Morgunblaðið - 25.04.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.04.1964, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 25. apríl 19S4 MORGUN BLAÐIÐ Útgefandi: Framk vsemdas t j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. TREYSTUM Ckilningur fer nú vaxandi á ^ nauðsyn þess að treysta ís- lenzka gjaldmiðilinn. Sést það til dæmis af ályktun mið- stjórnar Alþýðusambands ís- lands, þar sem samstarf er boðið til að hamla gegn verð- bólguþróun. Hvort sem hugur fylgir þar máli eða ekki er ljóst, að forráðamenn Alþýðu- sambandsins gera sér grein fyrir því, að almenningur viil stöðva verðbólguna, og þess vegna hafa þeir tekið þessa af stöðu. Eftirtektarvert er einnig að blöð stjórnarandstöðunnar jafnt og stuðningsblöð stjórn- arinnar lýsa því, hve óheilla- vænleg verðbólguþróunin sé og segja flokka sína vilja sporna gegn henni. Þannig má segja, að loks hafi sú stund runnið upp, að allir segjast a.m.k. vilja sporna gegn verðbólguþróun, og þetta tækifæri er sjálfsagt að nota. Vonandi takast samn ingar milli launþega og vinnu veitenda, án þess að um nýj- ar kauphækkanir verði að ræða, þannig að jafnvægi skapist í íslenzku efnahagslífi næstu árin. En ef launþegar og vinnu- veitendur geta ekki gegnt þessu hlutverki sínu, þá hlýt- ur ríkisvaldið að láta málin til sín taka, því að brýna nauð syn ber til að treysta verð- gildi íslenzka gjaldmiðilsins. Gengi íslenzku krónunnar hefur fallið svo oft og mikið, að það er nú aðeins brot af verðmæti gjaldmiðilsins á hin um Norðurlöndunum. Ef nú tekst að koma í veg fyrir frek- ara fall krónunnar, sem á- stæða er til að treysta, virðist ekki úr vegi að láta fram fara peningaskipti einhvern tíma á næstunni, líkt og Finnar og Frakkar hafa gert. Vel mætti hugsa sér að skipta á einni nýrri krónu fyr- 1 ir tíu eldri, þannig að ís- lenzka krónan yrði verðmæt- ari en krónur hinna Norður- landanna. Síðan ætti það að geta orðið metnaðarmál ís- lendinga að halda þannig á efnahags- og fjármálum, að íslenzka krónan yrði aldrei skráð lægra en krónur hinna Norðurlandanna og helzt, að hún ætíð væri hæst. FÉLAGSHEIMILIN ið undanförnu hafa farið -**■ fram nokkrar umræður um félagsheimilin og í því sambandi flutti Ásgeir Pét- ursson tillögu á Alþingi um það, að framvegis verði nokkrum hluta af tekjum KRÓNUNA félagsheimilasjóðs varið til þess að auka og efla félags- og menningarlíf í félagsheim- ilunum víðs vegar um land, en fram að þessu hefur sjóð- urinn einungis gegnt því hlut- verki að styrkja byggingu fé- lagsheimilanna. Ljóst er, að það eitt nægir ekki að koma upp félagsheim- ilum, ef ekki eru gerðar ráð- stafanir til þess að greiða fyr- ir því að þau komi að gagni. Félagsheimilin standa víða lítt notuð, eða þá að notkun þeirra er einskorðuð við dans leikjahald í fjáröflunarskyni, þótt frá þessu séu markverð- ar undantekningar. Það er mál út af fyrir sig, að sums staðar hefur illa ver- ið varið því fé, sem hefur átt að fara til að auka félags- og menningarstarfsemi úti um byggðir landsins, en um það tjáir ekki að fást úr því sem komið er. Hitt er áreiðanlega rétt, að bágborinn fjárhagur félagsheimilanna hindrar for ráðamenn þeirra í því að afla menningarlegs fræðslu- og skemmtiefnis. Þess vegna mundi það koma í góðar þarf- ir, ef nokkru af tekjum fé- lagsheimilasjóðs yrði varið í þeim tilgangi. Vandi æskunnar í sveitun- um liggur m.a. í því, að hún á ekki nægilegan aðgang að heilbrigðum skemmtunum. — Sá sko.rtur ýtir undir margan æskumanninn að flytja í þétt býlið, og vissulega er rétt að reyna að skapa mótvægi gegn því aðdráttarafli, sem Reykja vík er í þessu efni. NJÓSNIRNAR í SVIÞJÓÐ Cíðastl. fimmtudag birti ^ Morgunblaðið grein um njósnir Rússa í Svíþjóð og landráð Wennerströms of- ursta. En starfsemi hans hef- ur gert það að verkum, að í raun réttri er allt varnarkerfi Svíþjóðar lamað. Þarna er um að ræða eitt dæmi af mörgum um hinar víðtæku njósnir, sem Sovét- ríkin reka um heim allan, enda hafa þau herskara njósn ara í hverju einasta landi, bæði austantjalds og vestan. Hér á landi hefur orðið uppvíst um tilraunir rúss- neskra sendiráðsstarfsmanna til njósna, og naumast dettur nokkrum manni í hug, að ís- land sé undantekning í þessu efni. Þvert á móti er það full- víst, að hér eru reknar njósn- ir og sjálfsagt að brýna menn á því að vera vel á verði. BTG^IujJTJ Örlítill misskilningur Síldveiðar í Perú INKARNIR gumlu skiptu hinu viðfeðma landi sinu í fjögur fylki og kölluðu landið Tahu- antinsuyu, sem þýðir Fjórð- ungaland. Það er hið elzta nafn á því ríki, sem nú kall- ast Perú. Enn í dagr má svo kalla að landið skiftist í fjóra ólíka hluta eftir staðháttum og kost um. Þar er þá fyrst að tetja fjallaland og eru fjöllin svo há, að þau gefa Himalaja litið eftir. Svo er þar eyðimörk jafn ömurleg álits og landið á tungflinu, en þar finnast þó enn i dagr miklar leifar fornr- ar menningrar. Austan fjall- anna eru svo geysimiklir frum skógrar, þar sem Indiánar eru enn á ferli með blásturspípur sínar ogr eitruð skeyti. Ogr svo er sjórinn við vesturströndina sem krapar af smásild. Hér við mætti þó bæta fimmta hlutanum, sjálfri höf- uðborginni Lima, þar sem nú er 1*4 milljón íbúa. Hún er sem segrull, er bindur saman hina aðra fjóra ólíku hluta landsins. Lima var ekki til á dögum Inkanna, en Francisco Pizarro, sem íagði landið undir Spán, efndi til hennar árið 1535. Á þel i stað ex harin lét byrja að reisc. borgina, gróðursetti hann fíkjutré til minningar um þann atburð, og þetta fíkju- tré stendur þar enn og ber ávöxt. Lima varð fljótt mikil og fögur borg og fegurst allra í Suður Ameríku. Þar blómgv aðist spönsk menning. Þar var reistur fyrsti háskólinn í álf- unni, fyrsta leikhúsið, og þar var stofnuð fyrsta prentsmiðj-. an. Auðkýfingar og aðalsmenn reistu þar stórar og fagrar ha.llir og standa margar þeirra enn. Stinga þær mjög í stúf við hinar nýju bygg- ingar, sem risið hafa þar upp á seinni árum, skýjakljúfa úr stálgrindurn og gleri. En utan við hina glæstu borg eru stór fátækrahverfi, þar sem menn eiga varla málungi matar, enda þótt auður og allsnægtir sé í aðalborginni. Upp úr seinm heimsstyrjöld inni streymdi ótölulegur grúi fólks til borgarinnar. Voru það aðallega fjallabúar, sem komnir voru í atvinnuleit. Borgin hafði hvorki húsrúm né hjartarúm fyrir þetta fólk. í>á tók það til sinna ráða og settist að á óbyggðu landi borgarinnar upp í fjallshlíð. Þar reisti það sér leirkofa í trássi við lög og rétt, og nú búa þar um 100 þúsundir manna. Þar er hvorki vatns- leiðsla né frárennsli, en þess- ir frumbyggjar þykjast eiga landið og gjalda ekki neina leigu fyrir pað. Þeir eru sjálf- ir farnir að gera þ'ar götur og reisa skóla og hafa kosið sína eigin stjórn til að fara með mál sín. Þar er fátækt mikil, en þetta fólk telur sig frjálst í frjálsu landi. Lima stendur tiltölulega skammt fyrir sunnan miðjarð arlínu og þar rignir hér um bil aldrei, en stundum er þar þoka. En þrátt fyrir þetta er þar frjósemi mikil, því að vatn er nóg. Um borgiria renn^ ur áin Rimac, sem á upptök sín í jöklum austur í fjöllun- um. Aldrei er mjög heitt í Lima og veldur því sjórinn, hinn kaldi straumur, sem ligg ur norður með ströndinni. Oft er þarna hafgola af norð- vestri og \ leggur þá ódaun mikinn yfir borgina frá síldar- verksmiðjunum í Callao, hafn arborginni. En Limabúar kippa sér ekki upp við þetta, þeir eru ekki jafn hótfyndnir og Reykvíkingar. Þefurinn minnir þá aðeins á mestu auðs uppsprettu iandsins, síldveið- arnar. Hinn kaldi straumur, sem liggur meðfram ströndinní, er morandi af átu, og átuna eltir sá aragrúi af smásíld, að allan sjóinn krapar. Fjöldi eyja er úti fyrir ströndinni og þar hefst við mor sjófugla, skarfa og svartfugla, sem lifa á síldinni. Þetta er allt smá- síld, sem líkist loðnu en kall- ast hér ansjósur. Eyjarnar voru áður ein helzta auðlind Perúmanna því að þar voru stórar og þykkar dyngjur af fugladriti, sem þeir mokuðu upp og seldu sem áburð (gu- ano). Það er sagt að Inkarnir gömlu hafi notað þennan á- burð. En hann var mikiA út- flutningsvara fyrri hluta þess arar aldar. Perúmenn gerðu þá enga tilraun að veiða síld- ima, þeir hóldu að við það mundi minka svo mikið æti í sjónum, að fuglarnir myndu flýja og þá væri sú tekjugrein úr sögunni, að flytja út á- bui-ð undan þeim, En þetta viðhorf breyttist og 1950 hófu Perúmenn síld- veiðar. Og þótt langt sé á milli íslands og Perú höfum J vér orðið áþreifanlega varir afleiðinganna af síldveiðun- um hjá Perú, því að þeir hafa framleitt svo mikið af síldar- 1 m.jöli að tilfmnanlegt verð- fall hefir orðið á því á heixns- markaðinum. Á ströndinni skammt vestan við Lima er Callao, mesta' hafnarborg Perú. Er álíka langt á milli þeirra og milli Hafnarfjarðar og Reykjavík- ur. Á 14 árum hefir Callao breyzt í síldarbæ. Þar minnir . allt á síld og útgerð. Bátar eru í smfðum alls staðar, í skipa- smíðastöðvum, á bersvæði og jafnvel á götunum, því að nú keppast menn við sem þeir geta að auka síldveiðiflotann. í höíninni iiggur hver bátur- inn við annan, líkt og bílar á biðstöð, en yfir að líta er sem á skóg sjái þar sem eru sigl- ur og rár bátanna. Þeir nota flestir 1500 feta langar herpi- nætur og veiða stundum ai'it . að 100 lestum í einu kasti. Næturnar eru úr nælon, þvi að menn hafa komizt að raun um að það borgar sig betur að nota þær, þótt þær séu dýr ari en aðrar nætur, því að nætur úr bómullarþræði grotna sundur á fáum vik- um. Síldarverksmiðjur eru nú orðnar stærsta iðnfyirirtæki landsins. Þær eru nú um 130 og þá með tajdar þær sem eru í smíðum. Árið 1962 stund uðu 1000 bátar síldveiðarnar og veiddu samtals sex milljón- ir lesta af smásíld. Skipstjóri 1 á síldarskipi getur komist upp í allt að 40.000 króna tekjur á mánuði, en það þykja ofboðs- legar tekjur í Perú. Þegar bátarnir koma með feng að landi, er síldinni dælt upp úr þeim á flutningabíla, en þeir aka henni í síldar- þrærnar hjá verksmiðjunum. Þar rennur hún svo á færi- bandi inn í verksmiðjurnar þar sem hún er brædd og mjölið síðan þurrkað. Fjallháir staflar af síldar- mjölspokum standa fyrir utan verksmiðjurnar og bíða þess að vera fluttir á heimsmark- aðinn, til Þýzkalands, Bret- lands, Hollands og Bandaríkj- anna. Þar er mjölið notað til ’ þess að fóðra alifugla og svín. Á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.