Morgunblaðið - 25.04.1964, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 25.04.1964, Qupperneq 24
93. tbl. — Laugardagur 25. apríl 1964 TJ EINANGRUNARGLER 20ára reynsla herlendís L-::. ' TT" •Mh Barátta gegn hjartasjúkdómum: Stofnfundur í dag í DAG kl. tvö verða stofnuð samtök í Tjarnarbæ, sem það að markmiði að berjast gegn hjarta- og æðasjúkdóm- um og efia varnir gegn þeinri Skýrt var frá þessu máli í síðasta tbl. Morgunblaðsins, á sumardaginn fyrsta Þessir sjúkdómar hafa breiðzt geigvænlega út á síð- astliðnum árum, og eru þeir nú mannskæðastir alira sjúk- dóma hér á iandi. Þeir, sem beita sér fyrir stofnun samtakanna, eru. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, Geir Hallgrín . ;son, borgarstjóri, Davíð Davíðs- son, prófessor, Eðvarð Sig- urðsson, alþingismaður, Egg- ert Kristjánsson, stórkaup- maður, Jóhannes Elíasson, bankastjóri, Sigtryggur Klem enzson, ráðuneytisstjóri, Sig- urður Samúelsson, prófessor, og Valdimar Stefánsson, sak- sóknari. Tveir togarar urðu að landa norðan- lands Allgóður togaraafli á Fylkismiðum— erfið- leikar á sölum erlendis— Togaralandanir hleypa fjöri í atvinnulífið á Sauðárkróki og Siglufirði A» DNDANFÖRNU hefur afli íslenzku togaranna heldur glæðzt á Grænlandsmiðum. Hafa nokkrir þcirra fengið ailsæmileg- an afla á Fylkismiðum, Haukur landaði nýlega þaðan 225 tonnum og Júpiter var væntanlegur til Reykjavíkur í morgun með góð- an afla. Þau tiðindi gerðust um miðja vikuna, að togararnir Þor- steinn Ingólfsson og Bjarni Ólafs son gátu ekki landað í Reykja- Fengu 8 tonn nf rækju i Hunafloa Aflaverðmæti 56 þús. krónur - aðeins 2 á bátnum; ísafirði, 24. apríl. FJÓRIR ísafjarðarbátar eru b.vrj aðir rækjuveiðar í Húnaflóa og er ekki takmarkað hversu mikið magn má veiða þar. Bátarnir hafa fengið ágætan afla og hefur einn komið 8 lestir í tveimur ferðum. Rækjan er stór og góð. Mun afla- verðmætið upp úr sjó nema um 56 þúsund krónum. Tveggja manna áhöfn er á bátnum. — H.T. vík vegna hins mikla afla, scm borizt hefur af bátunum og urðu að landa á Sauðárkróki og Siglu- firði, þar sem aflanum var tekið tveim höndum. Kvóti íslenzku togaranna á Bretland'smarkaði er fylltur fyrir aprílmánuð og geta þeir því ekki landað þar fyrr en eftir mánaða- mót. í Þýzkalandi hefur markað- urinn verið yfirfullur af fiski og meira segja verið óseldur fiskur að kvöldi þar, þótt sölur erlendra togara hafi verið með min-na móti. Þetta hefur valdið íslenzku tog urunum nokkrum erfiðleiku.m, einkum þar sem hafnir við Suður- og Suðvesturland hafa verið yfirfullar af fiski vegna mokafla bátanna og vinnuafls- skortur og saltskortur gert ástand ið enn verra. Togarinn Maí kom inn til Hafnarfjarðar og ætlaði að leggja þar upp, en varð frá að hverfa af fyrrgreindum orsök- um, sala erlendis kom ekki til álita og varð það því ofan á, að Maí hélt út á miðin aftur og mun eiga að selja erlendis eftir mánaðamótin. Sem fyrr segir urðu tveir tog- arar að landa norðanlands, Bjarni Ólafsson á Sauðárkróki og Þor- steinn Ingólfsson á Siglufirði. IComa togaranna þangað hleypti fiöri í atvinnulífið, sem í vetur hefur verið mjög dauft. Hér á eftir fara frásagnir fréttaritara Morgunblaðsins á Sauðákróki og Aflaklóin Palli á Reyni (t.v.) lét sitt ekki eftir liggja. Hann stóA í spyrðingu til miðnættis eins og aðrir. Hann hefur ein- göngu veitt í nót í vetur, og er nú kominn upp í nær 1,006 tonn af fiski frá þvi síldinni sleppti. (Ljósm. Mbl. Sigurgeir). Sjómennirnir gerúu sjálfir aö aflanum - til þess að íorða honum írá að lenda í grút Ráðstcfna um á f enp;is vandamálið í DAG kl. 10 árdegis hefst ráð- stefna um áfengisvandamálið í Sjálfstæðishúsinu (Sigtúni). Dóms- og kirkjumálaráðuneytið boðar til ráðstefnunnar í sam- ráði við Landssambandið gegn áfen.gis’bölinu. Boðaðir eru að- ei«ns nokkrir embættismenn og forystumenn félagsmála. Fram- söguerindi verða haldin fyrir hádegi, en kl. tvö heldur ráð- stefnan áfram, og þá í háskól- anum. Roskinn maður stórslasast MAÐUR um sjötugt, Sigurjón Einarsson. til heimilis að Sól- heimum í Vestmannaevjum, varð fyrir fólksbifreið á Strandvegi kl. 7.50 í gærmorgun með þeim afleiðingum að hann höfuðkúpu brotnaði og brotnaði á báðum fótum. Sigurjón var fluttur á sjúkra- hús og síðdegis í gær var hann ekki kominn til meðvitundar. Mikið hefur verið um slys og árekstra í Eyjum ’undanfarna daga, alls 10 á hálfum mánuði, þar af eitt dauðaslys. Siglufirði um landanir togaranna þar: 140—150 þúsund kr. í vinnuiaun Sauðárkróki, 24. apríl. TOGARINN Bjarni Ólafsson, skipstjóri Þorsteinn Auðunsson, kom hingað aðfaranótt miðviku- dags 22. apríl af Graenlandsmið- urn með ca. 140 tonn af fiski, þar af 130 tonn af stórum þorski en um 10 tonn af karfa. Aflinn var lagður upp hjá báð- um hraðfrystihúsunum og verður roestur hluti hans frystur. Við Framhald á bls. 23. 17 tíma sigling með aflann Ólafsví'k, 24. apríl. í DAG landaði hér Jón á Stapa, sem er með þorskanót, 60 tonn- um. Hann landaði hér fyrr í vik- unni 43 tonnum. Fiskinn veiddi báturinn fyrir sunnan land og tekur siglingin hingað um 17 kist. — Hinrik. Vestmannaeyjum, 21. april. A MEÐFYLGJANDI mynd- um getur að líta næsta fá- tíða atburði, a.m.k. á seinni árum. Hér eru sjómennirnir allir, undir forystu skip- stjóra, komnir í land til þess að gera að aflanum og reyna að bjarga þessu góða hrá- efni, sem nótafiskurinn er, frá því að fara í grút. Þeir stóðu í aðgerðinni eftir að hafa komið inn með frá 50 — 00 tonn, en löndunartak- mörkun hafði áður verið sett. Oft var þöi’f, en nú er nauð syn. Sild er silfur, þorskur er gull, og nú er saltið orðið gulls ígiidi. Hér er saltlaust, nema hvað eitthvað losnar er stæður eru rifnar upp. Það salt er notað í golþorskinn, en sá smærri er hengdur upp í skreið. Svo brá við í Vestmanna- eyjum í dag, þriðjudag, að skipverjar fjögurra þorska- nótabáta, sem leggja upp hjá Vinnslustöðinni, stóð'U í fisk- góðan afladag. Löndunartak- aðgeið fram á nótt, eftir mörkun var sett á alla nóta- báta hér; þeir máttu veiða 30 tonn, en aflinn varð meiri af óviðráðanlegum ástæðum. Torfurnar voru geysistórar, og sumir sprengdu jafnvel nætur sínar, en hinir fengu fiá 50 til 90 tonn. Þeir, sem fiskuðu umfram 30 tonn, urðu að gera sjálfir að því, sem umfram var. Mundu þeir raunar hafa gott betur, því það munar u.m 30 þrælvana stráka í aðgerðinni, enda stóð ekki á þeim að vinna. Þeir mætfcu allir, skip stjórarnir jafnt sem kokkar og háetar. En á morgun mega þeir, sem leggja upp hjá þessari stöð, ekki róa, þa.r sem allt er fullt í stöð- inni. Og saltleysið. — Með- fylgjandi myndir sýna sjó- menn vinna í fiski í landi. — Sigurgeir. Guðmundur Guðmundsson, skipstjóri á Hugi II (fyrir miðju) ásamt tveimur hásetum sínum, vinnur að því að rífa upp fiskstæðu. Þeir voru þá settir í kerlingavinnu, og þótti lítið til koma, en nú er saltið mikils virði, svo um það verður að losa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.