Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 23
r ÞriSJuflafur 9. júní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 23 MIKILL. mannfjöldi horfði á kappróður, sem fram fór í Reykjavíkurhöfn siðdegis á sjómannadaginn. Kappróðrar- bátarnir komu í mark við Faxagarð, og var þar fjöldi áhorfenda, svo og um borð í nærliggjandi skipum. Sveit mb. Guðmundar Þórðarsonar frá Reykjavík fór með sigur af hólmi, og er betta í fimmta sinn, s»m sú sveit vinnur lár- viðarsveig Sjómannadagsins fyrir róður. Að loknum hátíðahöldum á Austurvelli lá leið manna nið ur að höfn, þar sem róðrar- keppnin hóÆst kl. ijögur. Róin var um 500 metra vegalengd, úr Örfirisey inn að Faxagarði, Mikill mannfjöldi fylgdist með kappróðrinum. Þarna koma fyrst að markinu. sést sveit m.s. Guðmundar Þórðarsonar (jósm. Mbl.: Sv. Þormóðsson) Cveit m.s. Guðm. Þórðarsonar sigraði í kappróðri í 5. sinn þar sem togararnir liggja, þegar þeir eru í höfn. í róðrinum tóku þátt átta sveitir, þar af fjórar frá skips höfnum, tvær í kvennaflokki og tvær unglingasveitir. Fleiri skipshafnir höfðu tilkynnt þátttöku sína en voru fjarver andi, þar sem mörg fiskiskip- anna eru á leið norður til síld veiða. Róið var í þremur riðl- um, og fer hér á eftir skrá yf- fr sveitir og árangur þeira. 1. riðill: Róðrarsveit kvenna fisk- iðjuversins Isbjarnarins 2:12,8 mínútur. Róðrarsveit kvenna fiskiðju vers Bæjarútgerðar Reykja- víkur 3:33,6 mín. Róðrarsveit sjóskátasveitar innar Hákarls 2,56,5 mín. 2. riðill: Róðrarsveit mto. Guðmund- ar Þórðarsonar 2:39,4 mín. Róðrarsveit mto. Sólrúnar frá Bolungarvík 2:48,1 mín. 3. riðill: Róðrarsveit ms. Lundeyjar, Reykjavík, 3:00,6 mín. Róðrarsveit björgunarbáts- ins Gísla J. Johnsen, 2:40,5. Róðrarsveit sjóvinnunám- skeiðs Reykjavíkur 2:54,5. Sigurvegari varð sveit Guð mundar Þórðarsonar, stýri- maður Haraldur Ágústsson. Hlaut hún að verðlaunum lár viðarsveig Sjómannadagsins fyrir róður og auk þess Fiski- mann Morgunblaðsins. — Er þetta í fimmta sinn, sem sveit Guðmundar Þórðarsonar sigrar í kappróðrinum. Hver keppandi sveitarinnar var heiðraður með verðlaunapen- ingi úr gulli. Önnur varð sveit björgunar bátsins Gísla J. Johnsen og hlutu keppendur hennar silf- urpening auk June Munktall bikarsins, sem Gísli J. John- sen gaf á fyrstu árum Sjó- mannadagsins. — Stýrimaður sveitarinnar var Jóhannes Briem. í kvennaflokki sigraði sveit fiskiðjuversins ísbjarnarins, undir forystu Ásgerðar Ás- mundsdóttur. Hlaut sveitin að verðlaunum bikar, sem ís- björninn gaf til keppni í kvennaflokki í fyrra. í unglingaflokki sigraði sveit sjóvinnunámskeiðsins, stýrimaður Hörður Þorsteins- son. Hlutu meðlimir hennar verðlaunapeninga. Árangur sveitar Guðmund- ar Þórðarsonar er einn hinn bezti, sem náðst hefur, en erf itt er samt að dæma um slíkt, þar sem veður og sjávar- straumar hafa sitt að segja í keppni sem þessari. Sigursveit in.s. Guðmundar Þórðarsonar. Byrjað á Kötlugörðum Vík, 3. júní 1964: — EINS OG kunnugt er, hefur tals vert verið um það rætt, að ýta upp varnargörðum á Mýrdals- sandi. Tveir þeirra eiga að vera austur í Álftaveri og einn til tveir skammt frá Vík í Mýrdal. Ætlunin er að sjá, hvort þessir varnargarðar geti hindrað skaða af vatnsflóðum, sem fylgja Kötlu gosum. Ragnar Jónsson, alþing- ismaður bar þetta mál fram á alþingi, þar sem það hefur hlot- ið afgreiðslu. ' Fyrir rúmum mánuði var svo byrjað á varnargörðunum í Álfta veri. Við þetta verk eru nær ein- göngu notaðar jarðýtur. Þessir garðar verða samtals um 500 m. að lengd og upp í rúma 3 m. að hæð. Þeim er fyrst og fremst ætl að að verja flugvöllinn í Álfta yeri og aðkeyrsluna að honum. við Vík verða mun stærri og á þeim verður byrjað fijótlsga í sumar. Aðalgarðurinn verður hér um bil 300 m. langur og um 6 m. á hæð. Honum er ætlað að kom í veg fyrir að vatnsflóð frá Kötlugosi skelli á Víkurkauptúni. Þjóðvegurinn verður svo lagður yfir þennan garð miðjan eða þar sem garðurinn endar að sunnan verðu. Það er Brandur Stefánsson, vegavinnuverkstjóri í Vík, sem stjórnar þessum framkvæmdum og þegar ég spurði hann frekar um þetta mál og þörfina á þess- um framkvæmdum, sagði hunn: „Aðstæður eru það gjörbreytt- ar frá 1918, að ég tel hættuna á vatnsflóði frá Kötlu miklu meiri núna en þá. Það er því mjög þýð ingarmikið fyrir Víkurkauptún, að alþingi hefur nú heimilað fjár veitingu til þessa“. | Varnargarðarnir rétt austan — Fréttaritari. Stéttarfélag bænda: Gunnar Guðbjartsson flytur skýrslu stjómarinnar. Á myndinni Bjást m.a. úr stjórn Stéttarsambandsins Einar Ólafsson Lækjar- hvatnmi, Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrv. alþm. Bjarni Halldórs- Mo á Uppsölum, forseti fundarins og fleiri . A fundinum í gœr ríkti einhugur og góður andi Aðalfundur Stéttarsamtoands bænda er haldinn um þessar mundir í Reykjavík. Er það í fyrsta skipti sem fundurinn er haldinn á þessum árstíma, Venjulega hefur hann verið haldinn að hausti til, en í þetta skipti er hann haldinn í byrjun sumars. Fulltrúar eru margir, 2 úr hverri sýslu, en auk þess sitja fundinn meðlimir framleiðslu- ráðs landbúnaðarins auk margra gesta. Fundurinn hófst í gærmorgun kl. 10 með því að kosnir voru embættismenn. Forseti fundar- ins var kjörinn Bjarni Halldórs- son frá Uppsöluim og til vara Sigurður Snorrason frá Gils- bakka. Ritarar voru kjörni Guðmund- ur Ingi Kristjánsson frá Kirkju- bóli og Einar Halldórsson, Set- bergi í Garðahreppi. Kristján Thorlacius frá Sam- bandi starfsmanna ríkis og bæja ávarpaði fundinn, en Sæmund- ur Friðriksson lagði fram reikn- inga stéttarfélagsins. Þá flutti forseti Stéttarfélags bænda, Gunnar Guðbjartsson á Hjarðarfelli skýrslu stjórnarinn- ar, sem var mjög ýtarleg og var þar komið víða við. í samtali við blaðamann Mbl. seinni hluta dagsins sagði Gunn ar, að í umræðunum um málefni bændastéttarinnar hefði ríkt einhugur og góður andi. Hann kvaðst vonast eftir, að störf fund arins yrðu árangursrík og til heilla bændastéttinni. Eftir framsöguræðurnar hófust fjörugar umræður, sem stóðu lenigi dags. Voru þar mest til umræðu verðlagsmál og verð- lagsgrundvöllur bændastéttar- innar. Fulltrúarnir snæddu sam an hádegisverð og druikku kaffi saman í húsakynnum bændahafi- arinnar. Kosið var í nefndir og munu þær starfa fyrir hádegið á morg- un, en fundur hefst aftur á morg un um kaffileytið. Búizt er við að fundinum ljúki aðra nótt. Egsjataka Akranesi, 8. júní. MAÐUR einn á miðjum aldri fór í Akrafjall í gær og tíndi - '^i- bjölluegg og skyggndi þ i- óðum. Henti hann 20—t j- um, sem unguð voru. Hei. m hann með tvær töskur og poka á baki, sem höfðu að geyma 130 nýorpin veiðibjölluegg. Ekki veit ég, hvort hann keypti sór eggjatínsluleyfi. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.