Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 8
9 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 9. júní 1964 M Vélin fauk af jöklinum skömmu áður en Konrad kom EINS og kunnugt er af fyrri fréttum, nauðlenti hinn heims frægi flugmaður, Max Conrad, lítilli eins hreyfils flugvél á skriðjökli á Grænlandi 17. marz sl. Vakti atburður þessi heimsathygli, þar sem Max Conrad er einn þekktasti flug- kappi veraldar, og var hann í 117. ferð sinni, einn síns liðs, yfir Atlantshaf, er olíuleki neyddi hann til lendingar nokkuð sunnan við Narssas- suak í Eiríksfirði. í viðtali við Morgunblaðið á sínum tíma, sagði Konrad, að hann mundi gera tilraun til að gera við vélina þar á jöklin- um og fljúga henni síðan það- an. Fréttamaður Mbl. var staddur í Narssassuak um helgina ,og þar var þá Konrad kominn ásamt syni sínum, að sjálfsögðu á eins hreyfils vél. En lánið lék ekki við hann, því að þremur dögum áður en Konrad kom fauk vélin, sem staðið hafði óhreyfð og ó- skemmd á jöklinum í allt vor, upp í miðjar hlíðar og brotn- aði í spón. Konrad hafði meðferðis nýj- an mótor í vélina, sem var ítölsk að gerð. Ennfremur hafði hann meðferðis skíði, sem hann hugðist setja undir vélina, en hún stóð á skrið- jökulsrana nokkurn veginn á jafnsléttu. í>essar ráðstafanir reyndust þó tilgangslausar, þar sem vélin var fokin og brotin ,en á sunnudag leigði Konrad sér bát og sigldi að jöklinum til þess að hirða það, sem nýtilegt kynni að vera úr brakinu. Þorsteinn Jónsson, flugstjóri, var einnig í Narssassuak um helgina, og má geta þess til gamans, að Konrad var enn íklæddur úlpu þeirri, sem Þor steinn kastaði niður til hans á jöklinum, og stígvélum, sem þá var varpað niður til hans Sýnin£ arki- tekta á íbúðar- húsum A MÁNUDAGSKVÖLD var opn- uð sýning á vegum Arkitektafé- lags Islands í húsakynnum Bygg- ingarþjónustunnar, Laugavegi 26 og á hún að veita yfirlit yfir ibúðahúsabyggingar á íslandi sl. 20 ár með ljósmyndum og teikn- ingum. Sýningin er framlag fé- lagsins til listahátíðarinnar, og verður hún opin kl. 1—10 dag- lega til 19. júní. Formaður sýn- ingarnefndar er Hannes Kr. Davíðsson. Formaður A.Í., Aðalsteinn Richter, opnaði sýninguna með ræðu. Sagði hann hér ekki um að ræða tæmandi yfirlit yfir þró unarsögu íslenzkra íbúðahúsa- bygginga á tímabilinu frá lýð- veldisstofnuninni, heldur hefðu verið valin til sýningar nokkur beztu húsin, sem byggð hefðu ver ið í Reykjavík þessi 20 ár. Elztu húsin eru frá 1946—48, en flest eru byggð um eða eftir 1955. Slys Geldingaholti, 8. júní. ÞAÐ slys vildi til á laugardag- inn var, að Sigríður Jóhannsdótt- ir frá Hamarsheiði, kennari í Víðihlíð, lærbrotnaði, er hún datt á steingólfi heima hjá sér á Ham arsheiði. SigriðUr var flutt á sjúkrahúsið á Selfossi og liggur þar. — J. Ól. Fyrsta síldin til Siglufjarðar MYNDIRNAR eru teknar, þegar l son kom þangað. Á stærri mynd fyrsU síldin barst til Siglufjarð- inni siglir báturinn hlaðinn að ar í sumar. Það var miðvikudag- bryggju, en á hinni er verið að iau 3. júní, þegar Helgi Flóveots I landa. (Ljósm. Mlbl.: Stgr. Kr.) Togarinn Geir kom með fullfermi úr veiðiför á sunnudag. Það tekur allan hug- ann að drepa karfann B.v. Gelr með fullfermi til Reykjavíkur | TOGARINN Geir kom á S sunnudagskvöldið með full- H fermi til Reykjavíkur, eftir H veiðiför við Grænland, á Ant M on Dorn bankanum og í Víkur = álnum. í gær og í dag er unn- 5 ið við að landa aflanum og §É koma honum í vinnslu. Mbl. = átti stutt samtal við skipstjór- S ann, Jónmund Gíslason og = spurði hann um veiðiferðina = og aflann. M Jónmundur sagði, að túrinn M hefði tekið 16 daga. — Fyrst H vorum við SA af Angmasalik = og fengum nokkuð gott fyrstu = 4-5 daigana, sagði hann. Þar B var heiðríkja sól og hiti. Síð- j| an fórum við á Anton Dorn E bankann, vorum þar dag- B stund og urðum þorsks varir. = Seinast vorum við í Víkuráln- = um, út af Látrabjargi, og feng = um þar ágætan reyting á H fimmtudag og föstudag. Þá = vorum við komnir með fullar = lestarnar. = — Hvað er það mikið? = — Ætli það sé ekki 250-260 = lestir. Þetta er ágætur fiskur, = aðallega karfi, en einnig þorsk ji ur og ufsi innan um. = — Urðuð þið varir við önn- B ur íslenzk skip við Grænland? = — Sigurður er núna við = Austur Grænland, á Fylkis- = miðum. Við 'höfðum daglega = samband. Þeir höfðu reyting = þar. — Var ís á þeim slóðum sem þið voruð? — Já, það var ís bæði á Jónmundur Gislason, skipstjóri Dornbankanum og í Víkur- álnum. Á Dornbankanum var ísrek, en við sáum enga borg- arísjaka, í Víkurálnum náði ísspöngin svo langt sem við fylgdumst með henni og sáum til. ísspöngin virðist óvenju sunnarlega, líklega ca. 50 míl- ur frá Látra'bjargi. — Tefur þetta fyrir ykkur við veiðarnar? — Að nokkru leyti. ísrönd- in var komin á það svæði sem við vorum á, svo við þurftum að færa okkur nær landi. En jakana sóum við vel, og ef dimmt er þá í radarnum. — Svo þig voruð 16 daga í túrnum. Þá hefurðu verið farinn, þegar Pálína dóttir þín var kjörin fegurðardrottning íslands? — Já, ég fór sama daginn. Konan hringdi til mín á sunnu dag. Það heyrðist illa, en þó skildi ég hvaða fréttir hún var að færa. En ég hafði lítinn tíma til að hugsa um það. Það tekur allan hugann að drepa þennan karfa. Maður hugsar ekki um annað á meðan. — Jæja, hvenær farið þið aftur? Og hvert þá? — Annað kvöld eða á mið- vikudag. Hvert? Annað hvort á Austur-Grænland eða heima mið. Það er orðið svo erfitt að eiga við þetta. Maður færir sig til eftir því hvar fisks er helzt von. — Þú hefur nægan mann- skap? — Já, þetta er ágætisfólk sem ég hafði. Ætli það verði ekiki mest sama áhöfnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.