Morgunblaðið - 29.04.1964, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.04.1964, Blaðsíða 4
MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 29. apríl 1964 Búðarstúlka óskast hálfan daginn í bakaríisbúð. Uppl. í síma 33435. Jarðýta til leigu D-6 jarðýta til leigu, vanur ýtumaður. Símar 41376 og 15541. Herbergi Stúlka með 3ja ára barn óskar eftir herbergi og eld- húsi eða aðgang að eldhúsi helzt í Austurbænum. — Sími 35439. Miðstöðvarketill 3V4—4 ferm. notaður mið- stöðvarketill með sjálf- virkri olíukyndingu óskast. Uppl. í síma 25 Þorlákshöfn Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í mat- vöruverzlun (ekki kjöt). Uppl. í síma 36702 kl. 1—3 e. h. Aga eldavél til sölu í mjög góðu lagi og útliti. Selst ódýrt. Uppl. í síma 22437. Stúika óskast til sængurfatasauma. Uppl. ekki í skna. Verið Njálsgata 86. Þýzk bók með myndum eftir Bellmer (heitir DIE PUPPE) týndist í Vestur- baenum. Finnandi snúi sér vinsaml. til Ðiter Rot, Ás- vallagötu 7. (Sími 17114). Atvinna óskast Reglusamur 18 ára verzlun arskólanemi, óskar eftir velborgaðri atvinnu í sum- ar. Hefur bílpróf. Uppl. í síma 13640. Notaður tveggja manna rvefnsófi til sölu. Verð 800 kr. — Sími 41234. Miðaldra hjón óeka eftir 2—3 herbergjum og eldlhiúsi. Sími 20574. Góður upphitaður bílskúr til leigu. Uppl. í sima 16545. Rvík — Hafnarf jörður Óska að taka á leigu 3—4 j berbergja íbúð 14. maí. — | Upplýsingar í síma 40630. Kisugarn í miklu úrvalL Búðin min Víðlmel 35. Pelsaviðg'erðir Pelsum breytt í herðaslá. Herðaslár til sölu. Kristinn KrLstjánsson Laufiásveg 19. Simx 15644. I dag er miðvikudagur 29. apríl og er það 120. dagur ársins 1964. Eftir lifa 246 dagar. Árdegisháflæði kl. 7.53 Því að ekki er guðsríki matur og drykkur, heldur réttlæti og friður og fögnuður í Heilögura Anda (Róm. 14, 17). Bilanatilkynningar Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Simi 24361 Vakt allan sólarhringinn. Næturvörður er í Vesturbæjar apóteki 25. apríl til 2. maí. Slysavarðstofkn 1 Heilsuvernd- arstöðinni. — Opin allan sólar- hringinn — simi 2-12-30. Neyðarlæknir — sími: 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Kópavogsapotek er opið alla virka daga kl. 9:15-8 laugardaga frá kl. 9,15-4., helgidaga fra kl. 1-4 eJt. Simi 40101. Holtsapótek, Garðsapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7, nema laugar- daga fra kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. e.h. Næturlæknir i Hafnarfirði frá 29. — 30. apríJ Kristján Jó- hannesson. 30. apríl — 1. mai Ólafur Ein- arsson. 1. — 2. maí Eiríkur Björnsson (helgid.) I.O.O.F. S =1464298H = Ft. RMR - 29 - 4 - 2B - VS - FR - HV. I.O.O.F. 7 = 146429*! 2 = Fl. Orð lifsins svara f slma lOfldi. FRETTIR Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur aðalfund sinn fimmtu- daginn 30. apríl kl. 8.30 í Iðn- skólanum, gengið inn frá Vita- stíg. Dagskrá: Venjúleg aðalfund arstörf. Önnur mál. Kaffidrykkja — Áriðandi að félagskonur mæti stundvíslega. Stjórnin. Húnvetningafélagið i Reykjavík heldur bazar 3. ma‘ að Laufásvegi 25 kl. 2 e.h. Góðfúslega komið munum til bazarnefndar. Kvenfélagið Hrönn. Spilakvöld verð ur haldið miðvikudaginn 29. apríl kl. 8.30 í Breiðfirðingabúð. Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gestl. Stjórnin. Kvenfélag Óháða safnaðarins. Félags konur eru góðfOuolega minntar á bazar inn sem verður 1 enduðum maí. Kvenfélag Langholtssóknar heldur sinn árlega bazar t Safnaðarheimilinu við Sólheima, þriðjudaginn 5. maí. Allir velunnarar eru vinsamlega beðnir að gefa muni á bazarinn. Mun- um er veitt mótttaka á eftirtöldum stöðum: Skipasund’ 67, sími 34064, Sólheimum 17, 33580, Langholtsvegi 194 símí 32565. Munirnir eru einmg sóttir heim, ef óskað er. Kaffisala Kristniboðsfélag kvenna efnir til kaffisölu föstudaginn 1. maí kl. 3 í kristniboðshúsinu Betaníu, Laufásveg 13 Allur ágóði rennur til kristniboðs- stöðvarinnar í Konsó. Góðir Reyk- víkingar! Styrkið hið góða mál- efni með því að drekka síðdegis og kvöldkaffið hjá okkur. Kvenfélag Háteigssóknar hefur kaffisölu í Sjómannaskólanum sunnu- daginn 3. maí n k. Félagskonur og aðrar safnaðarkonur, sem hugsa sér að gefa kökur eða annað til kaffi- sölunnar, eru vinsamlega beðnar að koma því 1 Sjómannaskólann á laugar dag milli kl. 4—6 eða fyrir hádegi á sunnudag. Upplýsingar 1 síma 17659 og 19272 Kvennadeild Skagfirðingafélagsins heldur basar og kaffisölu í Breiðfirð- ingabúð, sunnudaginn 3. maí. Munum á basarinn sé skilað sem allra fyrst til frú Stefönu Guðmundsdóttur. Ás- vallagötu 20, sími 15836, frú Margrétar Margeirsdóttur, Grettisgötu 90, sími 18864 og frú Ingibjargar Gunnarsdótt- ur, Goðheimum 23, sími 33877. Skátasveit fatlaðra og lamaðra Kaffisala til ágóða fyrir skáta- starf fyrir vanheil börn verður í Skátaheimilinu (gamla salnum) föstudaginn 1. maí kl. 2—6 Skát- ar og aðrir vinir eru beðnir um að gefa kökur og koma þeim í Skátaheimilið kl. 10—12 s.d. Kök ur verða einnig sóttar, ef þess er óskað. Gjörið þið sva vel að hringja í síma 15484 frá kl. 10 f.h. sama dag. LEIÐRETTING Við minnmgargrein um Nath- anael Mósesson 28. apríl Misritað var nafn á barni hans Ólafía, í stað Kristínar Ágústu. 60 ára verður á morgun, 30. apríl, Anna Guðmundsdóttir. Hún dvelst á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Langholtsveg 101. Á laugardaginn opinberuðu trú lofun sína ungfrú Guðrún Ólafs- dóttir, Laugarteig 7, Reykjavík og Hersir Oddsson, Hellisgötu 1 Hafnarfirði. 60 ára er í dag Sveinn Sigurðs son, verkamaður, Bakkagerði 8 Hann verður að heiman í dag. Á sumaröaginn fyrsta opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Sig- urbjörg Björgvinsdóttir frá Fyrir barði í Fljótum og Haukur Hanni balsson frá Hanhóli í Bolunga- vík. GAIMALT og Gon Hér um daginn heimsótti Mbl. gamall þulur og dró eftirfarandi upp úr pússi sínu. Hann kvaðst heita Þorsteinn Jakobsson og eiga lögheimili að Húsafelli í Borgar- firði. Annars væri hann fæddur að Hreðavatni og hefði alizt þar upp. Hann verður 80 ára á þessu ári. Á sumrin stundar hann lax- veiði í net í Hvítá, og býr >á á Þinganesi. En á veturna er hann til heimilis að Skólagerði 5 í Kópa vogi. Svo sem fram kemur í þessu hér að neðan, hefur Magnús prestur Andrésson á Gilsbakka kennt Þorsteini vís- una seinni hér að neðan. Kaffið er uppsett, en kóngur er dáinn, Prestar athugið! Messutilkynningar þurfa að berast dagbókinni fimmtu- daginn 30. april. STORKURINN sagði! komið í Danmörku beljandi stríð, fiskar í netunum, sagt er við sjáinn samt er á nesjunum. hágindatíð: marz bæði og apríl sagt er með sönnu sextán og tuttugu dánir í sjó, póstskipið ókomið ennþá, tvö önnur akkerum bundin við Reykjavík þó Það er víst ein öld síðan Jónas Guðmundsson á ölvaldsstöðum orkti betta erindi um atburði, sem þá voru „efst á baugL“ Hefir vald i vinum stáls viður kvaldar dróttir: landið faldar hér til hálfs Herborg Skjaldardóttir. Þessi vísa er í veraldarsögu Péturs H. Sa'.ómonssonar („Þér að segja“) með lítilskáttar orða mun: „Ég á fyrir hefir og kaldar fyrir kvaldar." Segist Pétur hafa lesið hana í bók og langaði mik- ið til að vita, hvaða bók þetta væri og hvernig fleiri vísur væru í samhengi við hana, ef til voru. Að vísu veit ég ekki, hvar visan er prentuð, en Magnús prestur Andrésson á Gilsbakka kenndi mér hana, og sagði að hún væri draumvísa. Hefði einhvern dreymt hana fyrir frostaveturinn 1880—1881. Sé þetta rétt eru tæplega fleiri í samhengi. Þorsteinn Jakobsson, Borgfirðingur. VISIJKORN Lífs ei rötum leiðirnar láns er glötun bjargar. Verða á fótum veraldar villigötur margar. Einar Þórðarson frá Skeljabrekku. Miðvikudagsskrítlan Þú ert dökkhærður, en Jón bróðir þinn er með mjög ljóst hár. Það er ekkert undarlegt. Jón fæddist ekki fyrr en eftir að mamma lét lýsa á sér hárið. Spakmœli dagsins Hamra tungu þína á steðja sannleikans. — Pindar. H O R N I Ð Nútímaskáldin blanda miklu vatni í blekið. — Goethe. VISUKORIM Að vestan Það er langur, strangur gangur, fyrir hann svanga Manga að bera þang í fangi fram á langa tanga. Skip siglir á hús að hann hefði svo sannarlega komizt í sumai*skap, þegar hana var að fljúga yfir bænum 1 morg un snemma. Allt hefði verið að komast í sumarskap og skrúð, trén öll útsprurgin og fuglar sungu á hverri grein. Allir vita nú, hvað ég er mikið fyrir fuglasöng, sagði storkurinn og klúkkaði í honum. En svo ég vendi mínu kvæði 1 kross, eins og skáldið sagði, sagði storkurinn, þá hitti óg mann niðri í Hljómskálagarði, og hann var að skoða endurnar eins og ég. Maðurinn sagði mér frá skemmtilegri mynd, sem hann hefði séð í Laugarásbíó um dag- inn, og hát Mondo cane. Myndin væri alveg í sérflokki, og hann sagðist halda, að hann gerði hin- um kvikmyndahúsunum ekki rangt til, þótt hann maaiti með henni. En það var eitt, **<•! ttorkur- inn, sem manmnum fannst skrýt ið, að mynd þessi skyldi vera bönnuð börnum yngri en 16 árau Þetta væri svo stórmerkileg heim ildarmynd, að í það minnsta ætfci að leyfa unglingum allt að 12 ára aldri að sjá hana. Tæpast væri í henni ð finna atriði, sem bæru skaðlegri ungiingum heldur en í venjulegum kúrekamyndum. Maðurinn siakk m.a.s. upp á því, að framhaldsskólar efndu til sameiginlegrar bíóferðar til að sjá hana. Fjrrst myndin er svona góð eins og maðurinn heldur fram, þá finnst mér, sagði storkurinn, að kvikmyndaeftirlitið ætti að endurskoða afstöðu sína, og með það flaug hann upp á Hljómskál- ann og blakaði vængjunum þris- var um leið og hann settist. íslenzk oiðtök Hvað merkir orðtakið: Nú stendur hnífurinn í kúnni? Orðtakið merkir „nú gerir hvorki að ganga né reka, nú er tvísýnt um málið (úrslitin)“. Það er kunnugt frá 17. öld: Nú stend- ur hnífurinn í kúnni. G. O. Thes. 117. Líkingin er runnin frá slátr un kúa. (Úr íslenzk orðtök eftir dr. Hall- dór Halldórsson) + Gengið ♦ Reykjavík 24- 1 Enskt pund ....... 1 Bandarikiadollar 1 Kanadadollar —- 100 Austurr. sch. «. 100 Danskar kr..... 100 Norskar kr...... 100 Sænskar kr..... 100 Finnsk mörk 100 Er. frankl — 100 Svíssn. frankar 1000 ítalsk. lirur . 100 V-þýzk mörk 100 Gyllini ------ 100 Belg. franki - marz 1964 Kaup ___ 120,20 42.95 39.80 ___ 166,18 622.80 .... 600,93 ... 834,45 _ 1.335,72 1 ___ 874,08 — 993.53 68,80 1.080,86 1 L.191 81 1 86,17 Sala 120,50 43.00 39.91 166,60 624,40 602,47 836,60 .339.14 876,32 996 08 68,98 .083.62 194,87 86.31 Þessa mynd tók Ólafur K. Magnússon niður við Slipp í gær, þegar danskt skip sigldi beint inn í húsið. Það má segja, að þar lágu Danir í því. Að hugsa sér, að anuað eins skuli geta gerzt á tslaudi á 20. öldinni! Öfugmœlavísa Fljúgandi ég sauðinn sá, saltarann hjá tröllum, hesta sigla hafinu á, hoppa skip á fjöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.