Morgunblaðið - 25.04.1964, Síða 17

Morgunblaðið - 25.04.1964, Síða 17
MORCUNBLAÐIÐ 17 Laugardagur 25. apríl 1964 Jónas Þorbergsson Furöuleg mistðk Hugleiðingar um síðustu úthlutun listamannalauna hverju fátækrahjálp, eða hafa nefndarmenn um of kiknað fyrir áróðri? Þarna eru svonefnd „atóm- skáld“ sem hafa vakið á sér eftir- tekt, með því að setja saman ó- rímaðar orðaþulur og kalla ljóð. Þulur þessar flestar munu fáir skilja, ef til vill engir. Enginn maður lærir þær og af þeim sök- um eru þær andvana fæddar. Þarna eru ,,reglustrikumenn“ í málaralist og klessugerðarmenn, sem efasamt er að stæðust sam- keppni sænskra apa, er þjálfað- ir hafa verið til samkeppni í þess háttar listgerð og gengið með sig- ur af hólmi. Margt fleira er skrýtið í þess- um kýrháus. IV. Það er skoðun mín að enn þurfi að leitast við að hitta á betra ráð um val úthlutunar- nefndar listamanna-þóknunar. — Þessi nefnd má allra nefnda sízt eiga sambúð með stjórnmála- og bitlingaáhuga pólitískra flokka. Val hennar þarf að flytja brott úr Alþingi til hærra og hlutlægra stigs æðstu mennta- og listmats. Ég leyfi mér því að varpa.fram nýrri uppástungu, sem hér greinir: Rektor Háskóla fslands og há- skólaráði verði falið að velja 5 menn og 5 til vara í listmats- nefnd og jafnframt úthlutunar- nefnd þóknunar til listamanna. Háskólaráði verði frjálst að velja í nefndina menn innan Háskól- ans og utan. Listmatsnefnd starfi allt árið fyrir hæfilega þóknun samkvæmt tillögum háskólaráðs og hafi gát á því sem hæst ber í listum og listafrekum hverju sinni. Að lokinni úthlutun þóknunar til listamanna ár hvert, taki há- skólaráð nefndarval sitt til end- urskoðunar, endurkjósi refndina eða endurnýi, eftir því se.n ráð- inu býður við að horfa h.’erju sinni. Fjárveiting til þóknunar lista- manna verði ákveðin í fjárlögui* ár hvert. 20. apríl 1964. Jónas Þorbergsson. Lastaranum 4/ Síkar e/ neift 44 i. ÚTHLUTUN listamannalauna er að þessu sinni lokið. Skulu hér fyrst kynntir þeir menn sem af- reksverkið unnu, eins og þeim er upp stillt í þingskjölum Alþingis. 1. Sigurður Bjarnason, alþm., ritstjóri, formaður. 2. Halldór Kristjánsson, bór.di. 3. Bjartmar Guðmundsson, alþm. 4. Þórir Kr. Þórðarson, pró- fessor. 5. Andrés Kristjánsson, rit- stjóri. 6. Einar Laxness, cand. mag. 7. Helgi Sæmundsson, formað- lir menntamálaráðs. Val manna í þessa úthlutunar- nefnd hefir alltaf verið örðugt og þá ekki síður starf hennar við mat, flokkun og úthlutun viðurkenningarlauna til lista- manna. Enda hefir jafnan þótt orka tvímælis hversu tekizt hefir og um hvort tveggja. Ætla mættti að listamennirn- lr sjálfir hefðu framast til að bera vit og dómgreind, til þess að meta list og listafrek manna. En þar kemur upp sá vandi að þeir eiga óhægt um vik að dæma í sjálfs sín sök og svo annarra tnanna, er teljast vera listamenn, með því að í þeim hópi, jafnt og hvarvetna annars staðar í okkar fámenna þjóðríki, mun uppi vera metingur, rígur og jafnvel fullur fjandskapur. Er það eitt með öðru til marks þar um að rithöf- undar þeir, sem gert hafa með sér félagssamtök, treystust ekki til að vera saman í einu félagi. Alþingi hefir því tekið þann kost að kjósa úthlutunarnefnd listamannalauna á sama hátt og aðrar pólitískar bitlinga.nefndir þingsins. Er þá ekki að sökum að spyrja að fyrir hendi verður sú áhætta að draugar atlcvæða- veiðanna, sem ríða húsum allra alþingismanna, allra ritstjóra og alls bitlingalýðs, taki að skarta í heilabúum úthlutunarmanna. — Hlutlægt mat listar annars veg- ar og flokkspólitísk barátta, sem vegna anna, ákafa og einstrengis- legra sjónarmiða veldur oftlega menningarlegri, hvað þá list- rænni blindu, hins vegar, eiga sízt samleið af öllu, sem unnt er að hugsa sér. Fyrir því væri æski- legt, ef unnt reyndist, að finna aðra heillavænlegri leið um val úthlutunarnefndar listamanna- launa. II. Langt er nú um liðið síðan og ég hefi talið mér þörf á því að taka til máls um ráðsályktanir Alþingis, ríkisstjórna, pólitískra flokka á landi hér, né um þjóð- mál yfir höfuð að tala. Nú er svo komið að ég fæ ekki orða bund- izt. Ber það til, að' úthlutunar- nefnd þessi hin síðasta hefir framið svo hneykslanleg rang- indi, að efasamt mun vera að neinni úthlutunarnefnd liðinna ára hafi tekizt lakar. Hneykslið, sem hér um ræðir, er það, að nefndin hefir í flokk- un sinni og úthlutun skipað Sig- urði Þórðarsyni, tónskáldi, í 3. (næst neðsta) flokk með 18 þús- und króna þóknun. Enda þótt gera verði ráð fyrir að nefndin hafi, er hún vann verk sitt, haft fyrir sér tæmandi yfirlit um listafrek þeirra manna, sem hún lét til greina koma til verðlauna, þykir mér hlýða að taka hér saman þessháttar yfir- lit, að því er varðar Sigurð Þórð- arson, tónskáld og söngstjóra. Sigurður stofnaði Karlakór Reykjavíkur árið 1926 og vann við hann sjálfboðavinnu (ólaun- aða) allt til ársins 1956, eða 30 ár. Vinnan var fólgin í óhemju- lega miklum nótnaskriftum, æf- ingum, jafnaðarlega 2—3 kvöld í viku hverri allt frá haustnótt- um og fram á útmánuði svo og söngstjórn á samsöngvum ár hvert. Árið 1957 veik Sigurður frá en Páll ísólfsson stjórnaði kórnum það ár fyrir litla þóknun, eða 10.000 kr. Ekki kaus Páll að hafa starfið lengur með höndum vegna anna og tók þá Sigurður aftur við kórnum og stjórnaði honum enn í fimm ár til viðbót- ar, unz hann kaus að láta að fullu af þessu starfi og núverandi söng stjóri, Jón S. Jónsson, tók við. Þessi sííustu fimm ár þáði Sig- urður sömu þóknun og Páli Is- ólfssyni hafði verið greidd, aðal- lega fyrir nótnaskriftir. Karlakór Reykjavíkur hefir á öllu þessu skeiði verið í fremstu röð íslenzkra karlakóra og munu margir vilja telja, að hann hafi oft og tíðum verið þeirra fremst- ur. Um þetta vottar viðamikið safn blaðadóma, sem fyrir ligg- ur, um söng kórsins innan lands og utan. Landkynningarstarf Karlakórs Reykjavíkur hefir, undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar, verið stór- um meira í öðrum löndum heims en þessháttar starf annara ís- lenzkra karlakóra samanlagt: 1. Árið 1935 fór kórinn til Norð urlanda. 2 Árið 1937 fór hann söngför til Mið-Evrópmanda. 3. Árið 1946 fór hann til Banda ríkjanna og Kanada. 4. Árið 1953 fór kórinn til Mið- jafrðarhafslanda og Afríku. 5. Árið 1956 fór kórinn aðra för til Norðurlanda og þá í boði Bel Canto kórsins danska, sem hélt þá upp á 50 ára afmæli sitt. í þeirri för var Karlakór Reykja víkur beðinn að koma til Berg- en og syngja á Griegs músik- hátíð Norðmanna þar í borg. 6. Árið 1960 fór kórinn öðru sinni söngför til Bandaríkjanna og Kanada. Telst mér svo til af gögnum, sem fyrir liggja, að Karlakór Reykjavíkur hafi samtals haldið 126 samsöngva erlendis í 114 borgum þriggja heimsálfa. Sam- tímis hefir hann í ferðum þess- um sungið mjög víða í útvarp landanna. Mikið safn blaðadómg, sem fyrir liggur um söng kórsins, eru yfir höfuð frábærilega lofsam- legir. Kórinn hefir haft á söngskrám sínum yfir 200 kórlög eltir ís- lenzk tónskáld. Loks hefir kórinn sungið um 40 sönglög eftir íslenzk tónskáld inn á söluplötur bæði innan lands og erlendis. Næst ber á það að líta, að Sig- urður Þórðarson heíir ekki ein- vörðungu verið í allra fremstu röð íslenzkra söngstjóra og meiri landkynningarmaður en allir aðrir söngstjórar samanlagt held ur hefir hann og verið eitt af vinsælustu tónskáldum íslend- inga á þessari öld og þeirra lang- samlega afkastamestur þegar á það er litið, að tónsmíðar hafa verið hreint hjáverkastarf hans. Upp undir hálfa öld hefir Sig- urður unnið fullan vinnudag á skrifstofunni, verið skrifstofu- stjóri Ríkisútvarpsins í meira en 30 ár og rækUstarf sitt af stakri skyldurækni. Að mínu áliti er ekkert af hin- um mikla fjölda sönglaga Sigurð ar Þórðarsonar lélegt, hvort held ur sem um er að ræða kórlög eða einsöngslög. Langflest eru þau meðal fegurstu sönglaga og óma lengi í minni. Mörg þeirra eru afburða tilkomumikil. Af stærri verkum Sigurðar má nefna: 1. Alþingishátíðarkantata 1930. 2. 'Óperettan „í álögum“ við texta Dagfinns Sveinbjörnssonar, fyrsta og eina óperettan samin hér á landi, 1944. 3. Skálholtskantata. 4. Safnað og raddsett 50 Passíu sálmalög, forn, sem Menningar- sjóður gaf út árið 1960 — yfir 25 ára hjáverkastarf. 5. Formanns-vísur, við texta Jónasar Hallgrímssonar, er hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni, sem Ríkisútvarpið efndi til. 6. Hátíðamessa, við latneskan helgitexta, hið fegursta verk. 7. Kirkjukantata, við texta úr Davíðs sálmum. 8. Nokkur liljómsveitarverk. Eftir þessa gr^inargerð leyfi ég mér að beina til háttvirtrar út- hlutunarnefndar spurningunni gömlu úr Völuspá: „Vítuð ér enn eða hvat?“ Og ég vil beína til nefndarinnar annari spurningu: Vill hún benda á nokkurn mann eða menn í efsta (50 þús. kr.) flokknum, sem hafa unnið sér meira til fremdar og ágætis um listsköpun og listtúlkun en Sig- urður Þórðarson? Mér virðist um þetta afmark- aða dæmi, að í gerðum nefndar- iinnar hafa ráðið algert handa- hóf, nema verra sé til að dreifa. svo sem óverjandi vanþekkingu og hlutdrægni. III. Nefndin virðist hafa haldið þessari hýru viðurkenningarinn- ar til þeirra manna einkum, sem fást við íslenzka tungu og þá al- farið til þeirra, sem fást við ein- hvers konar skáldskap. Af 129 listamönnum, sem verðlaunaðir hafa verið, teljast um eða yfir 77, sem fást við skáldsagnagerð og ljóða af ýmsum gerðum. Rit- listin ein, hvað þá mælskulistin, koma ekki til greina. Hefir þó þetta hvort tveggja verið aðall íslenzkrar tungu, bjargað bók- menntum þjóðarinnar, andlegri reisn hennar og sjálfstæðisvit- und gegnum allar aldir. Liggur í augum uppi að afburða ritlist þarf ekki að vera og hefir ekki verið eingöngu bundin við skáld- skap. Sagnritarar, höfundar meiri háttar ritgerða (Essays), jafnvel þýðendur bóka geta verið meiri ritlistarmenn en þeir sem ein- göngu fást við skáldskap. Orðsins list er ein af æðstu rishæðum mannsandans. Verkefni úthlutunarnefnda listamannalauna hefir aldrei ver- ið auðvelt, enda jafnan orkað tvimælis um, hversu tekizt hafi, og svo er enn, ef til vill í mesta lagi. í vali og flokkun lista- manna kemur margt skrítið og furðulegt í ljós og verður þó fátt eitt talið hér. í flokki með Sig- urði Þórðarsyni er nafn fremsta fiðluleikara landsins. Aftur á móti er hvergi að finna nafn þess manns sem ungur og í sárri fá- tækt brauzt fyrstur til útlanda, til þess að læra fiðluleik til hlít- ar, gerðist mikill kennari og er auk þess hugljúft tónskáld. í flokki fyrir ofan Sigurð Þórð- arson eru tónlistarmenn, sem enn sem komið er hafa aðeins þreifað fyrir sér um gerð nokkurra smá- laga eða „spilverka". í skrá nefndarinnar veður af- káraskapurinn, meðalmennskan og það, sem er þar fyrir neðan, hvarvetna uppi. Nokkrir af „lista mönnunum" munu vera almenn- ingi með öllu ókunnir. Fyrir því leyfist að spyrja: Er þetta að ein- ÍSLAND er talið þróunarland, jafnvel þó sumum komi það kynlega fyrir sjónir. Við send- um helmingi fleiri símskeyti en V-Þjóðverjar, eigum bílakost á við þá o.s.frv. — auðvitað mið- að við fólksfjölda. En að ein- hverju leyti hlýtur þó landið að vera vanþróað. Og eitt er víst, að flest okkar mál tekst okkur með einskærri lagni að gera að vanda málum. Við höfum jafnvel á seinustu árum eignast unglingavandamál. Það vandamál er ákaflega vin- sælt. Sérstaklega þó, ef eitt- hvað kemur fyrir, sem bragð er að, eins og úl dæmis Þjórsár- dalsundrið. Sú samkoma átti heiðurinn af því að skapa svo mikla hneyksl- unaröldu, að ekki þótti annað fært en að skipa i skyndi nefnd, til að koma aftur á ró og eðli- legu lífi. Og sjá. Risafyrirsagnir dagblaðanna komust aftur ofan í einn dálk og lögreglumenn þeir, sem undrið sáu, náðu sér aftur á taugum. Ég man líka eftir annarri fyrir sögn, sem ég sá í dagblöðum Reykjavíkur. Að vísu fór ekki mikið fyrir henni, enda var hún ekki alveg eins hrollvekjandi eins og Þjórsardalsfyrirsagnirn- ar. Það kom sem sé upp úr dúrn- um, sem margan hafði áður grun að, að reykingar barna í Barna- skólum Reylcjavíkur voru það almennar allt niður í 10 ára aldur, að til neimsfrétta verður að teljast. Þarna hefur þó víst gleymzt að skipa nefnd. Þess er skemmst að minnast, að lögreglan 1 Reykjavík gaf dagblöðum borgarinnar upp þær gleðilegu fréttir að síðustu pásx- ar hefðu verið þeir rólegustu um lengri tíma. l.ögreglan gat þess þó um leið að 9 alvarleg speil- virki hefðu verið unnin, þjófn- aður á nokkrum stöðum o.s.frv., fyrir utan eðlilegan drykkju- skap. Sem sagt gott og við sam- gleðjumst lögregiunni. En einmitt þegar við erum að komast yfir pað versta, kemur reiðarslagið. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur þarf endilega að fleipra því út úr sér að stór fylking stúlkna undir 16 ára aldri séu annað hvort með kyn- sjúkdóm, eða barnshafanöi. Barnaverndarnefndin deyr þó ekki ráðalaus og reynir allt sem í hennar valdi stendur til þess að betra þessar stúlkur. Meðal annars sendir nefndin þær Ul Danmerkur eða á Klepp. Ég held að öilum íslendingum geti komið saman um það, að Kleppsvist fyrir þessar stúlKur hljóti að hafa mjög góð áhrif á þær, og það beri að þakka nefnd- inni störfin. Nefndin getur þess einnig, að um fjölda ára hafi hún haft áhuga á því að Koma á fót betrunarneimili fyrir slíkar stúlkur, og sýmr það bezt, hvað nefndin er vaxandi í sínu starfi. Nú þykir mér leitt að geta ekki stutt þessa ágætu nefnd, í þessu áhugamáli hennar. Ég vildi þó benda nefndinni á að í voru landi eigum við 60 kunna forystumenn a sviði menning- armála. Meðal þessara 60 ágætis- manna eru nokkrir mestu skóla- menn landsins og uppeldisfröm- uðir. Þessum ágætu mönnum hef ur tekist að uppgötva rót þeirr- ar meinsemdar, sem Barnavernd- arnefnd Reykjavíkur er að berj- ast við og hafa birt þjóðinni niðurstöður sínar. Ef nú komm- únistum og þeirra aftaníhnýt- ingum tekst að koma tillögu 60-menninganna um úrbætur gegn um þingið, virðist það liggja Ijóst fyrir að mjög létti á Barnaverndarnefnd Reykjavíkur í náinni framtíð, Ég mundi því vilja gera að tillögu minni að þeim peningum, sem væntanlega verður varið fyrir næstu alda- mót til byggingar uppeldisheim- ilis fyrir stúlkur, verði í stað- inn varið til byggingar Hall- grímskirkju. Mætti þá vera að Vestur-Þýzkaiand hætti að setja okkur á bekk með hálfstein- andarþjóðum Afríku og könnuð- ust loksins við það að þróun hér á landi væri .okið. Ásgarði 20 apríl 1964. Konráð Pétursson. — Úivarp Reykjavík Framh. af bls. 6 verkaskiptingu, að þeir, sem I blöðin skrifa að staðaldri, prent- uðu einnig greinar sínar, enda geta þeir sem betur fer oftast tekið harðasta kastið af ofan- nefndum púka með því að lesa vendilega prófarkir að greinum sínum. Ég vil ljúka pistlinum að þessu sinni með því að þakka flytjend- um þáttanna: „íslenzikt mál“ og „Daglegt mál“ fyrir tillegg sitt til góðrar útvarpsdagskrár. Þótt ég hafi ekki getið þeirra fyrr, þá er það ekki þess vegna, að ég kunni ekki að meta fróðleik þann og ánægju, sem þeir hafa að bjóða. Undirritaður á það nefnlega til að punkta hjá sér það, sem vel er gert, án þess að flíka því jafnharðan á opinber- um vettvangi. Sækir hann trú- lega þann eiginleika í Guð al- máttugan. Sveinn Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.