Morgunblaðið - 29.04.1964, Blaðsíða 14
14
MORGU N BLAÐiÐ
Miðvikudag'ur 29. apríl 1964
f0í>rj0iml>Jafrí&
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Ú tbreiðslus t j óri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22430.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
AFSTAÐA FRAM-
SÓKNAR VEKUR
ATHYGLI
k ð undanförnu hefur mál-
gagn Framsóknarflokks-
ins margsinnis reynt að æsa
til nýrra kaupkrafna, og hef-
ur blaðið í því efni gengið
feti framar en kommúnistar,
svo að augljóst er, að Fram-
sóknarforkólfarnir eru að
reyna að espa kommúnista til
atlögu, líkt og 1961, þegar Ey-
steinn Jónsson hét kommún-
istum því, að SÍS mundi gera
svikasamning, ef þeir gerðu
kaupkröfur, sem ljóst væri að
efnahagurinn gæti ekki staðið
undir.
Eftir þessari iðju Fram-
sóknarforystunnar taka menn,
og þeir veita líka athygli
hverskyns fölsunum Tímans í
þeim tilgangi að reyna að
sannfæra fólk um að hagur
þess hafi ekki batnað, þar á
meðal þeirri iðju að slíta vísi-
töluna í sundur og birta einn
þátt hennar sem hina raun-
verulegu framfærsluvísitölu.
í sambandi við þróun kaup-
gjalds- og verðlagsmála er
ekki úr vegi að víkja að því,
að þegar viðreisnarráðstafan-
irnar voru gerðar snemma á
árinu 1960 lýsti ríkisstjórnin
því yfir, að hún teldi að allir
yrðu nokkuð á sig að leggja
til þess að treysta efnahag
landsins, enda var ástandið þá
vægast sagt ískyggilegt. Við-
reisnarstjórnin taldi, að vísi-
tala framfærslukostnaðar
mundi hækka um 3% og þá
hækkun yrðu landsmenn allir
að taka á sig án kauphækk-
ana. Reyndin varð sú, að í
nóvemberbyrjun 1960 var
vísitalan 102,7 stig og 103,1
stig í desemberbyrjun. Þannig
stóðust útreikningar stjórnar-
innar fullkomlega.
En jafnframt er þess að
gæta, að hér var í rauninni
ekki um 3% kjararýrnun að
ræða, því að menn höfðu
margháttað hagræði af auknu
vöruframboði og vaxandi at-
vinnu, sem ekki kom inn í
vísitölureikning, þannig að
ástæða er til að ætla, að í
raun réttri hafi enginn kjara-
rýrnun orðið, þótt Viðreisnar-
stjórnin teldi, að hún gæti
orðið einhver, meðan verið
væri að rétta við fjárhaginn.
Vorið 1961 buðust launþeg-
um kauphækkanir, sem námu
framleiðsluaukningu og hefðu
þannig orðið raunhæfar kjara
bætur, en þegar Framsóknar-
forystan og kommúnistar sáu,
að þannig yrði hagur lands-
ins tryggður og kjarabætur
mundu verða jafnar og stöð-
ugar, brugðu þeir hart við og
knúðu fram kauphækkanir,
sem efnahagslífið gat ekki
staðið undir og SÍS gerði
svikasamningana alræmdu.
Hin pólitíska heift Fram-
sóknarforkólfanna er svo
mikil, að þeim virðist detta í
hug að vega nú í sama kné-
runn. En undirbúningur þeirr
ar iðju, sem birzt hefur á síð- 1 Þetta skiptið fer svo
að urslitin í kaupdeilu LO og
um Tímans, hefur hlotið al-
menna fordæmingu, einnig
meðal óbreyttra Framsóknar-
manna, svo að ný tilraun í
þessa átt mun sízt af öllu
auka gengi Framsóknarfor-
ystunnar og er það þó þegar
orðið lágt innan flokksins,
því að fjöldi Framsóknar-
manna er þegar orðinn upp-
gefinn á forystu Eysteins
Jónssonar, Þórarins Þórarins-
sonar og annarra pólitískra
braskara.
FORÐUMST
GENGISFELLINGU
hinar
þegar
1 hækkanir
miklu kaup-
voru knúnar
fram í desembermánuði, ótt-
uðust menn mjög að grípa
yrði til gengisfellingar til að meira-
bjarga útflutningsframleiðsl-
unni. Tilraun var þó gerð til
að komast hjá þessu, þar sem
miklir gjaldeyrissjóðir voru
fyrir hendi og árferði hafði
verið gott. En þrátt fyrir ráð-
stafanirnar, sem gerðar voru
í janúar til bjargar útflutn-
ingsatvinnuvegunum, voru
gengisfellingu yrði komizt
síðar á árinu.
Sem betur fer hafa afla-
brögð verið mjög góð, at-
vinna mikil og þjóðartekjurn-
ar vaxandi, og þess vegna er
nú talið, að hægt verði að
komast hjá nýjum ráðstöfun-
um í efnahagsmálum, ef unnt
reynist að stöðva nú hækkan-
ir, eftir að kauphækkunar-
hringnum hefur verið lokað.
Ráðherrarar úr Viðreisnar-
stjórninni hafa að undan-
förnu rætt við ýmsa leiðtoga
launþegasamtakanna til að
leitast við að ná samstöðu um
stöðvun víxlhækkana kaup-
gjalds og verðlags, og þeim
viðræðum mun vafalaust
haldið áfram næstu daga.
A því leikur enginn vafi, að
allur almenningur óskar þess,
að nú verði hækkanir’ stöðv-
aðar, svo hann geti
Norska deilan um
.keisarans skegg1
Noregsbréf frd Skúla Skúlasyni
FYRIR réttri viku slitnaði upp
úr viðræðum þeim, sem Th. Evje
sáttasemjari ríkisins hafði átt
nok'kra undanfarna daga (og
enda í næturvinnu líka) við full-
trúa þeirra stórvelda, sem mestu
ráða um vinnufriðinn. í Noregi:
annarsvegar kauptakasambandið
(LO) og hinsvegar vinnuveit-
endasambandið. Raunverulega
eru það þessir aðilar, sem ráða
kjörum mesta hluta þjóðarinnar,
því að það sem um semst milli
þeirra ræður að miklum hluta
kaupkjörum flestra annarra, eða
réttara sagt allra sem lifa í land-
atvinnurekenda verða ennþá al-
máttugri en áður, því að rikis-
stjórnin hefði fengið fulltrúa
fiskimanna og bænda til þess að
fresta samningum um kröfur
þeirra þangað til niðurstaða væri
fengin um kjör iðnaðarstéttanna
í LO, sem áttu að endurskoða
kaupsamninga sína 1. aprí-1. Sjó-
menn og bændur fengust til
þess að hin-kra við, þangað til
útgert væri vig daglaunafólkið í
iðnstofnunum, enda væri þá
auðveldara að ræða um hæ-kkun-
arkröfur þær, sem sjómenn yrðu
að gera á afla sínum eða bændur
á fra-mleiðslu jarðargróðursins.
Starfsmenn ríkis og bæjar eru
líka með í dæminu: þeir þurfa
líka að „fá eitthvað fyrir snúð
sinn“, ef þeir eiga ekki að verða
„eftirleguþjóð í sámkeppni um
lífsþægindin". Rödd ellistyrks-
fólksins var sú eina, sem ekki lét
heyra hátt í sér í kórsöng kau-p-
kröfufólksins, hvort heldur voru
eyrarvinnumenn eða vellaunaðir
em-bættismenn, sem heimtuðu
í da-g er hlé á þess-um samsöng.
Hve lengi veit enginn, en væntan
lega varir hléið þangað til
skyldugqrðardómur sá, sem ríkis-
stjórnin afréð í fyrradag að gera
skyldi um kaupgjaldsmálið,
kveður upp úrskurð sinn í LO-
deilunni. En samkvæmt löggjöf
Noregs um slíka gerðardóma
þarf í hvert skifti að leita sam-
þykkis beggja deilda Stórþings-
menn ekki vissir um að hjá ins um- hvort ástæða 34 ta. að
beita honum í kaupdeilum. Átta
ár eru liðin síðan slíkur gerðar-
dómur hefur verið kvaddur til
starfs af þinginu; það var við-
víkjandi áfcvörðun vísitölunnar.
Og þó oft hafi syrt í ál atvinnu-
deilnanna siðan, hefir Gerhard-
sen komist hjá að grípa til dóms
En í þetta skipti taldi hann sig
ekiki geta komist hjá þvi, þó
hann teldi þetta neyðarúrræði.
„Það er ekki ríkisstlórnin heldur
aðilarnir sjáifir, sem eiga að
gera út um kaupdeilumálin,"
sagði hann. Og fulltrúar annarra
flokka eru honu-rn sammála um
þetta. í gerðardómslögunum
norsku eru þau ákvæði, að þegar
velferg þjóðarinnar sé í hættu,
sé rétt að fyrirskipa skyldu-
gerðardóm.
Rí'kisstjórnin hefur talið, að
þjóðarvelferðin væri í hættu, ef
allsherjarvinnustöðvun byrjaði í
dag. I tölum er erfitt að gera sér
grein hve mikið böl hún m-undi
skapa þjóðinni, en þó skal ég
aðeins drepa á, að hagstofan
norska telur að framleiðsla þjóð-
arinnar nemi kringum 35 milljón
krónum (norskum) á dag. Og
það þarf ríka þjóg til þess að
láta sig ekki muna um slíkt, ef
dagarnir yrðu margir. En flestir
voru á einu máli um, að ef farið
yrði út í verkfall núna, mundi
það verða langvarandi. Að
minnsta kosti 3-4 vikur.
Þess vegna fagna flestir Norð-
menn gerðardómnum, þó að vit-
anlega segi flestir um leið:
„Það væri þó bezt að komast af
án hans“.
Það verður fleira en deila
IX) og atvinnurekendasambands-
ins sem þessi gerðardómnefnd —
sjö menn — verður að fjalla um.
Því að undir eins og hún hefur
kveðið upp Salómonsdóm sinn
í LO-málinu (og hann mun vænt
anlega fara bil beggja milli
kröfu og tilboðs í deilu LO við
atvinnurekendur), fær saima
„lönnsnemd“ væntanlega það
’hlutverk, að
1) ákveða verð á fiski, frá
fyrstu hendi,
2) ákveða verð á mjólik og
öðrum landbúnaðarafurðum og
niðurgreiðslur á fóðurbæti og
gerfi-áburði — og kannske......
3) að gera tillögur um „Verð-
lags- og kaupstöðvun“.
Það síðasta er kannske mikil-
vægast af öllu. Því að jafnvægis-
leysið í verðlagsmálunum er
tvímælalaust erfiðasti þáttur
fjárhagsmálanna, hér í Noregi
eins og heima.
Líklega eru fiskimenn einn*
mest olnbogabörn allra stétta
hér í Noregi eins og stendur, en
ástæðan til þess er fyrst og
fremst aflaleysið undanfarin ár.
Lófót-vertíðin sem nú er að enda
hefur t. d. aldrei verið lélegri ea
nú.
Fleiri kvarta líka. Til dæmia
bændurnir. Það er að visu eng-
ínn „búmaður, sem ekki kann að
berja sér“, en áreiðanlega er það
meira en „barlómur" sem veld-
ur því, að með hverju ári breyta
margir góðir bændur austanfjalls
í Noregi um bús'kaparlag. Þeir
hætta kúabúskap en taka upp
garðrækt og auka kornræktina
í staðinn. í blaðaviðtali sagði
einn kúabóndi (fyrrverandi) ný-
lega, að nú ætti hann ekki nema
2 beljur eftir, af 17 fyrir fám
árum, vegna þess að hann hefði
ekki upp úr sér nema 3 — þrjá —■
aura um tímann með því að
framleiða mjólk. Og þó ynni
hann alltaf myrkranna á milli.
Nú vill hann rækta kartöflur
og annað grænmeti, „því að þá
þarf ég ekki vinna fyrir ekki
neitt, á mínum gamals aldri“,
sagði karlinn.
Hann og ýmsir í sömu stöðu,
segja að mjólkurverðið sé svo
lágt að það borgi sig ekki að
eiga kýr. „En ef mjólkurverðið
hækkar upp í krónu — það er
núna frá 61 upp í 75 aura, eftir
árstíðunum — og ef við fáum
lægra verð á kraftfóðri, getur
komið til mála að hafa kýr. Etx
eins og er borga kartöflurnar sig
betur en kýrin“.
U Thant
franska
París, 27. apríl (NTB).
U THANT, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, ræddi í
dag við Georges Pompidou, for-
sætisráðlierra Frakklands, og
utanrikisráðherra landsins,
Couve de Murville. U Thant kom
til Parísar í gærkvöldi, fyrst
og fremst til þess að stjórna
viðræðum í sérstakri nefnd SÞ,
sem samræmir starfsáætlanir
samtakanna og stofnana þeirra.
U Thant sagði eftir viðræður
sínar við frönsku ráðherrana í
dag, að þeir hefðu raétt mál,
sem mikilvæg væru bæði Frökk
um og SÞ, m. a. fjárhagsvanda-
við
ráðherra
mál SÞ.
Þegar heimsókn U Thants til
Parísar var ákveðin var gert ráð
fyrir að hann ræddi við de
Gaulle, Frakklandsforseta, on
þeim viðræðum var aflýst vegna
veikinda forsetans. Eins ag
kunnugt er, var de Gaulle skor-
inn upp við bólgu í blöðruháls-
kyrtli fyrir rúmri viku og er
enn í sjúkrahúsi.
Á morgun mun U Thant ræða
ástandið á Kýpur við Finnann
Sakari Tuomioja, sáttasemjara
SÞ á eyjunni, en hann hefur þá
viðdvöl í París á leið sinni til
London.
efnahagsöryggis og batnandi
lífskjara í framtíðinni. Hins-
vegar er ljóst, að bæði í for-
ystu Framsóknarflokksins og
meðal kommúnista eru til
öfl, sem engu vilja skeyta um
þjóðarheill, heldur leggja til
pólitískrar atlögu, sem þessir
menn halda að geti tekizt. Á
þessu stigi er því engu hægt
að spá um það, hvort sam-
komulag tekst um aðgerðir til
að hindra frekari hækkanir,
eða hvort nauðsynlegt verð-
ur að grípa til ráðstafana af
notið hálfu ríkisvaldsins.
Verðbólgan hefur lengi
verið skaðvænleg, en hana
hefur þó ekki reynzt unnt að
stöðva, vegna þess að menn
hafa til skamms tíma ekki
gert sér nægilega grein fyrir,
hve slæ'm áhrif hún hefur
haft. Sem betur fer er nú
skilningur orðinn almennari
á þessari staðreynd. Menn
sjá nú, hve fávíslegt það er að
halda, að þeim reynist auð-
veldara að greiða til dæmis
skuldir af íbúðum sínum, ef
verðbólgan vex, því að auð-
vitað verða beir fjármunir
einhvers staðar frá að koma,
og þá frá almenningi og þar
með þeim mönnum sjálfum,
sem héldu að þeir gætu hagn-
azt á verðbólgu.
Hinsvegar er það rétt, sem
kommúnistablaðið segir í rit-
stjórnargrein í gær um gróða
af verðbólgu, að sumir fjár-
sterkir aðilar hafi áhuga á að
viðhalda henni. Spurningin
er aðeins um það, hvort
kommúnistar verða áfram í
bandalagi við þessa aðila eða
ekkL