum „sett“ beint um leið og hann samdi. Trúlega er það eitt- hvað stílfært. En í því sambandi hefur mér flogið í hug, að þeim, sem skrifa í dagblöðin væri það á ýmsan hátt hentugt að geta sett greinar sínar sjálfir. Stundum leikur prentvillupúkinn greinar þeirra manna svo grátt, að það er efcki einungis að orðavali höfundarins sé stórlega hnjaskað, heldur má hann oft þakka fyrr að sleppa í gegn með grundvallarskoðanir sínar á viðkomandi málefni ncfck urn veginn óskaddaðar. En lík- lega væri erfitt að samræma það kröfum tímans um sívaxandi Framhald á bls. 17 Jón Trausti ekki. Nú á að snúa þessu svo snilldarlega við, að séu það ein- hverjir sem ekki eiga útvarps- tæki, þá verað þeir að gjöra svo vel að heimsækja útvarpið og leggja sönnunargögnin á borðið. Hvernig menn eiga svo að sanna, að þeir hlusti ekki á útvarp, það er svo annað máL Það er álíka erfitt finnst mér og að sanna, að maður sofi allt af með opin augun, þegar eng- inn sér til. Sekt og sakleysi Ég hef stundum haft það á tilfinningunni, að ýmsir menn hjá Slysavarnafélaginu sjái stóran draug þar sem Skipaskoð unin er. A.m.k. bera blöðin þetta með sér. Nú hefur Skipa- skoðunin loksins fundið draug- inn í Slysavarnafélaginu svo að nú hallast ekki á. Frægðar- för björgunarskipsins með 83 farþega út í Viðey, en með björgunartæki fyrir aðeins 28, er til umræðu manna á meðaL Þeir, sem fyrir förinni stóðu, eru sennilega þeirrar skoðunar, að Guð bjargi þeim, sem bjarga sér sjálfir — en afgangurinn skipti ekki máli. En úr því að skipinu hvolfdi ekki með þessa ógnarhleðslu á þilfari, þá vaknar sennilega sú spurning hjá þeim, sem stöð- ugt herja á Skipaeftirlitið, hvort eftirlitið hafi ekki brugð izt einu sinni enn. Hefði skip- inu ekki átt að hvolfa, ef það væri rétt byggt- Hefur Skipa- eftirlitið viðurkennt vitlausa teikningu? Rétt skal vera rétL ÞURRHLÖDUB EBG ENDINGAKBEZTAB BBÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.