Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. juní 1964 Aukin viðskipti V-Þýzkalands við Kína Gerhard Schröder og Couve de Murville rœðast við í Bonn Bonn, 8. júní. — (AP-NTB) TALSMAÐUR vestur-þýzku stjórnarinnar, Gúnther von Hase, sagði sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að Bonn- stjórnin hefði í hyggju að auka viðskipti við Kína. Yrði að öllum líkindum gerður við- skiptasamningur við Pek- ingstjórnina — en þó væri ekki fyrirhugað að veita henni neins konar lán. f dag ræddust þeir við - Bonn utanríkisráðherrar Vestur-Þýzka- lands og Frakklands, Gcrhard Schröder og Couye de Murville. Ræddu þeir meðal annars aukna efnahagssamvinnu við Peking- stjórnina. Aðalræðuefni þeirra var þó fyrirhuguð Bandaríkjaför vest- ur-þýzka kanzlarans, dr. Ludwig Erhards, og þau mál, er hann hyggst ræða við Johnson, Banda- ríkjaforseta, — vandamál Þýzka- lands, samband Austurs og Vest- urs, afvopnunarmál, skipulag NATO og ástandið í SA-Asíu. — Ennfremur ræddu utanríkisráð- herrarnir ráðstafanir er gera þarf vegna heimsóknar de Gaulle, Frakklandsforseta til Bonn í næsta mánuði, svo og Kennedy- viðræðurnar í Genf ágreininginn innan Efnahagsbandalagsins um kornverðið og vandamál varð- andi aukna einingu Evrópuríkja. synda með kópa ÞÚFUM, 6. júní. — Nú er að enda eitt hið allra bezta vor er menn muna. Vortíminn algerlega áfallalaus um sauðburð sem fá- gætt er. Er nú sauðburði að ljúka, kýr farnar að liggja úti og vega- gerðarflokkur að hefja störf. Líklega verður Morylla i Kaldalóni brúuð síðar á sumr- inu. Æðarvarp lítur vel út og sel- ur syndir með kópa, sem brátt verða veiddir. Grenjavinnsla er að hefjast og minkaveiðar hefj- ast eftir grenjavinnslu af æfðum veiðimanni. Fyrir stuttu var 26 minkum eytt í Rauðasandshreppi, svo nóg er af þessum fénaði. P. P. Dr. Tómas Hclgason hi Epidemiology of Mental Des- erders in Iceland. Hún felur i sér rannsónkir á 5395 íslending- um og er nýkomin út hjá Munka gaard forlaginu í Kaupmanna- höfn. Doktorsvörnin stóð í 3 klukkustundir og fékk ritgerð doktorsefnis mjög góð ummæli. Tómas Helgason er sem kunn- ugt er yfirlæknir við Klepps- spítalann og jafnframt prófessor við Háskóla íslands. Hann hefur unnið að doktorsritgjerðinni, allt: síðan 1953, í Árósum og einnig i Reykjavík og New York. Tómas Helgasaiiv lækn- ir ver cSoktorsritgerð í GÆR varði Tómas Helgason, læknir, doktorsritgerð við Ár- ósaháskóla, þar sem hann hafði verið í nokkur ár við rannsókn- arstörf. Ritgerðin fjallar um tíðni geðveiki á íslandi ag nefn- Fánaborgin og Lúðrasveit Reykjavíkur á Aust urvelli, Erlingur Vigfússon syngur einsöng. Æðarvarp lítur vel íit og selir MIKILL mannfjöldi tók þátt hátíðahöidum Sjómannadags- ins í Reykjavík að venju, enda var veður með afbrigðum gott. K1 11 um morguninn hófst há- tiðaguðsþjónustu í Laugarásbíói. Séra Grímur Grímsson prédikaði Húsið var fullsetið. Meðal gesta voru forsetahjónin. Klukkan hálf tvö tók Lúðrasveit Reykjavikur að leika á Austurvelli undir stjórn Páls P. Pálssonar. Var þá fólk farið að safnast saman og kl. 2 hafði drifið að mikill fjöldi. Biskupinn yfir íslandi, herra Sig urbjöm Einarsson, minntist arukknaðra sjómanna. Þá söng Erlingur Vigfússon. Þessu næst fluttu ávörp af svölum Alþingis hússins Emil Jónsson, sjávarút- vegsmálaráðherra, fyrir hönd rikisstjórnarinnar. Valdimar Ind riðason ,framkvæmdastjóri fyrir hönd útgerðarmanna, Örn Steins son, vélstjóri, forseti FFSÍ fyrir hönd sjómanna. Að lokum sæmdi Pétur Sigurðsson, formaður Sjó- mannadagsráðs, fimm aldraða sjómenn heiðursmerki sjómanna- dagsins. Emil Jónsson, sjávarútvegsmála ráðherra, ræddi meðal annars um aukningu bátaflotans, stór- bætt veiðitæki og góð aflabmgð að undanförnu. Þó kvað ráðherr- ann aflafréttir blaðanna oft vill- andi,þar sem yfirleitt væri að- eins getið um afla hæstu bátanna, en meginþorri flotans veiddi að- eins brot af honum. Yrði því að hafa í huga að afkoma lægri bát- anna og skipverja á þeim væri í engu samræmi við þær tölur sem fram kæmu í slíkum afla- fréttum. Þá veik ráðherrann máli sínu að hinum mjög aukna skips- tapa. Kvað hann ríkisstjórnina þegar hafa gert sér grein fyrir því að grípa þyrfti til skjótra úrræða í máli þessu, enda hefði nefnd verið skipuð til að rann- saka orsakir sjóslysa. Nefndin starfaði ennþá, en hefði lagt fram greinargerð fyrir skömmu, þar sem talið er að síldarnót á bátapalli og vanmat skipstjórnar manna á aðstæðum sé ein aðal- orsök slysanna. (Greinargerðin birtist í Morgunblaðinu 2. júní siðastliðinn). Valdimar Indriðason, fulltrúi útgerðarmanna, hugleiddi meðal annars framtíð togaraútgerðar- innar á íslandi. Sagðist hann telja, að ekki bæri að leggja hana niður, þótt óbyrlega hefði biásið ag undanförnu. Bað hann rnenn vera minnuga þess, að það hefði verið togaraútgerðin, sem komið hefði fótunum undir fjár- hag íslendinga í byrjun þessar- ar aldar. Þá stakk Valdimar upp á því við Sjómannadagsráð, að færa sjómannadaginn fram og halda hann hátíðlegan síðasta sunnudag í maí, þar sem mörg síJ dveiðiskip lægju ferðbúin í Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, minnist drukknaðra sjómanna á svöl- um Alþingishússins. Sjómannadagsins höfn hér sunnanlands, en biðu til þess að eyða sjómannadegin- um heima. Örn Steinsson, forseti Far- rí.anna og fiskimannasambands íslands, minnist á þá ábyrgð, sem fylgir því starfi að vera yfirmað- ur á skipi. Kvað hann því mikils um vert að hafa góða skóla fyrir sjómenn. Þá sagðist Örn harma það, hve fáir stunduðu slíkt nám, einkum væri tilfinnanlegur skortur á vélstjórum á sjó, þar sem margir þeirra ynnu sem vél- stjórar í landi eða héldu áfram tækninámi. Þá lýsti hann sig andvigan því, að tækniskóli yrði settur upp á vegum vélskólans í' húsakynnum Sjómannaskólans, þar sem slík- ur skóli gæti ekki talizt stuðla á neinn hátt að hag. sjómanna né fiotans. Örn kvaðst vilja, að lagt verði niður minna fiskimanna- prófið (réttindi til stjórnar báta ur.dir 120 tonnum), enda færu bátar yfirleitt stækkandi. Væri það líka afleitt, að margir skip- sljórar, sem aðeins hefðu minna prófið, sigldu stærri bátum á und anþágu. Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs, sæmdi eftir- talda menn heiðursmerkjum Sjó mannadagsins: Elísberg Péturs- scn, sem unnið ’hefur matreiðslu- og brytastörf síðan 1912, síðast- liðin 30 ár hjá Eimskipafélagi ís- lands. Friðstein Friðsteinsson, sem lengi hefur verið sjómaður hgá Eimskipafélaginu. Friðsteinn var staddur um borð í Brúarfossi úti á rúmsjó á sjómannadaginn og tók því kona hans, Jósefína Jóhannesdóttir, við heiðursmerk inu fyrir hans hönd. Guðmundur Guðjónsson 84 ára, sem verið hef ur vélstjóri, síðast hjá Skipaút- gerð ríkisins, mest alla ævi sína. Þorsteinn Guðlaugsson, 76 ára, sem mjög lengi var bátsmaður á ýmsum skipum, einkum hjá út- gerðarfélaginu Alliance. Heiðura merki úr gulli hlaut Þorvarður Bjömsson, fyrrverandi yfirhafn- sögumaður. Er viðtal við hann annarstaðar í blaðinu. Þá gat Pétur Sigurðsson þeirra sem námsverðlaun hlutu á farmanna- og fiskimanna- prófi frá Stýrimannaskólanum i vor. Einnig þess, sem hæsta eink ur.n fékk á brottfararprófi frá Vélskólanum. Milli ávarpa þessara lék Lúðra sveit Reykjavíkur ýmis lög. Stóðu lúðraþeytararnir á Austur velli miðjum, en beggja vegna gegnt Alþingishúsinu stóðu sjó- menn og mynduðu fánaborg, af íslenzkum fánum og fánum sjó- mannafélagaima. Setti þetta mik- inn hátíðasvip á athöfnina alla. Hátíðahöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.