Morgunblaðið - 29.04.1964, Blaðsíða 12
12
MORGUNB L AÐID
Miðvikuíagur 29. apríl 1964
Myndir unglinganna: Ragnar Páll Einarsson, listmálari sagði til um teiknun og meðferð lita.
Verkefnasýning ■ Æsku-
lýðsheimili Siglufjarðar
MEÐFYLGJANDI myndir
eru frá sýningu á verkefnum
unglinga, sem sótt hafa Æsku
lýðsheimilið á Siglufirði sl.
vetur. Voru það ýmiss konar
bast- og tágamunir, teikning-
ar o. fl.
Æskulýðsheimilið hóf starf
semi sína sl. haust. Er það
rekið af Æskulýðsráði, sem
10 menningarfélög standa að.
Síldarverksmiðjur ríkisins
lögðu til húsnæði og bæjar-
sjóður hefur stutt starfsem-
ina með fjárframlögum.
í upphafi voru skráðir 130
unglingar á aldrinum 12—17
ára í eftirfarandi tómstunda-
greinar: Leiklist, föndur,
(bast og tágar), teiknun og
•meðferð lita, ljósmyndagerð
og bridge. Flestir voru skráð-
ir í leiklistina, eða 43.
Kennarar við námskeiðin
voru Júlíus Júlíusson, Mar-
grét Hallsdóttir, Jóhannes
Þórðarson og Ragnar Páll Ein
arsson. Brigdefélag Siglufjarð
ar tók að sér að leiðbeina í
bridge.
Æskulýðsheimilið hefur
verið opið daglega en auk
námskeiða í fyrrgreindum
tómstundagreinum, er aðal
starf heimilisins fólgið í því
að halda uppi skemmtanalífi
fyrir unglinga. Hafa verið
haldnar kvöldvökur á laugar-
dagskvöldum, þar sem til
skemmtunar hafa verið leik-
þættir, upplestur, söngur og
dans o. fl. og hafa ungling-
arnir sjálfir annazt skemmti-
atriðin. Einnig hefur séra
Ragnar Fjalar Lárusson talað
á þessum kvöldvökum og
tekið þátt í undirbúningi
þeirra.
Kvikmyndasýningar hafa
verið tíðar, bæði sýndar
skemmti- og fræðslumyndir
og einnig litskuggamyndir,
m. a. úr nágrenni Siglufjarð-
ar.
Mörg félög og klúbbar
unglinga hafa aðsetur með
starfsemi sína í Æskulýðs-
heimilinu. Má þar m. a. nefna
Skátafélögin, íþróttafélög og
tóbaksbindindisfélag, Ljós-
myndaklúbb, vélhjólaklúbb
og frímerkjaklúbba.
Á skemmtun, sem Æsku-
lýðsráð hélt til ágóða fyrir
starfsemi Æskulýðsheimilis-
ins komu fram 30—40 ungl-
ingar, nemendur á leiklistar-
námskeiðinu, í leikþáttum,
gamanvísnasöng og danssýn-
ingu. Þá má geta þess að 1.
desember var minnzt með há-
tíðlegri athöfn í heimilinu,
Jólavaka var haldin þar 22.
desember og 'áramótadans-
leikur haldinn á þess vegum
í Sjómannaheimilinu.
Umsjónamaður heimilisins
hefur verið Júlíus Júlíusson.
Bastvinna, skermar o. fl.
(Myndir tók Steingrímur Kristinsson).
Nefnd gerir áæltanir
um spítalabyggingar
Gunnlaugur Snædal formaður læknafélags
Reykjavíkur
AÐALFUNDUR Læknafélags
BRIDGE
Á FÖSTUDAGINN kemur hefst í
New York Ólympíumótið í
bridge. 30 lönd hafa tilkynnt þátt
töku í opna flokknum og eru 14
þeirra frá Evrópu, 6 frá N-Amer-
íku, 5 frá S-Ameríku, 3 frá Aaust
urlöndum og auk þess lið frá
Ástralíu og S-Afríku.
Nokkur lönd senda sveitir til
keppni á alþjóðamótum í fyrsta
sinn og eru þar á meðal Bermuda,
Kína, ísrael, Jamaica, Mexíkó
og Perú. Verður gaman að fylgj-
ast með þessum löndum, sem án
efa eiga einhver eftir að koma á
óvart.
Keppninni í opna llokknum er
hagað þannig að allar sveitirnar
spila saman 18 spila leiki. Að
þeirri keppni lokinni munu fjór-
ar efstu sveitirnar mætast í úr-
slitakeppni, en þai; verða 60 spil
í hverjum leik.
Almennt er reiknað með að
Ítalía, England, Bandaríkin og
Frakkland komist í úrslit. Þó
benda margir á að sveitir frá
Sviss, Póllandi, Kanada og
Ritstjóraskipti
við Árbók land*
búnaðarins
FYRSTA hefti' 15. árgangs Ár-
bókar landbúnaðarins er komið
út.
Hafa nú orðið ritstjóraskipti
við bókina og tekur Sveinn
Tryggvason framkvæmdastjóri
Framleiðsluráðs við ritstjórn af
Arnóri Sigurjónssyni, sem verið
hefir ritstjóri frá stofnun rits-
ins.
Efni þessa rits er m. a.:
Búa búreikningabændur bet-
ur en aðrir, Viðtal við Eyvind
Jónsson, Aðgreining ullar í þel
og tog eftir Stefán Aðalsteins-
son, Nauðsyn að auka verðmæti
framleiðslunnar, Viðtal við
Agnar Tryggvason, Skuldir
bænda í árslpk Í962 eftir Arnór
Sigurjónsson, Á næstunni verð-
Belgíu geti blandað sér í keppn-
ina um 4 efstu sætin.
í kvennaflokki keppa 16 sveit-
ir og munu þær allar .spila sam-
an 36 spila leiki. Enska sveitin er
Sveinn Tryggvason.
ur reynt að ná enn lengra, við
tal við Sigurð Benediktsson, Ný
aðferð við verðlagningu búvara
eftir Guðmund Jónsson, Kóps-
vatni og Meðalþyngd dilka 1957
—1963 eftir Arnór Sigurðsson.
talin líklegust til sigurs, en þó
má búast við að sveitirnar frá
Danmörku, Svíþjóð, Egyptalandi
og Bandaríkjunum veiti þeim
harða keppni.
Reykjavikur var haldinn 11.
marz s. 1. Fráfarandi formaður,
Arinbjörn Kolbeinsson, flutti
skýrslu félagsstjórnar. Þar var
m. a. skýrt frá áhrifum Kjara-
dóms á kjör og starfsiháttu
sjúkrahúslækna og á það bent,
að allmörg atriði þar að lútandi
væru enn óútkljáð.
Tvö læknafélög voru stofnuð
á árinu: „Gigtsjúkdómafélag ísl.
lækna“ og „Félag lækna við
heilbrigðisstofnanir". Fyrra
félagið vinnur eingöngu á fræði-
legu sviði, en það síðara bæði
að fræðilegum og félagslegum
verkefnum .
Skýrt var frá álitsgerð sjúkra
húsmálanefndar félagsins. Kom
þar greinlega fram, að mikil
vöntun er á sjúkrarúmum við
deildarskipt sjúkrahús, einnig
skortir sjúkrarúm fyrir geð-
sjúka, fávita og gamalt fólk. Á
öllum sjúkrahúsunum er meiri
og minni skortur á hjúkrunar-
liði og hafði nefndin unnið að
því að rannska, hve mikið
væri af ónotuðum starfskröftum
hjúkrunarkvenna. Komst hún að
þeirri niðurstöðu, að nokkuð
mætti bæta úr hjúkrunarskort-
inum með því að hagnýta
vinnuafl giftra hjúkrunar-
kvenna, með meira samstarfi
milli hjúkrunarkvenna og sjúkra
húsa, ásamt breyttri vinnutil-
hö'gun á sjúkrahúsum. Eftirfar-
andi tillaga kom fram á fund-
inum:
„Aðalfundur Lælknafélags
Reykjavikur, haldinn 11. marz
1964 í fyrstu kennslustofu Há-
skóla Islands, leggur til við
ríkisstjórn landsins, að hún í
samráði við læknasamtökin setji
á stofn nefnd, er geri áætlanir
um spítalabyggingar. Nefndin
skal gera áætlun 10 ár fram í
tímann. Áætlunin er árlega færð
fram um eitt ár og endurskoð-
uð í heild í ljósi nýrrar þekk-
ingar“.
Tillaga þessi var samþykkt
samihljóða.
í greinargerð sjúkrahúsmála-
nefndar um tillöguna segir svo:
„Á undanförnum áratugum
hafa spítalabyggingar verið
meira og minna handahófskennd
ar. Upphaf þeirra víðsvegar um
landið hefur mátt rekja til
áhuga einstaklinga og sveitar-
félaga. Vegna sérhagsmuna fá-
mennra byggðarlaga, sem oftast
eru undirrótin, hefur skort á að
tillit væri tekið til heildarinn-
ar enda þess vart að vænta, þar
sem hver byggir fyrir sig. Af-
leiðingin er sú, að smá spítalar
eru staðsettir stutt hver frá
öðrum og margir spítalar eru
í byggingu samtímis. Þetta er
skiljanlegt þegar menn skyndi-
lega átta sig á sjúkraihússkort-
inum eftir langvarandi fyrir-
hyg'gjuleysi. Þessi óþægindi má
forðast með því að gera áætl-
anir fram í tímann og vera sí-
fellt vakandi fyrir spítalaþörf-
um þjóðarinnar. Ekki er rétt né
eðlilegt að ríkisstjórn eða Al-
þingi styrki einstakar spítala-
by@gin.gar nema þær henti
heildarskipulaginu. Staðsetning
og stærð sjúkralhúsa er háð fólks
fjölda og samgöngum, einnig
ber að taka tillit til fólksflutn-
inga eftir atvinnumöguleikum
og fl. Nágrannar okkar Engl-
endingar og Svíar vinna að
svona áætlunum, en þær verða
að byggjast á staðgóðri alhliða
þekkingu á framvindu læknis-
fræðinnar og glöggum skilningi
á þeim breytingum, sem eru í
væindum. Tilgangur sjúkrahús-
áætlunar er að sjá þörfina
fyrirfram og að hefjast handa 1
tíma. Þetta er mikið verk.
meira en svo að núverandi starfs
lið heilbrigðisstjórnar okkar
geti unnið það í hjáverkum eins
vel og þörf er á, en kostnaður
við góðan undirbúning borgar
sig alltaf“.
Nokkrar umræður urðu um
Domus Medica, læknahús, ea
bygging þess var hafin 15. júní
s. 1. Ætlunin var að byggja hús-
ið í tveim áföngum, en nú var
talið heppilegast að reisa það
allt í einu og hraða fram-
kvæmdum sem verða má.
Gert er ráð fyrir að húsið
verið fokhelt í næsta mánuði og
starfsemi geti hafizt í húsinu i
lok næsta árs.
Kjörtímabili aðalstjómar var
lokið og kom aðeins einn listi
fram um stjörnarkjör frá frá-
farandi stjórn. Hin nýja stjóm
varð því sjálfkjörin, en hana
skipa: Gunnlaugur Snædal,
formaður, Jón Þorsteinsson, rit-
ari og Tómas Árni Jónasson,
gjaldkeri. .
Á árinu var ráðinn fram-
kvæmdastjóri, sem starfar dag-
lega á skrifstofu félagsins.
Tala félagsmanna er 277, ná-
lega 100 þeirra eru nú starfandi
erlendis.
Iíarlakór Dalvík
ur á Húsavík
HÚSAVÍK, 27. apríl. — Karla-
kór Dalvíkur hélt söngskemmt-
un í samkomuhúsinu á Húsavílk
í gærkvöldi fyrir fulu hiúsi og
við mjög góðar undirtektir á-
heyrenda, svo að kórinn varð að
endurtaka meira en helming söng
skrárinnar. Söngstjóri var Gestur
Hjörleifsson, en undirleikari Guð
mundur Jóhannsson. Einsöngvair
ar voru Jóhann Daníelsson, Júlí-
us Danílsson, Helgi Indriðasoin
og Vilhelm Sveinbjörnsson.
STÁLSVÖMPUNUM
MEÐ SÁPUNNI
OG NÚ LlKA MEÐ
„DETERGENT“
fæst jafnvel á STYTTRI
TÍMA en áður SKÍNANDI
GLJAl á potta og pönnur.