Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 9. júní 1964 WOKUNBL AÐ/Ð 17 Hefir búið á sömu jörð í 63 ar Þar hefir sama ættin búið í 175 ár SKAMMT frá Sogsbrúnni er bærinn Alviðra, austasti bær í Ölvushreppi. Nafnið bendir til þess, að þar hafi staðið bær síð- an á landnámsöld, því að bæar- nafnið Alviðra er flutt hingað frá Noregi. Þar hefir nú Árni Jónsson búið í rétt 63 ár; hann tók við jörðinni í fardögum 1901, og nú eru fardagar. Hann mun eiga lengstan búskaparferil að baki sér allra bænda í Árnes- sýslu, og þó að víðar væri leitað. En á þessari jörð hefir nú sama ættin búið, mann fram af manni, um 175 ár, og er merkileg saga um það, hvernig hún komst að jörðinni. Maður er nefndur Þorvaldur Þorsteinsson, fæddur á Arn- bjargarlæk í Borgarfirði 1743. Var hann af hinni svokölluðu Akra-Finns ætt, en í þeirri ætt segir Espólin að verið hafi „staðgóðir menn og óbernskir“. Þegar Þorvaldur var um tvítugt réðist hann ráðsmaður til Guð- ríðar Vigfúsdóttur prestsekkju að Botnum í Meðallandi. Var hún talin vel efnuð og giftist Þorvaldur henni skömmu síðar. Varð hann hinn mesti búhöldur og bjó rausnarbúi í Botnum. Ekki átti hann þó jörðina, hún var ein af jörðum Þykkvabæjar klausturs, og var Þorvaldur einn meðal margra bænda í Skafta- fellssýslu, sem sendu Ólafi amt- manni Stefánssyni kæru 1773 út af óhæfilegum landskuldum konungs og klaustrajarða. Árið eftir að þetta skeði, missti Þor- valdur konu sína, en hélt áfram búskap í Botnum og kvæntist skömmu síðar Sigríði Sigurðar- dóttur prests í Holti undir Eyja- fjöllum. Eftir það húsaði hann bæinn í Botnum stórmannlega, og er þess sérstaklega getið, að hann reisti skemmu mikla eða birgðaskála spölkorn frá bæn- um, og var þar geymdur matar- forði og verðmestu eignir bús- ins. Gerði Þorvaldur þetta til þess að síður væri hætt við að allt færist, ef eldur kæmi upp í bænum. En svo gaus upp Skaftáreld- urinn 1733. Þá ruddist ein gló- andi hraunkvíslin fram eftir far vegi Landár og skall á Botnum, fyrst á skemmunni og braut hana niður og færði í kaf, svo að engu varð bjargað þar. Því næst skall eldhrönnin á bænum og fór hann sömu leiðina. Mann- björg varð, flestum stórgripum varð bjargað, en fáu öðru. Bjóst Þorvaldur þá til þess að flýa staðinn og lét safna fé sínu sam an í árhólma þar. „En eldur- inn hljóp þá fljótara en hann hugði yfir fljótið og hólmann, svo á lftilli stundu sást ei hold né hár af því“, Þetta gerðist í júlí og flýði nú Þorvaldur vestur á bóginn. Komst hann til Hafurseyar á Mýrdalssandi og settist þar að. Dvaldist hann þar í tvö ár, en flýði svo aftur og komst vestur í Selvog. Fékk hann þar ábúð á jörðinni Hlíð, og tók brátt að rétta við aftur. Þar missti hann Sigríði konu sína og hafði þeim ekki orðið barna auðið. Nú var það á stólsjarðaupp- boði 1788 að hann keypti jörð- ina Alviðru í ölvusi. Kvæntist hann þá um líkt leyti Guðrúnu Guðmundsdóttur lögréttumanns á Hrauni í Ölvusi og fóru þau að búa á Alviðru í fardögum ári síðar, og allan þann tima hafa afkomendur þeirra búið þarna, fyrst Sigríður dóttir þeirra hjóna, sem gift var Helga Árnasyni frá Þorkelsgerði í Sel- vogi, síðan tók við Árni sonur þeirra, svo Jón sonur hans. Jón var kvæntur Margréti Sigurðardóttur frá Seli í Gríms- nesi og eignuðust þau 9 börn, *em upp komust, og var Árni þeirra elztur, fæddur 7. október 1880, svo að hann verður 84. ára í haust. Sumarið 1900 andaðist Jón bóndi úr lungnabólgu og Margrét kona hans í febrúar vet urinn eftir. Var þá barnahópur- inn eftir og þótti forráðamönn- um sveitarinnar viðurlitamikið að fá honum jörðina í hendur. Þó varð það úr, að Árni tók við jörðinni í fardögum 1901, þá á tvítugasta ári, og hefir búið þar síðan. Við skruppum tveir austur að Alviðru hérna um daginn til þess að heilsa upp á hinn aldraða bónda. Fyrir ofan bæinn gnæfir Ingólfsfjall, brúnaþungt og ábúðarmikið, en fyrir neðan liðast hin fagra elfur Sogið blá- tær og skýtur biáum fleyg út í mjólkurlitan straum Hvítár. Túnið teygir sig iðjagrænt upp í fjallið og meðfram því, og skammt fyrir neðan garð er far- ið fram hjá klakhúsi, sem nú er í eyði. Þegar bíllinn rennur heim að bænum er þar fjöldi kúa á afmörkuðu svæði í túninu. Það er ekki komin kú.abeit í úthögun enn, en kúnum hefir verið hleypt út til þess að þær viðri sig og fáfi bragð af ný- græðingnum á túninu. Árni bóndi kemur út, ern og glað- vær, og leiðir gesti sína til stofu. Og svo á að fara að spjalla við hann um langa búskaparreynslu hans. — Já, ég byrjaði búskapinn hér með 12 ær í kvíum og 4 kýr, segir hann, og þá fengust um 180 hestar töðu af túninu. Þá var enn ferja hér á Soginu, þótt ekki væri það lögferja, og hafði svo verið um langa hríð. Þá var mikil urnferð hér og mikið erfiði og stímabrak við ferjuna, því að við fluttum eigi aðeins yfir þá, sem komu að vestan, héldur kölluðu ferju allir þeir, sem komu að austan. En þetta gjörbreyttist þegar Sogsbrúin kom 1905. — Eitthvað hefir nú breyzt fleira. Eitthvað mun búskapar- lagið hafa breyzt, kúm fjölgað og mikil ræktun. Hve mikill er töðufengurinn hjá þér nú? — Já, það hefir allt breyzt og er alltaf að breytast. Nú er allt unnið með vélum og heyinu ekið beint inn í hlöður og ég hefi ekki hugmynd um hvað töðu- fengurinn er mkill. Ætli hann hafi þó ekki tífaldast. Kúm hef- ir að visu fjölgað, en bændur hafa þó alltaf stór sauðfjárbú. Ég hafði lengi á fóðrum hátt á fjórða hundrað fjár og eitt haust ið átti ég 700 fjár og var þá fjárflesti bóndinn í hreppnum. Nú hafa margir farið fram úr því. Áður fyr voru hér margir bændur vel efnaðir og bjuggu rausnarbúum, þá sums staðar 20 manns í heimili, eða fleira. Nú eru allir orðnir einyrkjar, og þegar þeir falla frá, þá fara jarð irna í eyði. Hér stefnir að þjóð- arvoða, ef ekki verða ráðnar bætur á. Það er t. d. ískygglegt tákn tímanna, að nú eru 23 jarð ir í Grímsnesi komnar í eyði. Mér fannst sem Árni vildi fátt tala um sinn eigin búskap, svo ég vék talinu að öðru. — Þú hafði lengi laxalæk hér, hvernig stóð á því að þú réðist í það? — Mér hafði lengi leikið hug- ur á því hvort ekki mundi unnt að auka laxgengd í Soginu, en kunni engin ráð til þess. Svo var það vorið 1922 að ferðamaður kemur rakleitt hingað heim. Ég þekkti hann ekki og spurði hann að heiti. Hann kvaðst heita Þórður Flóventsson frá Svartár- koti og vera á ferð til þess að athuga vötn í sveitum. Ég spurði þá hvort hann væri vatnsveit- ingamaður, en hann hélt nú ekki, hann væri að athuga hvar hægt væri að koma upp klakstöðvum til þess að auka veiði í ám og vötnum. Ég sagði að hann væri þá himinsendur og hvort hann vildi hjálpa mér til þess að koma upp klakstöð og gefa mér leiðbeiningar um klak. Hann tókst á loft af áhuga. Og svo varð það úr að hann kom til mín um haustið og við komum klakstöðinni upp. Næsta ár gat ég sleppt 300.000 laxaseiðum í Sogið. Síðan klakti ég út að jafn aði 700—800.000 laxaseiðum á hverju ári, en þau fóru ekki öll í Sogið. Ég seldi meira og minna af seiðum á hverju ári og þess þurfti ég til þess að standast kostnað við þetta fyrirtæki, þar sem ég stóð einn að því. — Hvert fóru þessi seiði og hafa þessir flutningar borið árangur? — Frðirik bóndi á Ósi í Mið- firði kom til mín og fékk hjá mér eitthvað um 30.000 seiði til þess að setja í Miðfjarðará, sem þá var að verða laxlaus. Nú er þetta ein af beztu veiðiám iands- ins. Annar maður kom til mín úr Svartárdal í Húnavatnssýslu og fékk líka 30.000 seiði og setti þau í Svartá, en þar var enginn lax fyrir. Nú er eigi aðeins mikill lax þar heldur einnig 1 Árni Jónsson. Blöndu. Mér er sagt að boðnar hafi verið 310 þús. kr. fyrir stangaveiði í Svartá í sumar, og þetta talar sínu máli. Frá mér voru ennig flutt seiði í Laxá í Kjós og í Elliðaárnar. Og það er merkilegt, að hvar sem Sogs- laxinn kemur, þá þekkist hann úr, því að hann hefir sérstakt vaxtarlag. Svo sögðu þeir mér sem veiddu lax í Grafarvogi. Einu sinni hafði ensk kona véiði í Laxá á Mýrum. Hún sendi til mín og fekk seiði hjá mér til að hleypa í ána. Fáum árum seinna veiddi hún lax í ánni, sem var gjörólíkur þeim löxum, sem hún átti að venjast. Þóttist hún þá vita að þessi lax væri af Sogskyninu og sendi þegar til mín og bað mig um fleiri seiði, en þá stóð svo á að ég gat ekki veitt henni úrlausn. — En hvaða árangur hefir þá orðið hér í Soginu? — Það er ekki aðeins Sogið sem hefir notið góðs af klakinu, heldur sjálf Ölfusá og allt vatna svæði hennar. En þar var við raman reip að draga þar sem selurinn var. Bróðir minn átti einu sinni heima á Hrauni og hann sagði mér að stundum hefði þar legið 200—300 selir á ís- skörum við ána. Margir þröng- sýnir menn héldu þá að selurinn væri nauðsynlegur vegna lax- veiðanna, hann ræki laxinn upp í ána. En ég vissi betur, ég hafði margsinnis séð hvílíkan usla Alviðoa. bann gerði á hrygningarstöðvun um. Selurinn eltir laxinn upp alla á, kemst jafnvel upp að Gullfossi. Þess vegna var það að ég leigði um 5 ára skeið selveið- ina í Ölvusárósum og var það tímunum saman á hverju ári til þess að fæla selina burt með skotum. Ég fékk mestu ólfökk fyrir hjá þeim, sem héldu að selurinn ræki laxinn upp í ána, smalað honum utan úr sjó, og allan kostnað af þessu varð ég sjálfur að greiða. En selnum fækkaði og árið sem leið veiddust 10.000 laxar á vatna- svæði Ölvusár. Ég tel það bæði að þakka klakinu og að selnum hefir fækkað. En það hefir verið við fleiri og hættulegri vágesti að stríða en selinn, og þar hefir Sogsvirkj- unin reynzt verst. Þegar verið var að virkja írafoss, var Sogið stíflað hvað eftir annað í nóvem bermánuði. Þá voru hörkufrost dag eftir dag og svo lítið vatns- magn í Hvítá sem framast getur orðið og hélt ekkert á móti Sog ina. — Mátti því kalla að allt Sogið yrði vatnslaust niður að ármótum. Og þá lágu rastirnar af helfreðnum laxaseiðum með- fram löndunum beggja vegna, tugþúsundir seiða. Ekki batnaði svo þegar stíflan sprakk í Þing- vallavatni og vatnsflaumurinn geistist fram með ómótstæði- legum krafti, reif og tætti upp allan botninn í Úlfljótsvatni og ruddist með aurburði fram í gegnum Álftavatn og niður allt Sog. Eftir þetta hefir silungs- veiði horfið úr Úlfljótsvatni og Álftavatni. En svo var bætt gráu ofan á svart þegar menn fundu upp á því að eitra fyrir mýið. Var þá dreift eitri með löndum fram og má vera að það hafi ekki verið holt fyrir silung né lax, en verst er þó að síðan er fiskurinn sviftur beztu fæðu sinni, mýinu og lirfunum. — Já, mörg er búmanns raun- in. Varð þetta til þess að þú hættir við klakið? — Nei, það var vegna ósam- komulags við veiðimálastjóra. En mér finnst það grátlegt hvernig íslendingar hafa trassað að auka veiði í ám og vötnum. Ef laxaklak væri við hverja veiðiá og sílin alin svo að þau gangi fyr til sjávar, þá skilar lax inn sér einu ári fyr en ella. Og setjum svo að við hérna á vatnasvæði Övesár hefðum sleppt milljón seiðum í ána á hverju ári, og 10% hefði skilað sér aftur, eins og í Svíþjóð, þá væri það 100.000 laxar á hverju ári. Þetta þyrftu menn sem víðast að hugsa um og reyna að skilja. — Ég fann- að hér hafði ég fund- ið áhugamál Árna bónda, svo mikið áhugamál að hann hafði fórnað sér fyrir það um tugi ára. Og er þá ekki von að hann taki það sárt, þegar margskonar óhöpp virðast vera að ónýta fórn fúst ævistarf hans? Ég spurði Árna hvort hér hefði fundist nokkrar minjar þess að bær hefði staðið hér frá landnámstíð. Hann svaraði: — Þegar ég gróf fyrir hlöðu hér hjá bænum, fórum við í gegn um leifarnar af hverju húsinu eftir annað, svo sýnilegt var að um langan aldur hafði hér verið byggt sí og æ á sama grunni. Seinast komumst við niður 1 óhreyfða mold og þar fundum við þrjá sái, sem grafnir höfðu verið niður í gólfið og fyllt utan með og undir þeim með sandL Þetta var vist 1903. Og enn er þarna hálft ker eftir í jörðu, því að það lenti utan við hlöðu- grunninn. Hér í móunum fyrir ofan bæinn fundust einnig einu sinni viðarkol og sindur. Faðir minn hirti um 7 pund af þessu og sendi í Þjóðminjasafnið ( sem þá hét Forngripasafn). Þar hafði danskur maður rekist á þetta skömmu síðar og gerði sér svo ferð hingað gagngert til þess að skoða staðinn. Og að skoðun lokinni kvað hann engan vafa vera á því að þarna hefði farið fram rauðablástur. Hérna beint upp af bænum, Framh. á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.