Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 6
« 6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagnr 9. juní 1964 Richard Beck, prófessor, og kona hans, Margrét, fyrir utan Hótel Borg í gærdag. Richard Beck á Islandi í sumar Bar að gera athugasemd við skráninguna ef hann vildi ekki ganga að kjömnum RICHARD BECK, prófessor, kom til Reykjavíkur fyrir skömmu ásamt frú Margréti, konu sinni. Hélt hann fund með blaðamönnum og kvaðst mundi dvelja á íslandi þar til 2. sept. í haust. Richard lýsti ánægju þeirra hjóna yfir því að hafa komið frá New York með fyrstu áætlunar- ferð Leifs Eiríkssonar, hinni nýju flugvél Loftleiða. Meðan hann beið eftir flugvélinni á flugvell- inum í New York, kvað hann sér hafa komið kvæði í hug. — Hann nefnir kvæði þetta: „Braut- ryðjendur hinna bláu vega“ og tileinkar það stofnendum Loft- leiða i tilefni hiima merku tíma- móta í sögu félagsins. Fer kvæð- ið hér á eftir: Heill þeim, sem himin brúa landa milli, heimsálfur tengja dáðum með og snilli. Lifir þeim glatt í hjörtum hetju- w andi, heiður þeir vinna sinni þjóð og landi. Ungir þeir brautu braut á nýjum leiðum, bláloftsins vegu undir stjörnum heiðum. Víkingasynir voru þar að starfi, vorhugar djarfir, trúir sínum aríi. Hikuðu ei, þótt hrannir risu æstar, hátt ber nú þeirra dáðir, sigur- glæstar. Ættlands vors sóma afrek þeirra hefja, fslendingsheitið nýjum ljóma vefja. ^ „Það er eins og fagur draumur rætist í hver skipti ,sem ég fæ tækifæri til að koma til íslands," sagði Richard Beck. „Svo er því þannig farið, að eftir því sem ald urinn færist yfir fólk, þá finnur það betur til þess, hvar það á heima og langar ennþá meira til átthaganna. Þetta er í 6. sinn, sem ég kem til íslands, frá því ég fluttist vestur 1921. Konan mín hefur komið hingað til lands tvívegis áður. Hún er fædd í Viktoríuborg á Vancouvereyju, en er ættuð úr Mýrdal, þar sem hún á skyldmenni svo að segja á hverjum bæ. Við ætlum að ferðast víða um land í sumar og mun Margrét taka ljósmyndir, sem hún sýnir svo vestra, þegar ég held fyrirlestra til að kynna ísland. Það er alltaf verið að biðja mig að halda slíkar íslands- kynningar á skemmtifundum ým- issa samtaka í Ameríku." „Ég er með fangið fullt af kveðjum frá Vestur-íslendingum til ættingja og vina hér. Fólkið fyrir vestan biður einnig að heilsa æskustöðvum sínum og fósturjörðinni. Eitt sinn bað göm ul kona mig fyrir kveðju heim, en þekkti engan hér, svo að hún bað.bara að heilsa Esjunni." Richard er fulltrúi Þjóðrækn- isfélags íslendinga í Vesturheimi á 20 ára afmælishátíð lýðveldis- ins. Hann var hér 1944, við stofn- un lýðveldisins og einnig á 10 ára afmælinu. Þá var hann forseti Þjóðræknisfélagsins, en á síðasta Framh. á bls. 25 • TVÖFÖLD VAKT Kjartan fuglavinur og bruna- vörður Ólafsson hefur nóg að gera þessa dagana, því þýzki svanurinn á Tjörninni ætlar allt lifandi að drepa. Menn velta því fyrir sér hvort hér sé um að ræða hinn margumtal- aða þýzka hernaðaranda — og sumum finnst líklegt, að svan- skömmin sé komin frá A-Þýzka landi. Eitt er víst, áð tími er kom- inn til að fjarlægja skepnuna af Tjörninni, bæði til þess að þyrma andarungunum — og til þess að slökkviliðsmönnum gefist tóm til þess að kasta mæðinni. í rauninni þyrfti tvö- falda vakt á slökkvistöðinni til þess að hafa hemil á svanin- um. EINS og Morgunblaðið hefur áð- ur skýrt frá er fallinn dómur í máli Jóhanns Guðmundssonar, skipverja á Ársæli Sigurðssyni, gegn útgerðarmanninum Sæm- undi Sigurðssyni. Hafði Jóhann krafizt þess, að gert yrði upp fyr- ir þorskveiðar í nót samkvæmt síldveiðisamningi en ekki neta- veiðisamningi. Var útgerðarmað- urinn sýknaður af kröfunni. Þar sem þessa dóms hafði ver- ið beðið af fjölmörgum, þykir Morgunblaðinu rétt að birta hér á eftir kafla orðrétt úr sjálfum dóminum. Segir í honum fyrst frá málatilbúnaði og málavöxtum, en síðan segir orðrétt: „Hér að framan hafa verið rak in helztu málsatvik og rökstuðn- ingur aðila fyrir kröfum sínum. Samningur um kaup og kjör á síldveiðum, sem áður getur, var gerður 20. nóvember 1963. Gild- istími hans var til ársloka 1963. Samningurinn er uppsegjanlegur með tveggja mánaða fyrirvara en framlengist um eitt ár í senn með sama uppsagnarfresti, ef honum er eigi sagt upp. Einn kjarasamn- ingurinn um kaup og kjör háseta, vélstjóra og matsveina á vélbát- um, sem veiða með línu, netum, botnvörpu, dragnót og humar- vörpu var gerður 24. október 1962 og gilti frá 1. nóv. það ár til 31. des. , 1963. Sams konar ákvæði voru í samningnum um uppsagnarfrest og framlengingu og í samningnum um síldarkjör- in. í hvorugum þessara samninga er minnst á veiðar með þorsknót, sem hefði þó verið ástæða til að geta, ef samningunum var ætlað að gilda um veiðar með því veiðarfæri. Veiðar með þorskanót munu heldur ekki hafa borið verulegan árangur fyrr en á vetr- arvertíðinni 1963. Af þessari þögn kjarasamninganna og öðrum at- vikum þykir mega ráða, að veið- Það tíðkast nú í vaxandi mæli hjá dagblöðunum að birta myndir af hópdrykkju, bæði í borg og í sveit. Ekki þykir sveitadryikkjj a ungling- anna til fyrirmyndar, enda eru fyrirsæturnar gerðar ókenni- legar á blaðamyndunum með því að krossa yfir andlitin, eða þurrka þau út af myndunum. Allt öðru máli gegnir með hópdrykkjuna í borginni — og á þeim blaðamyndum brosa menn sínu breiðasta, skála — og gera að gamni sinu. Blöðin gæta þess líka að ekki falli nið- ur nafn neins þess, sem sést á myndunum, og því yfirleitt eru þessar myndir teknar við slík tækifæri, að viðkomandi mundu móðgast stórlega, ef þeir væru ekki nafngreindir í myndatextunum. ar með þorskanót hafi ekki verið hafðar í huga, þegar samningarn- ir voru gerðir, en af því leiðir að hvorki 3. gr. samningsins um kaup og kjör á síldveiðum frá 20. nóv. 1962 né 1. gr. samn- ingsins um veiðar með línu, net- um o. fl., tekur beint til veiða með þorskanót. Stefriandi hefur lagt fram í málinu vottorð frá skipverjum af sex bátum um það, að þeir hafi á vetrarvertíð 1963 stundað um tíma veiðar með þorska- nót og að gert hafi verið upp við þá fyrir þær veiðar eftir sömu skiptakjörum og gilda á síldveið- um með hringnót. Að ósk dóms- ins öfluðu umboðsmenn aðila upplýsinga um það, hvernig lög- skráningu á báta þessa hefði ver- ið háttað. Kom í ljós, að á fimm skipanna voru skipverjar skráð- ir til síldveiða, samkvæmt samn- ingum á þeim tíma, sem veið- arnar með þorskanótinni fóru fram. Skip þessi stunduðu öll síldveiðar frá áramótum fram á vor 1963, en reyndu þorskveið- ar í nót um tveggja til þriggja vikna^ skeið um miðbik veiðitím- ans. Á sjötta skipið var lögskráð á þorskveiðar með nót samkvæmt samningi frá 20/4—25/4 1963, en þá var skráð á síldveiðar á ný. Það er komið fram í málinu, að stefndur hafði tvívegis fyrir vetrarvertíð 1963 veitt þorsk í nót og gert upp aflahlut skip- verja eftir sömu skiptakjörum og gilda um netaveiðar, en stefn- andi var ekki í skiprúmi hjá hon- um þá og ósannað, að honum hafi verið um þetta kunnugt, þeg ar hann var lögskráður 14. febrú- ar 1963. Eins og áður greinir var skráð á bátinn til veiða með þorskanet. Þorskanótin var hins vegar ekki nefnd á nafn, en hún hafði verið tekin um borð í bátinn, áður en skráð var og var stefnanda ljóst, • VANTAR HERZLUMUNINN Ég held — án þess að bera hlut neins fyrir borð — að Vis- ir eigi upptökin að þessum þætti fréttamennskunnar hér. Þriðja síða blaðsins er gjarnan myndskreytt vel og mjög oft eru þetta myndir úr hóp- drykkju betri borgara, ef svo mætti að orði komast, drykkju í boði stofnana, félaga, fyrir- tækja og einstaklinga. Ég ‘held að þessi þáttur frétta mennskunnar sé sízt fallinn til þess að draga úr drykkjuskapn um almennt. Þetta er góð aug- lýsing fyrir vín og vínneyzlu — og ég gæti trúað því, að blaðalesendur sannfærist á end anum um það, að forystumenn þjóðarinnar og aðrir framá- menn væru með vískýglas í að veiðarnar yrðu stundaðar með bæði þorskanót og netum. Lög- skráningunni var að því leyti ábótavant, að ekkert var skráð í dálk skipshafnarskrárinnar fyr- ir umsamið kaup. Þrátt fyrir þennan galla á lögskráningunni, lítur dómurinn svo á, að stefn- anda hafi mátt vera ljóst, að kjarasamningi um veiðar í þorska net var ætlað að gilda um ráðn- ingu hans, enda er óumdeilt að svo hafi verið um þann afla, sem veiddist í netin. Stefnanda bar því að gera athugasemd við skráninguna, ef hann vildi ekki ganga að þessum kjörum, en ekki hefir komið fram, að hann eða aðrir skipverjar, sem áður höfðu verið á bátnum, hafi hreyft nein- um athugasemdum, þegar lög- skráning fór fram. Samkvæmt framansögðu verð- ur því að telja, að með lögskrán- ingunni 14. febrúar 1963 hafi stofnazt samningur um það, að skiptakjör á veiðum í net skyldu gilda um ráðningu stefnanda hvort sem veitt var í net eða þorskanót og þar sem samning- urinn fer ekki í bága við gild- andi samninga sjómanna og út- vegsmanna um kaup og kjör verður að telja hann gildan. Úrslit málsins verða því þau að sýkna ber stefndan af kröfum stefnanda í mál þessu. Eftir at- vikum þykir rétt, að málskostn- aður falli niður. Jón Finnsson, fulltrúi bæjar- fógeta, og meðdómsmennirnir Þorsteinn Einarsson_ og Þorsteinn Eyjólfsson kváðu upp dóm þenn- an.“ • VILJA MEIRA IIVEITI Baltimore, 4. júní (NTB) Dagblaðið „Baltimore Sun” segir í dag, að Sovétstjórnin vilji kaupa um það bil eina milljón lesta af bandarísku hveiti til viðbótar því, sem þegar hefur verið keypt, svo fremi eklvi þurfi að flytja það með bandarískum skip- um. Staðhæfir blaðið, að Sovétstjórnin hafi sent banda- ríska landbúnaðarráðuneyt- inu tilboð um þessi viðskipti. hendi frá morgni til kvölds. Það, sem mér finnst vanta 1 þessar myndasögur, er — hvaða víntegund og hve mikið við- komandi fólk hefur drukkið 1 það og það sinnið. Þá væri hægt að tala um fullkomna fréttaþjónustu. • ENGINN ÓHULTUR Á sunnudaginn birti ég langt bréf til Svavars Gests — og má mikið vera, ef það hefur ekki verið jafnlangt og hann sjálfur, ef marka má lýsingar hans og annarra í útvarpinu á líkamslengd mannsins. Jæja, þetta var útúrdúr. Ég ætlaði að minnast á kvöldvöku Svavars á sjómannadaginn. Það sem mér fannst „brandari'* * kvöldsins var, að Þórarinn skipherra á Óðni skyldi vita meira um „Bítlana" brezku en Berings-sund. — Nöfn á fólki fjöllum og sundum geta hæg- lega dottið úr manni, ekki sízt frammi fyrir skara áhorfenda. En jafnvel hinn gamli sægarp- ur kunni deili á „Bítlunum“ og er því greinilegt, að enginn er óhultur fyrir þessum gaura- gangi. HÓPDRYKKJA ,\\' h. Sjálfvirka þvottavélin LAVAMAT „nova 64“ komin á markaðinn. Fullkomn ari en nokkru sinni. óbreytt verð. AEG-umboðið Bræðurnir ORMSSON Vesturgötu 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.