Morgunblaðið - 29.04.1964, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.04.1964, Blaðsíða 27
Miðvikudagiir ÍT9. apríl Í964 MORGU N BLAÐIÐ 27 Deiluaöilar í Noregi á fundi rikislaunanefndar Úrskuröar nefndarinnar i aðalatriðum vænzt fyrir Hvitasunnu Ósló, 28. apríl — NTB í DAG komu fyrir ríkislauna nefndina norsku fulltrúar al- þýðusambandsins og vinnu- veitendasambandsins, Kon- rad Nordahl og A.P. Östberg. Héldu þeir báðir til streitu þeim kröfum, er fram höfðu komið á síðasta sáttafundin- um, áður en ákveðið var, að málið yrði lagt í hendur nefndarinnar. Af hálfu alþýðusambandsins krafðist Nordahl 30 aura (norskra) tímakaupshækkunar fyrir fullorðna verkamenn og -konur og 15 aura hæikkunar fyr Nóg að starfa hjá „Stálvík" MEÐFYLGJANDI mynd tók ljósmyndari Morgunblaðsins: (Sveinn Þormóðsson) í skipa- smíðastöð ,Stálvíkur“ h.f. á dögunum. Þar er verið að hífa brúna á 170 tonna stál- skip, sem skipasmíðastöðin er nú langt komin að smíða. Er þetta stærsta stálfiskiskip, sem smíðað hefur verið hér á landi, að því er forstjóri „Stálvíkur“ Jón Sveinsson tæknifræðingur hefur tjáð blaðinu. Þetta er þriðja skipið, sem stöðin smíðar frá því hún hóf starfsemi sína um áramótin 1982—1963. Stöðin sjálf er enn ekki fullsmíðuð, en smíði henn- ar var hafin í ágúst 1962. Er unnið að framhaldi smíði húsa- kynna stöðvarinnar jafnhliða skipasmíðunum. Auk þess er nú unnið að smíði sjósetningarbraut ar, en stöðin er sem kunnugt er til húsa við Arnarvog, Garða- hreppi. Er sjósetningarbrautin einnig hugsuð sem undirstaða dráttarbrautar í framtíðinni, þannig að hægt verði að draga skip til og frá sjó eftir braut- inni. Jón Sveinsson sagði að næsta verk stöðvarinnar mundi verða 25 tonna dráttarbátur fyrir Reykjavíkurhöfn. Hann sagði, að mörg verkefni biðu og væri mikil eftirspurn eftir skipum frá stöðinni. Hafa m. a. verið pant- aðir stórir fiskibátar allt upp í 250 tonn. — Harðir bardagar Framhald af bls. 1. lok síðustu viku var tilkynnt að Souvanna Phouma, forsætisráð- herra og stjórn hans, hefði fall- izt á að sitja áfram og láta und- an kröfum hægri manna um aukin áhrif. Á þetta hafa vinstri menh ekki viljað fallast. Hermenn hægri manna og hlutlausra hafa á síðasta ári staðið saman í átökunum við Pathet-Lao, eða frá því Pathet- Lao-hermenn reyndu að hrekja Kong Le, höfuðsmann hlut- lausra og lið hans úr vígjum þeirra á sléttunni. Bardagarnir í morgun hófust í dögun með stórskotaliðsárás Pathet-Lao á vígin í Phousan-hæöum — og er þeim linnti, um hádegisbilið, höfðu þeir náð nokkrum mikil- vægum stöðum á sitt vald. Aðr- ir herflokkar voru á leiðinni til þjóðvegarins, er liggur til bæj- arins Muong Phanh, þar sem aðalstöðvar hlutlausra eru. Er óttazt að þeim takizt að loka þeirri mikilvægu samgönguleið. 100 luusir Zanzibar, 28. apríl — (AP) RÚMT hundrað pólitískra fanga hafa verið látnir laus ir í Zanzibar frá því kom- ið var á sambandi Zanzi- bar og Tanganyika. Er haft fyrir satt að stjórnin hyggist sleppa úr haldi öll- unt arabískum mönnurn er handteknir voru eftir stjórnarbyltinguna. — Irene Franskir Framh. af bls. 1 París opinber tilkynning um mál þetta, en talsmaður stjórnarinn- ar staðfesti í morgun að fregn- in væri rétt. Sú er hugmynd margra stjórn málamanna og fréttaritara í Par- ís, að de Gaulle hafi á sínum tíma fallizt á það, fyrir áeggjan frönsku flotastjórnarinnar, að franskir liðsforingjar gegndu á- fram störfum í flotastjórn NATO. Hafi það verið staðföst skoðun hennar, að Frakkar mættu ekki missa þá aðstöðu, er þar gæfist, til að afla upplýsinga, er vörð- uðu bandalagið í heild. Jafn- framt var auðveldara fyrir franska flotann að taka þátt í flotaæfingum bandalagsins eftir að hann var tekinn undan yfir- stjórn NATO. Er haft eftir áreið- anlegum heimildum í dag, að franska flotastjórnin sé lítt hrif- in af ákvörðun de Gaulle, for- seta. Framhald af bls. 1. ar, Júlíönu Hollandsdrottn- ingu. Svo sem fyrr hefur verið frá skýrt verður líklega eng- inn úr hollenzku oknungsfjöl- skyldunni við brúðkaupið í Róm — hins vegar segir í AP- frétt í dag, að a.m.k. 300 Hol- lendingar verði í brúðkaups- veizlunni, sem fram fer í einu gistihúsi borgarinnar. Þangað er og vænzt 600 spænskra gesta. Veizlunni verður þrí- skipt. Fyrst tekur Irene á móti hollenzku gestunum, síð- an tekur prinsinn á móti þeim spænsku og loks verður sam- eiginlegt borðhald. ySwS>.% P. Stjörnubíó hefur sýnt kvik- myndina „Byssurnar í Nav- arone“ síðan um páska við mjög góða aðsókn, en sýn- ingum fer nú að fækka. Með aðalhlutverkin fara Gregory Peck, David Niven, Anthony Quinn, Stanley Baker, Ant- hony Quayle og James Darr- en. — Myndin er sem kunn- ugt er byggð á samnefndri bók eftir Alistair MacLean. ir unga verkamenn og lærlinga — auk láglaunauppbótar, 30 aura fyrir fullorðna. Mikils- vert atriði í kröfum alþýðusam- bandsins er um hálf-sjálfvirka vísitöluuppbót, sem kveður svo á, að viðræður verði haldnar um leiðréttingu launa, ef vísi- tala framfærslukostnaðar hækk ar um fjögur stig eftir sex mán- uði eða síðar — miðað við að vísitalan var 115.6 stig í lok marz sl. Af hálfu vinnuveitendasam- bandsins stóð A. P. Östberg fast við þá afstöðu, að launaihækk- anir yrðu almennt 14 aurar á klst. og láglaunauppbótin 6 aur- ar. í annan stað, að kröfur vinnuveitendasa.mbandsins um helgidagagreiðslu, styttingu vinnutíma við óreglulega vakta- vinnu og vísitöluuppbót yrðu ekki teknar til greina. ★ Þess er vænzt, að úrskurður ríkislaunanefndarinnar í þessari deilu muni hafa áhrif á tekjur mikils hluta launiþega í Noregi. Enn fremur er ástæða til að ætla að hann muni hafa áhrif á fyrirliggjandi verðákvarðanir á vörum sjávarútvegs og landbún aðar. Er deilan hin víðtækasta, sem ríkislaunanefndin hefur fengið til meðferðar. Hún varð- ar beinlínis 264 launasamninga, er ganga úr gildi í apríl- og maí- mánuði og 204.963 launþegar eiga aðild að, jafnframt því, sem ákvörðun nefndarinnar mun hafa áhrif á samningsgerð- ir annarra félaga. Auk þess, sem Nordal og Öst- berg gerðu á fundinum í dag grein fyrir sjónarmiðum samtaka sinna í meginatriðum gerðu fjór ir fulltrúar jafnmargra iðngreina einnig grein fyrir sínum skoðun um í stuttu máli. í lokin voru lögð fram siónarmið norska sjó- mannasambandsins. Á morgun verður aftur fundur í ríkislaunanefndinni og þá tekin fyrir sjónarmið beggja deiluað- ila i fjórum atvinnugreinum, en síðan munu nefndarmenn ræðast við á lokuðum fundi. Þess er vænzt, að úrskurður nefndarinnar liggi fyrir í meginatriðum, þegar fyrir Hvítasunnu, en eftir hátíð- ina verða tekin fyrir einstöik at- riði. Verður reynt að miðla mál- um þar milli deiluaðila og fá þannig fram lausn þeirra — en takizt það ekki mun nefndin einn ig skera þar úr. Fyrir utan kröfurnar um al- mennar kauphækkanir, láglauna uppbót og vísitöluleiðréttingu launa kveða kröfur Alþýðusam- bandsins á um að yfirvinnuá- kvæðum verði breytt svo, að 50% álag komi einnig á fyrstu tvær klst. eftir að venjulegum vinnutíma lýkur — og að vinnu- tími verði ekki lengri en 43 klst. á viku, þar sem vaktavinna er, tví- eða þrískiptar vaktir. Þá eru og sérstök ákvæði um þá, sem greitt fá vikukaup. I afstöðu vinnuveitendasam bandsins felst hinsvegar m.a., að þar sem yfirvinnuálag sé 25% nú verði það 33%%. ★ ★ ★ Deiluaðila greindi mjög á um það, hvort efnahagur Noregs þyldi þær launahsekkanir, sem krafizt væri. Fulltrúi vinnuveit- enda sagði, að af hálfu sam'bands þeirra væri boðnar launahækk- anir er nærnu 2.15%. Meg aukn um þjóðfélagsálögum, sem þ'eirri launahækikun væri samfara yrði útgjaldaaukning vinnuveitenda 5.4-6%. Jafnframt taldi ’ hann launauppbótakröfur Alþýðusam- bandsins samsvara í raun og veru 5% launahækkun ef með væru taldar auknar þjó« félagslegar álögur, sam a. m. k. yrðu 3.5%. Þá taldi hann vísi- töluákvæðin í kröfum alþýðu- sambandsins fráleit, þar sem slíkt fyrirkomulag baori í sér geigvænlega hættu fyrir fram- leiðslu og efnahagslíf Noregs. Nordahl kvaðst ekki geta sagt nákvæmlega til um það hve mikill hluti launþega myndi njóta umbeðinnar láglaunaupp- bótar, taldi líklegt, að hún næði til 25% karla og 35% kvehna sambandsins. Hánn kvaðst bú- ast við andmælum gegn þessu ákvæði, en sagði það grundvall- arkenningu sambandsins, að ekki væri unnt að byggja á sér- staklega lágum launum á viss- um sviðum til þess að hálda framleiðslunni þar gangandL — Ibróttir Framhald af bls. 26. sóttu af ákafa og pressuðu mjög. Innan stundar lá knötturinn í marki KR en í ákafanum höfðu Valsmenn brotið á markverði KR-inga og Haukur dómari Ósk- arsson dæmdi réttilega auka- spyrnu. Valsmenn héldu sókn sinni um skeið, og kom sér nú illa fyrir þá hve skipulagslaus framlína liðs þeirra er. En hættan vofði yfir KR — „markið er í loftinu“ heyrðist sagt. Og litlu munaði á 18. mín. er Hermann Gunarsson átti hörku- skot að KR-markinu en Gísla markverði tókst á síðustu stund að teygja fingurgómana í knött- inn og stýra honum út fyrir stöng. Enn meiri heppni var yfir KR- ingum á 22. mín. er Reynir Jóns- son, sem kominn er frá Breiða- bliki til Vals skaut óverjandi knetti fyrir Gísla markvörð af stuttu færi á KR-markið — en þá stóð Hreiðar bakvörður á rétt- um stað og skallaði frá á mark- línu. Og svo átti Ingvar Elíasson, sem kominn er frá Akranesi í Valsliðið, góða skottilraun úr aukaspyrnu — en „hárfínt“ fram hjá. Svo tókst KR-ingum að ná tök- um á leiknum aftur. Eftir sam- leik Arnar og Jóns Sigurðssonar hægra megin var gefið fyrir og Eellert fékk knöttinn utan víta- teigs, reyndi skot og það hafn- aði í mótstæðu horni og Vals- menn bara horfðu á fallegt flug knattarins. Mótspyrna Vals var þrotin — KR hafði unnið enn eina orustu þessarra keppinauta. Þegar flaut að var til leiksloka var knöttur- inn á leið í Valsmarkið í 3. sinn — en kom of seint, það var bú,. íð að flauta. Liðin KR átti sigur skilið. Liðið lék betri knattspyrnu — oft góðan samlei'k, þó skorti mjög á að upphlaupin gefi nægan árangur eða jafnvel skapi næga hættu. Það er ekki nóg að kantm-enn bruni upp með knöttinn, aðrir verða að fylgja og vita hvað þeir eiga að gera. Sóknarlína KR er með bezta móti nú, sikiptingar góðar og vel gerðar og hver leik maður skilar sinu vel. Framvérð- irnir er þó e.t.v. lykillinn að getu liðsins. Vörni’n skilaði sínu vel í þessum leik, nýr miðvörður er ennþá allhikandi en vel með en bakverðirnir Hreiðar og Krist inn (í þessum leik) bættu það upp. Gísli markvörður átti góð- an leik. Valsliðið er vaxandi lið en skipulagið skortir mjög. Senni- lega væri framlinan beittari með Hermann sem miðherja og Ing- vari sem útherja. Ormar vann afar vel og aftasta vörnin af- stýrði möigu en byggði fátt upp. — A.St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.