Morgunblaðið - 29.04.1964, Blaðsíða 3
r .Miðvikudagúr 29. apríl 1964
MO kfi U N BI JÍDIÐ
SVO er nú komið, að fleiri
hafa fest kaup á sjónvarps-
tækjum en íbúar Reykjavík-
ur og Suðurnesja. í Borgar-
nesi og á Mýrum eru nokkr-
ir sjónvarpseigendur og þegar
blaðamaður Morgunblaðsins
var á ferð austur á Eyrar-
bakka fyrir skemmstu, komst
hann að því, að sjónvarp er
í £inu húsi á Bakkanum og
bændabýlinu Borg í Eyrar-
bakkahreppi. Fór hann því í
heimsókn að Borg og hitti að
máli húsfreyju, Helgu Kára-
dóttur, og heimasætu, önnu
Þórðardóttur. Bóndinu, Þórð-
ur Ársælsson, var ekki heima.
„Við höfum haft mjög
mikia ánægju af sjónvarpinu,
þennan mánuð, sem við höf-
um haft það, einkum við
gömlu hjónin“, sagði frú
Mæðgurnar Helga og Anna við sjónvarpið. Kötturinn er mjög áhugasamur 'og stekkur stund-
um á menn og dýr, sem hann sér á skerminum.
Sjönvarp á Eyrarbakka
spjalBað við heimilisfólkið
að Borcj í Eyrarbakkahreppi
Helga“. Mest finnst mér gam
an af bíómyndum, en við horf
um á allt mögulegt annað.
Þeir hafa verið með margs-
konar fræðslumyndir, til
dæmis um lönd, sem okkur
eru framandi. Svo eru ýmsir
þættir í sjónvarpinu, sem við
njótum ekki sem skyldi,
vegna þess að við skiljum
ekki nóg í málinu. Ekkert er
um við gefin fyrir kúreka-
V »<*• > <• « ■•■.•XS'íw ■■ ■>.. > ■■■ <.»v. v »
myndirnar."
Anna opnaði nú sjónvarpið
og var verið-að sýnda kvik-
mynd frá fimleikasýningu.
„Ekki getur þetta eyðilagt
íslenzka menningu,“ sagði
Anna og brosti kankvíslega.
„En þó skal ég viðurkenna,
að fjölbragðaglíman, sem
þeir sýna öðru hverju, er
alveg fyrir neðan allar hell-
ur. Mennirnir sparka í and-
litið hvor á öðrum og nota
fantabrögð, sem engin leið er
að lýsa. Ég horfi oft á sjón-
varpið og hef mjög gaman af
því. Það er ekki mjög margt
til skemmtunar hér á Eyrar-
bakka, að minnsta kosti ekki
svona í miðri viku, og þá er
gott að hafa einkakvikmynda
hús heima hjá sér.“
„Það er alltaf verið að berj
ast fyrir því að halda ungl-
ingunum inni á heimilunum,“
sagði Helga'. „Ég fæ ekki séð
annað en að sjónvarpið stuðli
að því. Þessvegna finnst mér
það heldur mótsagnakennt,
þegar sömu mennirnir og
beita sér fyrir frelsun ungl-
inganna frá sollinum í sjopp-
um og öðrum óæskilegum
verustöðum þeirra, vilja
banna fólki sjónvarpið.“
Ibúðarhúsið að Borg.
Vilju lunnnverh-
smiðju n
Skngnströnd
EFTIRFARANDI tillaga var sam
þykkt á fundi landverkafólks-
deildar Verkalýðsfélags Skaga-
strandar:
FJÖLMENNUR fundur haldinn
16. apríl 1964 ,í landverkafólks-
deild Verkalýðsfélags Skaga-
strandar, lýsir ánægju sinni yfir
framkominni þingsályktunartil-
lögu þeirra Björns Pálssonar,
Gunnars Gíslasonar og Jóns
Þorsteinssonar um tunnu-
verksmiðju á Skdgaströnd.
Fundurinn leggur sérstaka á-
herzlu 'á, að málið nái fram að
ganga nú á þessu þingi, í sam-
ráði við breytingartillögu frá
Ragnari Arnalds. Ennfremur tel-
ur fundurinn að eðlilegt hefði
verið að allir þingmenn kjör-
dæmisins hefðu verið meðflutn-
ingsmenn tillögunnar, þar sem
ljóst er, að verði ekkert að gert af
Alþingi og ríkisstjórn til úrbóta
nú á næstu mánuðum, á því at-
vinnuástandi, sem hér ríkir, þá
er fyrirsjáanlegur fólksflótti héð-
an af staðnum, þegar á þessu ári.
Fun’durinn skorar því eindreg-
ið á þingmenn kjördæmisins að
vinna ötullega að því að málið
nái fram að ganga nú á þessu
þingið og væntir þess að hæstvirt
ríkisstjórn sjái sér fært að styðja
byggðarlagið í þessu nauðsynja-
máli.
Tillaga þessi var samþykkt með
öllum atKvæoum lunaarmanna.
£
NA 15 hnútor
SV 50 hnútor
K Snjókoma f ÚÍi 17 Skúrir E Þri/mur W:ii KuUoM >> Hitíiká H Hmí 1 L Lsti II
og suðaustan ísland en hæð á miðum norðvestan lands og
yfir Grænlandi breiðist suður annesjum var slydda og áð-
á bóginn og veldur vaxandi eins 2—3 st. hiti. Er helzt
NA-átt hér um slóðir. Kl. 15 útlit fyrir N-átt hér á landi
var NA-stormur á Æðey og næstu dægur.
STMSTEIMR
Deilurnar barðna
Deilurnar milli Moskvu og
Beking, Mao Tse-tung og Nikita
Krúsjeffs, fara nú stöðugt harðn-
andi. Sérstaklega halda kínversk-
ir kommúnistar uppi ofsafengn-
um árásum á Krúsjeff, forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna. Er nú
svo komið, að margir álita að
kínverskir kommúnistaleiðtogar
stefni beinlínis að vinslitum við
kommúnistaforingjana í Moskv.u.
Aðalmálgagn kínverskra komm
únista kemst m.a. þannig að orði
fyrir nokkrum dögum, að Krús-
jeff og aðrir leiðtogar Sovétríkj-
anna séu „lygarar og hræsnarar".
Blaðið líkir þeim ennfrefnur við
strút, sem stingi höfðinu í sand-
inn, í stað þess að horfast í augu
við vandamálin. Krúsjeff muni
ganga í félag með „bandarískum
heimsvaldasinnum", óvinum allra
þjóða héims, og gerast hand-
bendi Ameríkuroanna.
Ljótt er að heyra!
Hafnarframkvæmdir.
Alþýðublaðið birtir í gær for-
ystugrein um hafnarframkvæmd-
ir. Kemst blaðið m.a. þannig að
brði, að ekki sé nóg að eignast
glæsileg skip, það verði að búa
skipunum þá aðstöðu í höfnum,
að þau geti verið þar óhult í ill-
viðrum og að þar þurfi að vera
hentug aðstaða til löndunar, svo
ekki verði tímatafir að óþörfu.
Alþýðublaðið kemst síðan að
orði á þessa leið:
„í hafnarmálum hefur ekki
tekizt með öllu að fylgja eftir
hinum öru breytingum fiskiskip-
anna. Aldrei hefur þó verið veitt
meira fé til hafnagerða en í tíð
núverandi ríkisstjórnar. Stjórnin
hefur tekið stórlán erlendis og
veitt fé til hafnaframkvæmda á
ýmsum stöðum. Þetta hafa ríkis-
stjórnir hér á landi ekki áður
gert, heldur aðeins notað til hafn
argerðar fé veitt á fjárlögum. í
núverandi ríkisstjórn er skilning-
ur á því Grettistaki, sem hér þarf
að lyfta, og þess vegna hefur
lánsfjár verið leitað erlendis til
að flýta framkvæmdum, sem
ekki mega dragast á langinn“.
Framsókn kyndir eldana
Það er nu augljóst orðið, að
Framsóknarmenn freista þess
enn að kynda elda nýrrar verð-
bólguskriðu, nýs kapphlaups
milli kaupgjalds og verðlags. —
Verður þetta einkar ljóst af for-
ystugrein Tímans í gær. Þar er
því haldið fram, að Viðreisnar-
stjórnin hafi jafnan haft mikinn
áhuga á því að „verðhækkanir
yrðu alltaf að verða mun meiri
en kauphækkanir, því ella yrði
kaupgeta almennings of mikil“.
Hér er staðreyndunum gersam-
lega snúið við. Ríkisstjórnin
hefur eftir fremsta megni reynt
að tryggja kauptnátt launanna,
en hinar stöðugu víxlhækkanir
kaupgjalds og verðlags og óhóf-
legar kröfur á hendur fram-
leiðslunni hafa étið launahækk-
anirnar upp jafnharðan. Fram-
sóknarmenn hafa staðið í órofa
fylkingu með kommúnistum í
baráttunni fyrir hverskonar kröf-
um á hendur atvinnuvegunum.
Þeir hafa ekkert skeytt um það,
hvort fyrir hendi hefur verið
grundvöllur fyrir kauphækkun-
um og stórauknum rekstrárkostn-
aði framleiðslutækjanna.
Leiðtogar Framsóknarflokksins
koma nú enn einu sinni fram sem
ábyrgðarlausir loddarar, sem
einskins svífast í pólitísku valda-
braski sínu.
En íslenzkur almenningur er
búinn að fá nóg af þessum skrípa
leik. Kjörorð alls almennings l
landinu um þessar mundir er:
Hingað og ekki lengra. Látum
dýrtíðarkapphlaupinu verða lok-
ið. Treystum grundvöll krónunn-
ar í stað þess að fella hana.