Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 31
ÞriSjudagur 9. júní 1964 MORGU N BLAÐIÐ 31 Tveir aldraðir sjómenn, sem sæmdir voru gullmerki sjómanna- dagsins á Akureyri. Frá v.: Þorsteinn Stefánsson, skipstjóri og Kristján Sigurjónsson, sjómaður. S jómannadagur- inn á Akureyri Akureyri, 8. júní HÁTlÐAHÖLD sjómannadags- ráð á Akureyri hófust kl. 20.00 á laugardagskvöld með kapp- róðri á Akureyrarpolli. Róin var 500 m vegalengd. Þar kepptu sveitir frá ýmsum félögum og fyrirtækjum á Akureyri og þar að auki sveitir sjómanna frá Ár- skógströnd og Grenivík. Bezt- an tíma náði sveit sjómanna af Árskógsströnd, 2.25,7. Á sunnudagsmorgun söng séra Pétur Sigurgeirsson sjómanna- messu í Akureyrarkirkju og flutti cinnig hátíðaræðu á útisam- I:omu við Sundlaugina eftir há- ^.egi. Þar fór fram keppni í sundi. Björgunarsund og stakka- sund unnu þeir Björn Arason, Birgir Aðalsteinsson og Smári Thorarensen, en skyrtuboðsund sveit Björns Þórissonar, Atla- stöngina (fyrir bezta sundafrek dagsins) hlaut Björn Arason. Að keppninni og verðlauna- afhendingu lokinni voru tveir aldraðir sjómenn heiðraðir, þeir Þorsteinn Stefánsson, hafnar- vörður og fyrrv. skipstjóri, sem setið hefur í sjómannadagsráði í 25 ár, og Kristján Sigurjónsson, sjómaður. Báðir hafa þeir stund- að sjóinn frá unga aldri og Krist ján stundar síldveiðar innfjarð- ar enn. Þá var til aflhendingar vik- ingaskip úr silfri, sem fyrrv. skipverjar af Snæfugli SU 21 sendu Trausta Gestssyni og skips höfn hans af mb. Guðmundi Pét- urs, sem þakklætisvott fyrir björgun úr sjávarháska, er Snæ- fugl fórst fyrir Austurlandi hinn 30. júlí 1963. Trausti var á leið til Krossaness með síldarfarm, er afhendingin skyldi fara fram. en hann er nú skipstjóri á Snæ- felli. Kl. 16.30 fór svo fram björg- unarsýning á Pollinum, og vakti hún geysilega athygli bæjarbúa, sem röðuðu sér unj bryggjur og brekkur til að horfa á. Þyrla af Keflavíkurflugvelli sýndi björg- un úr sjávarháska og lendingar á þilfari varðskipsins Óðins, sem kom til Akureyrar gagngert af þessu tilefni. Veður var hið bezta og svipur hátíðahaldanna öllum til hins mesta sóma. Formaður Sjómannadagsráðs Akureyrar er Ottó Snæbjörns- son, en framkvæmdastjóri er Stefán Snæbjörnsson. — Sv. P. — Aukin áhrif Framh. af bls. 1 góðu verið áorkað fyrir isienzku þjóðina, sem ekki sízt þess vegna býr nú við meira frjálsræði bæði inn á við og gegn öðrum þjóð- um en fyrr. En frelsið þarf að styrkja, svo að það verði ekki stundarfyrirbæri. Til þess þarf liðveizlu æskunnar, áræði henn- ar, dug og hugsjónir. Auðvitað skapa engir aðrir ungum mönn- um áhugaefni. Þau velja þeir sér sjálfir. Þó leyfi ég mér að benda é, hversu aukin þekking, tækni og vísindi eru nú á dögum nauð- synleg til velfarnaðar þjóðar- heildar og einstaklinga og þá einkanlega æskulýðsins. Þess vegna leita ég nú til sam- taka ungra Sjálfstæðismanna, bæði Sambands ungra Sjálf- stæðismanna og öflugasta félags- ins, Heimdallar, með ósk um að þessir aðilar skipi nefndir tLl rannsóknir á tilteknum, afmörk- uðum viðfangsefnum með það fyrir augum, að álit þeirra megi verða til að móta stefnu flokks- ins í þeim. Ef á þetta verður fallizt færi vel á, að fyrsta við- fangsefnið yrði „Mermtun is- lenzkrar æsku“. Takist vel til, svo sem vonandi verður, mundu hinir ungu á- hugamenn flokksins enn auka á- hrif æskunnar innan hans, efla flokkinn og skapa skilyrði vax- andi velmegunar allrar þjóðar- innar, sem upprennandi kynslóð nyti góðs af. Vinsamlegast Bjarni Benediktsson". (sign.) — Góðor horfur Framh. af bls. 1 afstöðu til. Þeir eru helztir samn ingsmenn þessarar stefnuskrár Nelson Rockefeller, ríkisstjóri í New York, William Scranton frá Pennsylvaninu og George Eomey frá Michigan. RICHARD M. Nixon, fyrrver- andi varaforseti Bandaríkjanna, sagði í dag að yrði Barry Gold- water fyrir valinu sem forseta- efni repúblikana, myndi hann verða að lýsa yfir stuðningi sín- um við stefnuskrá, er flokkurinn gæti allur sameinazt um. Stefnu skrá sú, sem ríkisstjórafundur- inn í Cleveland er nú að semija, kemur ekki alls kostar heim við skoðanir Goldwaters, sem þó hef ur upp á síðkastið aðlagað skoð- Verðlaunahafar í sundi á sjómannadaginn á Akureyri. Frá v.: Björn Arason, Smári Thornrensen og Birgir Aðalsteinsson. (Ljósm. Mbl.: Sv. P.) anir sínar æ meir skoðunum Eis- enhowers og Nixons, og er nú ekki með þeim ágreiningur um aðalatriði, utan eitt: réttindi biökkumanna. Hvort fllokkurinn sundrast á landsþinginu, fer eftir því, hver valinn verður forsetaefni, og hvort sá, sem valinn verður, hef- ur þá hæfileika, sem til þarf til að fylkja honum um sig. Nixon taldi allar horfur á því, að sundr ung yrði í Repúblikanafllokknum, ef forsetaefnið lýsti ekki yfir stuðningi sínum við yfirlýsta, hefðbundna stefnu repúblikana. — Laos Framhald af bls. 7 lega eftilitsnefndin hefði ekki verið fær um. Sendiherra Sovétríkjanna og Breta í Vientiane hafa ákveðið að fara til fundar við Souvanna Vong — foringja Pathet Lao á Krukkusléttu næstkomandi mið- vikudag. Hefur Souvanna Vong sjálfur beðið þá að koma og heyra tillögur, sem hann kveðst hafa til idumar deilumálunum í Laos. ★ Af bardagasvæðinu í Laos ber- ast þær fregnir, að hermenn hlutlausra haíi á sínu valdi um það bil nelmxng hæðarinnar Phou Koutt, sem er 1250 metrar á hæð og mjög mikilvæg hernaðarlega, þar sem þaðan er hægt að ráða öllu um umferðina um veginn til Muong Suoi, einnar af bæki- stöðvum hlutlausra u.þ.b. 30 km. norðvestur af Krukkusléttu. Hin- um helmingi hæðarinnar halda hermenn Pathet Lao. Þá herma fregnir, að her- mönnum Pathet Lao hafi tekizt að loka inni í bænum Muong Kheung, 25 km. norður af slétt- unni herdeild með u.þ.b. tuttugu brynvarðar bifreiðir. Komast bif- reiðarnar ekki leiðar sinnar, þar sem vegir eru meira eða minna eyðilagðir utan einn, sem Pathet Lao hefur á sínu valdi. Brazzaville, 8. júní AP. í DAG Kom til Brazzaville í Kongó (fyrrum franska Kongó) fyrsti sendiherra Pekingstjórnarinnar. Er það Chew Chow Yeh, 51 árs að aldri, fyrrum ráðgjáfi kín- verska sendiráðsins i Bel- grad og sérfræðingur í mál- um Asíu-ríkja. Urmið við laxa- stiga Valdastöðum, 5. júní. í SL. ári var unnið við að gera laxastiga í Brynjudalsá, en því verki var þá ekki lokið. Nú er aftur hafin vinna við það verk, og mun ætlunin að ljúka því nú. Nýverið heyrði ég, að töluvert magn af laxaseiðum hafi verið gengið upp að fossinum, og hafi nokkuð af þeim verið handsam- að og flutt upp fyrir fossinn. Áður var annar ólaxgengur foss neðar í ánni, og var hann gerður laxgengur fyrir nokkrum árum, svo að nú lítur út fyrir, að takast megi að rækta upp lax í ánni. Kjósarskarðsvegur Nú undanfarið hefir verið unnið að mælingum að Kjósar- skarð=vegi milli Þingvallasveit- ar og Kjósar. Nokkuð mun hafa verið unnið í þeim vegi sl. sum- ar, og fær mun hann bílum eins og er. En þó er mönnum ráð- lagt að fara aðeins á bílum, sem hafa drif á öllum hjólum á með an frekari umbætur eru ekki gerðar á þessari leið. — St. G. Scra Gunnar Jóhannesson í Skarði sextugur Geldingaholti, 8. júní. SÉRA Gunnar Jóhannesson, pró- fastur í Skarði, átti sextugsaf- mæli í gær. Messaði hann í Skál- holtskirkju kl. eitt, en kirkjukór Stóranúpskirkju söng með undir- leik Kjartans Jóhannessonar á Stóranúpi. Fjöldi fólks heimsótti séra Gunnar á afmælisdaginn, sóknar- börn úr Stóranúps-, Hrepphóla- og Ólafsvallasóknum, og margt annarra vina. Var þar setið í góð- um fagnaði langt fram á kvöld við rausnarlegar veitingar. Þá bárust honum góðar gjafir og fjöldi heillaóskaskeyta. Séra Gunnar hefur verið prest- ur hér í Stóranúpsprestakalli rúma þrjá áratugi og ex* nú pró- fastur í Árnesprófastsdæmi. — Kona hans er Áslaug Gunnlaugs- dóttir, og eiga þau fjögur upp- komin böx-n. — J. Ól. Bonn, 8. júní NTB. V-ÞÝZKA flugfélagið Luft- hansa hefur bætt mjög fjár- hagsaðstöðu sína á síðasta ári og var nú í fyrsta sinn gróði á rekstri fyrrtækisins — u. þ.b. 850.000 ísl. krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.