Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. júni 1964 1 JOSEPHINE ED( R: 22 FIAl SYSTIR 1 Við riðum rauðum dreka í hringekjunni, eftir glymjandi tónlist og armur Brendans hélt fast uitan um mig og hann lagði kinnina á hárið á mér. Brúnu fingurnir, sem héldu um , mig fyrir neðan brjóstin sendu sælu- skjálfta um mig alla. Hann snerti kinnina á mér með vör- unum og sagði: — Rósa . . hjart- að í þér hamast eins og fugl í búri. — Við förum svo hart, sagði ég og átti þar við hringekjuna, en hann lét ekki blekkjast. Um hádegi var orðið heitt. Við keyptum okkur' samlokur með fleski í og ávexti og flösku af kampavíni og fórum út í birki- skóginn til að neyta þess. Kampa vínið var ódýrt, sætt og volgt. Við hölluðumst upp að trjábol og mér fannst ég sitja á gullnu skýgi, hátt uppi yfir heiminum og vera að drekka nektar með guðunum. Þegar armur Brend- ans, sem hafði legið á trjáboln- um, luktist um mig, sneri ég mér við brosandi, af því að ég vissi, að hann langaði að kyssa mig. Ég hafði tekið ofán hatt- inn og hann snerti hárið á mér og sagði: — Það tollir uppi núna. — Ég lét klippa það, sagði ég. — Það var svo fallegt, þegar það féll niður um axlir á þér, sagði Brendan. — Manstu daginn hérna á brautinni þegar hestarn 'ir voru næstum búnir að troða þig undir, og ég hélt, að þið vin stúlka þín væruð tatarar? Þegar ég svo kom og sá þig með hárið á þér út um allt, þá fannst mér þú vera það fallegasta, sem ég hefði nokkurntíma séð. Hann laut höfði og snerti varir mínar með sínum og mér fannst allt standa kyrrt. Eg gat ekkert heyrt nema hjratsláttinn í sjálfri mér og ekkert séð nema ljós, sem var bjartara en sólin sjálf. Þegar Brendan rétti sig upp aftur voru augu hans rétt við mín og ég gat séð þennan græna og bláa glampa í þeim, sem líkt ist mest því þegar sólin skín á sjóinn, en nú voru þau ekki fros in af reiði eða viðbjóði, eins og ég hafði stundum séð þau. — Fallegra en nokkuð, sem ég hafði nokkurntíma séð, endurtók hann. — Fallegri en Soffía? spurði ég. En um leið og ég sagði það, sá ég eftir því, af því að ég fann, að nú hafði ég eytt töfrum þessa yndislega dags. Brendan sleppti takinu á öxl- inni á mér. Hann stóð upp og gekk frá mér. — Komdu, sagði hann. — Það er kominn tími til að fara niður að brautinni. Eg stóð upp. Eg hafði kökk í hálsinum, eins og af ófelldum tárum og af ringli og vonbrigð- um. Eg sagði gremjulega: — Hvers vegna kemur alltaf á þig, ef hún Soffía er nefnd á nafn? Þykir þér svo vænt um hana, að þú þolir ekki að heyra hana nefnda á nafn? Hún er falleg, finnst þér ekki? Hann stóð kyrr, en sagði loks- ins: — Jú, víst er hún falleg. — Er ég eins falleg? Er ég nokk uð lík henni? Hann leit á mig. — Jú, þú ert lík henni. En vertu bara ekki of lík henni, Rósa. •— Hvað er það hjá henni, sem allir eru svona hrifnir af? spurði ég. — Það er eins og allir karl menn séu hrifnir af henni. Hann svaraði dræmt: — Það eru þeir, af því að hún er karl- mannatál, hún er skemmtileg, ó- bifanleg, til í allt, en svo jafn- framt kvenleg og falleg eins og fegursta mynd. Eg hafði aldrei heyrt hann láta í ljós neína hrifningu af Soffíu og ég varð vonsvikin og afbrýðis söm. Allt í einu fannst mér ég vera svo miklu yngri en hann. Og mér var meinilla við að vera svona ung. En svo bætti hann við í kuldatón, sem ég varð hrædd við: — En hún notar vald ið sitt eins og dræsa! — Brendan! — Hvað er að? Er hún búin að gera þig að svo mikilli dömu, að þú þolir ekki að heyra sann leikann? Þú veizt, að hún er hlaupin frá Dan? — Já, já. Hún sagði mér það sjálf. Eg gleymdi eymdinni minni. — Fyrirgefðu mér, Brend an. — Það er ekki þér að kenna. — Það er það að vissu leyti. Eg hef líka lifað á aurunum hans, enda þótt ég vissi ekki af því. Skólinn . . . fötin . . . allt var það frá Dan. Mér þykir vænt um hann. Hann var svo góður. Trúðu mér Brendan, að ég veit vel hvað við Soffía eigum honum að þakka. Hann greip snöggt fram í fyrir mér. — Þú. átt honum ekkert að þakka. En hún hefði aldrei þurft logna sælu. Dan elskaði hana. þurft að leiða hann út í neina lagna sælu. Dan elskaði hana. Hann hefði hjálpað henni, hvort sem var. Jú, jú, hún hjálpaði honum; það var henni að þakka, að þetta spilavíti fór að borga sig betur en nokkru sinni áður. Frú Dan . . . allir komu til að sjá hana) Hún gaf Dan allt nema ást og tryggð. Nú hefur hún von á einhverju betra og þessvegna varpar hún honum fyrir borð. En hann elskar hana eftir sem áður. Við vorura að komast út úr birkilundinum og hávaðinn frá brautinni nálgaðist æ meir. — Hvað ætlar hún að taka sér fyrir hendur? sagði ég, kvíðin. — Það er gott, að ég hef fengið þessa atvinnu í Frivolity, þótt lít ið sé, þá er það betra en ekki neitt. Heldurðu, að hún ætli að fara að syngja aftur? Hann stanzaði og horfði fast á mig. — Til hvers ætti hún að gera það? En svo birti aftur yfir andlitinu og hann hló, en það eo« (>'<». — Vilduð þér gjöra svo vel að tala hærra, ég heyri alls ekki til yðar. var ekki glaðlegur hlátur eins og verið hafði hjá okkur fyrr um daginn. Eg stóð og varirnar á mér titruðu eins og milli hláturs og gráts, af því að ég vissi ekki að hverju hann var að hlæja. Loks sagði hann og snerti andlitið á mín litla, það gerir hún aldrei. En hugsaðu ekki um það, hún segir þér það, þegar þar að kem- ur. Hann tók í höndina á mér og sveiflaði henni til. — Komdu nú, við verðum að fara að flýta okk- ur. Eg lofaði húsbóndanum að vera kominn í hestagirðinguna klukkan eitt. Það var eins og hann væri kom inn í gott skap aftur og við greikkuðum sporið í heitu sói- skininu. Við ruddumst að hliðinu til að komast inn á brautina, en þá stöðvaði tatarakerling okkur og greip í handlegginn á mér með skítugri hendinni. Hún var tatari af dekkstu tegund með arnarneí og svört augu og hélt á ólundar- legum smákrakka á mjöðminnL Brendan sagði óþolinmóður: — Ekki núna, við megum ekki vera að því. En hún mjálmaði, að þetta tæki enga stund, og þá mundúm við hafa heppnina með okkur allan daginn, svo að hann tók pening úr vasanum og sagði henni að hypja sig. 91 BYLTINGIN í RÚSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD lýðsins, og jafnvel vinnuveitend urnir voru nú fúsir að ganga að henni. Ekkert virtist svo sem vera auðveldara en lýsa yfir lög- leiðingu átta stunda vinnudags- ins. En brátt reis upp mikill og hræðilegur fjandi þessarar hug- myndar, þar sem voru hermenn- irnir. Þeir spurðu sem svo: Hveirsvegna átti verkamaðurinn að sitja óhultur í Petrograd og öðrum borgum, að baki víglín- unni, meðan hinir á víðstöðv- unum urðu að leggja sig í lífs- hættu í 24 stundir á sólarhring? Herinn þarfnaðist birgða og skot færa — látum verkamenmna taka á sig sinn hluta af stríðs- byrðinni. Enn einu sinni varð Ex-Com að söðla um og sam- þykkti, að verksmiðjurnar skyldu halda áfram yfirvinnu. Bændurnir voru eitt vanda- málið í viðbót. Um allt Rússland voru þeir teknir að finna til valds síns, og þeir voru vopnað- ir. Þeir stóðu fast á því, að þetta væri þeirra bylting — þeir væru megin þjóðarinnar — þeir, en ekki hnefafylli iðnverkamanna. Hversvegna skyldu þeir hlýða boði og banni verkamannastjórn ar Petrograd? En í bili lutu allar þessar spurningar í lægra haldi fyrir hinu aðkallandi vandamáli: ófriðnum. Hver átti að hafa yfir- ráðin yfir hernum — bráða- birgðastjórnin, sem vildi berjast þar til yfir lyki, eða sovétið, sem vildi aðeins heyja varnarbar- áttu meðan Rússland semdi um frið? Jafnvel sjálfur herinn var klofinn um þetta atriði, því að það varð bráðlega ljóst, að strokumennirnir og byltingar- sinnaða fólkið voru engan veg- inn fulltrúar allra hermanna — og því síður foringjanna. f mörg um herfylkjunum var mikil ein- beitni ríkjandi að berjast — nú er menn hefðu eitthvað að berj- ast fyrir — sína eigin stjórn Það var æruatriði að gefast ekki upp né láta allar hetjudáðir þeirra, þrjú árin síðustu fara á glæ. Og svo höfðu þeir eina rök- semdarfærslu enn; Þýzkalands- keisari gat sem bezt gleypt bylt- inguna þeirra með húð og hári. Ef þeir létu þýzkarana brjótast í gegn, gat fyrst verk þeirra orð- ið það að setja Nikulás í hásætið aftur. Kornilov hershöfðingi, hinn nýútnefndi herstjóri Petro- gradborgar, þrammaði með sín- ar tryggu hersveitir um stræti borgarinnar — og svo vildi til, að sumar þeirra voru einmitt þær, sem uppreistina höfðu gert gegn keisaranuim — og þær heimtuðu, að ófriðnum væri haldið áfram. I sovétinu var það orðið hættuspil að hrópa á tafar lausan frið — því gat orðið svar KALLI KÚREKI m.Rvoee, uh.-mayse i SHOULDM'T HAVE TALKED THEWAYI DID ABOUTTHé OLD MAM SLJT THE HARMIS PONE f DO YOU REALLY ' THlNli HE MIErHT CO/HE ASTER ME WITH Ai ©UN ?, Teiknari; FRED HARMAN — Heyrið þér mig, Kalli mkm góð- ur, hm — kannske hefði ég ekki átt að viðhafa þessi orð um gamla mann- inn....en það er búið og gert. Hald- ið þér í ratin og veru að hann gæti tekið upp á því að ráðast að mér með skotvopni? — Haldið kyrru fyrir unz þér heyr- ið frá mér aftur! Ég skal athuga hvort mér takist að koma í veg fyrir það. — í>ú ert meiri lygalaupurinn, að 9egja prófessomum að Gamli sé ann- áluð skytta! — Ég sagði það nú ekki beinlínis Ég bara spurði hann hvort hann hefði aldrei heyrt þess getið. — Ekki getum við látið þessa gömlu grasasna fara í hár saman og það með byssur í höndunum. En við verðum senrdlega að hagræða sann- leikanum dálítið þegar við tölum við hann Gamla okkar. Ég skal leggja þér orð í munn. að með öskrinu: „föðurlandssvik ari!“ og maðurinn æptur niður. En saimt sem áður óskaði eng- inn raumverulega eftir ófriði. Sendinefnd sósíalista, stjórnmála manna, kom frá Frakklandi og Bretlamdi, til þess að hvetja Rúsisa til að halda baráttunni á- fram, og sú nefnd fékk kuldaleg ar móttökur hjá Ex-Com. Jafn- vel Plekhanov — sem var hinn mikilsivirti faðir bylt- ingarinnar — fékk ofanígjöf. Raufarhöfn UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Raufarhöfn er Snæbjörn Einarsson og hef- ur hann með höndum þjón- | ustu við fasta-kaupendur Morgunblaðsins í kauptún- inu. Aðkomumönnum skal á það bent að blaðið er selt í lausasölu í tveim helztu söluturnunum. Þórsfiöfn Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Þórshöfn er Helgi Þorsteinsson, kaupmaður og í verzlun hans er blaðið selt í lausasölu. Vopnafjörður Á Vopnafirði er Gunnar Jónsson, umboðsmaður Morgunblaðsins og í verzlun hans er blaðið einnig selt í lausasölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.