Morgunblaðið - 29.04.1964, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 29. apríl 1964
17
MORGU N BLAÐIO
Jósafat Jónsson
frá Brandsstöðum í Laugardal
r 10. 8. 1871. — 17. 4. 1964.
Á SÍÐASTA vetrardag var til
xnoldar borinn gamall góðkunn-
ingi minn, Jósafat • á Brands-
stöðum. Vil ég verða við þeirri
ósk hans að mæla eftir hann,
enda var maðurinn svo merki-
legur og sérstæður að ýmsu
leyti, að feriíl hans má ekki falla
með öllu í gleymsku. Hann var
fæddur að Króki í Norðurárdal
10. ’ágúst 1871 og voru foreldrar
hans Jón Helgason bóndi þar og
kona hans, Þórlaug Jónsdóttir.
Ekki veit ég frekari deili á þeirri
ætt nema það, að þeir voru syst-
kinasynir og á líku reki, Jósafat
heitinn, Guðmúndur Daníelsson
bóndi í Svignaskarði og Steinn
Dofri ættfræðingur. Sextán ára
gamall fór Jósafat sem vinnumað
ur að Hvammi í Norðurárdal til
síra Jóns Ól. Magnússonar, föður
þeirra Magnúsar prófessors og
Þorsteins rithöfundar, fluttist
með honum að Mælifelli í Skaga-
firði vorið 1888 og var þar vinnu-
maður næstu fjögur ár. Mun sú
vist hafa orðið honum farsæl, því
«ð síra Jón var ágætur og athug-
ull búmaður, en prestskonan hið
mesta valkvendi. Eftir það var
Jósafat á ýmsum stöðum, ýmist
sem lausamaður eða í vistum,
þ.á.m. eitt ár ráðsmaður á Skíða-
stöðum hjá Ingibjörgu Jónsdótt-
ur, móður Pálma rektors, en
.1908 keypti Hann Brandsstaði í
Blöndudal og bjó þar til 1942.
Fluttist hann árið eftir að Blöndu
ósi og frá hausti 1948 var hann
vikamaður í Kvennaskólanum og
átti þar heimili til dauðadags.
. Þau voru fyrstu kynni mín af
Jósafat, að sumarið 1919 var ég
staðgengill Jóns læknis á Blöndu
ósi í nokkrar vikur og sótti Jósa-
fat mig þá að Bollastöðum í lífs-
nauðsyn, en það er um 45 km og
þriðjungur leiðar slæmur vegur
eftir miklar rigningar. Riðum við
hana á þremur klukkustundum
og er það mesta fantareið, sem
ég hef farið, en svo var ferðin
vel undirbúin, að hestar voru
reiðubúnir til skipta á 2—3 stöð-
um og aldrei nein viðstaða. Fékk
ég þá mætur á þessum röska og
úrræðagóða fylgdarmanni og
jukust þær, ér ég tók við hérað-
inu 15 árum síðar og kynntist bú-
skap Jósafats, því að enginn
bóndi í öllu héraðinu bar af hon-
um að snyrtimennsku og um-
gengni allri í búskap sínum. Þar
var burstabær að miklu leyti úr
timbri, reistur í stríðslokin fyrri,
og útihús úr torfi og grjóti, en
veggir allir hlaðnir af snilld, tré-
verk allt málað og hvergi lá
torfusnepill, steinvala eða spýta
í óreiðu, hlöð og stígar voru eins
og nýsópuð. Túnið var bratt á
allstórum kafla, en víðlent og
rennislétt. Mest dáðist ég þó að
því, að bakkar bæjarlækjarins
voru skáhlaðnir úr grasi gróinni
snyddu, svo að ekki sást rof eða
mold í þeim.
Jósafat var mikill jarðabóta-
maður á gamla vísu, verkhygg-
inn og verkla'ginn við að beita
hestum til jarðvinnslu, enda bar
túnið þess merki. Það hafði verið
óslétt og grýtt, svo að teknir
höfðu verið upp úr því um 70
rúmmetrar af grjóti, en auk þess
jarðvegur verið fluttur til með
hestaskóflum til þess að fá það
sem jafnsléttast. Það var í ágætri
rækt og hafði töðufall ferfaldazt
í búskapartíð Jósafats.
Þegar Jósafat seldi Brands-
staði, átti hann miklar töðufyrn-
ingar í þeim hæsta heystakki,
sem ég hef séð á ævi minni, enda
var hann þar til heimilis næsta
ár, hafði þá 130 ær á fóðrum, en
átti enn næsta vor 500 töðuhesta
eftir af Heyjum. Aðeins eitt hart
vor hafði hann gefið hey sxn öll
upp, enda hjálpað þá öðrum um
fóðrun.
Jósafat var dulur maður og fá-
skiptinn um arinarra hagi, nema
helzt ef hjálpar þurfti með, ekki
mikill að vallarsýn og mjóróma,
en hugprúður í hverri raun,
hlekktist aldrei á í ferðalögum og
kunni ekki að villast, hvorki í
byggð né óbyggðum. Magnús
Björnsson á Syðra-Hóli hefur
skráð eftir honum frásögn um
fjárrekstur milli landsfjórðunga
vorið 1888 í bók sinni Mannaferð-
ir og fornar slóðir.
Jósafat var léttur á fæti fram
á háan aldur og sporaviljugur
fyrir kennslukonur og námsmeyj-
ar •Kvennaskólans, eftir að hann
kom þangað, ekki sízt ef sækja
þurfti eða flytja bréf í pósthúsið
inn fyrir Blöndu og blöskraði þá
sumum, hvað hann fór oft ána á
veikum ísi og vart manngengum,
gamall maðurinn, en lánið fylgdi
honum þar sem oftar. Margar
skólameyjar munu minnast hans
með þakklæti og frú Hulda
Stefánsdóttir vottaði þær þakk-
ir, er • hún skrifaði afmælisgrein
í Mbl. um hann níræðan. Var.og
öll umgengni hans á skólalóðinni
með sömu snyrtimennsku og bú-
skapur hans hafði verið. Hann
var heilsugóður alla ævi, en
þurfti þó að ganga undir allstóra
skurðaðgerð, er hann var níræð-
ur, og tók fljótlega eftir það við
sínum fyrri störfum. Aldrei hafði
hann látið taka mynd af sér, en
gerði það þá fyrir lækni sinn að
sitja fyrir, þegar hánn kom aftur
á fætur, og birtist sú mynd hér.
Sást þá varla grátt hár í höfði
þessa níræða manns. Hann hélt
vel sálarkröftum sínum, • en er
hann fann líkamskraftana þverra
snemma á þessu vori, ráðstafaði
hann eignum sinum, beiddist
inngöngu í héraðsspítalann,
kvaðst þó ekki þurfa að vera þar
nema nokkra daga, enda varð
dvöl hans þar ekki nema ein
vika. Fótavist hafði hann hvern
dag, en síðasta daginn hallaði
hann sér aftur á bak í rúm sitt og
var örendur innan stundar. Muri
honum hafa verið það að skapi
að hafa ekki mikið umstang við
dánarbeð sinn frekar en við ní-
ræðisafmælið, því að þá brá hann
sér norður í Sléttuhlíð til gamals
kunningja, til þess að láta ekki
gera neitt veður með afmælið.
Á yngri árum sínum í Skaga-
firði eignaðist Jósafat son með
Steinunni Jónsdóttur, sem veir
honum þar samtíma í vist, ea
ekki -varð úr frekari sambúð
þeirra. Þessi sonur er Guðmund-
ur, er bjó í Austurhlíð og var um
tíma héraðsráðunautur Búnaðar-
sambands Húnvetninga. Á
Brandsstöðum var lengst af ráðs-
kona hjá honum Guðrún Þor-
finnsdóttir og ól hann að miklu
leyti upp tvær ungmeyjar henni
venzlaðar, enda var hann" maður
barngóður.
Jósafat var bæði hagsýnn bú-
maður og fór vel með fé sitt,
enda efnaðist hann vel. Gestris-
inn var hann og ósinkur. Þegar
bygging héraðsspítalans á Blöndu
ósi hófst 1951, gaf- hann til henn-
ar 10 þúsund krónur. Hann fylgd
ist .vel með í landsmálum, þótt-
hann hefði sig ekki mikið í
frammi. . Fimm eða sex vikurii
fyrir dauða sinri hlýddi hann á
útvarpserindi, þar sem haft var á
móti byggingu Hallgrímskirkjxi,
labbaði sig litlu síðar inn í bank-
ann, tók þar út 10 þúsurid krónur
og gaf til kirkjubyggingarinnar.
Hann lifði lengst af ævi sinnar í
Norðurlandi, eða í 76 ár en bar
þá tryggð til átthaga sinna, að á
níræðisafmælinu gaf hann 50
þúsund krónur til trjáræktar í
Norðtunguskógi og skyldi lund-
urinn vera kenndur við foreldra
hans. Þá lagði hann svo fyrir, áð
lík sitt skyldi færa til greftrunar
að Hvammi í Norðurárdal, þar
sem hann hafði verið fermdur og
notið síðan þroska á góðu prests-
heimili. Var svo gert og hann
lagður þar til hinztu hvíldar í
þann mund er birkikiarrið í hlíð-
um fæðingarsveitar hans var að
byrja að anga af nýju vori.
P. V. G. Kolka.
ÞETTA GERDIST
11. ma-rz runnu út heii.iildir
brezkra og þýzkra togara til veiða
á takmörkuðu svæði innan 12 mílna
fiskveiðilögsögunnar við ísland sam
kvæmt samningi frá 1961. Hafa fs-
lendingar nú óskoruð yfirráð
yfir 12 mílna fiskveiðilögs-ögunni
í sátt og samlyndi við allar þjóð-
ir (11).
VEÐUR OG FÆRÐ.
Janúar og febrúar hlýjustu mánuðir
hér á landi síðan mælingar hófust (1).
Skaftá í örum vexti (7).
Þjóðvegurinn við Eldvatn ófær
vegna hlaups í Skaftá (8).
Mikil veðurbreyting ósennileg í
bili (10).
Veðurhlýjindi það mikil að blóm
epringa út (12).
Runnar allaufgaðir á Akureyri vegna
blíðviðris (15).
Útsprungnir fíflar í Reykjavík (15).
Botnsheiði miili ísafjarðar og Súg-
•ndafjarðar fær bílum (19).
Kólnandi veður og víðast tekið að
•njóa á landinu (25).
ÚTGERÐIN.
Fimm bátar gerðir út frá Flateyri
1 vetur (4).
Sveinbjörn Jakobsson SH-10, nýr
109 lesta bátur kemur til Ólafsvíkur
(5).
Margir bátar afla vel I nót (5).
Nýtt fiskiskip, Höfrungur III AK
#50, kemur til landsins. Er það búið
tveimur aukaskrúfum, annarri í
•tefni. Eigandi Haraldur Böðvarsson
& Co. (6).
Útgerðarmenn óánægðir með starfs-
grandvöll útgerðarinnar (6).
Nýr 235 lesta fiskibátur, Guðrún
CK 37, kemur til Hafnarfjarðar. Eig-
•ndi Ásar h.f. (6).
Afli að giæðast hjá Vestfjarðabát-
Um (10).
Afli orðinn sæmiiegur Suðvestan-
lands (10).
Stóraukin sala á íslenzkri skreið á
Itaiíu veldur umboðsmönnum Norð-
manna áhyggjum (11).
Verðlagsráð ákveður síldarverðið
(12).
Treg línuvertíð hjá Ólafsvíkurbát-
Um (12).
Löndunarstopp í Vestmannaeyjum
vegna mikils afla (12).
Vertíð sæmiieg í Ólafsvík (15).
Góður afii Akranesbáta (15).
Nýr 252 lesta stáibatur, Snæfugl SU
tO, kemur til Reyðarfjarðar (17).
Afli Vestmannaeyjabáta 30% meiri
en í fyrra á sama tíma (18).
Loðna veiðist í Keflavíkurhöfn (18).
Mikil vinna í hraðfrystihúsi Eski-
fjarðar (19).
Siglfirðingar láta smíða fyrsta ís-
lenzka skuttogarann (19).
Nýtt fiskiskip, Eldborg GK 13, 220
lestir, kemur til Hafnarfjarðar (20).
Nýr togbátur, Jörundur II, 267 lest-
ir, kemur til Rvíkur (21).
Vikukaup kvenna kemst upp í 4000
kr. með bónuskeríinu í frystihúsi í
Ólafsvík (24).
Útgerðarráð Reykjavíkur vill að tog
arnir fái að veiða innan 12 mílna á
vissum svæðum og tímum (24).
„Viðey“, nýtt 230 lesta fiskiskip,
kemur til Reykjavikur (25).
Nýjum báti, Gullberg NS 11, 162
lestir, hleypt af stokkunum í Vest-
manna-eyjum (25).
FRAMKVÆMDIR.
Ný mjólkurvinnslustöð verður reist
á Akureyri næsta sumar (3).
Iðnaðarmenn í Hafnarfirði eignast
félagsheimili (3).
Karlakór Reykjavíkur opnar félags
heimili (3).
Nýtt fiskverkunarhús reist í í»or-
lákshöfn (4).
íslendingar áttu 54 skip í smíðum
um s.l. áramót (5). Skipastóllinn var
þá 144.254 brúttólestir (5).
Smíði 170 lesta stálskips langt kom-
ið í Stálvík h.f. (5).
Lóðum úthlutað i Reykjavík fyrir
900 íbúðir (6).
Ný flugbraut, sem lögð hefur verið
þvert á fyrri brautina, tekin i notk-
un í Vestmannaeyjum (7).
Pólskur dráttarbatur kominn til
landsins til þess að reyna að draga
togarann Wislok á flot (7).
Hárgreiðslustofa tekur til starfa í
kjallara Hótel Sögu (13).
Samkeppni um lausn umferðavanda
mála Kopavogs boðuð (14).
Ný hafskipabryggja gerð á Vopna-
firði (17).
Stöðugt unnið að stækkun heilsu-
hælis NFLÍ í Hveragerði (17).
Malbikaðir verða um 14 km. af
götum Reykjavíkur í sumar (18).
Jöklar h.f. láta smíða 2500 lesta
kæliskip, Hofsjokul, í Skotlandi (18).
MjólkursTöð tekur til starfa í Búð-
ardal (18).
Landsbankinn opr.ar útibú að Hvols
velli (19).
Meðaltalsaukning I iðnaði 4—5% á
sl. ári (19).
ítarleg rannsókn á Strákum við
Siglufjörð vegna væntanlegra jarð-
gangna (20).
Síldarnætur fluttar út frá Eski-
firði (20).
Nýr vínbar opnaður í Hótel Sögu
(21).
Sokkaverksmiðjan á Akranesi kaup
ir 15 sokkavélar til viðbótar fyrri
vélum (21).
Búnaðarbankinn opnar útibú á
Hellu (26).
I.O.G.T. reisir veitingastofu á Akur-
eyrarflugvelli (26).
SLYSFARIR OG SKAÐAR.
78 ára gömul kona, Símonía Jóns-
dóttir, Hverfisgötu 91, bíður bana 1
bílslysi (3, 5).
Húsið Grundargata 9 á Dalvík
brennur <3).
Vermundur Eiriksson, trésmiður,
fellur í nýbyggingu og býður bana
(5).
Leki kom að vélbátnum Jónasi Jón-
assyni GK 101 eftir árekstur við
brezka togarann Sisapan frá Grims-
by (7).
Vélbáturinn Merkúr frá Grinda-
vík hætt kominn út af Skarðsfjöru
(7).
Varðskipið Ægir stórskemmist,
þegar verið var að taka skipið í slipp
í Reykjavík (10).
Tveir menn slasast í hörðum bíla-
árekstri á mótum Lönguhlíðar og
Miklubrautar.
Gamalt íbúðarhús að Þorvaldsstöð-
um í Breiðadal brennur til kaldra
kola (11).
Millidekk í lest Fjallfoss seig, er
stoð lét undan þverbita (13).
Jón Sveinbjörnsson, Húsavík, 50
Járnfleygur rekinn i 6000 volta há-
spennustreng (13).
ára, fellur af bíipalli o.g stórslasast
(15).
Vélbáturjnn Gunnfaxi frá Keflavík
sekkur. Mannbjörg (17).
Ungur maður, Björn Þór Ólafsson,
slasast á Ólafsfirði, er dráttarvél, velt-
ur ofan á hann (17).
Miklar skemmdir á húsinu nr. 2A
við Laufásveg af eldi (17).
Bærinn að Sólbergi á Svalbarðs-
strönd eyðileggst í eidi (18).
Fullorðin kona, Jóhanna Þorgríms-
dóttir, Freyjugötu 34, fellur af svöl-
um og bíður bana (21).
Vélbáturinn Sigurfari frá Horna-
firði skemmist nokkuð í eldi (26).
BÓKMENNTIR OG LISTIR.
17 ára stúlka, Anna Aslaug Ragn-
■ marz
arsdóttir, leikur einleik á píanó með
Sinfóníuhljómsveit islands (3).
Edda-film hyggst gera kvikmynd
eftir skáldsögunni ,,Útnesjamenn“ eftir
sr. Jón Thorarensen (3).
Þjóðieikhúsið fær tilraunaleiksvið
(4) .
Norski söngvarinn Olav Eriksen
syngur með Sinfóníuhljómsveitinni
(5) .
Leikfélag Akureyrar sýnir gaman-
leikinn ..Góðir eiginmenn sofa heima“
eftir Walter Ellis. Leikstjóri Jóhann
Ögmundsson (5).
Sýningar á mexikanskri list í Rvík.
(10).
Leikfélag Reykjavíkur sýnir Rómeó
og Júlíu eftir William Shakespeare.
Leikstjóri Thomas Mac Anna (12).
Leikfélag Siglufjarðar sýnir sjón-
leikinn „A útleið‘‘ eftir Stutton Vane.
Leikstjóri Regnhildur Steingrímsdótt-
ir (13).
Bandaríski hljómsveitarstjórinn
Igor Buketoff stjórnar Sinfóníuhljóm-
sveitinni, en Alfred Brendel frá Vín-
arborg verður einleikari (19).
Eiríkur Smith, listmálari, heldur
sýningu í Vestmannaeyjum (24).
Leikfélag Blönduóss sýnir Mann og
konu eftir Emil Thoroddsen (26).
Halldór Laxness boðin dvöl að
Rungstedlund, landareign Karenar
Blixen (4).
MENN OG MÁLEFNI.
Erlendar flugfreyjur til íslands —
íslenzkar- vestur um haf (4).
Valgarð Thoroddsen, verkfræðing-
ur, ráðinn slökkviiiðsstjóri i Reykja-
vík (6).
Bandaríski Ieikarinn Gregory Peck
á Keflavíkurflugvelli (7).
Armendariz sendiherra Mexico hér
á landi í heimsókn (11). ,
Lárus Jónhannesson, hæstaréttar-
dómari, segir af sér embætti til þess
að hafa frjálsari hendur til að verja
heiður sinn og sóma vegna blaðaár-
ása (11).
Dr. Jóhann Axelsson, lífeðlisfræð-
ingur, hlýtur 250 þús. kr. (ísl.) styrk
frá raunvisindadeild sænska rann-
sóknarráðsins til visindalegra rann-
sókna (12).
Magnús V. Magnússon, sendiherra
fulltrúi forseta íslands við útföt Páls
Grikkjakonungs (12).
Sr. Páll Pállsson kjörinn prestur í
Víkurprestakalli ' (14).
Verk eftir Magnús BI. Jóhannsson
flutt á tóniistarhátið í Los Angeles
(17).
íslenzk kona búsett á Trinidad,
Ásta Guðmundsióttir Wright, gefur
Þjóðminjasafninu ýmsa muni (18).
Prófessor Johs. Andenæs flytur há-
skólafyrirlestra hér (19).
Hertoginn af Edinborg verður gest-
ur forseta íslands í sumar (19).
Alþingi kýs úthlutunarnefnd lista-
mannalauna (21).
Ungur arkitekt, Ormar Þór Guð-
mundsson, hlaut 135 þús. kr. verð-
laun í samkeppni um gagnfræða-
skólá á Selfossi (22)
Árni Tryggvason, hæstaréttardómarl,
skipaður sendiherra íslands í Stokk-
hólmi (24).
Dr. Þórður Eyjólfsson kjörinn for-
seti Hæstaréttar (25).
FÉLAGSMÁL.
Samband ísl. sveitafélaga ákveður
kaup húsnæðis (1).
Árni Grétar Finnsson kosinn fdr-
maður Sambands ungra Sjálfstæðia-
mánna (3).
Vörubílstjórar í Árnessýslu og
Reykijaviík d-eila um fiskifluijninga
frá Þorlákshöfn (4)
FulRrúar flugmálastjóra Norður-
landa ræðast við i Reykjavík (4).
Fundur skógræktarstjóra, fulltrúa
og skógarvarða haldinn í Reykjavík
(5).
Stéttarfélag félagsráðgjafa stofnað.
Formaður Margrét Margeirsdóttir (5).
Golfklúbbur stofnaður á Suður-
nesjum. Formaður Asgrímur Ragn-
ars (6).
Góð aðsókn að Hólaskóla næsta vet-
ur (6).
Einar B. Pálsson kjörinn formaður
Verkfræðingafélags lslands (7).
Stofnað fiskiræktar- og veiðifélag
á Elliðavatnssvæðinu (8).
Sjálfstæðiskvennafélag stofnað i
Dalasýslu. Formaóur Herdís Guð-
mundsdóttir, Sauðhúsum (8).
Gerðardómur kveður upp úrskurð
í kjaradeilu sérleyfisbílstjóra (12).
Sigurður Greipsson, Haukadal, end-
urkjörinn formaður Héraðssambands-
ins Skarphéðins (13).
Frú Lára Arnadóttir íormaður Minn
ingargjafasjóðs Landspixtila Islandn
(14).
Lífleyrissjóóur verkstjóra stofnað-
ur (15).
Guðmundur Kjartansson, jarðfræð-
ingur, kjörinn fonnaöur Hins islenzkn
náttúrufræðifélags (17).
Ráðstefna stúdentaleiðtoga á Norð-
urlöndum haldin héi (19).
Gunnar Friðríksson endurkjörinn