Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 9. jSní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 5 Garðeigendur Vélskomar túnþökur, á- vallt fyrirliggjandi. Send- um heim alla daga. Sími 35225. Klæðum húsgögn Svefnbekkir, svefnsófar sófasett. Vegghúsgögn o.fl Valhúsgögn, Skólavörðu- stíg 23, sími 23375. Traktor til leigu með ámoksturtæki. Tilboð séndist Mbl. fyrir föstudag, merkt: „Vinna — 4498“. Keflavík Nýkomnir kven- og karl- mannainniskór, einnig ung- barna-, telpu- og drengja- skór. SKÓBÚÐIN, Keflavík. * Presto Offset fjölritun, vélritun, kopiering og prentun. PRESTO Klapparstíg 16. Sími 21990. Blý Kaupi blý hæsta verði. — Málmsteypa Ámunda Sig- urðssonar, Skipholti 23, Sími 16812. Keflavík Barnavagn til sölu, vel með farinn. Uppl. í síma 2311 á Faxabraut 11. Ódýrt — ódýrt Amerískir brjóstahaldarar, verð kr. 75.—. Verzlunin ÁSA, Skólavörðustíg 17, sími 15188. ÞRENGSLI HJÁ SLÖKKVILIÐINU UM daginn var frá því greint hér í dagbókinni, hve þröngar væru dyrnar á útkeyrslu slökkvi liðsins í Reykjavík. Er það allra manna mál, að þetta sé til stór- baga, og beinlínis tefji slökkvi- liðið oft um dýrmætar mínútur, þegar það þeysist út til bruna- staðarins. Sveinn Þormóðsson tók um daginn mynd af því, þegar verið var að bakka einum slökkviliðs- bílnum inn í bílgeymsluna eftir eð hann kom úr útkalli, og sést glögglega, hvíiík þrengsli eru þarna á ferðinni. Á hinni myndinni sést svo grunnurinn á hinum nýju bíl- geymslum Slökkviliðsins við Reykjanesbraut Svo sem sjá má, er mikið verk eftir, en vonandi verður þessu flýtt eftir föngum. satjði! að hann hefði verið að fljúga um miðbæinn í gær í rigningunni, og þá hefði hann komið auga á nýtt umferðarvandamál, sem sé þetta með regnhlífarnar. Þarna hefðu hver kona og nokkrir karlmenn að auki dregið upp regnhlífsrnar, sem er svo sem ekki nema góðra gjalda vert, en gangstéttirnar við Austur- stræti eru mjóar og ekki á öng þveitið þar bætandi. Þarna var sem sagt ekki þver- fótað fyrir regnhlífum. Storkur- inn sagði, að konurnar yrðu að sýna lipurð i umferðinni, því að það væri ekki umferðarslysið að fá regnhlífartein upp í augað. Svo lagði hann til að bæta við hvort ekki væri heppilegt, að eetja rennur á regnhlífarnar, svo að menn fengju þá bara einn vatnsstraum á herðarnar, sem þeir gætu máski forðast heldur, en að fá bununa allt í kring um regnhlífina. Spurningin er svo bara sú, sagði storkurinn um ieið og hann flaug í skjól upp í Morgunblaðshöll, hvort sá straumur ætti að vera að framan eða aftan. Þriðjudagsskrítla Ungur maður kom heim að af- loknu námi í héraðsskóla. Gömul kona spurði hann, hvað hann hefði nú lært þar. Pilturinn taldi upp ósköpin öil og endaði á nátt- úrufræði. „Náttúrufræði!“ dæsti sú gamla alveg undrandi og bætti við: „Það hélt ég að væri nú nokkuð, sem kæmi af sjálfu sér”. Kaupskip h.f.: Hvítanes er í Rvík Eimskipafélag Keykjavíkur h.f. — Katla er á leið tU Raufarhafnar frá Torreveija. Askja er á leið til Napoli. Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell losar á Eyjafjarðarhöfnum. Jökulfell fór í gær frá Hamborg til Haugasund og Austfjarða. Dísarfell fer væntanlega 11. þ.m. frá Mántyluoto til Homafjarð ar. Litlafell er i Rvík. Helgafell fer væntanlega frá Stettin 10. þm. til Riga, Ventspils og íslands. Hamrafell er i Batumi. Stapafell er væntanlegt til Rvikur 11. þm Mælifell er væntan- legt 12. þm. til Seyðisfjarðar. H.f. Jöklar: Drangajökull kemur tii Leningrad í dag, fer þaðan til Finn- lands og Hamborgar, Hofsjökuli fór frá London 7 þm. áleiðis til Rvíkur. Lang- jökull fór frá Vestmannaeyjum 3. þm. áleiðis til Cambridge. Vatnajökull er í Vestmannaeyjum. H.f. Skallagrimur: Akraborg fer í dag frá Rvík. Kl. 7.45 frá Akranesi kl. 9 Reykjavík kl. 13 Borgarnesi kl. 19 frá Akranesi kl. 20:45 Eimskipafélag íslands h.f.: Bakka- foss er í Valerjtia Marina, fer þaðan til Piraeus og Cagliari. Brúarfoss fer frá Hull i dag 8. 6. til Rvíkur Detti- foss kom til Reykjavíkur 3. 6. frá NY. Fjallfoss fór frá Belfast 6. 6. til Ventspils, Kotka og Leningrad. Goða- foss fer frá Hamborg 9. 6. til Antwerp- en, Rotterdam og Hull. Gullfoss fór frá Rvík 6. 6. til Leith og Kaupmanna- hafnar. Lagarfoss fer frá Akranesi í akvöld til Vestmannaeyja Fáskrúðs- fjarðar Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Mánafoss kom til Rvíkur 5. 6. frá Hull Reykjafoss fer fiá Nörresundby 9. 6. til Kaupmannahafnar, Kristiansand og Hamborgar. Selfoss fór frá Vest- mannaeyjum 1. 6 til Gloucester og NY Tröllafoss fór fiá Stettin 3. 6. væntan Iegur til Rvíkur kl. 15,00 á morgun 9. 6. Tungufoss fer frá Gautaborg á morgun 9 6 til Austfjarðahafna Pan American þota kom til Keflavíkur kl. 07:30 í morgun. Fór til Glasgow og Berlínar kl. 08:15. Væntanieg frá Berlín o,g Glasgow kl. 19:50 í kvöld. Fer til New Yourk kl. 20:45 í kvöld. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er í Reykjavík. Esja fór frá Rvík í gærkvöldi austur um land i hring ferð. Herjólfur fer frá Vestmanna eyjum kl. 21:00'í kvöld til Rvík- ur. Þyrill er væntanlegur til Rvík ur í dag. Skjaldbreið fór frá Rvík í gærkvöldi vestur um land til ísafjarðar. Herðubreið er í Rvík. Hafskip h.f.: Laxá lestar á aust fjarðahöfnum. Rangá er væntan- leg til Gdynia í dag. Selá er í Rotterdam. Axel sif er á Húsa- vík. Tjerkhiddes fór frá Stettin 5. þm. til Rvíkur. Urker Singel fór frá Hamborg 5. þm. til Vest- mannaeyja og Rvíkur. Lise Jörg losar á austfjarðahöfnum. Richard Beck Afmæliskveðja Svo fagurt er ísland í vorskrúði vænu, að varma þess nýtur hver einasta sál, við geislanna bros, þar moldin á mál, þú minnist við hlíðina iðjagrænu. Þú lifðir svo oft í huganum heima og hjartkæru ströndina lézt þig dreyma, er kraupstu við daganna dvínandi bál. Nú finnurðu dulblíðu draumana rætast, í daganna skini með vor yfir strönd, hér vefja þig ættjarðar ásthlýju bönd í æskunnar heimi svo megirðu kætast. Því geymum við upprunans eilífu glóð með orku og dyggð fyrir land vort og þjóð, það bróðerni er sættir og sameinar lönd. Kjartan Ólafsson. Spakmœli dagsins Fegurst allra hljóða er rödd þeirrar konu, sem vér unnum. La Bruyére Ofugmœlavísa Fiskurinn hefur fögur hljóð, finnst hann oft á heiðum, ærnar renna eina slóð eftir sjónum breiðum. Sveit Dugleg og barngóð telpa, 11—12 ára, óskast á sveita- heimili í sumar Uppl. á Skeiðarvogi 7, kjallara, í dag og næstu daga. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunbiaðinu en öðrum blöðum. Tækifærisverð Til sölu sem ný General Electric þvottavél m/ klukku, kr. 8.000.—. Einnig lítil straujpressa, kr. 2.500. Uppl. síma 10261 eftir kl. 7. Ljósprent s.f. Brautarholti 4. Ljósprentum (koperum) —. hvers konar teikningar. — Fljót afgreiðsla. Bílastæði. Sími 21440. Steindór vill selja Chevrolet fólksbifreiðar, model 1954, í prýðilegu ásig komulagi. — Upplýsingar í síma 18585. 2 skrifstofuherbergi til leigu Upplýsingar í Fiskhöllinni. íbúð óskast Til leigu í þrjá mánuði. — Þarf að vera laus um miðjan júní. — Æskilegt að húsgögn fylgi. — Tilboð sendist afgr. Mbl., fyrir 14. þ.m., merkt: „4515“. Lokað kl. 1—3 í dag vegna minningarathafnár um Guttorm Pálsson, fyrrverandi skógar- vörð á Hallormsstað. Skógrækt ríkisins. * Ibúðar- og verzlunarhús úr steini á hornlóð við Baldursgötu, skammt frá Skólavörðustíg, til sölu. — Húsið er 2 hæðir, 110 ferm. og fylgir því 280 ferm. eignarlóð. — Verzl- unin er á næðri hæð en á efri hæð er 5 herb. íbúð. Yfir húsinu er manngengt geymsluris. — Húsið er mjög hentugt til núverandi noktunar en einnig sem iðnaðar- og íbúðarhús eða sem skrifstofu- og verzlunarhús, t.d. fyrir heildsölu. IMýja fasteignasalan Laugavegi 12 — Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e.h. Sími 18546.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.