Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 30
30 MORGU N BLADIÐ Þr!ðjudagur 9. júní 1964 Tilraunalandsliðiö lakara en nokkurt félagslið Beið herfilegan ósigur fyrir Bretum 6:1 Fyrsta mark leiksins var skor- að *á 28. mín. Miðherjinn gaif fyrir frá endamörkum og v. út- herji skallaði inn. Annað mark- ið skoraði Candey úth. er 50 mín. voru af leik með fallegu skoti og lék sér að vörninni. Þriðja mark- ið var skallamark og kom á 68. mín. og var miðherjinn þar að verki. Fjórða markið skoraði Fay innh. af löngu færi og gerði markmaðurinn Kjartan Sig- tryggsson enga tilraun til að verja. — Fimmta markið skoraði O. Rouke innh. er 80 mín. voru af leik eftr góða sendingu frá Candey. Sjötta mark Bretanna skoraði svo v. úth. á 88. mín. Þetta var hörkuskot af nokkuð löngu færi og gerði Kjartan heiðarlega tilraun til að verja, en tókst ekki. — Mark íslenzka liðsins hafði Eyleifur skorað mín. fyrr eftir góða samvinnu Reynis, Jóns og Hermanns. Samleikur þessara ungmenna gegnum vörn Bretanna og markskot Eyleifs var vafalaust bezti kafli íslenzka liðsins í leiknum og raunar eina ljósið frá þeirra hálfu knatt- spyrnulega séð. .................. —............................. |,r ■ ... Hermann Hermannsson stóð sig vel. Guðmundur markvörður flýgur hér eftir hörkuskoti frá Albert og bjargar fallega í horn. Ljósm. Mbl.: Sv. Þ. Albert sýndi listir sínar - en markv. unglinga varði Unglmgaliðið vann styrkt FH-lið ÞAÐ fór eins og flestir áhuga- menn um knattspymu höfðu spáð fyrir leikinn í gærkveldi að litlir sigurmöguleikar tilrauna- landsliðsins vora gegn Middlesex Wanderers. Leiknum lauk með sigri Bretanna 6:1 og má segja «ð vel hafi verið sloppið með þá markatölu. Þáttur íslenzka liðs- ins var allan leikinn harla lítill og Bretarair nær einráðir um gang leiksins allan leiktímann. íslenzka liðið náði aldrei saman og leikur þess sundurlaus og kraftlítill fram úr hófL Blautur völlurinn var að vísu mjög mikil hindrun fyrir hina ungu leikmenn íslenzka liðsins, en kom aftur á móti sér vel fyrir Bretana, sem eru kunnir fyrir að vera vel heima í að leika við þannig aðstæður og specialiser- uðu í „renni-hindrunum“, sem hinir ungu menn réðu ekkert við. ÓTTINN sem í ljós kom við hið furðulega val landsliðs- nefndarinnar var ekki ástæðu laus. Nefndim kastaði fyrir horð nær öllum okkar reyndu leikmönnum og var vart að fnna heila brú í liðsuppstill- ingu nefndarinnar. Verst er að glappaskotið kemur niður á hinum ungu og óreyndu leikmönnum, sem nú falla í skugga, en verðskulduðu þó að fá sitt tækifæri með hin- um reyndari smám saman. Leikurinn Það var strax séð í byrjun leiksins að mikill taugaóstyrkur var í hnum ungu leikmönnum Islenzka liðsins og þótt margir þeirra séu leiknir leikmenn og sumir sýnt nokkuð góðan skiln- ing í framkvæmd er þeir hafa leikið með félögum sínum þá var ekki hægt að þekkja þá sem sömu menn í þessum leik. Sumir hverjir týndu algerlega stöðum KR fær j danskan þjálfara KR hefur falast eftir dönskum þjálfara í knattspyrnu og leitað til Jörgens Hvidemose frá KFtJM Boldklub í Emdrup í Kaupmanna höfn. Vill KR fá Hvidemose í mán uð til þess að undirbúa KR-liðið fyrir þátttö'ku í keppninni um Evrópubikarinn, en KR er fyrsta ísl. liðig sem te’kur þátt í þeirri keppni og hefjast leikirnir í haust. í frétt ti! Mbl. frá Danmörku sfcgir að Hvidemose sé mjög á- nægður með tilboðið oe hyggi gott tii íslandsferðar. ^ i sínum og voru líkt og villuráf- andi sauðir á vellinum. Hinir reyndari gerðu heiðarlega til- raun til að bjarga því sem bjarg að varð, en fáir mega lítið við ofureflinu. — Nei, það var eng- inn öfundsverður af að leika í þessu ósamstæða liðL Hin lélega geta íslenzka liðs- ins kom Bretunum sjálfsagt vel, sem að sögn hafa verið vel aldir af gestgjöfum sínum Þrótti. Hraði varð því aldrei mikill í leiknum og áhorfendur fengu því lítið fyrir snúð sinn nema það að styrkja Þróttarana með framlagi sínu að mæta til leiks- ins, en áhorfendur munu hafa verið um 4000 þús. Heimir meiddist Stuttu' eftr að annað mark Bretanna var skorað, en 50 mín. voru af leik voru Bretarnir í hröðu upphlaupi og komnir inn í vítateiginn. Sent var til mið- herjans og hljóp Heimir út til að bjarga, en á svipstund§ lágu þeir báðir í valnum. Miðherjinn jafnaði sig fljótt, en Heimir varð að yfirgefa völlinn, en virtist þó ekki mikið meidduw — Kefl- víkingurinn Kjartan Sigtryggs- son tók því stöðu markvarðar íslenzka liðsins. — Við þetta veiktist ísJenzka vörnin mjög, því Heimir hafði átt góðan leik í markinu. Kjartan aftur á móti komst aldrei inn í leikinn, ef svo mætti segja, og skoruðu Bret arnir fjögur mörk hjá honum. Mörkin Þótt leikurinn í heild væri harla daufur voru mörkin, sem skoruð voru nokkuð skemmtileg. — í fyrrihálfleik skoruðu Bret- arnir aðeins eitt mark, en siðari háifleikurinn endaði 5:1 fyrir Bretana. Frjálsíþrótto- námskeið á Akranesi STJÓRN FRÍ hefur fyrir skömmu ráðið Hörð Ingólfs- son íþróttakennara til þjálf- unarstarfa í tvo mánuði í sum ar. 28. mai s.l. hóf Hörður starf sitt með námskeiði í frjálsum íþróttum á veguim íþróttabanda- lag Akranes. Mun náimskeið petta standa til 15. júní n.k. Nám skeiðið hefur farið vetl af stað • og vill stjóm FRf hvetja ungt fólk til að sækja þetta námskeið og kynna sér mieð því megin undirstöðu allra annara íþrótta — hinar frjálsu íþróttir — hlaup — stökk og köst. Þá vill stjórn FRÍ og minna á Sveinameistaramát íslands sem haldið verður á Akranesi helg- ina 27.-28. júní n.k. STYRKT lið FH lék gegn úrvals liði unglinga, 19 ára og yngri, í Hafnarfirði ásunnudaginn. Ungl- ingamir fóru með sigur af hólmi 1 mark gegn engu, en FH-liðs- maður hjálpaði til við að koma því skoti sem Hörður Markan, út herji unglingaliðsins, sendi að marki, framhjá Hermanni, mark verði FH. FH-liðið og þá ekki sízt styrktarmennirnir áttu ágæt an leik á köflum og hefði ekki komið til frábær markvarzla hins unga KR-ings í unglingalið- inu, Guðmundar Péturssonar. Það fór nokkuð út um þúfur sú styrking FH-liðsins, seim aug- lýst hafði verið. Aðalstjörnumar Albert og Hermann. Hermanns- son stóðu þó vel í sinni stöðu og vel það. Ríkharður og Donni komu ekki. Ríkharður meiddur. í stað þeirra komu Jón Leósson og Helgi Björgvinsson. Mesta athygli í leiknum vöktu nokkrar sérlega vel gerðar listir Alberts. Hann sýndi að enn lifir í þeim glæðum sem eitt sinn öfl- uðu honum frægðar sem bezta knattspyrnumanns Evrópu. Og enn meira fengjum við að sjá frá hionum ef samherjar hans skildu knattspyrnu á sama hátt og hann. AJibert átti ágæt skot — en Guðmundur Pétursson varði mjög vasklega og virðist þar mikið efni í uppsiglingu. Albert mataði og framherja FH með löngum og nákvæmum sending- um en þeim tókst ekki eins vel að-vinna úr þeim. Hermann í markinu stóð sig vel, ekki sízt ef miðað er við að hann verður fimmtugur á þessu ári. Hann varði tvö hörkuskot unglinganna. En vegna aðgerða varnarmanns FH varð hann að sjá á eftir skoti Harðar Markan í netið, en hefði án ihlutunar haft hald á því skoti. í leiknum voru skemmtilegir kaflar á báða bóga og 1000 áhorl endur skemmtu sér dáveL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.