Morgunblaðið - 26.04.1964, Side 14

Morgunblaðið - 26.04.1964, Side 14
14 MORCUNBLAÐIB Sunnudagur 28. apríl 1964 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ú tbreiðslust j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. MILDASTUR Á ÞESSARI ÖLD ■ffeðurfræðingar telja, að sá ' vetur, sem nú iiggur að baki, sé hinn mildasti á þess- ari öld hér á landi. Er þá reiknað með meðalhita í mán- uðunum desember til marz, að báðum meðtöldum. Næsthlýjasti vetur 20. ald- arinnar er veturinn 1929. Meðalhiti ,hér í Reykjavík var á vetrarmánuðunum í vetur 3,8 stig, en á Akureyri 2,1 stig, að Hólum í Horna- firði 3 stig, en í Stykkishólmi 2,7 stig. Yfirleitt má segja, að þessi vetur hafi verið íslenzku þjóðinni hagstæður til lands og sjávar. Gæftir hafa verið góðar við sjávarsíðuna og sauðfé létt á fóðrum. Veturinn 1963—1964 mun því fá gott eftirmæli í annálum. Ottinn við vorhret hefur að sjálf- sögðu verið ofarlega í hugum manna síðustu vikur. Páska- hretið í fyrra, sem olli stór- felldu tjóni á trjágróðri, er þjóðinni enn í fersku minni, Víðs vegar um land eru tún fyrir alllöngu tekin að grænka og trjágróður er lengra á veg kominn hér sunn anlands en oftast áður. Að sjálfsögðu er varlegast að fullyrða sem minnst um fram hald þessarar einstæðu veð- urblíðu, en vonandi helzt hún, og ef hún gerir það verður sumarið að þessu sinni óvenju langt. Vetrarvertíðin hefur reynzt útgerðinni í hagstæðasta lagi. Fyrstu 3V2 mánuð ársins hef- ur heildaraflinn orðið 260 þúsund tonn. Er það um 30 þúsund tonnum meira en á sama tíma sl. ár. Þess ber þó að gæta, að allmargir fiski- bátar hafa ekki verið gerðir út í vetur sökum skorts á mannafla og nokkrir bátar hafa ekki haft fulla áhöfn. Er það vissulega áhyggjuefni, að ekki reynist lengur unnt að fullmanna bátaflotann. Ellefu íslenzkir sjómenn hafa farizt á þessari vetrar- vertíð en 19 á sama tíma í fyrra. Er sár harmur kveð- inn að fjölskyldum þeirra, vinum og frændum, og raun- ar þjóðinni allri. íslenzka þjóðin fagnar sumri af heilum hug. Hún hefur gert sumardaginn fyrsta að almennum hátíðis- degi. Það er vegna þess að hann kemur með von og vissu um hirtu og hlýindi. Þessi c'.giir hefur nú verið gerður að . hátíðisdegi barnanna. Er það vissulega vel farið. Æsk- an er ókomna tímans von. Þess vegna ber að hlúa að henni, efla þroskamöguleika hennar og standa á verði um andlegt og líkamlegt heil- brigði hennar. Eitt af því sem mestu varð- ar fyrir börnin og fyrir ís- land er að þau læri að þekkja landið sitt, möguleika þess, fegurð þess, sögu og menn- ingu og baráttu kynslóða þess. Það mun eiga ríkan þátt í að treysta tengsl landsins og fólksins í framtíðinni. í skjóli þekkingarinnar á landinu mun æskunni skap- ast aukin trú á framtíð þess, ríkari ábyrgðartilfinning gagnvart þjóðfélagi sínu og eigin hamingju og þroska- möguleikum. BARÁTTAN GEGN HJARTASJÚK- DÓMUM l^að er alkunna, að hjarta- * og æðasjúkdómar hafa aukizt verulega hér á landi hin síðari ár. Telja læknar nú, að þeir séu mannskæð- astir allra sjúkdóma hérlend- is, enda þótt krabbameinið sé einnig mikill og stórhögg- ur bölvaldur. Nú hefur verið stofnað til samtaka, sem hafa á stefnu- skrá sinni baráttu gegn hjarta- og æðasjúkdómum, varnir gegn þeim, afleiðing- um þeirra og útbreiðslu. Hafa nokkrir þjóðkunnir menn gefið út ávarp til þjóðarinn- ar, þar sem hvatt er til raun- hæfra aðgerða og baráttu á þessu sviði. Segir í ávarpi þessu að framtíðarmarkmið samtakanna hljóti að verða það að reyna að hrinda í fram kvæmd hóprannsóknum á fólki á tilteknum áldursskeið- um. Gæfist þá færi á að greina sjúkdóma þessa, áður en verulegt tjón hefur af hlot- izt, þannig að hægt væri að grípa til ráðstafana, sem kom ið gætu í veg fyrir að menn veiktust af þeim. Slíkar hóp- rannsóknir eru nú fyrirhug- aðar í nágrannalöndum okk- ar. — Fyllsta ástæða er til þess að hvetja almenning til stuðn ings við þessi samtök. Lækna- vísindin verða að eiga vísan stuðning fólksins í baráttu sinni gegn sjúkdómunum. STRÁKAVEGUR ITndanfarin ár hefur verið ^ unnið að því að ráða fram Það er ekki nóg með að „The Beatles“ gangi eins til fara, greiði sér eins og æpi og góli alveg eins, heldur eru konuefnin þeirra líka svotil alveg eins. Á mynd- inni tii vinstri er George Harri- son með tvítugri unnustu sinni, Pattie Boyd, sem er fyrirsæta og á myndinni til hægri er Paul Mac-Cartney með sinni útvöldu, Jane Asher, sem er átján ára. Eins og sjá má af myndunum gætu þær Pattie og Jane verið systur og þar sem þær líka greiða sér eins og eru þar að auki jafnháar og svipaðar á velii, er ekki að furða þó fólki þyiki ’Bítlarnir vera samir við sig. P.S. Og þar sem einn Bítillinn var kvæntur fyrir er nú ekki eftir nema einn óiofað'ur — Ringo Starr. Soraya Þau voru víst búin að ákveða brúðkaupsdaginn sinn, Soraya prinsessa Esfandiary, forðum keisarafrú í Persíu og Maximilian Sohell, bróðir hinnar frægu Maríu. En þá kom til skjalanna Dino de Laurentiis, sá sem „uppgötv- aði“ kvikmyndastdörnuefnið Sorayu og bað þau blessuð að bíða með þetta fram á haustið, svo ljúka mætti töku myndarinn ar sem á að verða eldskírn Sorayu í heimi kvikmyndanna. Alberto Lattuada er leiikstjóri, en kvikmyndin á að heita „Leyndarmálið“ og er byggð á sögu eftir Henry James. En svo Sorayu ekki leiddist meðan verið væri að undirbúa töku kvikmyndarinnar (sem hefst í maí) kom Maximilian í heimsókn til hennar í „húskof- ann“ á Via Appia, sem Giuliana Fiastri, eiginkona Carlo Ponti, hefur leigt Sorayu, og þarna eru þau í tennis bak við heljarmiikið limgerði og annan gróður en ljós myndari ítalska blaðsins sem við tókum myndina úr, notaði fjar- lægðarlinsu á hjónaleysin. Maximilian ANNAÐ aðalihlutverkið í hínu nýja og umdeilda leikriti Art- hurs Miller, „After tíhe Fall“, hlufc verk Quentins er í höndum Jason Robards, sem hlotið hefur mikið lof fyrir þau skil sem hann gerir þessu erfiða hlubverkL Jason Robards er kvæntur kvik myndaleikkonunni Lauren Bacatt sem hljótt hefur verið um upp á síðkastið. Það var mál manna að Lauren hefði unnið mjög fyr ir manni sínum, Humprey Bog- art sem lézt 1957, og þykir mörg um sem hún hafi hitt þar fyrir annan Humprey sem Jason er, en eins og innskotsmyndin af Hum prey Bogart ber með sér, er mik- ill svipur með þessum tveim eiginmönnum Lauren Bacatl. (Lei'kkonan er nú um fertugt og á tvö börn, 11 og 15 ára). í fréttunum úr samgönguerfiðleikum Siglufjarðarkaupstaðar á landi. Eins og kunnugt er lok- ast Siglufjarðarskarð í fyrstu snjóum og opnast sjaldan til umferðar fyrr en komið er fram á vor. Einar Ingimundarson, þá- verandi þingmaður Siglfirð- inga, beitti sér fyrir því, að Siglufjarðarvegur ytri, sem liggur fyrir Stráka, var tek- inn inn á vegalög árið 1955. Var síðan hafin ítarleg rann- sókn á vegarstæði á þessum slóðum. Á grundvelli hennar var síð an ákveðið að sprengja veg gegnum Stráka og var fyrir nokkru byrjað á því mann- virki. Nú hefur vegagerðin talið, að frekari rannsóknir þurfi að fara fram á berglögum og allri aðstöðu við þessa jarð- gangnagerð. Segir í tilkynn- ingu frá vegamálastjóra, sem nýlega var birt hér í blaðinu, að ekki verði hjá því komizt að fresta greftri jarðgangn- anna til ársins 1965, meðan endanleg rannsókn fer fram. Hins vegar verður haldið áfram vegagerðinni að öðru leyti og er áformað að ljúka undirbyggingu vegarins að Strákum á þessu á*& Vonandi lýkur þeim rann- sóknum sem fyrst, sem nauð- synlegar eru taldar til þess að hægt verði að halda áfram gerð jarðgangnanna. Stefnan hefur verið mörkuð í þessu mikla hagsmunamáli Siglfirð- inga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.